Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 B 3 DAGLEGT LÍF sækja þangað um 300 íslendingar, að sögn Maríu. „Umræðan er ýmiss konar en oft er hún mjög opinská, fólk lætur allt flakka, er mun ófeimnara en svona augliti til auglit- is. Því er fremur auðvelt að verða ástfanginn eða eignast mjög góða vini.“ María hittir „þá allra hörðustu“, það er netvini sína, reglulega en hópurinn telur um 60 manns, flest ungt fólk á þrítugsaldri. Sama dag og við hittumst hafði öllum verið stefnt á skemmtistaðinn LA kaffi í tilefni afmælis tveggja úr net- klíkunni. „Það er alltaf verið að skipuleggja skemmtanir úti um all- an bæ, sem er gott því félagsskap- urinn er góður. Oneitanlega var það þó undarlegt að hitta einhvern í fyrsta skipti en þekkja hann samt svona vel. Mikið verður annars gaman að hitta Corley í sumar.“ CORLEY Erfurd frá Texas er væntanlegnr til landsins í fyrsta , sinn í sumar. Netvinir Maríu hittast reglulega og skemmta sér saman. Hér eru þeir á LA kaffi. Fituneysla ekki talin auka líkur á slagi NÝLEG bandarísk rannsókn, sem greint er frá í síðasta hefti The New England Journal ofMedicine hefur ■■■ leitt til þeirrar óvæntu niður- stöðu að fíturíkur matur auki ekki líkur á slagi. Ekki nóg með það því í Ijós kom að ákveðnar gerðir fitu, svo sem mettuð fitusýra og ein- ómettuð, gætu hugsanlega dregið úr líkunum á að mið- aldra karlmaður fái slag. Þrátt fyrir þetta er ekki mælt með því að ir byrji strax að raða í sig steikum og eggjum því sér- fræðingar vilja sannreyna útkomuna með frekari rannsóknum á körlum á miðjum aldri, sem og konum og eldri borgurum. „Þótt áframhald- andi rannsóknir kunni að renna stoðum undir þessa niðurstöðu má ekki gleyma óæskilegum áhrifum mettaðrar fitu á heilsufar almennt og þátt hennar í þróun hjartasjúk- dóma, offitu og ákveðinna tegunda krabbameins sem tengdar eru fituríku mataræði," er haft eftir ráðgjafa Bandarísku hjarta- verndarsamtakanna. Úrtakið var 832 karhnenn, 45-65 ára, sem svöruðu skriflega spurningum um mataræði sitt síðustu 24 tíma áður en könnun- in var gerð. Að því búnu var fylgst með heilsufari þeirra um 20 ára skeið, í tengslum við hjartasjúkdómarannsókn á íbúum Framingham í Massachusetts-ríki Bandaríkjanna. Rannsóknin sem vitnað er til sýndi fram á að líkur á slagi minnkuðu um 15% með því að auka hlutfall hitaeininga úr fitu al- mennt í mataræðinu um 3%. Til dæmis dró 1% aukning á neyslu mettaðrar fitu, sem er að finna í kjöt- og mjólkurvörum, úr líkum á slagi um 9% og 1% aukning á neyslu einómettaðrar fitu, sem er í hnetum og ólívuolíu, minnkaði lík- lfkur á slagi? urnar um 11%. Aukin neysla fjö- ómettaðrar fitu úr fiski og jurta- olíum hafði ekkert að segja. „Þótt fituneysla geti leitt til kransæðasjúkdóma sem sfðan auka lfkurnar sterklega á slagi gefur rannsókn okkar til kynna að neysla fitu feli ekki í sér aukna hættu á slagi,“ segir Dr. Matthew Gilman aðalhöfundur skýrslu um niðurstöðurnar og læknir við læknaháskóla Harvard. Eldri rannsóknir á Afríku- og Asíubúum hafa leitt til sömu niðurstöðu og mun þetta vera fyrsta rannsóknin á kynþætti hvítra þar sem útkom- an er hin sama. Niðurstöðurnar lofa góðu fyrir íbúa við Miðjarðarhaf og aðra sem borða mikið af einómettaðri fitu og að sama skapi lítið af mettaðri, segir ennfremur í greinargerð með rannsókninni. í VERSLUNINNI er sérsmíðuð koparhurð og nóg pláss. I KJALLARANUM er gallerí, sem stendur með verkum Jóns Óskars. HRINGDANS karlmannajakka. gerast hér inni. Við sjáum viðskipta- vini að sama skapi skjótast hjá og getum hnippt í þá. Þetta er miklu skemmtilegra," segir hann. Sævar Karl vill ekki gefa upp hvað tiltækið kostar og segist ekki vera bú- inn að fá alla reikninga. En telur hann sig geta aukið viðskiptin nægi- lega mikið til þess að fjárfestingin borgi sig? „Ég verð auðvitað að fá fleiri viðskiptavini, það er í það mikið ráðist. Ég trúi því að svo verði því á þeim mánuði sem liðinn er síðan við fluttum hafa langtum fleiri komið til mín en gerðu áður.“ Gestir í Bankastræti 7 geta á ein- um stað horft gegnum gólfið á bjargið sem byggt er á og líti þeir upp blasir himininn við gegnum kúptan þak- glugga úr plastefni. „Guðjón Bjama- son hefur unnið íyrir mig áður og jafhframt innréttað mörg kaffihús, sem verða að vera þannig að þangað sé gaman að koma og auðvelt að blanda geði við fólk. Sú hugmynd lá til grundvallar hér. Einnig viljum við ekki að fótin liggi bara í hillum, held- ur þannig að fólk langi í það sem íyrir á þeim, þá er tilganginum náð,“ segir augu ber. Fólk verður að fá að snerta Sævar Karl Ólason að lokum. hke NÝJA SUMAmími^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.