Morgunblaðið - 03.02.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Olafur
Gottskálksson
Hibernian
Kristján Finnbogason
AyrUtd.
Bjarni Guðjónsson
Newcastle '
Arnar Gunnlaugsson
Bolton
Leikir landsliðsins:
5. feb. Slóvenía - ísland
7. feb. Slóvakía - ísland
9. feb. ísland - ?
/ Auk þessara þjóða
taka þátt í mótinu
landslið Kýpur,
Noregs og
Finnlands
Lárus Orri Sigui
Stoke.
Hermann Hreiðarsi
Crystal Palace
Landsliðsmenn
úr öllum áttum
ísienska landsliðið /
í knattspyrnu tekur
þátt í 6 þjóða keppni
á Kýpur 3.-10. febrúai
__
■ HERMANN Hreiðarsson og fé-
lagar í Crystal Palace töpuðu 2:0
fyrir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í
knattspymu og hafa ekki unnið
deildarleik á heimavelli á tímabilinu.
„Þeir skoruðu snemma tvö mörk og
þar við sat þótt við höfum sótt
meira,“ sagði Hermann.
■ HERMANN, sem lék allan tím-
ann að vanda, var besti maður
Palace að mati enskra dagblaða.
Hann var nálægt því að skora í
leiknum; Nigel Martin varði frá-
bærlega eftir að Hermann skallaði
að marki. „Við erum í stórum pakka
við botninn og verðum að fara að
hala inn stig,“ sagði hann við Morg-
unblaðið.
■ BOLTON stendur illa að vígi í
ensku úrvalsdeildinni, er í næst
neðsta sæti með stigi minna en
Tottenham og Crystal Palace en
stigi meira en Barnsley. Félagið
tapaði 1:5 heima fyrir Coventry um
helgina.
■ „ÞETTA var hrikalegt," sagði
Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton,
sem lék ekki vegna leikbanns en
Arnar Gunnlaugsson spilaði ekki
heldur með Bolton vegna meiðsla í
nára.
■ SIGURÐUR Jonsson lék mjög vel
FOLK
með Dundee United, þegar liðið tap-
aði 0:2 fyrir Hearts í Skotlandi. Sig-
urður var nálægt því að skora í
leiknum.
■ GUÐNÝ Eyþórsdóttir, sprett-
hlaupari úr Ht, setti tvö stúlknamet
á Gautaborgarmótinu um helgina.
Hún hljóp 60 metrana á 7,81 sek. og
sigraði í flokki 18 ára og yngri. Hitt
metið setti hún í 200 metra hlaupi,
sem hún hljóp á 25,23 sek.
■ SVEINN Ernstsson úr ÍR náði
besta árangri sínum í 1.500 metra
hlaupi á sama móti, hljóp á 4.00,56
mín. og var Gautaborgarmeistari.
Þetta er betri tími en Sveinn hefur
náð í 1,500 m hlaupi utanhúss.
■ TÓMAS Hilmarsson úr ÍR, sem er
aðeins 18 ára og býr í Gautaborg,
varð annar í hástökki, stökk 1,85
metra.
■ ROMAN Serble sigraði í sjöþraut
á meistaramóti Tékklands sem fram
fór um liðna helgi. Hann fékk 6.132
stig sem er hans besti árangur í
greininni.
■ TOMAS Dvorak heimsmeistari í
tugþraut og Robert Zmelik heims-
meistari í sjöþraut náðu sér ekki á
strik. Þess vegna eiga tékklensk
frjálsíþróttayfirvöld í vanda; hvorn
eiga þeir að senda með Serble til
keppni í sjöþraut á heimsmeistara-
mótinu í Valencia um næstu mán-
aðamót?
■ MAURICE Green frá Bandaríkj-
unum og heimsmeistari í 100 m
hlaupi karla utanhúss jafnaði um
helgina heimsmet landa sín Andre
Casons í 60 m hlaupi á móti í Stutt-
gart. Green hljóp á 6,41 sek.
■ ÞÝSKA handknattleiksliðið
Lemgo hefur framlengt samninginn
við ungverska landsliðsmanninn
Laszlo Marosi í eitt ár, til loka
keppnistímabilsins vorið 1999.
Marosi er nú á 36. ári.
■ PHILLIP Cocu, hollenski lands-
liðsmaðurinn hjá PSV Eindhoven,
hefur gert þriggja ára samning við
Barcelona og fer til liðsins eftir
þetta keppnistímabil. Cocu er 27 ára
miðvallarleikmaður og hefur leikið
15 landsleiki fyrir Holland.
HVATNING
Island á ekki marga afreksmenn
í íþróttum en vel er gert við þá
sem skara fram úr. Fyrst og
fremst ber að þakka íþrótta- og
Ólympíusambandi íslands og
samstarfsfyrirtækjum þess. í lið-
inni viku ákvað Afreksmanna-
sjóður ÍSÍ að veita nokkrum sér-
samböndum tæplega
16 milljónir króna í ár
vegna ákveðinna
íþróttamanna. Helsta
afreksfólkið, tveir
frjálsíþróttamenn og
einn skíðamaður, fær
hvert um sig 160.000 kr. á mánuði
úr þessum sjóði. Það getur því
helgað sig íþrótt sinni án þess að
þurfa að halá áhyggjur af því
hvort endar nái saman. Það eru
forréttindi sem annað íslenskt af-
reksfólk í íþróttum hefur ekki bú-
ið við.
Við fyrrnefnt tækifæri undir-
ritaði ÍSÍ samstarfssamning við
þrjú fyrirtæki um stuðning við af-
reksíþróttir fram yfir Ólympíu-
leikana í Sydney 2000. í ólympíu-
fjölskyldunni, eins og samstarfið
er nefnt, eru Flugleiðir, íslands-
banki og Visa ísland, fyrirtæki
sem hafa stutt vel við bakið á
íþróttahreyfingunni á liðnum ár:
um en bæta nú um betur. ÍSÍ
metur samninginn á um sjö millj-
ónir króna á ári sem renna beint
til íslensks afreksfólks og ís-
lenskrar afreksíþróttastefnu. Það
munar um tuttugu og eina milljón
á þrenmr árum og til að fyrir-
byggja misskilning skal þess get-
ið að þetta er viðbót við Afreks-
mannasjóðinn.
Þegar rætt er um afreksfólk í
íþróttum einskorðast umræðan
yfirleitt við einstaklinga enda
eðlilegt - hafi landinn skarað
framár í alþjóða keppni hefur í
nær öllum tilvikum verið um
íþróttamenn í einstaklingsgrein-
um að ræða. Að sama skapi hafa
styrkir Afreksmannasjóðs að
mestu leyti verið eyrnarmerktir
ákveðnum íþróttamönnum. Hins
vegar var gerð breyting á starfs-
reglum sjóðsins ekki alls fyrir
löngu. Sjóðurinn styrkir landslið
- íþróttahóp sem hefur skipað sér
í hóp 16 bestu íþróttaflokka í
heiminuni í sinni íþróttagrein -
sem er að búa sig undir áfram-
haldandi keppni. Landsliðið í
handknattleik nýtur góðs af þess-
ari breytingu.
Afreksmannasjóður ÍSÍ er
mjög mikilvægur og samræmdur
stuðningur stórfyrirtækja við af-
reksstefnuna sýnir hug þeirra í
verki. Hins vegar verður sú
spurning æ áleitnari hvort ekki sé
kominn tími til að leita leiða til að
styrlya bestu félagsliðin, íslands-
meístai-a í handknattleik, knatt-
spymu og körfuknattleik, vegna
þátttöku í Evrópukeppni. Starfs-
reglur Afreksmannasjóðs ná ekki
yfir félagslið en ljóst er að þátt-
töku í Evrópukeppni fylgir mikill
kostnaður. Reyndai- fá knatt-
spymuliðin útlagðan kostnað í
keppninni endurgreiddan frá
Knattspyrnusambandi Evrópu en
til að eiga möguleika á árangri
hafa þau talið nauðsynlegt að búa
sig undir átökin í æfingabúðum
erlendis þar sem aðstæður heima
fyrir eru ekki fyrir hendi á undir-
búningstímanum. Þetta hlýtur að
vera næsta skref í stuðningi við
afreksíþróttafólk.
Steinþór
Guðbjartsson
íslenskt afreksfólk í
íþrótfum er vel styrkt
til frekari dáða
Ber Njarðvíkingurinn ÖRLYGUR STURLUSON körfuknattleikshæfileikana íblóðinu?
Sjálfstraustið
hefur aukist
TÆPLEGA sautján ára leikstjórnandi Njarðvíkur í körfuknatt-
leik, Örlygur Sturluson, komst óvænt í byrjunarliðið hinn 7.
desember sl., er liðið lék gegn Skagamönnum, og hefur haldið
sæti sínu síðan. Síðastliðinn fimmtudag gerði hann sigurkörf-
una i jöfnum leik gegn Haukum í Hafnarfirði þar sem Njarðvík
vann með eins stigs mun.
Svo virðist sem körfuknattleik-
br sé Örlygi í blóð borinn. For-
eldrar hans eru þau Sturla Örlygs-
■■■■■■I son og Særún Lúð-
Eftir víksdóttir en Sturla
Edwin Jék áður með
Rögnvaldsson Njarðvík við góðan
orðstír og Teitur,
bróðir hans, leikur sem kunnugt er
við hlið Örlygs bróðursonar síns í
græna búningnum. Þá lék Gunnar
Örlygsson, bróðir Teits og Sturlu,
einnig með liðinu um tíma. Örlygur
er ekki í skóla sem stendur en hef-
ur hug á að leika með bandarísku
menntaskólaliði áður en langt um
líður.
Örlygur hafði aldrei verið í leik-
mannahópi Friðriks Rúnarssonar,
þjálfara meistaraflokks karla í
Njarðvík, áður en hann valdi bak-
vörðinn unga í byrjunarliðið fyrir
leikinn við IA á Akranesi á dögun-
um. Veit Örlygur hvemig stóð á
því? „Nei, þetta er alveg ótrúlegt.
Friðrik er óútreiknanlegur en
hann kann vissulega að þjálfa,“
segir Örlygur.
Lá ekki beint við að fara í
körfuknattleik þar sem þú ólst upp
innan um alla þessa körfubolta-
menn?
„Jú, þetta er í blóðinu. Ég fór oft
með pabba á æfingar þegar ég var
lítill. Ég byrjaði að æfa fyrir al-
vöru þegar ég var átta eða níu ára.
Ég er ekki alveg viss um hvort ég
hafi verið sendur á æfingu eða far-
ið af sjálfsdáðum en vitaskuld
hafði ég áhuga á körfubolta eins og
margir aðrir í fjölskyldunni. Að
auki stundaði ég knattspyrnu með
Njarðvík um nokkurt skeið - sem
markvörður.“
Hafa skyldmenni þín verið iðin
við að ráðleggja þér varðandi leik
þinn?
„Já, mamma gefur mér oft holl
ráð sem snúa að sálfræðilegu hlið-
inni og pabbi er auðvitað búinn að
kenna mér öll helstu grundvallar-
atriðin. Ég á heima í Keflavík og
móðir mín var ávallt reiðubúin að
keyra mig á æfingar."
Telurðu ekki að það geti reynst
jafn ungum manni og þér hættu-
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ÖRLYGUR Sturluson, bakvörðurinn ungi. „Þetta er í blóðinu.
Ég fór oft með pabba á æfingar þegar ég var lítill."
legt að njóta svo skyndilegrar vel-
gengni?
„Jú, það getur eflaust verið mjög
hættulegt. Maður verður bara að
nota höfuðið og koma sér niður á
jörðina. Það þýðir ekkert að vera
með einhverja „töffarastæla" en ég
vil bæta mig og stefni því að því að
komast í menntaskóla í Bandaríkj-
unum.“
Nú gerðir þú sigurkörfuna í leik
gegn Haukum sl. fimmtudag.
Hvaða þýðingu telurðu að það haíi
fyrirþig?
„Sjálfstraustið eykst vitaskuld
mikið við það eitt að vita að maður
getur skorað svona þýðingarmikla
körfu. Þá ætti maður að geta skor-
að oft. Ef ég get skorað á svo mikil-
vægu augnabliki get ég skorað
hvenær sem er.“
Hefur þú ailtaf verið leikstjórn-
andi?
„Nei, í rauninni ekki nema síð-
ustu tvö árin eða svo. Ég var lengst
af „kantmaður", þ.e.a.s. í skyttu-
hlutverkinu, en ég get alveg leikið
báðar stöður.“
Hvað fínnst þér um gengi Njarð-
víkurliðsins í vetur og hvaða vonir
gerirðu þér um það sem eftir lifír
tímabils?
„Við höfum verið að leika mjög
vel og vinna mikilvæga sigra en
þess á milli höfum við tapað stórt.
Við höfum mjög sjaldan unnið tvo
leiki í röð.“
Veistu nokkuð af hverju það er?
„Ég er ekki viss, hugsanlega
einbeitingarleysi. Við erum ekki
nógu stöðugir en það er hægt að
laga það. Eg held að við komum
sterkir til leiks í úrslitakeppn-
inni.“