Morgunblaðið - 12.02.1998, Blaðsíða 8
Reuters
JUVENTUS, sem hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn á móti Brecia í gærkvöldi, varð að sætta sig við jafntefli, 1:1. Hér er það fram-
herjinn Alessandro Del Piero sem reynir að komast framhjá varnarmönnum Brescia, Alberto Savino og Ivan Javorcic.
Berescia stöðvaði
sigurgöngu Juve
Efstu lið ítölsku knattspyrnunn-
ar, Juventus og Inter, köstuðu
frá sér 1:0 forystu og urðu að sætta
sig bæði við 1:1 jafntelfi í deildar-
keppninni í gærkvöldi. Juve á mót
Brescia og Inter á móti Fiorentina.
Filippo Inzaghi náði forystu fyrir
Juve í upphafi síðari hálfleiks á móti
Brescia, sem er að berjast fyrir til-
verurétti sínum í deildinni. Vamar-
maðurinn Alberto Savino jafnaði 19
mín. síðar og var þetta fyrsta mark
hans í efstu deild og stöðvaði þar
með sjö leikja sigurgöngu Tórínó-
liðsins.
Inter tók forystuna í Florence á
móti Fiorentina með marki Ron-
aldos úr aukaspymu á 26. mínútu
leiks. Argentínumaðurinn Gabriel
Batistuta jafnaði fyrir leikhlé með
góðu marki úr vítateignum eftir fyr-
irgjöf Brasilíumannsins Luis Oli-
veira. Þetta var 15. deildarmark
hans á tímabilinu.
Tékkinn Pavel Nedved gerði tvö
mörk íyrir Roma og Roberto
Baggio það sama fyrir Bologna sem
vann Bari 4:3. Fyrra mark Baggios
var úr vítaspyrnu og síðan kom
hann liði sínu í 2:0. Hann hefur gert
12 mörk á tímabilinu og virðist vera
að komast í sína bestu æfingu.
Kolombíumaðurinn Faustino
Asprilla gerði fyrsta mark sitt fyrir
Parma eftir að hann kom frá
Newcastle. Leikurinn endaði með
jafntefli, 1:1. Parma lék einum leik-
manni færri síðustu fimm mínút-
umar eftir að Luigi Apolloni var
rekinn út af fyrir að brjóta á Ro-
berto Murgita.
Napoli vann Vicenza 2:0 og var
þetta fyrsti sigur liðsins í deildinni í
150 daga eða síðan 14. september.
Juve hefur nú 45 stig og er fjórum
stigum á undan Inter. Udinese, sem
er í þriðja sæti deildarinnar, gerði
markalaust jafntefli við AC Milan á
San Siro-leikvanginum í Mflanó og
er með 38 stig.
Auðvelt hjá Barcelona
Barcelona burstaði Merida, 3:0, í
síðari leik liðanna í fjórðungsúrslit-
um spænsku bikarkeppninnar í gær-
kvöldi. Sergi Barjuan gerði fyrsta
mark liðsins strax á 2. mínútu og
þannig var staðan í hálfleik. Rivaldo
(víti) og Dragan Ciric bættu tveimur
við í síðari hálfleik. Barcelona vann
samanlagt 5:0 og er komið í undan-
úrslit keppninnar.
Deportivo Coruna náði aðeins
markalausu jafntefli gegn 2. deild-
arliði Alaves á heimavelli og féll þar
með úr keppninni. Alaves vann fyrri
leikinn 3:1 og leikur í fyrsta sinn í
sögu félagsins í undanúrslitum.
■ ARSENAL hefur framlengt
samninga sína við Steve Bould og
Nigel Winterburn um eitt ár til við-
bótar, en samningar þeirra við fé-
lagið áttu að renna út í vor. Félag-
arnir hafa verið í rúman áratug hjá
félaginu.
■ ARSENE Wenger knattspyrnu-
stjóri Arsenal segir það vera gleði-
efni að framlengja samningana við
þessa tvo leikmenn. Þeir séu góðir
leikmenn og íyrii-myndar persónu-
leikar.
■ WENGER er tilbúinn að gera
samning við Lee Dixon, enn einn af
eldri leikmönnunum í herbúðum
liðsins, þannig að hann, Tony Ad-
ams, Steve Bould og Nigel Winter-
burn ljúki ferli sínum hjá félaginu.
■ ÞESSIR fórir leikmenn hafa unn-
ið mikið starf fyrir liðið. Dixon hef-
ur leikið 444 leiki, Adams 529 leiki,
Bould 336 leiki og Winterburn 482
leiki.
■ „SAMNINGURINN veitir mér
svigrúm til þess að Ijúka ferlinum
hjá einu stærsta félagi landsins,“
sagði Winterburn eftir að hann
skrifaði undir samninginn.
■ STEPEN Hughes, hinn ungi mið-
vallarleikmaður Arsenal, skrifaði
undii- fimm ára samning við liðið í
gær.
■ ASTON Villa hefur kvartað við
Alþjóða knattspymusambandið,
FIFA, að Atletico Madrid hafi í
heimildarleysi átt í viðræðum við
júgóslavneska landsliðsmanninn
Savo Milosevic.
■ BARCELONA hefur verið sektað
um 300.000 krónur af spænska
knattspyrnusambandinu vegna
þess að einn stuðningsmanna fé-
lagsins kastaði vatnsflösku í dómar-
ann, Victor Esquinas Torres, að
loknum bikarleik síðustu viku.
Þetta er í annað sinn sem svipað at-
vik á sér stað á Camp Nou velli fé-
lagsins.
■ NEWCASTLE hefur boðið fimm
millj. punda í þýska landsliðsmann-
inn Markus Babbel, sem leikur með
Bayem Miinchen. Babbel, sem er
25 ára, leikur í stöðu aftasta varn-
armanns.
■ LAWRIE McMenemy, fyrrum
knattspyrnustjóri Southampton,
hefur verið ráðinn sem þjálfari
landsliðs Norður-írlands. Aðstoð-
armenn hans verða Joe Jordan og
Pat Jennings.
■ „ÉG VONA að ég nái að gera
eins góða hluti með norður-írska
landsliðið og Jack Charlton náði að
gera með írska liðið,“ sagði
McMenemy.
■ BLACKBURN keypti í gær varn-
armanninn Callum Davidson frá
skoska liðinu St. Johnstone á 1,75
millj. punda.
■ MESTAR líkur eru nú á að Brian
Laudrup, sem leikur með Glasgow
Rangers, gerist leikmaður með
Chelsea. Hann segii- að leikstfll
hans komi til með að falla inn í leik-
skipulag Chelsea, en Laudrup er
mjög ánægður með hvernig Ruud
Gullit, knattspyrnustjóri liðsins,
lætur það leika.
■ ÞAÐ hefur oft verið rætt um að
Brian væri á fórum til Ajax, þar
sem hann hefði áhuga á að leika
með bróðir sínum Michael. Brian
segir að hann hafi ekki hug á að
leika með Michael, þar sem hann
óttist að með því gæti jafnvel
skuggi fallið á góða vinátta þeirra
bræðra.
■ ÍTALSKI landsliðsmaðurinn
Nicola Berti, sem er í láni hjá
Tottenham, hefur áhuga á að vera
áfram hjá liðinu. Berti er ánægður
hjá Tottenham og er tilbúinn að
skrifa undir tveggja ára samning
við liðið.
Bandaríkjamenn skelltu heimsmeisturunum frá Brasilíu
Fyrsta markið í 68 ár!
KNATTSPYRNAN er óútreik-
anleg. Að því urðu 12.298 áhorf-
endur í Los Angeles vitni í fyrr-
inótt er heimsmeistararnir frá
Brasilíu máttu þola tap fyrir
Bandaríkjamönnum 1:0. Þetta var
fyrsti sigur Bandaríkjamanna á
Brasilíumönnum í níu viðureign-
um og fyrsta markið sem þeir hafa
skorað gegn Brasilíu í 68 ár, eða
frá því í leik þjóðanna 1930, 4:3.
Fyrir leikinn í fyrrinótt var
markatalan 23:3 fyrir Brasilíu-
menn.
Preki Radosavijevic, fyrrver-
andi leikmaður Everton og
Portsmouth, sem er fæddur í Ser-
bíu, kom inn á sem varamaður á
59. mínútu og skoraði sigurmarkið
aðeins sex mínútum síðar - þrum-
aði knettinum í netið, óverjandi
fyrir Taffarel, markvörð Brasilíu-
manna. Leikurinn var undanúr-
slitaleikur í Gull-bikarkeppninni í
Bandaríkjunum og leika heima-
menn til úrslita við Mexíkó eða
Jamaíku.
Steve Sampson, þjálfari banda-
ríska liðsins, var ánægður eftir
leikinn. „Þetta er söguleg stund
fyrir bandaríska knattspyi-nu. Við
látum hér ekki staðað numið, held-
ur höldum áfram.
Brasilíumenn réðu ferðinni í
leiknum og hefðu þess vegna get-
að verið sex mörkum yfir í fyrri
hálfleik. Kasey Keller, markvörð-
ur Leicester, kom í veg fyrir það
með stórgóðum leik - hann varði
nokkrum sinnum meistaralega,
þar af fjórum sinnum frá Romario.
„Keller stóð sig frábærlega, einnig
var mark Perki glæsilegt," sagði
Sampson. „Þetta var okkar kvöld.
Þó svo að við fögnuðum sigri er
ekki hægt að loka augunum fyrir
því að Brasilíumenn eru með frá-
bært landslið," sagði Keller.
Þetta var aðeins þriðji tapleikur
Brasilíumanna síðan þeir urðu
heimsmeistarar í Bandaríkjunum
1994. Síðan þá tapaði Brasilía 4:2
fyrir Noregi í fyrra og 2:0 fyrir
Mexíkó 1996.
3 6 21 24 32 47 / 29 44