Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 B 5,
Morgunblaðið/Ásdís
an í Vinaminni, núna er þar fólk sem
imyndir og ljósmyndun. Jantíar 1998.
Morgunblaðið/Ásdís
Ri$ Kaup fest á húsinu sökum glæsileika, þótt það hafi verið illa farið.
Guðrún, Kolbeinn, Ragnheiður og Þórunn.
Óskar Clausen
skrifaði í bókina
Með góðu fólki:
f Bar við að fengin
var lúðrasveit til að
spila fyrir utan
Vinaminni, meðan
gestir Vídalíns voru
að koma og borð-
hald stóð yfir...
Þegar fréttist um
veizlur Vídalíns
slæddist fólk þar
að til að njóta
hljóðfæraleiksins
og sjá dýrðina,
gekk fólk þá fram
og aftur um
Mjóstræti...
Yfirleitt var það
talinn vottur um
auð, álit og völd
að vera boðinn til
Vídalín - „menn
með mönnum“
móðguðust ef boð
kom ekki.
Morgunblaðið/Ásdís
>g myndum ætti að hanga á veggjum. Anna Björg, Una
stinn E. Hrafnsson í eldhúsinu stóra.
Morgunblaðið/Ásdís
1. HÆÐ Morgunkyrrðin er yndisieg. Anna María Karlsdóttir og Davíð. Húsið
andar er alltaf hlýtt og notalegt.
Morgunblaðið/Golli
KJALLARi Leigjandinn í kjallaranum vill fremur búa í gömlu húsi
en nýju, Ásdís Ásgeirsdóttir Ijómyndari.
Áiið 1992 var Vinaminni til sölu
hjó Reykjavíkurborg og réðust Kol-
beinn, Kristinn E. Hrafnsson mynd-
höggvari, sem býr á annarri hæð, og
þriðji maður, sem nýlega seldi sína
íbúð í húsinu, í að kaupa það, „vegna
þess að okkur fannst það afar glæsi-
legt“, útskýrir Kolbeinn, en hann á
líka kjallarann. „Önnur ástæða var
sanngjarnt verð.“
Húsið var illa farið þegar þeir
keyptu, en það á sínar skýringar sem
birtast í sögu þess frá 1940 en í stríð-
inu keyptu Silli og Valdi húsið, þilj-
uðu salina og leigðu það út í einstök-
um herbergjum. Þeir komu til að
mynda klósetti fyrir frammi á gangi.
Húsinu vai- ekki sérstaklega haldið
við en talið er að oft hafi ríkt í því
mikil gleði á stríðsárunum.
Síðar eða á „hippatímbilinu" 1968-
1975 var það enn leigt út í herbergj-
um og virðast útlendingar sam-
kvæmt íbúaskrá hafa sótt í að búa
þar, sérstaklega Frakkar og Bretar.
„Það er líkt og Vinaminni hafi verið
aðalpartístaðurinn í Reykjavík á
þessum árum,“ segir Kolbeinn, sem
sjálfur fór þangað í samkvæmi oftar
en einu sinni í kringum 1970. „Það er
líka blessun að húsið skyldi ekki
brenna á þessum árum,“ segir Ragn-
heiður, „því kerti loguðu um allt hús-
ið í þessum partíum, upp hverja
tröppu stigans."
Seinna eignaðist Reykjavíkurborg
Vinaminni og lét það standa autt og
varð það þá athvarf útigangsfólks
sem braust inn og hreiðraði um sig.
Húsið var því orðið hrörlegt þegar
félagarnir keyptu það. Á hinn bóginn
hafa þeir nær lokið endurbótum á
því. Vinaminni er B-friðað af húsa-
friðunarnefnd, sem merkir að það
þarf leyfi til að breyta útliti þess.
Lofthæðin er feikileg og Kolbeinn
og Ragnheiður segja að þrótt fyrir
að það sé ekki sniðið að þörfum nú-
tímamanna líði þeim geysilega vel í
því. íbúðin er 64 fm auk rýmis undir
súð.
Sambandið við list og verzlun
Lofthæðin í íbúðunum er
þrír og hálfur metri og undir henni á
annarri hæð búa Kristinn E. Hrafns-
son og Anna Björg Siggeirsdóttir
með dóttur hennar, Unu Margréti
Árnadóttur.
Kristinn segist hafa sérstakan
áhuga á sambandi Vinaminnis við ís-
lenska myndlist og nefnir Ásgrím
Jónsson og myndlistarsýningar
Kjarvals. Hann hefur reyndar lagt
sitt lóð á vogarskálarnar með því að
fá Birgi Andrésson myndlistarmann
til að velja íslenska liti á eitt her-
bergjanna, þ.e. gera samtímamál-
verk í beinu framhaldi af frumherj-
unum.
Eins og í íbúð Kolbeins og Ragn-
heiðar er herbergjaskipan óvenju-
leg. Eldhúsið er stórt og í því er líka
tölva og vinnuborð og fyrii- miðju
stendur risavaxið borðstofuborð og
er Anna Björg einmitt að lesa við
það tilvitnaða bók Guðjóns um Einar,
Benediktsson..
Kristinn hefur kynnt sér skrá yfir
íbúa hússins þótt nákvæmar upplýs-
ingar skorti. Hann hefur líka farið á
handritadeild Landsbókasafns og
lesið í bréfum Sigríðar og Eiríks
Magnússonar. „Helst vildi ég setja
saman sögu Vinaminnis og hengja
hana upp í máli og myndum í stiga-
ganginn," segir Kristinn, „sögulegt
samhengi skiptir okkur máli, ekki
síður en söguleg samtíð."
Brot úr sögu listarinnar er í hús-
inu en líka úr starfsgrein Önnu
Bjargar. Hún vinnur hjá Verzlunar-^
mannafélagi Reykjavíkui- og var í
Verzlunarskólanum - sem einmitt
hóf starfsemi í þessu húsi árið 1905.
Gestir þeiira segja að gott sé að
koma inn í íbúðina, sennilega vegna
lofthæðarinnar, og reyndar hitta þau
endrum og eins fólk sem hefur búið í
Vinaminni. Ibúð þeirra er 110 fm.
Fallið fyrir lofthæð í Grjótaþorpi
1. HMt! Síðasta vor keypti Anna
María Karlsdóttir fyrstu hæðina, en
eins og önnur hæð var hún upphaf-
lega lögð undir kennslustofur - og
síðar myndlistarsýningar. I eldhús-
inu eru til dæmis einhvers konar
gamaldags skólastofuhillur serru
erfitt er að finna notagildi fyrir nema
með því að láta hugann fljúga.
„Þetta var fyrsta íbúðin sem ég
skoðaði þegar ég ákvað að leita að
íbúð,“ segir Anna María, sem starfar
hjá íslensku kvikmyndasamsteyp-
unni, „og ég féll fyrir lofthæðinni.“
Hún segir að það þurfi að gera
margt fyrir íbúðina og hún hafi sett
sér fimm ára framkvæmdaáætlun.
Davíð sonur hennar þarf ekki að
kvarta yfir þröngu herbergi.
Anna segist líka hafa hrifist af
sögunni sem húsið eigi. „Ég kom'
hingað reyndar í gamla daga í partí.
Mér virðist húsið hafa verið partíhús
allra kynslóða,“ segir hún. „Þegar ég
kom hér í partí voru myndir af bylt-
ingarleiðtogum upp um alla veggi.“
Hún segir aldrei þungt loft í hús-
inu. „Það andar, en er alltaf hlýtt.
Hins vegar er ennþá hljóðbært milli
íbúða, en ekki ónæði að utan og
kyrrðin á morgnana er dásamleg.
Umhverfishljóðin eru fremur frá
fólki en bílum."
Hún segir ástæðuna fyrir vali sínu
á þessari íbúð líka vera staðsetning-
una, Grjótaþorpið. „Að minnsta kosti
var það ekki möguleikinn að geta
raðað öllum nútímatækjum á sinn
teiknaða stað,“ segir hún. 110 fm. *'
Óumdeilanleg sál
IC«l&LUyií; Leiðin liggur í kjallar-
ann og þar býr Ásdís Ásgeirsdóttir,
ljósmyndari Morgunblaðsins.
Hún hefur búið í Vinaminni í tvö
ár og vissi ekki um sögu hússins þeg-
ar hún flutti, aðeins áð hún vildi
fremur búa í gömlu húsi en nýju og
er líka heilluð af Grjótaþorpinu.
„Húsið hefur óumdeilanlega sál,“
segir hún og segir það öðrum fyrr-
verandi vistarverum sínum fremra.
„Eldhúsið, baðið og stofan eru
þægileg herbergi en svefnherbergi
skortir," segir hún. Kjallarinn hefur
þann kost að bera fulla lofthæð og ,
vekur ekki „niðurgrafningstilfinn-
ingu“.
Fjótlega eftir að Ásdís flutti fór
hún að heyra af sögu hússins hjá eig-
endunum. „Mér finnst gaman að
hugsa til alls fólksins sem hefur búið
hérna, en það er svo ótrúlega margt.
Hér hefur líka margt gerst og marg-
ar raddir ómað,“ segir hún og að hún
hafi verið að uppgötva að Sigríður
Einarsdóttir Magnússon, móðir
Vinaminnis, og hún eigi sama fæð-
ingardag, 17. mars, og verður það
eftirleiðis hátíðisdagui- hússins - en
um Sigríði var kveðið áður en hún ’’
hóf lífsstarf sitt:
Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ
sú kann að gera skóna
ha-hæ, ha-hæ,
eintómar rosabullur,
tra, la, la, læ,
alltaf er Gvendur fullur
í Brekkubæ.