Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998
NAGANO (98
MORGUNBLAÐIÐ
Jani Soininen
stóðst prófið
Þjóðhetja Japans brást á úrslitastundu
NÝJASTA stjarna Finna í skíðastökki, Jani Soininen, sýndi mik-
ið öryggi í keppni í stökki af 90 m palli í gær. Hann var annar
eftir fyrri umferð með 90 m stökk en forystusauðurinn og
heimamaðurinn Masahiko Harada, sem stökk lengst í fyrri um-
ferðinni, stóðst ekki álagið. Stökk aðeins 84,5 m og hrapaði
niður í fimmta sæti. En Finninn 25 ára stóðst prófið, stökk 89
m og hrósaði sigri - fékk samtals 234,5 sticf.
Vonbrigði 60.000 heimamanna
sem voru á meðal áhorfenda
voru mikil er ljóst var að að þjóðhetj-
an Harada hafði brugðist á úrslita-
stundu. Það varð þeim þó huggun
harmi gegn að heimsmeistarinn af
120 m palli, Kazuyoshi Funaki sem
er nú efstur í heimsbikamum, tókst
vel upp í síðara stökki sínu og náði
með því að næla í silfurverðlaunin.
Funaki stökk 87,5 m og 90,5 m en
Austurríkismaðurinn Andreas Wid-
hölzl fékk bronsverðlaun, stökk 88
^ og 90,5 m.
Með þessum sigri Soininens hafa
Finnar unnið tvenn gullverðlaun á
leikunum en áður hafði Mika
Myllylae verið allra manna vaskast-
ur í 30 km skíðagöngu á mánudag-
inn. Soininen er frá bænum Jy-
vaaskylaa en þar er einnig fæddur
og uppalinn þekktasti skíða-
stökkvari Finna, Matti Nykanen.
Finnar kvarta
Þrátt fyrir sigurinn hefur fmnski
^rhópurinn í Nagano borið fram
kvörtun vegna framkvæmdar
stökkkeppninnar. Segja þeir að sú
ákvörðun dómara að láta Soininen
bíða smástund eftir að vindhviða
gengi yfír hefði getað haft áhrif á
úrslitin. Japaninn Masahiko
Harada, sem stökk á eftir Finnan-
um, þurfti líka að bíða um stund.
Segja forsvarsmenn finnska liðsins
að þessi bið hafí farið illa í keppend-
ur og dómari hafí gert mistök.
Hnífjafnt og óvænt
Pieabo Street frá Bandaríkjunum
vann risasvig kvenna með minnsta
hugsanlegum mun, hún var 1/100 úr
sekúndu á undan Austurrríkis-
. manninum Michaelu Dorfmeister.
Ekki munaði nema 6/100 úr sek-
úndu á Dorfmeister og löndu henn-
ar, Alexandru Meissnitzer, sem
hlaut bronsverðlaun. Sigur Street
var óvæntur vegna þess að hún
byrjaði að keppa á ný eftir erfið
meiðsli í desember sl. Hún keppti
nær ekkert í fyrravetur því snemma
á keppnistímabilinu meiddist hún
illa á hné. Um leið voru þetta fyrstu
gullverðlaun Bandaríkjamanna á
leikunum. Landa Street, Diann Rof-
fe, sem vann þessa grein á síðustu
leikum, hefur nú hætt keppni.
Frammistaða þýsku keppendanna
olli hins vegar vonbrigðum, en
fremst í flokki fór sigurvegarinn í
bruni kvenna á síðustu leikum,
Katja Seizinger, sem var talin sig-
urstranglegust fyrir keppnina. Hún
varð að gera sér sjötta sætið að
góðu eftir gott gengi á heimsbikar-
mótum vetrarins.
„Síðastliðið ár hefur verið lengi
að líða hjá mér,“ sagði Street sigri
hrósandi, en hún vann silfur í bruni
á síðustu leikum. „Sleitulaus vinna
fyrir þessa leika hefur nú borgað
sig. Ég held að margir hafi stefnt
hærra fyrir keppnina en ég, en orð-
ið fyrir vonbrigðum."
„An heppni vinnur maður ekki,“
sagði Dorfmeister er hún hafði átt-
að sig á úrslitunum. Henni hefur
ekki vegnað vel á þessum vetri og
aðeins náð 2. sæti á einu af heims-
bikarmótum vetrarins. Hún hafði
sérstakar umbúðir á öðrum hand-
leggnum eftir meiðsli sem hún hlaut
við fall í keppni í Cortina d’Ampezzo
í síðasta mánuði.
Seizinger sem hefur forystu í
heildarstigakeppni heimsbikarsins
kenndi veðrinu um að hún hefði
ekki náð sér á strik. „Það var nokk-
uð hlýtt og snjórinn varð harður,
það munaði um hverja ferð, þar
skildi á milli sigurs og ósigurs að
þessu sinni.“
Þrefalt hjá Þjóðverjum
Gunda Niemann-Stimemann frá
Þýskalandi bar sigur úr býtum í
3.000 m skautahlaupi á öðmm besta
tíma sem náðst hefur í greininni,
4.07,89 mín. Þar með bætti hún upp
fyrir vonbrigðin á leikunum í Lil-
lehammer fyrir fjórum ámm er hún
datt og féll úr keppni. I næstu tveim-
ur sætum komu löndur hennar,
Claudia Pechstein, heimsmethafi, og
Anni Friesinger. Allar hlupu þær á
skemmri tíma en gamla Ólympíu-
metið var, 4.11,94 mínútur sem
Hollendingurinn Yvonne van Gennip
setti í Calgary fyrir tíu áram.
Þetta voru þriðju gullverðlaun St-
irnemann á Ólympíuleikum því á
leikunum í Albertville í Frakklandi
árið 1992 sigraði hún í bæði 3.000 og
5.000 m hlaupi.
ROSS Rebagliati frá Kanada fagnar sigri i
á sunnudaginn.
Reuters
stórsvigi á snjóbretti
Gullið tekið af Rebagliati
Kanadamaðurinn Ross Rebagliati
var í gær sviptur gullverðlaun-
um sínum sem hann hlaut fyrir sigur
í stórsvigi á snjóbretti á sunnudag-
inn. Við lyfjapróf kom í Ijós að hann
hefur neytt marijúana og því var
hann sviptur verðlaununum. Tals-
maður kanadíska íþróttasambands-
ins sagði í gær að Rebagliati hefði
ekki neytt marijúana í tíu mánuði, en
hann hefði hins vegar talsvert um-
gengist fólk sem notaði efnið.
Kanadíska liðið hefur áfrýjað úr-
skuðinum og byggir vörn sína á
nokkrum atriðum. I fyrsta lagi að
marijúana sé ekki notað til að auka
árangur keppenda heldur sé það
mun líklegra til að koma í veg fyrir
góðan árangur. I annan stað halda
Kanadamenn því fram að það séu að-
eins sum íþróttasambönd sem leiti
að marijúana hjá keppendum en ekki
öll og því séu reglur Alþjóða ólymp-
íunefndarinnar ekki sanngjarnar í
alla staði. í þriðja lagi telja Kanada-
menn að magnið sem fannst sé svo
lítið að það skipti ekki máli, en að-
eins fundust 17,8 nanogrömm í
hverjum millílítra af þvagi.
Það gekk hálferfiðlega að finna
Rebagliati í gær en hann fór í felur á
meðan hann beið eftir því hvort tillit
yrði tekið til áfiýjunar hans. Talsmað-
ur lögreglunnar í Nagano benti frétta-
mönnum á að samkvæmt japönskum
lögum væri bannað að eiga maiTjúana
eða hafa það undir höndum. „Það er
hins vegar engin refsing fyrir að
reykja marijúana, en það er líklegt að
menn verði að hafa marijúana undir
höndum til að geta reykt það,“ sagði
talsmaður lögreglunnar.
Rebagliati bætist í hóp fleiri
þekktra manna sem hafa lent upp á
kant við japönsk lög vegna eitur-
lyfja. Þar má meðal annars telja
Bítilinn Paul McCartney, Mick Jag-
ger og Rolling Stones og knatt-
spyrnumanninn Diego Armando
Maradona. Marijúana var viður-
kennt sem læknislyf í Japan allt þar
til Bandaríkjamenn komu til sög-
unnar þar í landi í lok síðari heims-
styrjaldarinnar og ólíklegt er talið
að Rebagliati verði fangelsaður
vegna þessa.
Keppni á snjóbrettum er ný grein
á Ólympíuleikum, en íþróttin hefur
vaxið gífurlega síðustu ár og þá aðal-
lega hjá ungu fólki. Keppendur á
snjóbrettum hafa fengið fremur
slæmt orð á sig og eru kallaðir
„vondu strákamir" á leikunum.
1 West Ham - Blackburn
2 Aston Villa - Coventry
3 Newcastle - Tranmere
4 Leeds - Birmingham
5 Wimbledon - Wolves
6 Sheffield Wed. - Liverpool
7 Everton - Derby
8 Tottenham - Leicester
9 W.B.A. - Q.P.R.
10 Stockport - Stoke
11 Port Vale - Norwich
12 Ipswich - Huddersfield
13 Crewe - Portsmouth
0 0
2 0
8:5
21:6
3:3
9:2
1:1
13:15
9:1
10:7
4:2
0:0
7:1
9:4
0:0
i ÍTALÍA Árangur á heimavelli frá 1988 m IR Keflavík |U Þín spá
15. febrúar úrslit
1 Udinese - Parma 2 1 1 4:2 1 X 1 X 1
2 Juventus - Sampdoria 3 5 1 6:5 1 1 1
3 Bari - Lazio 0 3 2 4:6 X 2 1 X 2 1 X 2
4 Vicenza - AC Milan 1 1 0 3:1 T X 2 X X 2
5 Roma - Bologna 1 3 0 8:5 1 1 1
6 Empoli - Fiorentina 0 0 0 0:0 X 2 X 2 1 X 2
7 Piacenza - Brescia 0 0 0 0:0 1 X 1 X 1 X
8 Inter - Lecce 4 0 0 13:2 1 1 1
9 Atalanta - Napoli 1 5 2 9:12 1 1 1
10 Lucchese - Perugia 1 1 0 3:2 1 X J 1 xí I T '
11 Foggia - Torino 1 2 2 5:7 2 2 1 X
12 Genoa-Ancona 1 1 0 6:5 i 1 1
13 Pescara - Fid. Andria 2 0 1 6:4 i 1 1 X
Urslit í
síðustu viku:
Valur: 7 réttir
Grindavík: 5 réttir
6 réttir
STAÐAN I 1 i 2 3 4 5 STIG Fjöldi réttra
1 Valur m £ 2 7
2 Grindavík o m ~T~ 1 13
3 Þróttur R. ■n ~Ö~ O 4
4 IBV 2 m 2 8
5 Leiftur ~1~ LJ 1 8
1 I 7T] 3 4 ~5~
1 Fram O 2 2 4 32
2 IA 2 1 2 2 7 31
3 Keflavík 2 1 O O 3 34
4 KR O o 2 O 2 35
5 IR O o 2 L2J 4 30
I næstu
viku
mætast:
Þróttur
og Valur
Úrslit í
síðustu viku:
Fram: 8réttir
ÍA: lOréttir
fM: IQréttir
STAÐAN 1 i 2 i 3 4 5 STIG Fjöldi réttra
1 Fram höi O 8
2 IA 2 ~T~ 3 19
3 Keflavík ~Ö~ O 9
4 KR 2 2 10
5 IR i LJ 1 9
1 2 3 4 5
1 Valur 1 2 2 2 7 37
2 Grindavík 1 1 O 2 4 33
3 Þróttur R. O 1 2 1 4 35
4 ÍBV O 2 O O 2 38
5 Leiftur o O 1 3 37
I næstu
viku
mætast:
Keflavík
0g Fram