Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 E 5 RALA Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða sérfræðinga í tvær stöður: Matvælarannsóknir Sérfræding til að veita forstöðu rannsóknum og þróunarstarfi á afurðum úr íslenskum land- búnaði. Viðfangsefnin sem unnið er að tengj- ast náið afurðastöðvum og fagráðum hinna ýmsu búgreina. Innan stofnunarinnar eru verk- efnin iðulega unnin í nánum tengslum við aðra þætti landbúnaðarrannsókna svo sem fóður- fræði og erfðafræði. Verkefnin tengja þannig saman frumgreinar landbúnaðar og úrvinnslu við nýtingu og gæði afurðanna gagnvart neyt- endum. Æskileg menntun er framhaldsnám í matvæla- fræði, matvælatækni, matvælaverkfræði og skyldum greinum. Efnagreiningar Efnafræðing til að hafa yfirumsjón með efna- greiningum sem einkum lúta að matvælum, fóðri og jarðvegi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskóla- próf í efnafræði eða skyldum greinum og hafi þekkingu á almennum efnagreiningum. Til greina kemur að rannsóknir á sérfræði um- sækjenda verði hluti starfsins. Umsóknir, ásamt fylgiskjölum, sendist Þor- steini Tómassyni, forstjóra, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk., en hann veitir jafnframt upplýsingar um störfin. Gleðilegt ár Gallup opnaði ráðningarþjónustu í nóvember 1997 og hafa móttökur veríð frábærar! Við óskum þeim fjölmörgu umsækjendum okkar sem tekið hafa við nýju starfi á þessu tímabiii til hamingju með nýjan starfsvettvang. Við óskum viðskiptavinun okkar farsældar á nýju ári. Starfsfólk Gallup þakkar viðskiptavinum og umsækjendum kröftug viðbrögð. GALLUP RAONINGARÞJÓNUSTA Smlöjuvegl 72. 200 Kópavogi Sfml: 540 1000 Fax: 564 4166 Netfang: radnlngarígallup.H ár boðar ný og spennandi tækifæri. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfirði, sími 555 1490, fax 565 1494. Netfang: idnhafn@ismennt.is Málmsuðukennari Kennara vantarvið Iðnskólann í Hafnarfirði á vorönn. Aðalkennslugreinar eru málmsuða ásamt verklegum og bóklegum faggreinum málmiðna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist undirrituðum fyrir 6. janúar nk. Jóhannes Einarsson, skólameistari. Osta- og smjörsalan annast sölu og dreifingu á viðbiti, ostum og öðrum matvælum á innan- landsmarkaði auk útflutnings á mjólkur- vörum. Helstu birgjar eru mjólkurbú og samlög sem framleiða mjólkurafurðir. Fyrirtækið flytur inn ýmsar matvörur og búnað til matargerðar og rekur sérhæfðar verslanir. Veltan er um 3,5 miljarðar kr. á ári. Starfsmenn eru um 80. Forstjóri OSS óskar að ráða forstjóra tii starfa. Starfssvið: 1. Dagleg stjórnun starfsseminnar og yfirumsjón með fjármálum. 2. Yfirumsjón markaðssetningar, vöruþróunar, sölu og dreifingar. 3. Gerð markaðs- og rekstrar- áætlana. 4. Tengsl við viðskiptavini innan- lands og erlendis. Við leitum að framsæknum einstaklingi sem hefur frumkvæði og áræðni til þess að takast á við krefjandi verkefni. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. í síma 581 3666. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Forstjóri OSS" fyrir 15. janúar 1998. T Rótt þekking é réttum tfma -fyrir rétt fyrirtmki HAGVANGUR RADNINGARÞJÓNUSTA Coopers & Lybrand Hagvangur hf. Skeifan 19 108 Reykjavík Sími 581 3666 Bréfsími 568 8618 Netfang: hagvang@hagvangur.is Veffang: http://www.hagvangur.is Framtíðarstörf ___hjdframsœknu fyrirtœki Alit ehf. sérhnfir sig í leigu og rekstri tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Álit leggur metnað sinn í að veita starfsfólki sínu gott starfsumhverfi og möguleika é að þroskast í starfi. Nú þurfum við að bœta við nýjum starfsmönnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af einhverju eftirtalinna stýrikerfa: OS/400, Windows NT, Novell Netware eða VMS. Starfið felst í umsjón með miðtölvukerfum og neti auk notendaaðstoðar. Leitað er að ihugasömum og skipulögðum einstaklingum. Nánari upplýsingar veita Guðni eða Jón Ingi i síma 510-1400. Skriflegar umsóknir berist til: Álit ehf, Engjavegi 6,104 Reykjavík Fullum trúnaði heitið. m r® Plkkt LEIGA OG REKSTUR TÖLVUKERFA OUTSOURCING AND FACILITY MANAGEMENT Laust starf í prentsmiðju Prentsmiðja i ðrum uppvexti óskar að ráða starfsmann sem fyrst. Starfskraft vantar á aldrinum 35- 45 eftir hádegi. Viðkomandi kemur til með að vinna létt störf í prentsal. Vinnuumhverfi er bjart og starfsandi góður. Starfsreynsla er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Jónlna Þórólfsdóttir í síma 588 3309. Vinsamlegast skilið umsóknar- eyðublöðum ásamt mynd til Ráðningarþjónustunnar. RÁÐNINGAR jfÞJÓNUSTAN 1 ...ávallt réttur maður I ritt starf. Einkennandi fyrir alla starfsemi Ráðningar- þjónustunnar er cftirfarandi: Góð þjónusta Gæðí Hagstætt verð Vðnduð ráðgjöf Reynsla Trúnaður Þekking Öryggi RÁÐNINGAR ÞJÓNUSTAN Háaleitisbraut 58-60 108 Reykjavik Sími: 588 3659 Netfang: radning@skima.is Veffang: http://www.skima. is/radning/ BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI S63 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Umsjónarmaður gagnagrunns Reykjavíkurborgar Auglýst er til umsóknar staða umsjónar- manns gagnagrunns Reykavíkurborgar. Hér er um nýtt starf að ræða. Umsjónar- maður mun verða ábyrgur fyrir að safna, samhæfa, greina og túlka upplýsingar sem snerta meðal annars lýðfræði, landnotkun, hagfræði og atvinnumál, markaðsmál og byggingar og gerð kannana um sömu málefni. Gerðar eru kröfur um menntun á einhverju eftirtaldra sviða; hagfræði, landafræði eða skipu- lagsfræði. Tölvuþekking er áskilin. Nauð- synlegt er að umsjónarmaður geti hafið störf hið allra fyrsta. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Engjateig 11, 105 Reykjavík, í seinasta lagi 15. janúar 1998 og skal merkja umsóknina ..Gaanaarunn- ur“. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri, Borgarskipu- lagi Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri Öflugt þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu sem sérhæfir sig í flutningum og öðrum samhliða verkefnum óskar eftr að ráða fram- kvæmdastjóra sem fyrst. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í áratugi og er fjárhagslega sterkt. Framkvæmdastjóri sér um fjármálastjórn, markaðsmál, starfsmannahald og fleiri verkefni í umboði stjórnar fyrirtækisins. Leitað er eftir kraftmiklum og áreiðanlegum einstaklingi með reynslu af stjórnun og rekstri og/eða menntun. Áhugaverður kostur væri reynsla úr flutningageiranum (landflutningar). Um getur verið að ræða hvort sem er heils- dagsstarf eða hlutastarf. Starfið er í dag heils- dagsstarf en með breytingum á starfslýsingu gæti starfið hentað sem hlutastarf. Umsóknir skulu sendar á afgreiðslu Mbl. merktar: „Framkvæmdastjóri — 3091" í síðasta lagi 9. janúar 1998. Litið verður á allar umsókn- ir sem trúnaðarmál. SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS v/Árv«g - 800 S*Jfo*« - Póithölf 241 - Simi 98-21300 Yfirlæknar Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi, auglýsir eftir- taldar stöður lausar til umsóknar. Yfirlæknir handlækningasvids. Leitað er eftir lækni með alhliða þekkingu og reynslu í skurðlækningum, kvensjúkdómum eða bæklunarlækningum. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1998. Yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdóma- sviðs. Leitað er eftir lækni með sérfræði- viðurkenningu í fæðingahjálp og kvensjúk- dómum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1998. Búseta á Selfossi eða nágrenni er skilyrði fyrir veitingu í stöðurnar. Umsóknir, á þartil gerð- um eyðublöðum sem fást hjá Landlækni, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Bjarna Ben. Athurssyni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Sjúkrahús Suðurlands, við Árveg, 800 Selfossi. Veitingahús Veitingahús í miðborginni óskar eftir vönum starfsmönnum í sal. Kvöld og helgarvinna. Upplýsingar í síma 899 8994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.