Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 2

Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 2
2 C FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 KNATTSPYRNA MORGUNB LAÐIÐ Coventry vill ekki missa Dublin DION Dublin, miðherji Coventry, er eftirsóttur þessa dagana - Liverpool, Leicester, Middlesbrough og fleiri félög vilja fá hann til sín. Þessi 28 ára marksækni leikmaður á átján mánuði eftir af samningi sínum við liðið sem hefur boðið honum nýjan samning - til ársins 2002. Það ætti ekki að væsa um Dublin ef hann tekur boöinu, hann á að fá 1,2 millj. ísl. kr. í vasann í vikulaun. „Við viljum ekki missa Dion Dublin, hann er einn af okkar bestu leikmönnum," segir Gordon Strachan, knatt- spyrnustjóri Coventry, sem bætti við: „Barcelona seldi Ron- aido. Þess vegna get ég ekki ekki sagt - Coventry selur ekki Dublin. Dublin er einstakur Ieikmaður - það má segja að hann sé tveir leikmenn; mikill markaskorari, einnig stórkostlegur miðvörður.“ Það er nokkuð víst að Dublin er til sölu - ef gott tilboð kem- ur. Forráðamenn Coventry vita að þegar samningur hans rennur út eftir átján mánuði fær liðið ekki krónu fyrir hann. Hér á myndinni fagna samheijar marki sem Dublin skoraði gegn Liverpool um sl. helgi. Reuters Vialli líkir Manchester United við AC Milan og Juventus Verður Evrópu- meistari ÍTALINN Gianluca Vialli gerði tvö glæsileg mörk á móti Manchester United í Ensku bikarkeppninni um liðna helgi en mátti ásamt samherjum sínum í Chelsea þola 5:3 tap. Vialli, sem er 33 ára, hefur unnið allt sem hægt er að vinna í evrópskri knattspyrnu, á auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu og veit hvað hann segir þegar knattspyrna er annars vegar. „Ég held að ekkert geti komið í veg fyrir að liðið [Manchester United] verði eitt af þeim bestu sem um getur í sögu Evrópu,“ sagði Vialli. Vialli sagði að enginn veikur hlekkur væri hjá United og það gæfi hvergi eftir. Hann hefði leikið með frábæru liði Juventus, sem varð Evrópumeistari 1995, og á móti AC Milan þegar það var stór- veldi á Italíu og í Evrópu en United minnti sig á þessi lið. „Þegar þau voru á toppnum voru þau ósnertan- leg og sama má segja um United. Liðið er að komast a sama stall og Juve og AC Milan. Ég er sannfærð- ur um að það verður Evrópumeist- ari á tímabilinu. Leikmennirnir eru ungir, hungraðir í árangur og vinna hver fyrir annan rétt eins og ein- kenndi fyrrnefnd ítölsk lið.“ Hungraðir í árangur Steve Clarke, varnarmaður hjá Chelsea, tók í sama streng. „Ég hef aldrei séð leikmenn United eins hungraða í árangur. I liðinu eru frá- bærir leikmenn eins og hjá okkur en þeir eru gráðugii. Þeir sækja í hópum og þegar úrvalsmenn vinna hver fyi'ir annan verður úr sam- heldið og óstöðvandi lið. Þeir sóttu að okkur, gáfu okkur aldrei frið og neyddu okkur til að gera mistök sem þeir síðan refsuðu okkur fyrir.“ Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagðist hafa fundið fyrir því í búningsklefanum fyrir leikinn að leikmenn United ætluðu sér sigur en áréttaði að liðið gæti gert betur. „Við getum bætt okkm' hvað stöðugleika varðar,“ sagði hann. Peter Schmeichel mark- vörður er á sama máli. „Við leggjum mjög mikið á okkur á æfingum en vinnan er til einskis ef hún skilar sér ekki í leikjum,“ sagði hann og vísaði til markanna þriggja s'em Chelsea gerði undir lokin í um- ræddum leik. Einn besti leikur okkar „Við gerðum fimm mörk hjá Chel- sea og þegar á heildina er litið er þetta með bestu leikjum okkar í ensku knatspyrnunni. En menn muna gjarnan það sem gerist í lokin og ég er sannfærður um að margir gleyma seint mörkunum sem við fengum á okkur. Þetta var hræði- legt. Við hægðum á ferðinni og gerðum mistök sem við eigum ekki að gera. Við áttum að vinna 5:0 eða jafnvel með meiri mun. Því verðum við að vera óánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Þeir skor- uðu ekki af því að við töldum að þetta væri búið. Mistökin særa stoltið og við vitum að við eigum eft- ir að bæta okkur á ýmsum sviðum." — nnm m í’i 3. i i% ÍTALÍA Árangur á heimavelli X 9 f 1 i r \í w Þín spá H.janúar úrslit frá 1988 Leiftur | Valur | 1 AC Milan - Roma T 3 0 17:5 1 1 T X 2 Sampdoria - Parma 5 2 0 13:4 1 X 1 2 1 3 Juventus - Vicenza 2 0 0 3:0 1 1 1 4 Brescia - Fiorentina 1 1 1 6:6 T X 2 X 7 1 X 2 5 Bari - Atalanta 2 1 1 9:4 1 1 X 1 6 Empoli - Bologna 0 0 0 0:0 1 x 1 X 2 i 7 Piacenza - Inter 2 0 1 3:4 7 1 2 ~2 8 Udinese - Napoli 3 2 0 12:7 1 1 1 9 Lazio - Lecce 3 1 0 8:0 1 1 1 10 Chievo - Torino 1 0 0 1:0 1 X ; c 2 n X 11 Venezia - Cagliari 0 0 0 0:0 1 2 1 1 X 2 12 Lucchese - Verona 0 2 1 2:3 1 X 1 X 2 1 X 13 Reggiana - Fid. Andria 0 1 0 0:0 1 1 1 X Urslit í síöustu viku: Fram: IQréttir KR: 9 réttir 6 réttir STAÐAN I 1 i 2 i 3 i 4 5 STIG Fjöldi réttra 1 Fram röi 0 2 2 22 2 IA 2 1 ~2~ 5 23 3 Keflavík 2 1 O O 3 34 4 KR O 2 O 2 29 5 IR o 2 LIj 4 22 I næstu viku mætast: ÍAog KR □ Úrslit í síðustu viku: | STAÐAN l 1 i 2 i 3 4 5 STIG Fjöldi réttra k 4 1 Valur m rn 2 2 5 27 Grindavík: lOréttir 2 Grindavík 1 m 1 ~2~ 4 26 Þróttur: öréttir 3 Þróttur R. o 1 ~2 1 4 35 PJ: lOréttir 4 ÍBV 0 O m O O 30 5 Leiftur ~ð~ 1 S m 3 28 I næstu viku mætast: Grindav. og ÍBV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.