Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 8

Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 8
SKIÐI/SVIG Kristinn í 28. sæti á heimslistanum Kristinn Bjömsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, er í 28. sæti á nýjasta styrkleika- lista Alþjóða skíðasam- bandsins (FIS) í svigi sem kom út í gær. Hann var í 53. sæti á heimslistanum í nóvem- ber og hefur því hækk- að sig um 25 sæti. Hann er nú með 9,83 styrkleikastig (fis-stig), en var með 13,89 stig á nóvemberlistanum. Ef aldur skíðamann- anna sem eru fyrir framan Kristin á listan- um er skoðaður kemur í ljós að aðeins fjórir eru yngri en Kristinn, sem er 25 ára. Þrír aðrir íslenskir landsliðsmenn hafa bætt sig frá síðasta lista, auk Kristins. Theódóra Matthiesen úr KR hefur bætt sig bæði í svigi og stór- svigi. Sigríður Þorláks- dótti frá ísafirði hefur færst upp um 11 sæti í svigi frá því í nóvember og Jóhann Haukur Hafstein úr Armanni hefur bætt sig í svigi en fallið niður um 16. sæti í sérgrein sinni stór- í svigi. A myndinni hér til hliðar er Kristinn Bjömsson með bikar- inn sem hann fékk fyrir 3. sætið í Evrópubikar- mótinu í Obereggen í desember. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson Heimslistinn 40 efstu á heimslistanum í svigi eru eftirtaldir: stig 1. Thomas Stangassinger, Austurr...0,00 2. Thomas Sykora, Austurríki.......0,36 3. Finn Christian Jagge, Noregi....3,37 4. Sebastien Amiez, Frakklandi.... 4,23 5. Alberto Tomba, Italíu..........4,92 6. Tom Stiansen, Noregi............5,18 7. Kjetil Andre Amodt, Noregi......6,34 8. Ole Christian Furaseth, Noregi..6,41 9. Michael Von Grúnigen, Sviss.....6,64 10. Kiminobu Kimura, Japan..........6,83 11. Siegfried Voglreiter, Austurríki.7,46 12. Mario Reiter, Austurríki........7,57 13. Martin Hansson, Svíþjóð.........7,95 14. Miehael Tritscher, Austurríki...8,19 15. Markus Eberle, Þýskalandi.......8,49 15. Andrej Miklavc, Slóveníu........8,49 17. Jure Kosir, Slóveníu............8,63 18. Fabrizio Tescari, Ítalíu........8,83 19. Francois Simond, Frakklandi.....8,88 20. Christian Mayer, Austurríki......9,12 21. Matthew Grosjean, Bandar.........9,16 21. Rene Mlekuz, Slóveníu...........9,16 23. Yves Dimier, Frakklandi.........9,34 24. Andrea Zinsli, Sviss............9,47 25. Hans-Petter Buraas, Noregi......9,50 26. Joel Chenal, Frakklandi..........9,55 27. Pierrick Bourgeat, Frakklandi....9,73 28. KRISTINN BJÖRNSSON...............9,83 29. Gúnther Mader, Austurríki.......9,96 30. Lasse Kjus, Noregi..............9,99 31. Mika Marila, Finnlandi......... 10,00 32. Thomas Grandi, Kanada...........10,10 33. Alois Vogl, Þýskalandi......... 10,67 34. Benjamin Raich, Austurríki......10,86 34. Didier Plaschy, Sviss.......... 10,86 36. Eric Rolland, Frakklandi....... 10,89 37. Matej Jovan, Slóveníu.......... 11,32 38. Gaetan Llorach, Frakklandi..... 11,44 39. Kevin Page, Frakklandi .........11,62 40. Mitja Kunc, Slóveníu............11,81 ■ HELGA Torfadóttir og landi hennar Svava Sigurðardóttir hjá Eslöv í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik urðu að bíta í það súra epli að tapa 33:22 á útivelli íyrir Skuru á þriðjudagskvöldið. ■ KARIM Yala handknattleiks- maður með KA er kominn til ís- lands en hann lék ekki rneð félög- um sínum í Evrópuleik á Ítalíu um síðustu helgi. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu KA í gær þá notaði Yala jólaleyfið í heimaland- inu m.a. til þess að kvænast. ■ KA hefur ekld enn gefið upp þá von að Vladimir Goldin leiki með þeim á íslandsmótinu í handknatt- leik, en hann var kallaður heim til Hvíta-Rússlands í snatri snemma í desember vegna herþjónustu. A heimasíðu KA kemur einnig fram að vonir standi til þess að endan- legt svar komi í dag um hvort Goldin kemur eður ei. ■ HÓPUR bandarískra sund- manna hefur ráðið sér þýska lög- fræðinga til þess að rannsaka skipulagða lyfjaneyslu austur- þýskra sundmanna á áttunda og ní- unda áratugnum. ■ RANNSÓKNINHI er ætlað að leiða í ljós hvort bandarískir sund- menn sem telja sig hafa misst af verðlaunum á stórmótum á þessum tíma geti höfðað mál gegn Alþjóða ólymnpíunefndinni ellegar Alþjóða sundsambandinu í þeim tilgangi að fá verðlaunin sem þeir telja sig hafa misst vegna lyfjanotkunar Þjóðverjana. ■ LE Jingyi heimsmethafi í 50 og 100 m skriðsundi og ólympíumeist- ari í 100 m skriðsundi keppir aðeins í boðsundi á heimsmeistaramótinu í Perth sem hefst á næstu dögum. ■ JINGYI segist vera meidd í öxl og hún vilji ekki reyna um of á sig í mótinu með því að keppa einnig í einstaklingsgreinum. Ekki vilja all- ir kaupa þessar skýringar en Jingyi er ein þeirra sem liggur undir gran um lyfjanotkun meðal margra for- kólfa í sundhreyfingunni. ■ HAILE Gebrselassie ólympíu- og heimsmeistari í 10.000 m hlaupi, frá Eþíópíu, keppir á innanhúss- móti í Birmingham 15. febrúar. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann keppir á þessu ári en forráða- menn mótsins reikna með að hann keppi í 2.000 m hlaupi. Tomba ætlar sér sigur í Schladming Japanir hafa áhyggjur af snjóleysi VEÐURSPÁ næstu daga gerir ráð fyrir snjókomu í fjöllunum í kringum Nagano í Japan þar sem Vetrar- ólympíuleikamir eiga að hefjast eftir rúman mánuð. Japanir hafa enn nokkrar áhyggjur af snjóleysi í fjöll- unum enda hefur lítið snjó- að þar í vetur. Meðalhiti í desember sl. var 2,8 gráður, sem er 1,1 gráðu hlýrra en í meðalári. Samkvæmt langtíma veð- urspá á að snjóa í dag og á föstudag en siðan ekki aftur fyrr en 2. febrúar. í síðasta mánuði snjóaði 40 sentí- metra í Hakuba-fjöllunum sem em 50 km frá Nagano. Vegna hlýindanna að und- anfömu er sá spjór nú allur horfinn. Alberto Tomba, skíðakappi frá Ítalíu, segist vera kominn í góða æfingu og hann ætlar sér sigur í heimsbikarmótinu í svigi sem fram fer í flóðljósum í Schladming í kvöld. Þar verða íslendingamir Kristinn Bjömsson og Arnór Gunnarsson einnig á meðal keppenda. Tomba sigraði í sviginu í Schladming í fyrra og hann ætlar að endurtaka leikinn í kvöld. Hann hef- ur enn ekki náð að vinna mót í vetur en segir að nú sé komið að því. „Ég hef verið að finna mig betur og betr ur. Fljólega verð ég eins og hvirfil- bylur,“ sagði heims- og ólympíu- meistarinn. Hann sýndi það í Sestri- ere að hann er enn til alls líklegur með því að ná besta tímanum í síðari umferðinni eftir að hafa verið í 19. sæti eftir fyrri ferð. Þar endaði hann í 4. sæti og er það besti árangur hans í svigi í vetur. Á þriðjudaginn náði hann öðra sæti í stórsvigi og var það í fyrsta sinn sem hann kemst á verð- launapall á tímabilinu. „Brekkan í Schladming er mjög krefjandi. Ef svigbrekkan verður vel undirbúin og veður gott verður þetta frábært mót. Ég vona að skíðafærið verði hart og ekki nýr snjór í braut- inni,“ sagði hann. Tomba var mjög óhress með aðstæður í Kranjska Gora um síðustu helgi og neitaði þá að fara síðari umferðina vegna þess hve færið var slæmt í brekkunni. Tomba fær hins vegar harða keppni í kvöld. Norðmaðurinn Finn Christian Jagge hefur tvívegis kom- ist á verðlaunapall í þremur fyrstu svigmótunum og náði besta tímanum í fyrri umferðinni í Kranjska Gora um síðustu helgi, en náði ekki að fylgja því eftir í síðari umferð og endaði í 26. sæti. Austurríkismenn- imir Thomas Stangassinger og nafni hans Sykora, sem eru í tveimur efstu sætunum á heimslistanum í svigi, verða á heimavelli og til alls líklegir. Báðir hafa þeir unnið hvor sitt svig- mótið í vetur. Þess ber einnig að geta að Austurríkismenn hafa nær einokað heimsbikarkeppnina í vetur, hafa sigraði í 11 af 15 mótum. Michael Tritscher, sem býr í Schladming og vann bronsverðlaun í svigi á Ólympíuleikunum 1992, verð- ur líklega ekki með vegna meiðsla. Hann fór í læknisskoðun í gærkvöldi og þá átti að fá úr því skorið hvort hann gæti keppt. Éf hann verður ekki með mun Kristinn Bjömsson færast fram um eitt sæti í rásröðinni og starta númer 29. Bein útsending verður frá mótinu bæði í Sjónvarpinu og á Sýn. Fyrri umferðin hefst kl. 17.00 og síðari umferðin kl. 19.45.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.