Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MorgunDiaoio/íieigi öjarnason ieð tillöguuppdrátt að svæðis- iagafjarðar. beint til Sauðárkróks. Lagt er til að gerð verði tilraun með almenn- ingssamgöngur milli staðanna. Byggð hefur verið að þéttast í sveitahreppum í miðhluta héraðsins, á milli Varmahlíðar, Sauðárkróks og Hofsóss. Athygli vekur að lagt er til að gert verði sérstakt aðal- skipulag sem spanni þetta landbún- aðarsvæði. Árni Ragnarsson segir að það sé gert til þess að samræmi verði í skipulagi þessa svæðis alls. Tillögur eru um að ný íbúðarsvæði verði ekki skipulögð utan þéttbýlis- staðanna en byggð verði þó þétt um allt hérað eftir því sem áhugi er á. Sérstök athygli er vakin á því að tillögurnar snúist ekki um að jafna aðstöðu, dreifa aflinu til að gera aðstöðu á jaðarsvæðum eins góða og í miðhéraðinu til að sækja vinnu, þjónustu og félagslíf. Tillög- urnar fela þó í sér ýmsa möguleika á þessum svæðum vegna bættra samgangna og eflingar starfsemi í kjörnum. Hringtenging um framhérað í svæðisskipulaginu er lögð áhersla á að innanhéraðsvegir verði byggðir upp og bættir safn- og tengivegir. Lagt er til að komið verði á hringtengingu um framhér- aðið með nýjum vegi frá Hringvegi í Norðurárdal um Kjálka og yfír í Lýtingsstaðahrepp með brú á Hér- aðsvötnum við Villinganes. Hring- vegurinn myndi styrkja stöðu land- búnaðar í framhéraðinu, ekki síst mjólkurframleiðslu og skilyrði til að samnýta ýmsa aðstöðu. Tillaga er um nýja brú yfir Vestari-Héraðs- vötn við Húsabakka til þess að tengja Hegranesið suður á við. Það er hins vegar spurning hvað þessi vegtenging er raunhæf því Ámi telur hana dýra framkvæmd sem gæti einnig orðið umdeild vegna náttúruverndarsjónarmiða. Gerðar em tillögur um nýja vegi --------- á gömlum vegslóðum, lyndir Þverárfjallsveg og Lág- rndar- heiðarveg. Þverárfjallsveg- ii ekki ur hefur lengi verið áhuga- ... mál Húnvetninga og Skag- ' K,ar fírðinga enda tengir hann Blönduós og Skagaströnd við Sauðárkrók og stækkar atvinnu- svæðið. Ekki er gert ráð fyrir þessum vegi í tillögum að langtímaáætlun í vegamálum sem fram er komin á Alþingi. í svæðisskipulaginu er ekki gert ráð fyrir nýjum jarðgöngum til Sigluljarðar, heldur miðað við end- umýjun vegar yfir Lágheiði. Helgast sú tillaga væntanlega af því að Fljótamenn eiga aðild að þessu svæð- isskipulagi en Siglfírðingar hafa kos- ið að standa að svæðisskipulagi með Eyfirðingum. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 37 H 'ellberg hefur aðallega starf- að utan Finnlands í rúm tuttugu ár, mikið í Afríku og Asíu. Þá hefur hann sinnt störfum fyrir Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina (WHO). Hann er skurðlæknir og sérfræðingur í hita- beltissjúkdómum. í mörg ár hefur hann starfað á vegum Rauða kross- ins, verið forseti samtakanna í Finn- landi og starfað fyrir finnska heil- brigðismálaráðuneytið. Hellberg hefur einbeitt sér að berkiavörnum, en berklar eru gífur- legt vandamál í Rússlandi og öðrum fyrrverandi sósíalistaríkjum. „Berklar eru að koma aftur, að mörgu leyti,“ segir hann. Þess vegna bað Rauði krossinn í Rússlandi um aðstoð ein- hvers sem hefði nokkra reynslu af baráttu við berkla. „Rússneskar stofn- anir eiga nú við sama vandamál að etja og landið yfírleitt, á erfiðum tím- um eftir perestrojku Gorbasjovs. Rauði krossinn í Rússlandi er 130 ára, ein elstu rauðakrosssamtök í heiminum, en 1917 varð hann að deild í heilbrigðismálaráðuneyti Sovétríkj- anna og var því í 70 ár ekki raunveru- iega frjáls samtök almennra borgara." Eftir að Sovétríkin liðu undir lok þurfti Rauði krossinn hins vegar að „standa á eigin fótum og þróast sem almenn samtök." Það er á þeim forsendum sem Alþjóða rauði krossinn veitir Rauða krossinum í Rússlandi aðstoð við þróunina. Hellberg segir að í Rússlandi sé við að etja tiltekin vandamál sem séu öðru vísi en annarstaðar í heiminum. Eitt þeirra er mann- fjöldi, því Rússum fer fækkandi. „Fyrir því eru tvær ástæður. Það ríkir ákveðið vonleysi þar núna. Fólk vill ekki eignast böm, það hefur ekki efni á því vegna þess að laun eru svo lág og eru oft ekki greidd svo mánuðum skipt- ir. Sumir vina minna þar hafa ekki fengið laun greidd síðan í apríl. Þetta eru læknar, kennarar og fólk í opinberri þjónustu. Einnig veldur það miklu hve fóstureyðingar eru algengar. í Rússlandi eru gerðar eitt þúsund fóstureyðingar á hverri klukkustund, níu milljónir árlega. Þetta eru opinber- ar tölur. Smokkar og getnaðarvarnap- illur eru illa aðgengilegar, eru of dýr- ar og á tímum Sovétríkjanna voru þær bannaðar því sovéska þjóðin átti að verða stór og sterk. Fóstureyðingar eru því helsta getnaðarvörnin og al- gengt að ungar konur hafí farið í 5-6 fóstureyðingar áður en þær verða 25 ára.“ En á bak við þetta býr vonleysi. „Þær breytingar sem nú eru að verða í Rússlandi eru alveg jafn róttækar og þær sem urðu 1917 og allt er að breytast. Árið 1917 var skipt um skurðgoð, keisarinn og helgimyndirn- ar voru teknar burt og Lenín og Stal- ín settir upp í staðinn. Nú hafa komm- únistaskurðgoðin verið tekin niður og í staðinn verið settar upp nokkrar helgimyndir, en algengustu skurðgoð- in í dag eru Marlboro, Coca Cola, McDonald’s. Þar kemur í ljós hinn yfirborðslegi skilningur á vestrænum kapítalisma, og það veldur mörgum Rússum óróa.“ En hvað býr á bak við skurðgoðin? „Ég hef spurt Rússana um það. Þeir segja að það sé einmitt það sem þeir eru að leita að - því sem er á bak við skurðgoðin. Ég var að lesa nýja bók sem heitir „The Agony of the Russian Ideal“ [Angist rússnesku hugsjónar- innar] og þar er mikið fjallað um spurningar á borð við það hvert sé orðið hlutskipti hinnar rússnesku sál- ar, rússneskrar sjálfsvit- __________ undar. Rússar leita þessa, og flestir segjast ekki enn hafa fundið það.“ Hellberg segir að stuðn- ingur við stjórnmálamenn á “”” borð við Gennadíj Sjúganov og komm- únista, og Vladímír Sjírínovskíj, sé í rauninni leit að öryggi, leit að hug- myndum og þar eð ekki hafi fundist nýjar leiti margt fólk til gamalla. „Þess vegna er mikill, raunverulegur stuðningur, ekki vegna þess að stuðn- ingsmennirnir séu kommúnistar held- ur vegna þess að þetta er eitthvað sem fólkið þekkir og skilur. Nýju mennirn- ir, Tsjúbaís, Nemtsov, Jeltsín, eru fulltrúar einhvers nýs, en meirihlutinn skilur ekki enn hvað það er.“ „Þetta hefur haft heilsufarsleg áhrif," segir Hellberg. „Meðalaldur Iríki vonleysis Finnski læknirínn Hákan Hellberg er ráðgjafí á vegum Alþjóða Rauða krossins í Rússlandi, og segir hann almennt vonleysi meðal Rússa vera eina helstu ástæðuna fyrir stóraukinni útbreiðslu HlV-smits og berkla í landinu. Krislján G. Amgrímsson ræddi við Hellberg er hann var staddur á íslandi til að taka við æðsta heiðursmerki Rauða kross íslands. Leitin að rússnesku leiðinni karlmanna á tíunda áratugnum hefur lækkað um 7-8 ár, úr 64 í 57 eða jafnvel 56 ár. Strangt til tekið er þetta læknisfræðilega óhugsandi og það hlýtur að vera aðra skýringu að hafa. Rússneskur prófessor hefur búið til hugtak yfir þetta, og kallar þetta „collective psycho-socio-immuno- deficiency" [sálræn og félagsleg ónæmisbæklun heiidarinnar]. Róttæk- ar þjóðfélagsbreytingar og mikil trufl- un í samfélaginu valda því að fólk verður þunglynt og þegar það gerist deyr fólk frekar." Það sem gerist, segir Heilberg, er að varnarkerfi líkamans veikist þegar fólk verður þunglynt. „Ég er viss um að hér á Islandi líkt og í öðrum löndum hefur áður fyrr verið sagt að þegar ungar stúlkur lentu í ástarsorg þá leiddi það til berkla. Þetta var reyndar alveg hárrétt og er nú að gerast í Rússlandi." Hellberg hefur nýlega skrifað grein er hann nefnir „Von og heilsa“. „Vegna þess að vonleysi og þunglyndi fara saman,“ segir hann. „Þess vegna skiptir mestu, í öllu því sem gert er í Rússlandi núna, að vekja von, þótt ekki sé nema örlitla, og forðast að veikja vonina. Því hef ég sagt þeim sem vilja stuðla að þróun í fyrrverandi sósíalistaríkjum að þeir megi ekki byija á einhverju sem getur mistekist. Mistök er það síðasta sem þarf núna.“ Rauði krossinn er einu samtökin sem starfa um allt Rússland, þótt sum- staðar sé starfsemin ekki umsvifamik- __________ il. Hellberg segir að auk minnkandi fólksfjölda, sé það vandi í rússnesku þjóð- félagi hversu sterk sann- færing fólks um lög og reglu sé, og trú á að allt megi leysa með stýringu. Nú þegar alnæmi og berklar hafi færst í aukana trúi menn því að ef bara sé hægt að fá fólk til að leggjast inn á sjúkrahús og loka það þar inni sé vandinn leystur. „Þetta er skiljanlegt viðhorf. Það hefur verið ríkjandi í Rússlandi í sjö- tíu ár, og þar á undan undir keisaran- um í þijú hundruð ár. Þetta er samfé- lag byggt á sterku yfirvaldi, sem er eiginlega eina þjóðfélags- og stjórnar- farsgerðin sem fólkið hefur þekkt. En nú eru að skjóta upp kollinum vanda- mál sem verða ekki leyst með þessum hætti og þjóðfélagið þarf að opnast. Morgunblaðið/Kristinn Frá 1986 til 1996 voru skráð 6.300 tilfelli HlV-sýkinga í Rússlandi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru skráð sjö þúsund tilfelli. „Og eins og Bandaríkjamenn segja: „You ain’t seen nothin’ yet.“ Ástandið á eftir að versna. Á tímum Sovétríkjanna laut allt jár- naga, samkynhneigðir og eiturlyfja- neytendur voru einfaldlega settir í fangelsi og þannig var hægt að haida útbreiðslu HIV og alnæmis í skefjun. En núna getur fólk farið óhindrað ferða sinna og þá breiðast sjúkdómarnir út.“ Það sama á við um berkla. Frá því 1992 hafa berklatilfelli þrefaldast víða í Rússlandi, en allt að sjöfaldast sum- staðar í landinui. „Berklar eru félags- legur sjúkdómur, það hefur löngum verið vitað. í Rússlandi eru þeir algeng- ir meðal fanga, og fyrrverandi fanga. Ástandið í fangelsismálum er ákaflega slæmt, og jafnvel þótt menn þurfi ein- ungis að dvelja skamman tíma í varð- haldi meðan þeir bíða þess að mál þeirra verði tekið fyrir eiga þeir á hættu að sýkjast. Fyrir nokkrum vikum var fyrirsögn í rússnesku blaði: Fang- elsisdómur er mörgum dauðadómur. Það eykur vandann að berklaveiran er orðin ónæm fyrir öllum lyfjum og að þvi leyti erum við komin aftur á byij- unarreit. Fimmtán til tuttugu af hundr- aði þeirra sem sýkjast af berklum í Rússlandi og öðrum fyrrverandi kommúnistaríkjum eru með berkla sem eru ónæmir fyrir lyfjum. Reyndar er þessi vandi að breiðast út um allan heim. Fyrir um það bil tíu árum kom upp faraldur í New York, en við það fékkst ráðið með því að auka fjárframlög til aðgerða úr tíu milljónum á ári í 150 milljónir." En jafnvel þótt §árfram- lög til aðgerða gegn berklum i Rúss- landi yrðu aukin myndi það ekki duga. „Ástæðan er enn og aftur rússneska gildismatið og ofurtrú á stofnanir. Ef byggt verði sjúkrahús og berklasjúkl- ingar lagðir þar inn þá muni vandinn leysast. En auðvitað virkar þetta ekki þannig. Fólk sem stendur utan samfé- lagsins unir ekki á sjúkrahúsum. Þess vegna þarf að koma upp göngudeildum, en það er ekki viðtekið í rússnesku þjóðfélagi, vegna þess að á tímum Sovétríkjanna voru vandamál leyst gegnum stofnanir. Þetta viðhorf, ofur- trú á stofnanir, er enn ákaflega út- breitt. En þróun göngudeilda er hluti af starfi Rauða krossins, og í Rúss- iandi hafa samtökin ætíð haft á sínum snærum hjúkrunariiða sem fara í heimahús og sinna öldruðum og far- lama og geta einnig sinnt berklasjúkl- ingum sem dvelja heima hjá sér og gengið úr skugga um að þeir taki lyf.‘^ Nokkur merki eru um að viðhorfin séu að breytast í Rússlandi nú, segir Hellberg. Vísindamenn sem eru hlynntir nýjum hugmyndum og breyttri stefnu hafi þó átt erfitt upp- dráttar vegna þess að einungis minni- hluti hafi samþykkt þessar nýju hug- myndir. „Eitt af því sem Sovétstjórnin gerði var að einangra vísindamenn frá þeirri þróun sem varð annarstaðar í heimin- um. Núna eru læknisfræðilegar afleið- ingar þess að koma í ljós. Þeir halda enn í aðferðir sem við höfum aflagt fyrir heilli öld. Fyrir fímm árum kom* til dæmis upp faraldur HlV-sýkinga meðal bama á tveim bamaspítölum í Suður-Rússlandi. Tvö hundruð og þijá- tíu börn sýktust. Af hveiju? Vegna þess að þar var enn tíðkað að draga fólki blóð og gefa því það aftur til þess að auka því mátt. Þetta var við- tekið fyrir hundrað ámm á Vesturlönd- um. í Rússlandi var þetta enn gert fyrir fimm árum, og að auki með óhreinum nálum og þótt aðgerðin sjálf hefði ekki átt að koma að sök þá breiddist HlV-veiran út með nálunum. Tvö hundmð og þijátíu börn sýktust vegna þess- ara aðgerða." Það tekur tíma að fá nýjar hugmyndir samþykktar. „Þannig hefur það ætíð verið í öllum sam- félögum þegar nýjar hugmyndir em bornar upp, tíu til fimmtán af hundraði hópsins eru fljót að samþykkja og tileinka sér nýja hluti, álíka hlutfail skiptir aldrei um skoðun hversu mikið sem maður reynir að breyta viðhorf- um þess, og 60-70% hópsins er þarna á milli, maður þarf að ýta við þeim til að sannfæra þau. Þetta á við um vísindamenn eins og aðra.“ v Auk þess skiptir miklu, segir Hellberg, að sumir skilja ensku eða frönsku og geta fylgst með þróuninni í alþjóðlegum tímaritum, tekið þátt i ráðstefnum og því um líku. „Þetta er því tvíþætt, annarsvegar tækni til að afla sér skilnings og hins vegar vilji til að læra nýja hluti. Það er margt í Rússlandi sem bendir til þróunar, en þótt einstaklingar geti tekið stórstíg- um framföram er erfiðara að hreyfa heildina með sama hætti.“ „Rússneskur vinur minn sagði eitt sinn: Það er margt sem mun taka þijár kynslóðir að breyta, sumt tvær, en það sorglega er að við höfum ekki svo langan tíma. Spumingin er því sú, ætlum við að fara McDonald’s og Coca Coia-leiðina, eða ætlum við aft fínna rússneska leið. í sögu Rússlands hefur ætíð ríkt togstreita milli þeirra sem vilja finna „okkar eigin leið“ og hinna sem vilja læra af Vesturlöndum. Nú skýtur þetta upp kollinum: Emm við að samþykkja nýjungar einungis af því að þær koma frá Vesturlöndum, eða af sannfæringu um að þær séu okkur til góðs?“ Þetta á sér rætur í grun fólks um að verið sé að selja Vestrinu sál Rúss- lands, segir Hellberg. „Fólk hefur virkilega áhyggjur af rússnesku þjóð- erni. Samræður í Rússlandi fara oft að snúast um sjálfsvitund, tungumál og orð, og spumingin er þá þessi: Hvað er það í vitund manns um sjálf- an sig sem maður má aldrei gefa fpá sér, og hveiju getur maður skipt út fyrir annað? Ef gmndvallarþættir --------- sjálfsvitundar manns em traustir er hægt að bæta við nýjungum án þess að hætta stafí af. Það sem margir Rússar eru að velta " fyrir sér núna, er hvort þjóðin hafí nægilega trausta gmndvall- arvitund eftir allt það sem gengið hef- ur á, og hveijir séu þættir þeirra vit- undar." Rauði krossinn reynir að koma for- varnarstarfi á legg á þeim forsendum sem vemleikinn í Rússlandi krefst hu! „En stundum þarf að hraða þjóðfélags- breytingum ef það verður til þess að koma í veg fyrir að tvö þúsund börn smitist af HIV,“ segir Hellberg. „Ég hef sagt að þjóðfélagslegar breytingar séu að sumu leyti eins og skurðað- gerð. í henni er fólgin áhætta, hún veldur sársauka, og skilur eftir sig ör^' Berklatilfelli ailt að sjöfaldast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.