Morgunblaðið - 03.02.1998, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 B 5
KÖRFUKNATTLEIKUR
Rafmagnaðar lokamínútur
Leikur Skagamanna og Grindvík-
inga var lengst af leikur kattar-
ins að músinni. Megnið af leiknum
var styrkleikamun-
urinn mikill og fátt
Ottesen benti til annars en
skrífar að Skagamenn yrðu
hreinlega teknir í
nefið. Grindvíkingar höfðu lengst af
mjög örugga forustu, eða allt að 20
stiga. Það virtist alveg sama hvem-
ig boltanum var hent upp í loftið,
alltaf rataði hann rétta leið í körfu-
hring heimamanna. Þriggja stiga
hittnin var með ólíkindum og þegar
Grindvíkingar eru í þannig ham er
erfitt að eiga við þá.
En þegar 5 mínútur voru eftir af
leiknum hrukku Skagamenn í gang
og hófu að saxa hratt og örugglega
á forskot gestanna. Þegar innan við
mínúta var eftir af leiknum misstu
Grindvíkingar boltann í stöðunni
81-82 og þar með áttu Skagamenn
kost á því að ná forystu í fyrsta
skipti í leiknum. Damon Johnson
ákvað að dóla með boltann og
freista þess að skjóta þegar að lítið
væri eftir af skotklukloinni. En Gr-
indvíkingar „stálu“ boltanum af
Johnson og þar með urðu vonir
Skagamanna að engu.
Grindvíkingar léku þennan leik
ágætlega og er aðdáunarvert hve
hittnin var góð lengst af leiks.
Einnig voru þeir mjög beittir í öll-
um fráköstum, en einbeitingarleysið
í lokin var rétt búið að kosta þá sig-
urinn. Þeir Darryl J. Wilson og
Helgi Jónas voru mjög góðir og
einnig var Tsartsaris sterkur, sér-
staklega í vöminni.
Hjá Skagamönnum lék Damon
Johnson eins og herforingi. Þessi
leikmaður er hreint ótrúlegur og
hélt Skagamönnum gjörsamlega á
floti eins og oft áður. Einnig var Er-
molinsky sterkur í vöminni og er
gaman að sjá hvað „gamli maðurinn“
Sindur vamarleikinn vel saman.
i Sárasta
tapið' ifi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HAUKAR fóru létt með ÍR-inga í Seljaskóla. Haukamennirnir Þorvaldur Amarson og Björgvin Jóns-
son eiga hér í höggl við bræðurna Atla (nr. 12) og Hjörleif (nr. 6) Sigurþórssyni.
Þetta er sárasta tapið í vetur. Við
komum hingað til að sækja tvö
stig og áttum svo sannarlega góða
möguleika á sigri, en við misstum
þetta úr höndunum á okkur á loka-
sprettinum," sagði Páll Kolbeinsson,
^^____ þjálfari Tindastóls
Björn frá Sauðárkróki, eft-
Btöndat ir að lið hans hafði
skrifar tapað fyrir Keflvík-
ingum í framlengd-
um leik í Keflavík á sunnudags-
kvöldið. Eftir venjulegan leiktíma
var staðan jöfn, 85:85, og því varð að
framlengja leikinn um 5 mínútur. Þá
reyndust Keflvíkingar sterkari og
tryggðu sér sigur með því að setja
11 síðustu stigin. Lokatölur urðu,
100:94, en í hálfleik var staðan 37:42.
Norðanmenn sýndu það þegar í
upphafi að þeir yrðu engin lömb að
leika sér við fyrir Keflvíkinga og
þeir áttu frumkvæðið lengstum í
leiknum. Keflvíkingum gekk illa að
finna sig í byrjun, þeir bæði hittu
illa og sóknarleikur þeirra gekk ekki
upp. Tindastólsmenn léku yfirvegað
og það voru þeir sem réðu hraða
leiksins lengstum. Þrátt fyrir að
leikurinn væri oftast í járnum varð
hann samt aldrei spennandi fyrr en
að leikslokum dró. Keflvíkingar áttu
góðan endasprett og virtust eiga
sigurinn vísan í stöðunni 85:82. Þá
voru rétt um fjögur sekúndubrot til
leiksloka. Norðanmenn tóku leikhlé
til að leggja á ráðin og Torry John
náði að jafna metin með 3ja stiga
körfu nánast í þann mund sem leik-
urinn var flautaður af. Torrey John
og Sverrir Þór Sverrisson tveir af
lykilmönnum liðsins voru þá komnir
með 4 villur og undir það síðasta
voru allir leikmenn Tindatóls komn-
ir með 4 villur. Á þá voru dæmdar
28 villur í leiknum gegn 17 villum
Keflvíkinga. Þeir fengu 9 villur í
fyrri hálfleik og á þá var ekki dæmd
villa fyrr en að rúmar 6 mínútur
voru til leiksloka í venjulegum leik-
tíma.
„Það hjálpaði okkur ekki að fá all-
ar þessar villur og það kom sér illa
að Torrey John og Sverrir fengu
sína fjórðu villu fljótlega í síðari
hálfleik því fyrir vikið gátu þeir ekki
beitt sér eins og skyldi. Við þurftum
svo sannarlega á þessum stigum að
halda og í stað þess að færast upp
um sæti dettum við nú niður í sjötta
sæti,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálf-
ari Tindastóls.
Sá sem kom einna mest á óvart í
liði Keflavíkur var Fannar Olafsson
sem sækir í sig veðrið með hverjum
leik. Dana Dingle, Falur Harðarson,
Guðjón Skúlason, Kristján Guðlags-
son og Gunnar Einarsson léku
einnig vel. Tony John og Sverrir
Þór Sverrisson voru atkvæðamestir
í liði Tindastóls ásamt þeim Arnari
Kárasyni og Hinriki Gunnarssyni.
Lið norðanmanna er jafnt og vel
leikandi og enginn ætti að bóka sig-
ur fyrirfram á þeim.
KR-ingar baráttuglaðari
KR-ingar gerðu góða ferð til ísa-
fjarðar og nældu í bæði stigin á
móti KFÍ, 89:72. í upphafi var jafn-
ræði með liðunum en um miðjan
fyrri hálfleik skildi leiðir og KR náði
15 stiga forystu og
Torfj það var of breitt bil
Jóhannsson fyrir heimamenn að
skrifar brúa.
í byrjun virtist
stefna í hörkuleik og jafnt var fram
undir miðjan fyrri hálfleik, en þá var
eins og leikmenn KFÍ hefðu tekið
sér frí um stund. KR-ingar völtuðu
yfir heimamenn, sem náðu þó að
vakna undir lok fyrri hálfleiks og
minnkuðu muninn í 12 stig.
Það var ljóst að KR-ingar voru
komnir vestur tii að sýna hvað þeir
raunverulega geta og að þeir séu
betri en stigataflan sýnir. Þeir voru
baráttuglaðir og það var bersýnilega
góður fengur fyrir þá að fá útlend-
inginn sem leikur nú með liðinu,
Keith Vassel. Aftur á móti vantaði
KFÍ baráttuandann og kannski ekki
undarlegt þar sem þetta var fjórði
leikur liðsins á átta dögum.
Fáheyrðir yfirburðir
Haukar heimsóttu ÍR-inga í
Seljaskólann á sunnudagskvöld
og burstuðu þá,
Edwjn 105:54. Bai-áttan var
fíögnvaldsson í fyrirrúmi hjá Hafn-
skrifar firðingum er leikur-
inn hófst og komust
leikmenn ÍR hvorki lönd né strönd -
sérstaklega vegna góðrar samvinnu
Hauka í vörninni. Breiðhyltingar
voru lánlausir, en allt lék í lyndi í
herbúðum þeirra rauðklæddu.
ÍR-ingar reyndu t.d. pressuvöm
snemma leiks er þeir sáu hvert
stefndi en ekkert gekk. Kevin
Grandberg, Kanadamaðurinn í liði
IR, sem varð 26 ára á sunnudag, var
eini leikmaður liðsins með „lífs-
marki“, enda gefst hann aldrei upp
þótt á móti blási. Hann hefur án efa
óskað sér sigurs í afmælisgjöf.
Allir leikmenn Hauka lögðu sitt af
mörkum og allir fengu þeir að
spreyta sig dágóða stund. „Við vor-
um mjög óánægðir eftir að hafa tap-
að fyrir Njarðvík með einu stigi [á
fimmtudag] og komum brjálaðir til
leiks. Við nýttum okkur allan þann
hraða sem liðið býr yfir. Það eina
sem ÍR-ingar geta er að nota allan
sinn hraða og ef við gerum það
sama, vinnum við þá með fimmtíu
stigum. Það kom á daginn en ÍR-
ingarnir fóru þó ekki eins hratt yfir
og þeir geta,“ sagði Pétur Ingvars-
son sem leikur í stöðu leikstjóm-
anda eftir að bróðir hans, Jón Am-
ar, fór til Belgíu.
Skallagrímur á enn von
Skallagrímur byrjaði leikinn við
Þór með látum en hann var æði
kaflaskiptur og sigur heimamanna
aldrei í hættu. Loka-
Ingimundur tölur urðu 88:71.
Ingimundarson Lið Þórs er mun
skrifar lágvaxnara og áttu
norðanmenn í erfið-
leikum í sóknarleik sínum á móti
stóru strákunum í Skallagrími.
Staðan í hálfleik var 45:30.
Bragi Magnússon byrjaði seinni
hálfleikimm vel eins og hinn fyi-ri og
skoraði grimmt. Tómas Holton fékk
sína þriðju villu er sex mín. voni
liðnar af hálfleikninn. Þá voru fimm
leikmenn Skallagríms komnir með
þrjár villur. Norðanmenn léku hratt
og höfðu hátt og sumir þeirra líktust
helst skæruliðum. En lítið gekk þar
til losnaði um Ratliff í liði þeirra er
Bernhard Graner var hvfldur. Er
fimm mín. voru eftir tók Þór leikhlé
er staðan var 78:61. Tómas Holton
hvíldi sig utan vallar er sigurinn
virtist í höfn, en mikið hafði mætt á
honum sem leikstjórnanda allan
tímann. Kom þá í Ijós hve mikilvæg-
ur hann er fyrir liðið. Síðustu tvær
mínúturnar léku yngri leikmenn
Skallagríms og hart var barist allt
til loka. Skallagrímur á enn von um
að komast í átta liða úrslitin en útlit-
ið hjá Þór er ekki sem best.
Bernhard Graner er mjög mikil-
vægur fyrir lið Skallagríms og lék
vel. Það má einnig segja um Tómas
Holton. Sigmar Páll og Finnur áttu
góða spretti og Ari er að finna sig að
nýju. Páll Axel barðist vel og tók
mikið af fráköstum en hitti illa.
Bragi Magnússon átti sinn besta
leik í langan tíma. „Ég er hress og
kátur,“ sagði hann að leikslokum.
„Liðið lék allt vel og skorið dreifðist
á alla leikmenn. En það er einkenni
á góðum körfubolta, eins og við vilj-
um leika." Jesse Ratliff og Haf-
steinn Lúðvíksson voru langbestir
hjá Þór og Sigurður Sigurðsson átti
góða spretti.
Leiftursóknir Njarðvíkinga
Leiftursóknir Njarðvíkinga slógu
Valsmenn algerlega út af laginu
þegar liðin mættust í Njarðvík á
sunnudaginn. Vals-
Björn menn gei’ðu að visu
Blöndal fyrstu stigin í leikn-
skrifar um en síðan tóku
Njarðvíkingar öll
völd á vellinum. Þeir nánast rúlluðu
Valsmönnum upp og linntu ekki lát-
um fyrr en þeir höfðu náð 34 stiga
forystu, 45:11. Þá tók Friðrik Rún-
arsson, þjálfari Njarðvíkinga, byrj-
unarliðið að mestu út af og við það
misstu heimamenn algerlega takt-
inn í leik sínum og Valsmenn náðu
aðeins að klóra í bakkann og laga
stöðuna. í hálfleik var staðan 51:38
en lokatölur urðu 111:89
„Ég tók nokkra áhættu með því
að taka byrjunarliðið út af því ég
vildi leyfa fleirum að spreyta sig.
Við þurfum að ná meiri breidd og til
þess þurfa fleiri að fá að spreyta sig.
Ég var hálfhræddur fyrir leikinn
eftir góð úrslit í Hafnarfirði, en sá
ótti var ástæðulaus því við áttum
mjög góðan leik í byrjun sem lagði
grunninn að sigrinum á Valsmönn-
um,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálf-
ari Njarðvíkinga, eftir leikinn.
Hjá Njarðvíkingum voru Petey
Sessoms, Teitur Örlygsson, Páll
Kristinson, Sturla Örlygsson og
Friðrik Rúnarsson bestir. Logi
Gunnarsson gerði laglega hluti og
mætti fá að leika meira. Bandaríkja-
maðurinn Warren Peebles var yfir-
burðamaður i liði Vals, hann gerði
39 stig í leiknum og átti auk þess
fjölda stoðsendinga. Guðmundur
Björnsson hitti vel og Valsmenn
höfðu mikla yfirburði í sóknar-
fráköstum, 18 gegn 5 Njarðvíkinga.