Morgunblaðið - 03.02.1998, Page 7

Morgunblaðið - 03.02.1998, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ BADMINTON ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 B 7 Erfitt að slá „kallinn“ út Færði andstæð- ingunum þakkir BRODDI Kristjánsson, sem er 37 ára, er signrsælasti badmintonmaður landsins. Hann sigraði í einliðaleik í 13. skiptið um helgina, en fyrst varð hann íslands- meistari 1980, eða fyrir 18 árum. Hann hefur auk þess 16 sinnum sigrað í tvíliða- leik karla, þar af síðustu níu árin, og af þeim níu átta sinnum ásamt Árna Þór Hallgrímssyni. Atta sinnum hefur Broddi sigrað í tvenndarleik. Hann hefur því unnið 37 íslandsmeist- aratitla og geri aðrir betur. Eftir mótið sagði hann að þetta hefði verið síðasta ís- landsmót hans í einliðaleik. Broddi, sem nú er lands- liðsþjálfari í badminton, sagði að nú væri koininn tími til að slaka á. Hann sagði eftir sigurinn í ein- liðaleiknum á sunnudag að þetta væri í síðasta skipti sem liann tæki þátt í ís- landsmótinu í einliðaleik. „Ég hef átt fáa stuðnings- menn, líklega fimm, sex í gegnum tíðina og jiakka þeim stuðninginn. Eg vil hins vegar þakka andstæð- ingum mínum líka því án þeirra hefði ég ekki náð svona góðum árangri,“ sagði Broddi. Broddi Kristjánsson hefur unnið fleiri íslandsmeistaratitla en nokkur annar íslenskur íþróttamað- ur og bætti tveimur í safnið um helg- ina, í einliða- og tvíliðaleik. „Allir leikirnii- sem ég spilaði í mótinu voru nokkuð auðveldir. Ég lenti aldrei í teljandi vandræðum og kom mjög af- slappaður í úrslitaleikinn á móti Sveini. Ég hef aldrei tapað fyrir hon- um og ætlaði ekki að taka upp á því í þessum leik,“ sagði Broddi. Hann sagðist hafa æft nokkuð vel síðustu tvo mánuðina eftir að hann náði sér af meiðslum í lok nóvember. „Ég hef æft öðruvísi í vetur en áður vegna þess að ég gat ekkert æft í september og október vegna meiðsla. Það var bara svo gaman að byrja aftur og ég fann mig flótlega vel. Ég spila mikið og er hér í TBR- húsinu fjóra til fímm tlma á dag, ekki að æfa sjálfan mig heldur meira að miðla til annarra,“ sagði hann. Um endurnýjun í badmintoninu hér landi sagði hann: „Jú, það eru alltaf ungir og efnilegir spilarar að koma fram en það er greinilega erfitt að slá „kallinn“ út endanlega. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þessa stráka að láta mig alltaf vinna sig, en þeir verða þá bara að gera betur - leggja meira á sig við æfingar. Sumir eru með réttu tæknina en vantar meiri hugsun í spilið og svo öfugt. Það þarf að hitta á allt í sama mann- inum til að þetta gangi upp og það er galdurinn." Hann sagði að mjög öflugt ung- lingastarf væri unnið hjá TBR, nán- ast fullbókaðir tímar alla daga. „Ef Brynja Pétursdóttir rétt verður haldið á spilunum ættum við að geta komið upp öflugu liði í framtíðinni. Aðstæðumar eru fyrir hendi og það ætti að vera hægt. Það er ekki nóg að fara til útlanda, bara til að fara þangað. Það þarf meira til.“ Rétt að byrja Sveinn Sölvason, sem er 19 ára, lék til úrslita í einliðaleik í fyrsta sinn. Hann sagði að það hefði verið mjög erfitt að eiga við Brodda. „Hann er seigur, kallinn, og hefur mikla reynslu. Hann var kominn í landsliðið áður en ég fæddist. Hann var rosalega góður uppi við netið - var einbeittur og spilaði vel. Hann er bestur í dag og átti þetta skilið," sagði Sveinn sem hefur æft badmint- on í tíu ár. Hann lýkur stúdentsprófi frá M.S í vor og reiknar með að fara til Dan- merkur næsta vetur til að æfa. „Ég Sveinn Sölvason ætla mér meira í badmintoninu, þetta er rétt að byrja,“ sagði Sveinn. Á sigurbraut á ný Elsa Nielsen sagði að úrslitaleikur- inn hefði verið erfiður. „Ég var orðin smeyk um að missa þetta niður eftii- að Brynja náði að jafna í annarri lotu. Hún vai' mjög grimm og gaf ekkert eftir. En sem betui' fer náði ég að vinna og vonandi er ég komin á sigur- braut á ný eftir smáhlé." Brypja Pétursdóttir er Akumesing- ur en hefur æft með TBR í tæp tvö ár. „Ég hef bætt árangur minn verulega síðan ég fór að æfa hér hjá TBR enda breiðari hópur sem æfir hjá félaginu og því meiri samkeppni en var uppi á Akranesi. Ég stefni að því að verða ís- landsmeistari næsta vetur, ef ekld, þá þamæsta," sagði Brynja sem er tví- tug og hefur leikið til úrslita tvö ár í röð og tapað í bæði skiptin. mir ið Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistarataktar BRODDI Kristjánsson og Elsa Nielsen, sem er á myndinni til vinstri, urðu tvöfaldir fslandsmeistarar um helgina, f einliða- og tvíliðaleik. Broddi lýst því yfir eftir mótið að þetta hafi verið síð- asti einliðaleikur hans á íslandsmóti. ALLS: 37 titlar Einliða- leikur: 13 Tvenndar- leikur: 8 Tvíliða- leikur: 16 apaði fyrirA irna Þór ■—I fallgrímssyni undanúrslitum einliðaleik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.