Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 3

Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 E 3 Netverk hf. er ungt og vaxandi fyrirtœkL Helstu verkefni fyrirtœkisins eru þróun og markaðssetning hugbúnaðar á alþjóðamarkaði fyrir skjalalaus viðskipti með fjarskiptum yfir gervihnetti þar sem öryggi upplýsingannaertryggtáhagkvœmanhátt Hjáfyrirtœkinu starfa 20 manns. Fyrir utan ísland erNetverk með verkefni íSvíþjóð, Þýskalandi, Rússlandi, Hong Kong og Kóreu. Nýveriðfjárfesti Þróunarfélagið hf. í fyrirtœkinu og samningar við erlendafjárfesta eru á lokastigL Vegna aukinna umsvifa óskar fyrirtækið eftir starfsmönnum í eftirfarandi störf: Sala og markaðssetning á hugbúnaði (4 störf) Starfssvið og hæfniskröfur • Sala og markaðssetning á hugbúnaði á alþjóðamarkaði. • Vinna við markaðsstefnu, gerð markaðsáætlana og framkvæmd markaðssetningar. • Skipulagning og utanumhald sýninga. • Háskólamenntun í viðskiptum, tölvunarfræði eða verkfræði. • Gott innsæi og frumkvæði í sölu og markaðssetningu. • Metnaður til að ná árangri í starfi og góð enskukunnátta. Forritun og netþjónusta (6 störf) Starfssvið og hæfniskröfur • Forritun og/eða netþjónusta í Windows umhverfi. • Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum með háskólamenntun og starfsreynslu. • Einnig koma til greina tölvumenntaðir aðilar sem yrðu þjálfaðir upp. í boði eru áhugaverð störf og góð kjör fyrir þá sem vilja slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 14. janúar n.k. merktar: „Netverk hf. - og viðkomandi starfi“. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpý/www.radgard.is \ S0> VSÓ RÁÐGJÖF VSÓ Ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki, sem leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum ráðgjafarþjónustu í háum gæðaflokki. Helstu starfssvið fyrirtækisins eru; verkfræði- hönnun, framkvæmdaráðgjöf, rekstrarráðgjöf, upplýsinga- tækni og umhverfisráðgjöf. Hjá VSÓ Ráðgjöf eru nú 70 starfsmenn og hefurfyrirtækið starfað fyrir fjölda fyrirtækja í einkageira sem og hinum opinbera geira. ► Logistik rekstrarráðgjafi VSÓ Ráðgjöf leitar að rekstrarráðgjafa á sviði lógistik, með áherslu á: ► framleióslu ► dreifingu birgðastýringu Viðkomandi mun starfa innan rekstrarsvidsVSÓ Ráðgjafar. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á aðgerðagreiningu, tölfræði, rekstrarfræði, auk tölvuþekkingar innan lógistik. Óskað er eftir einstaklingi sem er með háskólamenntun á sviði verk, tækni, eða viðskipta, sem er vel skipulagður, á auövelt með mannleg samskipti og getur unnið sjálfstætt og í hóp. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 9. janúar 1998 A B <5 A B E N D I R Á Ð G J Ö F & I Á Ð N I N C A R = Úl >T LAUGAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 FAX: 568 90 96 SAMSKIP fiArmAiastjúri Samskip hf. er ört vaxandifyrirtœki i alhliða flutningaþjónustu. Hjá Samskipum og dótturfyrirtœkjum þess, innanlands og erlendis starfa yfir 400 manns. Mikil uppbygging hefur orðið á starfseminni innanlands og erlendis. Samskip rekur 5 dótturfélög í Evrópu og Bandaríkjunum og 5 flutningamiðstöðvar innanlands. Samskip hf. óskar eftir aö ráöa fjármálastjóra. Starfssvið • Dagleg fjármálastjórn, skýrslugerð og tengd verkefni. • Yfirumsjón innheimtu og fjárstreymis og samskipti við banka. • Utanumhald fjármagnskostnaðar og gengisáhættu. • Umsjón með samræmingu fjármálastjórnunar hjá dótturfyrirtækjum Samskipa. Menntunar- og hæfniskröfur • Viðskiptafræði eða sambærileg menntun. • Haldgóð reynsla af sambærilegum verkefnum. • Góð tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki. • Hæfileiki til stjórnunar og uppbyggingu liðsanda. • Einungis einstaklingar með frumkvæði og sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu koma til greina. Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri fyrir kraftmikinn og drífandi einstakling. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 15. janúar n.k. merktar: „Fjármálastjóri - Samskip11 RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf Álftamýraskóli óskar eftir starfsmanni í 50% starf. Helstu verkefni eru m.a. • að aðstoða nemendur í leik og starfi og leið- beina þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skóla. • að hafa umsjón með nemendum: í frímínút- um úti og inni, á göngum, í búningsklefum og lengdri viðveru nemenda. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 568 6588. Hlíðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 50% starf. Stuðningsfulltrúar vinna undir leiðsögn kenn- ara eða annars umsjónarmanns og geta störf þeirra m.a. falist í eftirfarandi: • vera fötluðum nemendum til aðstoðar á ferli þeirra um skólann og við persónulegar þarf- ir/athafnir daglegs lífs. • að sinna nemendum vegna úthalds- og ein- beitingarleysis og/eða hegðunarörðugieika sem rekja má til misþroska, ofvirkni eða þroskaröskunar. • að vera nemendum til stuðnings vegna fé- lagslegra og tilfinningalegra örðugleika. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborg- ar. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 552 5080. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Nelfang: fmr@rvk.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.