Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 57
I- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 57 3 » J g I I I 5 I J ) I 3 1 I Opið fram á kvöld í Kringlunni AFGREIÐSLUTÍMI Kringlunni hefur verið lengdur fyrir jólin og verða verslanir í Ki-inglunni opnar frá kl. 10-22 alla daga til jóla nema á Þorláksmessu en þá verður opið frá kl. 10-23 og á aðfangadag frá kl. 9-12. Jólasveinar verða á ferðinni og skemmta yngstu kynslóðinni. Tón- listarfólk kynnir og áritar nýút- komna geisladiska. Rithöfundar árita bækur og boðið er upp á ýmsa afþreyingu. I dag kl. 16 verð- ur Disney hátíð á vegum Sambíó- anna og í kvöld kl. 20 ætlar Drengjakór Laugarneskirkju að syngja nokkur jólalög. í Ævintýra-Kringlunni er boðið upp á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Barnagæslan er á 3. hæð og er opin frá kl. 10 á laugardögum og frá kl. 14 alla aðra daga. Viðskiptavinir Kringlunnar geta í jólavikunni nýtt 600 viðbótarbíla- stæði í nágrenni Kringlunnar en þau eru: við Morgunblaðshúsið, á bak við Sjóvá-Almennar, við Hús verslunarinnar og Verslunarskól- ann. Kringlurúta verður stöðugt á ferðinni frá bílastæðum Utvarps- hússins og Kringlunnar. Meistaraprófs- erindi um haf- íslíkan fyrir ís- lensk hafsvæði JÓN Elvar Wallevik eðlisfræðing- ur flytur fímmtudaginn 18. desem- ber kl. 16 erindi um hafíslíkan fyrir íslensk hafsvæði. Erindið verður flutt í stofu 101 í Odda, húsi félags- vísinda í Háskóla íslands, í grennd við Norræna húsið, og eru allir vel- komnir. Erindi Jóns Elvars er lokaþáttur í meistaranámi hans í eðlis- fræðiskor Háskólans og mun hann greina í stórum dráttum frá efni nýlokinnar meistaraprófsritgerðar sinnar. í ritgerðinni fjallar hann um fræðilega viðleitni til að semja reiknilíkön af hafís, eðli hans og reki. Einnig greinir hann frá niður- stöðum við tilraunir sínar við að nota hafíslíkan á íslenskum haf- svæðum, í Grænlandssundi og á Is- landshafí. Nám og vinna Jóns Elvars hefur verið samstarfsverkefni eðlis- fræðiskorai’ og Veðurstofu Islands og verið styrkt af alþjóðlegum verkefnum. í umsjónarnefnd til stuðnings Jóni Elvari hafa verið dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur, aðalleiðbeinandi, Sven Þ. Sigurðs- son dósent í stærðfræðiskor og Þorbjörn Karlsson prófessor. Gönguferð á milli matvöru- verslana í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 17. desember verður gengið á milli matvöruversl- ana. Fyrr á árum gerði fólk sér dagamun í mataræði á jólunum eins og í dag en sótti minna til fanga út fyrir heimilið. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið upp á Ránargötu og niður í Austurstræti. Þaðan með ströndinni inn á Nóatún og áfram með Kringlumýrarbraut og um Stigahlíð og eftir Hitaveitustokkn- um inn í Faxafen. Stansað verður við matvöruverslanir á leiðinni og litið inn ef opið er. Inni í Faxafeni verður val um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir velkomnir. FRÉTTIR Hópferð til Víetnams KÍNAKLTJBBUR Unnar fór til Ví- etnams í allra fyrstu hópferð þangað sem skipulögð hefur verið fyrir almenning héðan frá íslandi. Ferðin var farin sl. september. Unnur Guðjónsdóttir, leiðtogi Kínaklúbbsins, skipulagði ferðina og fór með sjö forvitna ferða- langa í 22 daga för um Víetnam þvert og endilangt. Frumherjarn- ir eru þessir frá vinstri: Unnur Guðjónsdóttir, Brynhildur Árna- dóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Halla Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson, Edda Árnadóttir, Garðar Karlsson og Magnús Ólafsson. Myndin er tekin í afar gömlu Búddahofi í borginni Haiphong. Þess má geta að Kínaklúbbur Unnar fer til Kína 15. maí nk. VINNINGSHAFARNIR Njörður Stefánsson og Guðmundur Albertsson fá afhenta ferðavinninga frá Dísu Lind Tómasdóttur, fulltrúa Urvals- títsýnar. Til vinstri á myndinni er Frosti Þórðarson, markaðsstjóri Miðlunar. Vinning-shafar í ferðagetraun AtilO og Urvals-Utsýnar DREGIÐ var í ferðagetraun AtilÖ og Úrvals-Utsýnar 6. desember sl. í vinning voru fjórar ferðir til Kanaríeyja að verðmæti 80.000 kr. hver. Tveir vinningshafar hafa nú þegar komið fram og eru það Njörður Stefánsson og Guðmundur Albertsson, báðir búsettir í Reykjavík. Hinir tveir vinningamir hafa ekki gengið út. í fréttatilkynningu segir: Miðlun Gjöf til líknarmála HALLDÓR Jónsson ehf. ákvað á sl. ári að sú upphæð sem fyrir- tækið hefði notað til að senda viðskiptavinum sínum jólakveðj- ur rynni til góðgerðarmála. Af því tilefni aflienti Kristján S. Sigmundsson, framkvæmda- stjóri Halldórs Jónssonar ehf., Þorsteini Ólafssyni, framkvæma- stjóra styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna, eitt hundrað þúsund krónur að gjöf sem fram- lag fyrirtæki. og Úrval-Útsýn vilja þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í getrauninni og um leið hvetja þá sem ekki hafa kannað miða sína nægilega vel að athuga betur númerin á miðunum sem dreift var með þjónustuskrá AtilÖ. Handhafar númeranna 26.028 og 28.980 eru vinsamlegast hvattir til að hafa samband við Gulu línuna til að fá ferðavinningana sína afhenta." Upplýsingar um veður og sjólag á Netið SIGLINGASTOFNUN hefur rekið upplýsingkei’fi um veður og sjólag frá árinu 1996. Fram til þessa dags hefur verið hægt að fá upplýsingar í gegnum símsvara stofnunarinnar, 902-1000. Þessi þjónusta hefur notið sívax- andi vinsælda og sýnt að mikil þörf er á að sjófarendur og aðrh’ hafi sem greiðastan aðgang að upplýsingum um veður og sjólag. Það á ekki síst við á þessum árstíma þegar allra veðra er von og oft tvísýnt hvort gef- ur á sjó, segir í frétt frá Siglinga- stofnun. Stofnunin stígur nú það skref að færa þessar upplýsingai’ ú Internet á heimasíðu Siglingastofnunar http://www.sigling.is. Þar geta menn nálgast upplýsingar um veður og sjólag frá ölduduflum og vitum, sjáv- arstöðu í höfnum og ölduhæðir. Nýj- ar upplýsingar berast á klukku- stundarfresti. Vantar upplýs- ingar um stolin ökutæki LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitneskju um eftirtalin ökutæki og biður þá sem geta gefíð upplýs- ingar um hvar þau séu niðurkomin að hafa samband: KG-030, JEEP Cherokee 1990, hvítur, stolið frá Háteigsvegi fyrir júlí ‘97. R-21090, Citroen Pallas 1984, grænn, stolið frá Vesturbergi 14 18. nóv. ‘97. G-27663, MMC Lancer 1989, ljósblár, stolið frá Hólmgarði 20. nóv. ‘97. HX-726, Yamaha bifhjól 1986, hvítt, stolið frá Sléttuvegi 3, bifreiðageymslu, 5. des. ‘97. Aðventuhátíð í Gjábakka AÐVENTUHÁTÍÐ verður haldin í Gjábakka, félagsheimili eldri borg- ara í Kópavogi, Fannborg 8, mið- vikudaginn 17. desember. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 12.30 þar sem gestir njóta veitinga af jólahlað- borði. Nauðsynlegt er að skrá þátt- töku og kaupa miða í síðasta lagi fyi'- ir kl. 11 í dag, miðvikudag. Fjölbreytt dagskrá verðui’ fram eftir degi. T.d. les Hallui- Hallsson úr bókinni um móður Theresu, Leiðin einfalda, Sigurður Bragason syngur einsöng, hugleiðing á aðventu verður í umsjón sr. Ægis Sigurgeirssonar og Barnakór Smáraskóla syngrn- að ógleymdu atriði Margi’étai’ Bjarna- dóttur og félaga sem hefur fengið heitið Hæll og tá. Allir eldri borgai’ar í Kópavogi og gestir þeirra eru velkomnir og verðið á jólahlaðborðinu er á 1.250 kr. títgáfuhátíð Smekkleysu SMEKKLEYSA sm/ehf. heldur út- gáfuhátíð í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni þess að allir átta diskarnir í svokallaðri Lúðraseríu Smekk- leysu eru komnir út en hún inni- heldur hljómsveitir sem mættu kallast rjómi íslenskrar neðanjarð- artónlistar, segir f fréttatilkynn- ingu. Fram koma hljómsveitirnar: Sigur Rós, PPPönk, The Bag of Joys, Soðin fiðla, Berglind Ágústs- dóttir, Andhéri og kvennahljóm- sveitin Á túr. Sérstakur heiðurs- gestur kvöldsins er Dr. Gunni. Tónleikarnir hefjast kl. 22 stund- víslega og standa til kl. 1. Aðgangs- eyrir er 500 kr. og verða diskarnir seldir á sérstöku tilboðsverði á tón- leikunum. LEIÐRÉTT Gísli er Einarsson í FRÉTT í blaðinu í gær, þar sem^, sagt var frá því að fyrsta skóflustunga hefði verið tekin að nýju íþróttahúsi í Reykholti í Bisk- upstungum, var oddviti Biskups- tungnahrepps rangfeðraður. Úið rétta er að Gísli oddviti er Einars- son. 100 milljónir til markaðssetningar VIÐ vinnslu fréttar sem var á bak- síðu Morgunblaðsins sl. sunnudag, urðu þau mistök að sagt var að Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefði veitt styrki til markaðssetn- ingar íslenskra landbúnaðarafurða erlendis fyrir rúman einn milljarð króna sl. sjö ár. Þama átti að standa „fyrir rúmlega hundrað milljónir króna.“ Beðist er velvirð- ingar á þessu talnabrengli. / mm i(rnm kohuvi^'’ Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. i CmT" hjAlmrstofnun — V"ir7 kirkjunnar S - heima og hciman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.