Morgunblaðið - 03.02.1998, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.1998, Side 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Real Madríd lá heima Spænska stórveldið Barcelona, sem hefur átt í stökustu vand- ræðum upp á síðkastið í spænsku knattspymunni, vann fyrsta sigur sinn í fimm leikjum á sunnudag. Liðið gat vart leikið gegn lakari andstæðingi í 1. deildinni, Sporting frá Gijon sem hefur ekki enn unnið leik í vetur, en lokatölur urðu 2:1. Brasilíumaðurinn Rivaldo gerði sigurmarkið með langskoti, sem fór í varnarmann og í fjærhomið eftir að markvörður Sporting var kominn í hitt markhomið. Rivaldo gerði jafnframt fyrra mark Barcelona á 19. mínútu eftir send- ingu frá landa sínum, Giovanni, en Jesus Velasco jafnaði skömmu síð- ar og áhorfendur á Nou Camp í Barcelona bauluðu og kröfðust af- sagnar van Gaals, knattspymu- stjóra liðsins. Barcelona hefur gengið ótrúlega illa að undanfömu, þótt það sé stjömum prýtt og leiki hvem heimaleik frammi fyrir rúmlega hundrað þúsund dyggum stuðn- ingsmönnum. Mörgum áhangend- um Katalóníuliðsins þótti heiguls- háttur að skipta vamarmanninum Miguel-Angel Nadal inná fyrir Luis Figo í síðari hálfleik, þegar Barcelona var einu marki yfir gegn botnliðinu - og það á heima- velli. „Ég geri hvað sem ég get til að sigra,“ sagði van Gaal. Varaforseti félagins, Joan Gaspart, var ekki ánægður með ákvörðunina. „Þegar leikið er gegn botnliði, á lið eins og Barcelona að kappkosta það að gera sem flest mörk, en við höfum fengið of mörg klaufaleg mörk á okkur á lokamín- útunum til að treysta á slíka leik- aðferð á næstunni. Við tökum enga áhættu.“ Barcelona komst einu stigi upp fyrir Real Madrid eftir sigurinn á Sporting, en Real spilaði sinn leik í gærkvöld og tapaði á heimavelli fyrir Valencia, 2:1. Gaizka Mend- ieta kom gestunum yfir úr víta- spymu á 4. mínútu og Rúmeninn Adrian Uie bætti öðra marki við á þeirri sautjándu. Króatinn Davor Suker minnkaði muninn úr víta- spymu á 68. mínútu, en nær komust leikmenn Real Madrid ekki. Real Sociedad hefur blandað sér óvænt í baráttu efstu liða. Vara- maðurinn Javi de Paula skoraði tvívegis í síðari hálfleik í 4:0 sigri liðsins á Valladolid, en Sociedad er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona. Atletico Bilbao er í fjórða sæti, vann Compostela, 1:0, á sunnudag. Reuters RONALDO svaraði harðri gagnrýni undanfarið með því að skora sigurmark Internazionale gegn Brescia. Hér á hann í höggi við Aimo Diana, leikmann Brescia. ■ JUNINHO, hinn brasilíski mið- vallarleikmaður Atletico Madrid í spænsku knattspyrnunni, fótbrotn- aði illa á sunnudag, í leik gegn Celta frá Vigo. Sperrileggur á vinstri fæti hans brotnaði og talið er að hann verði frá keppni í um þrjá mánuði. ■ GARY Speed, enskur landsliðs- maður í enska úrvalsdeildarliðinu Everton, neitaði að fara með liðinu til London vegna deildarleiks við West Ham á laugardag, en eins og fram kom fyrir helgi tilkynnti Speed á fimmtudag að hann vildi fara frá Everton. ■ HOWARD Kendall, knattspymu- stjóri, svipti hann þegar fyrirliða- stöðunni og var Duncan Ferguson fyrirliði á Upton Park en félagið setti upp verð fyrir Speed, sex millj- ónir punda, um 720 millj. kr. Jafn- framt var tilkynnt að Speed fengi ekki að fara frá félaginu fyrr en maður hefði verið keyptur í staðinn. ■ JAAP Stam, hollenskur landsliðs- maður í liði PSV Eindhoven, er undir smásjá tveggja stórliða, sem hafa áhuga á að kaupa hann. Það eru Arsenal og Glasgow Rangers. Stam er metinn á sjö milljónir punda. ■ MICHAEL Thomas, leikmaður Liverpool í úrvalsdeild ensku knatt- spymunnar, verður líklega lánaður til Middlesbrough, sem leikur í 1. deild. Brian Robson, stjóri 1. deild- arliðsins, staðfesti þetta um helgina. ■ NEWCASTLE hefur spurst fyrir um möguleika á að kaupa þýska sóknarmanninn Ulf Kirsten af Ba- yer Leverkusen, en hann hefur skorað flest mörk allra í þýsku 1. deildinni. Hann býst sjálfur við að endumýja samning sinn við Leverkusen. ■ TOTTENHAM undirbýr nú tilboð í Georgíumanninn Georgi Kinkl- adze, sem leikur með Manchester City í 1. deild í Englandi. Everton hefur einnig áhuga á miðvallarleik- manninum knáa. Loksins skoraði Ronaldo JUVENTUS hefur eins stigs forskot í 1. deild ítölsku knattspyrn- unnar, en Internazionale fylgir efsta liðinu fast á eftir. Aðeins eitt stig skilur liðin. Ronaldo gerði fyrsta deildarmark sitt fyrir Internazionale í um tvo mánuði er liðið vann nauman sigur á Brescia. Juventus er enn efst í ítölsku 1. deildinni í knattspymu, en liðið vann Lecce, 2:0, á sunnudag. Vam- armaðurinn Mark Iuliano gerði fyrra markið eftir að hafa komið inná sem varamaður, en Aiessandro Del Piero bætti síðara markinu við í síðari hálfleik. í augum áhangenda Juventus stóð sigurinn þó í skugga fótbrots vamarmanns Juventus, Ciro Ferr- ara, en sperrileggur á vinstri fæti hans tvíbrotnaði. Talið er að Ferr- ara geti ekki leikið með landsliði Ítalíu í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi í sumar. Gagnrýni svarað Intemazionale er sem fyrr einu stigi á eftir Juventus eftir „lífs- nauðsynlegan" sigur á Brescia á útivelli, 1:0. Brasilíumaðurinn Ronaldo gerði eina mark leiksins á 74. mínútu, með skalla, en hann hafði ekki gert eitt einasta mark í deildarkeppninni í um tvo mánuði. Fyrir vikið var Ronaldo, knatt- spymumaður ársins 1997 hjá al- þjóða knattspymusambandinu og því evrópska, harðlega gagnrýnd- ur og hafa forystumenn ítalska fé- lagsins sagst óánægðir með fram- komu kappans, sem kvartar yfir viðmóti áhorfenda og annarra í tengslum við félagið. Inter- nazionale verður án miðvallarleik- mannsins Francesco Moriero í næsta leik, en hann var rekinn af velli á 82. mínútu leiksins á sunnu- dag. Fyrsta tap Udinese f tfu leikjum Udinese hefur náð mjög athygl- isverðum árangri á þessu tímabili, en liðið hefur ekki tapað í tíu síð- ustu leikjum sínum - þökk sé þýska framherjanum Oliver Bier- hoff, sem hefur leikið frábærlega í vetur og skorað næstum í hverjum leik. Breyting varð þó á því á sunnudag, því liðið varð að játa sig sigrað fyrir Fiorentina, 1:0. Belgíski landsliðsmaðurinn Luis Oliviera gerði mark Fiorentina á 75. mínútu. Ekki vora mörg mörk skorað í umferð helgarinnar á Italíu, en undantekning varð þar á í einum leik. Argentínumaðurinn Abel Balbo var með þrennu fyrir Róm- verja í æsispennandi leik þeirra við Empoli, en höfuðborgarbúarnir unnu, 4:3. Þetta var fyrsti sigur Rómarliðsins í níu leikjum (bikar- keppni meðtalin). Balbo gerði sigurmarkið úr víta- spymu á 87. mínútu, en Brasilíu- maðurinn Aldair gerði þriðja mark liðsins á 72. mín. Empoli gerði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og var Cappellini að verki í bæði skiptin, en Claudio Bonomi opnaði markareikning gestanna á 60. mínútu. Loks skoraði Milan á San Siro Filippo Maniero lék sinn fyrsta leik með AC Milan á sunnudag, en hann var seldur frá Parma í síð- ustu viku. Milan sigraði Piacenza og gerði Maniero sigurmarkið þeg- ar komið var fram í uppbótartíma vegna tafa. Mark hans var það fyrsta sem AC Milan skorar á heimavelli sínum, San Siro, í 388 leikmínútur í deildarkeppninni. Parma sigraði Bari, 1:0, á heima- velli. Dino Baggio skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Til marks um hve lítið var skorað á Italíu um helgina, urðu tvö marka- laus jafntefli; annars vegar í leik Napólí og Lazio og hins vegar í viðureign Bologna og Atalanta. Shearer í fótspor Ronaldos? INTERNAZIONALE, efsta lið ítölsku 1. deildarinnar í knatt- spymu, hefur áhuga á Alan Shearer, framherja Newcastle á Englandi. Vill félagið fá hann til liðsins sem staðgengil Ronaldos hins brasilíska, sem hefur ekki staðið undir væntingum og gerði einungis fyrsta mark sitt í um tvo mánuði á sunnudag. Líklegt er talið að Intem- azionale bjóði metupphæð í Shearer, sem hóf leik að nýju eftir slæm ökklameiðsli, sem hann hlaut síðastliðið haust. Út- sendari ítalska liðsins var t.d. á bikarleik Newcastle og Stevena- ge á dögunum. Haft var eftir talsmanni Intemazionale, að Ronaldo fyndist sér ekki jafn vel tekið í Mílanó eins og í Barcelona. „Nokkrar líkur era á að hann fari jafnvel aftur til Spánar. Félagið er að svipast um eftir leikmanni í hans stað og ef vera kynni að önnur lið sýndu Ronaldo áhuga, yrði Shearer augljóslega óskaleik- maður Internazionale," sagði ónefndur fulltrúi ítalska liðsins. Ljóst er að Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Newcastle, reynir allt hvað hann getur til að halda Shearer - a.m.k. á meðan hann er við störf hjá félaginu, en orðrómur er á kreiki um að Liverpool vilji fá Dalglish til starfa við hlið Roy Evans, stjóra liðsins. Ef Dalglish snýr aftur á fomar slóðir, þ.e. til Anfield Road, er Brian Little talinn lík- legur arftaki hans hjá Reuters ALAN Shearer (t.h.J, fram- herji Newcastle, er undir smásjá ítalska stórliðsins Internazionale, sem virðist hafa meiri áhuga á að fá hann til sín en að halda Ronaldo, knattspyrnu- manni ársins 1997. Newcastle, en hann er nú knatt- spymustjóri Aston Villa. Nýr samningur Barcelona við Nike-íþróttavöraframleiðand- ann þykir renna stoðum undir þá kenningu ýmissa knatt- spymuáhugamanna, að Ronaldo sé á leið aftur til Katalóníuveld- isins. Astæða þess er sú að Ron- aldo gerði sjálfur umfangsmik- inn auglýsingasamning við sama fyrirtæki. Að auki þóttu orð Robertos Carlos, brasih'sks bakvarðar Real Madrid, áhugaverð: „Ron- aldo verður á Spáni á næsta tímabili. Ég get ekki sagt neitt meira sem stendur, en ég veit það fyrir víst.“ Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita, era þeir Carlos og Ronaldo landar - og auk þess miklir mát- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.