Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 58
-58 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF m BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grettir j WÉ-R. EfZ UM 06 O /)S> l/ERA V/£> FU6LAFÓÐRARANA/'/) S/4A4A TÍAAA 06 HÚN' Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Hvað seldirðu mörg jólakort? Hvemig ætlarðu að kaupa gjafir Sagði einhver „hundur“? Eg seldi ekki neitt! handa öllum vinkonunum þínum? Ég á engar vinkonur ... allt sem ég á er hundur Hver er óttinn? Frá Sigurði Skúlasyni: HVER er óttinn? Hvað er það sem maðurinn óttast í raun og veru og hvernig bregst hann við sínum ótta? Þessi spurning var ein af mörgum sem vöknuðu við lestur bókarinnar Sálumessa syndara e. Ingólf Margeirsson, þar sem geð- læknirinn Esra S. Pétursson leggst sjálfur á bekkinn og greinir sjálfan sig og sitt líf. Hvað óttast ég? Þetta er góð spurning, því þetta er alvöruspurn- ing. Það er aldeilis fágætt nú á dögum að menn gefi sig með þeim hætti sem Esra gerir í sinni bók. Enda vekur það viðbrögð, sterk viðbrögð. Þessi bók er ekki fyrir alla. Það hugrekki og sú eftir- fylgja sem hér er á ferð eiga greini- lega ekki upp á pallborðið hjá ýmsum. Við viljum mörg ekkert hafa af sannleikanum að segja, hvorki eigin né annarra. Og það er bara eins og það er. En þessi bók hittir í mark hjá öðrum. Það er líka greinilegt. Hún gerir það hér. Hér er á ferðinni einstæð bók að mínu mati. Hún hafði sterk áhrif á mig, hvorutveggja á tilfinn- ingu og hugsun, því þar er gengið svo hreint til verks, að vekjandi er. Hvorutveggja hinn sammann- legi þáttur sem og persónulegt lífs- hlaup Esra sjálfs er tekið þeim tökum að snertir mann djúpt. Oft og tíðum hittir maður sjálfan sig fyrir við lestur þessarar bókar. Með fullri virðingu fyrir öðrum ævisögum leyfi ég mér að segja að hér er komin ein af þeim fáu sem eru í alvöru. Hvað viljum við með lífi okkar? Hversu auðvelt er ekki að láta það renna hjá, vera leiksoppur, láta endalaust mótast af öðrum og umhverfi sínu. Taka ekki ábyrgð á sjálfum sér og eigin lífi. Skapa ekki sitt líf. Fá aldrei að vita hver eða hvað maður er og til hvers maður sé hér. Hafa ekki einu sinni tilburði eða áhuga í þá áttina. Svo gerist það, að maður stígur fram á sjónarsviðið og gerir einmitt hið gagnstæða. Reynir á sinn besta hátt að gera sér grein fyrir heildar- myndinni, hver hann sé, hvernig hann hafi varið lífi sínu og finna því stað í stærra samhengi en við gerum alla jafna. Það er hvort tveggja í senn spennandi og allrar athygli vert. Sem býður heim einni spurningunni í viðbót sem vaknar við lestur þessarar bókar: Hvað geri ég sjálf/ur? Hef ég einhvern áhuga á því að vita hvað ég er og hvað ég er að gera hér? Ef svo er hvað geri ég þá í því? Bestu þakkir til þeirra Esra og Ingólfs fyrir óvenjulega bók, fyrir vel skrifaða og áhrifamikla bók. Hún hefur að sjálfsögðu sína ann- marka eins og öll önnur mannanna verk. Og einnig hafa aðstandend- um bókarinnar orðið á ákveðin mistök eins og fram hefur komið og Esra sjálfur gengist við. En það rýrir ekki gildi hennar að öðru leyti. „Við erum jafn sjúk og leynd- armál okkar“, segir Esra á einum stað. Sú fullyrðing svífur yfir vötn- um bókina á enda og er augljós- lega útgangspunktur fýrir bókina í heild. I þeirri fullyrðingu er fólg- inn mikill sannleikur um leið og hún er ein allsherjar ögrun fyrir okkur öll. Eða - hver eru okkar leyndarmál? SIGURÐUR SKÚLASON, Fálkagötu 28, Reykjavík. Island án eiturlyfja 2002 Frá Hrafni Pálssyni: Á SÍÐASTLIÐNU ári samþykktu ríkisstjómin og Reykjavíkurborg að koma af stað verkefni, þar sem unnið yrði markvisst að því að gera landið vímuefnalaust á næstu fimm ámm. Verkefninu var skipuð stjóm, sem síðan hefur leitast við að fá sem flesta til að slást í hópinn og vinna að þessu þjóðþrifamáli. Reyndar hafa margir efast um raunhæfi þessa markmiðs og talið að því væri ekki hægt að ná. Þess- ir sömu efasemdamenn hafa staldr- að við slagorð verkefnisins, ísland án eiturlyfja 2002, og talið óskyn- samlegt að stefna svo hátt. Verkefnisstjómin gerir sér grein fyrir, að á brattann er að sækja, en telur þó, að með háleitara mark- miði megi ná lengra. Þá þykir stefnutaka opinberra aðila í þessum málum og fjárveitingar gefa verk- efninu þann byr, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma ættu að duga því vel. Vegna aukinna af- skipta ráðamanna hafa fleiri gagn- legir og góðviljaðir aðilar viljað ljá forvamarverkefni þessu lið. Þá ber að geta vaxandi áhuga og þekking- ar foreldra, sem eykur bjartsýni. Þeir, sem staldra um of við heiti verkefnisins, „ísland án eiturlyfja 2002“, til þess eins að fárast yfir því, ættu frekar að beita kröftum sínum að kjama málsins, sem er ísland án eiturlyíja. Sá, sem skoðar aðeins umbúðimar, veit ekki, hvað böggullinn geymir. Fortölur af þessu tagi gera því verkefninu ógagn. Markmiðið er jákvætt í sjálfu sér, enda munu allir jákvæðir Ís- lendingar ljá því lið. Árangur verk- efnisins byggist á því, að við látum málið okkur varða og nálgumst það sigurglöð. Náist ekki fullur sigur árið 2002 seljum við okkur nýtt markmið og höldum áfram að gera okkar besta. Við þurfum öll að gera okkar besta. HRAFN PÁLSSON, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu ogsitur í verkefnisstjórn áætlunarinnar ísland án eiturlyfja 2002. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.