Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
Ofurkonan
og óstudd, en engin veit sína ævina,
því innan árs kynntist ég nýverandi
eiginmanni mínum og við rugluðum
fljótlega saman reitum. Hann er
yndislegur maður, nokkuð eldri en
ég, og hefur alltaf viljað allt fyrir
mig gera. Eg hleypti honum bara
ekki að, hélt mínu striki og lagði of-
urkapp á að vera fjárhagslega sjálf-
stæð, reka vinnustofuna og sjá um
börnin sjálf. Mér fannst þau vera
mín og á mína ábyrgð líkt og heim-
ilishaldið, foreldrafundimir í skól-
unum og þess háttar. Maðurinn
minn, elskulegur, fékk ekki rönd
við reist, en hefur trúlega verið
stoltur af ungu, duglegu konunni
sinni.
Stresseinkenni
„Sjálfri fínnst mér líka gaman að sauma og er fljót að þessu...“ sagði Katrín Óskarsdótt-
ir grafískur hönnuður og fyrirmyndarhúsmóðir fyrir sjö árum í viðtali við Valgerði Þ.
Jónsdóttur, sem fannst mikið til um dugnaðinn. Líka svo létt í lund, röggsöm og hraust-
leg hún Katrín, sem þá hafði saumað grímubúninga á börnin sín þrjú, var í hamingju-
sömu hjónabandi, rak eigið fyrirtæki og virtist hafa tíma til alls. Núna segist hún vera
aðframkomin af þreytu og streitu eins og margar jafnöldrur hennar.
TT'
LJ I
■TKEYRÐAR ofur-
konur var yfirskrift
aðsendrar greinar eft-
ir Katrínu Óskars-
dóttur, húsmóður og
atvinnurekanda, í Morgunblaðinu
20. nóvember síðastliðinn. Innan
um aðrar greinar eftir brúnaþunga
karla í prófkjöri lét greinarstúfur-
inn lítið yfir sér, en vakti, að sögn
ritara og símavarða á blaðinu, meiri
viðbrögð lesenda en þeir vissu
dæmi um. Konur á öllum aldri
hringdu og vildu vita deili á þessari
Katrínu sem sagði umbúðalaust
4 ýmislegt sem þær höfðu einungis
þorað að nöldra um í hópi nánustu
vinkvenna; um kröfurnar sem gerð-
ar eru til þeirra, hvemig þær sjálf-
ar gangast upp í glansímyndinni,
reka heimili af myndarskap, hlú að
börnum sínum og öldruðum for-
eldrum samhliða ábyrgðarmiklu
starfi ... og keppast við að vera ung-
legar, sætar og fínar.
Grein Katrínar lýsir hvernig
blaðamenn draga sí og æ upp mynd
af hinni fullkomnu konu; ofurkon-
unni, sem virðist geta gert allt í
einu. Hún er hugmyndarík, útsjón-
arsöm, handlagin, í sjálfstæðu,
krefjandi starfi, á fallegt heimili,
karl, börn, hund og kött. Hún
4 saumar allt á sig og bömin, prjón-
ar, föndrar og bakar auk þess sem
hún stundar göngur og líkamsrækt,
syndir á hverjum morgni, á hesta
og sumarbústað enda áhugasöm
um garðrækt eins og svo margt
annað.
Andaktugir yfir
myndarskapnum
í greininni segir Katrín að blaða-
menn séu jafnan andaktugir yfir
myndarskapnum og láti þess yfir-
leitt getið að viðmælandinn geisli af
lífsgleði og orku. „Þessar greinar
hef ég lesið í gegnum árin með að-
dáun og jafnvel smáöfund. Svona
fannst mér að duglegar konur ættu
-t að vera og ég reyndi þetta sjálf,“
skrifar Katrín og lýsir síðan hvern-
ig vöðvabólga, hjartsláttartmflanir
og hækkaður blóðþrýstingur urðu
til þess að glansímyndin folnaði.
Eftirgrennslan leiddi í ljós að
Katrín Oskarsdóttir er sú hin sama
og blaðamaður Daglegs lífs tók
smáviðtal við fyrir sjö áram; mynd-
arlega húsmóðirin sem saumaði
grímubúninga á börnin sín þrjú ...
og var fljót að því, eins og hún sagði
sjálf. Viðtalið var ekki dæmigert
glansímyndarviðtal, þótt ljóst væri
að konan var dugnaðarforkur og
natin við börnin sín. „Ég hefði líka
verið fín í alvöra glansímyndarvið-
tal þá og þar til fyrir svona tveimur
árum og efalítið verið alveg til í að
láta blaðamann skjalla mig svolítið
fyrir fallega heimilið mitt og
þess háttar," segir Katrín
og er ekkert að grínast.
Með alla þræði í hendi sér og
nagandi samviskubit
Núna er Katrín á fertugasta og
fimmta aldursári og lætur ekki
lengur blekkjast af glansímyndinni.
Hún segir að fáar konur á sínum
aldri og eldri hafi sömu orku og
þegar þær vora tuttugu og fimm
ára, þótt flestar haldi áfram á sama
hraða og auki umsvifin og athafna-
semina fremur en hitt. „Þær vilja
hafa alla þræði í hendi sér, en era
með nagandi samviskubit yfir að
standa sig ekki nægilega vel á öll-
um vígstöðvum. Alagið eykst oft
með áranum vegna þess að aðstæð-
ur breytast. Börnin verða ungling-
ar, sem gera jafnvel meiri kröfur en
áður og era stundum erfíðari viður-
eignar en smábörn. Ekki er lengur
hægt að leita til ömmu og afa, sem
era orðin gömul og þurfa nú fremur
á aðstoð að halda. Rekstur og við-
hald á eignum; húss, sumarbústað-
ar, bíla og ýmissa tækja, tekur æ
meiri tíma og kröfurnar um öll lífs-
ins gæði aukast samfara meiri
vinnu og auknum fjáiTáðum. Þótt
konan sé metnaðaríúll og í jafn-
krefjandi starfi og karlinn, tekur
hún oftast sjálfviljug ábyrgð á búi
og börnum. Hún býr þannig um
hnútanna að hann er stikkfrí í vinn-
unni, þarf ekki að skreppa frá til að
kaupa í matinn, keyra börnin til
tannlæknis, í píanótíma eða taka
sér frí þegar börnin era veik.“
Sjálfskaparvíti
Katrínu finnst jafnréttisbarátta
undanfarinna ára hafa snúist upp í
andhverfu sína. Konur hafi tekið
við framfærslu heimilanna ásamt
körlunum en sitji eftir sem áður
einar uppi með heimilið og börnin.
„Má vera að þetta sé að einhverju
leyti sjálfskaparvíti í ofurkappinu
við að standa sig alls staðar. Metn-
aðurinn, starfsframinn, eignirnar
og hvernig við göngumst upp í að-
dáuninni, sem við teljum okkur fá
fyrir dugnaðinn við að sinna öllu
í einu, gerir okkur ekki ham-
ingjusamari."
Konan, sem talar, býr
ásamt eiginmanni, þremur
bömum og tíkinni Týra í
glæsilegu, gömlu einbýl-
ishúsi í Hafnarfírði.
Hún rak eigið íyrir-
tæki; skreytinga- og
skiltagerð, þar til í
nóvember og hef-
ur um árabil
farið reglu-
lega til
útlanda. Trúlega forréttindakona
að margra mati, sem ætti bara að
una sæl við sitt. En hvernig er lífs-
hlaup þessarar konu, sem skyndi-
lega geystist fram á ritvöllinn og
gerði hálft í hvoru gys að sjálfri sér
og konum í sömu stöðu?
„Ég vann sjálfstætt og lagði
metnað minn í að vinna hratt
og vel og langan vinnu-
dag, eiga börn í leið-
inni, gera upp hús, j
sauma, föndra og
prjóna og umfram
allt að vera hress og
helst alltaf í góðu skapi.
Fyrir tíu árum, þegar
yngsta bamið var nýfætt,
skildi ég við sambýlis-
mann minn og fóður
barnanna. Sá hafði
aldrei verið tilþrifa-
mikill í heimilis-
haldi og uppeldi
og því vora við-
brigðin ekki
mikil. Mér
fannst ég
sinna störf-
um min-
um ágætlega, þótt reynslan hafi
kennt mér að einungis uppeldis-
starfið er alls ekki á færi einnar
manneskju þannig að viðunandi sé.
Ég sá ekki fram á aðra framtíð
en að ala börnin
mín upp ein
En ungar konur eldast, verða
þreklausar, jafnvel þunglyndar og
geðvondar á stundum vegna álags-
ins sem á þeim mæðir og þær reyna
ekkert að minnka. Þegar ég fór
fyrst að kenna þreytu ímyndaði ég
mér að ég væri með krabbamein
eða annan alvarlegan sjúkdóm.
Yfirvofandi heilablóðfall fannst mér
ekki ósennilegt, en lét mig þó ekki
hafa það að leita læknis. Þreytan
ágerðist og var orðin viðvarandi
þegar ég loks nefndi krankleikann í
framhjáhlaupi við lækninn minn,
Þorstein Njálsson, í heimsókn með
dóttur mína á heilsugæslustöðina í
nóvember. Hann tók blóðþrýsting-
inn og sendi mig í allar mögulegar
rannsóknir, sem sýndu að ég var
með hjartsláttartruflanir, vöðva-
bólgu og allt of háan blóðþrýsting.
Dæmigerð stresseinkenni sagði
Þorsteinn og spurði mig spjöranum
úr um lífsmynstrið."
Þá fyrst segist Katrín hafa séð líf
sitt í nýju ljósi og farið að velta fyr-
ir sér stöðu kvenna í samfélaginu.
Hún segir að þær séu undir gífur-
legum þrýstingi frá umhverfinu og
sem verra væri; frá hver annarri.
Flestar kvarti um tímaleysi og
leyfi sér ekld eða kunni ekki að
slappa af og njóta lífsins. „Ég
ákvað að gera eitthvað fyrir sjálf-
an mig, eins og sagt er, og
skellti mér í líkams-
rækt, eins og
„Aður nafði konan
ekkert val og enn
síður núna þegar
kringumstæðurnar
eru orðnar slíkar
að hún verður að
sinna mörgum hlut
verkum
i einu.