Morgunblaðið - 14.02.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Morgunblaðið/Einar Falur
HALLDÓR og Auður Laxness koma til 85 ára afmælishátíðar skáldsins í
Þjóðleikhúsinu ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands.
Fœrði til nútím-
/
ans allt sem Is-
lendingar höfðu
hugsað í 1100 ár
Þegar verið var að leika
Kristnihald undir Jökii hjá Leik-
félagi Reykjavíkur í Iðnó, sat ég
eitt sinn sem oftar í salnum og við
hlið mér sátu tveir eldri menn,
prúðbúnir. í hvert sinn sem
snilldarorðfæri leiksins reis í
hæðir var eins og gleðistraumur
færi um þessa annars hljóðlátu
menn; þeir gripu andann á lofti og
kinkuðu kolli hvor til annars eins
og til merkis um að þarna færi
gamall og góður kunningi. Þetta
voru Laxness-karlar. Eg fann til
mikillar hlýju og vináttu í garð
þessara ókunnugu sessunauta
minna. Þeir voru þessa kvöld-
stund sálarbræður mínir, í senn
að horfa á sjónleik og að hlusta á
tóna tungunnar.
Ekkert skáld hefur haft eins
djúpstæð áhrif á íslendinginn í mér
og Halldór Kiljan Laxness og þá
ekki síður vitundina um að vera
jafnframt heimsborgari. Því það er
svo um okkur öll sem hafa verið
honum handgengin að viska hans
og stórbrotið skáldskaparmál hafa
tekið sér bólfestu innra með okkur
og ferðast með okkur hvar sem við
kunnum að vera stödd í víðri og
flókinni veröld. Hann hefur enda-
laust stutt okkur í að muna hver við
erum og heldur áfram að gera það
meðan bækur eru hafðar um hönd
á íslandi.
Halldór Kiljan Laxness var sá
gæfumaður í snilld sinni að honum
auðnaðist að færa til nútímans allt
sem Islendingar höfðu verið að
hugsa í 1100 ár, um tunguna og
frelsið, um afdalalíf, hetjudáðir,
um rómantík og sjálfa þrjóskuna.
Hann lagði mat á lífsgildin, ekki af
því að þau væru röng heldur af því
að þau voru ekki í takt við tímana.
Og hann skrifaði af meiri skilningi
og snilld um konur en skáldbræður
hans í heiminum. Allar persónur í
skáldverkum Halldórs Kiljans eru
minnisverðar en konumar í skáld-
sögum sínum gerir hann að drottn-
ingum. Á yngri dögum tók hann
minnið um Melkorku Ir-
landsprinsessu, þessa miklu ímynd
kvenleikans, og setti unga nútíma-
stúlku á kafi í saltfíski lífsins í svip-
uð spor og lýsir henni svo sem
hann sé sjálfur hún. Salka Valka er
fyrir honum prinsessa, ekki að tign
heldur að lífsgildi. Salka Valka er í
viðjum þrældóms, í ánauð eins og
Melkorka, í þrælkun þjóðfélags-
kerfis, sem hún í þöglu stolti reyn-
ir að standa af sér með reisn. Síðar
þegar Halldór er orðinn marg-
reyndur rithöfundur verður Úa til,
sem hann einnig skilur líkt og hann
hafí læðst inn í sál hennar, full-
þroska konu, sem er sjálf Fjallkon-
an, dulúðug og svo sterk að hún fer
engar aðrar leiðir en sínar eigin.
Hann býr einnig í hjarta Uglu, og
Snæfríður verður stærri en allt
sem stórt er í kvenlýsingu: „Held-
ur þann versta en þann næst-
besta.“
Mikið hefur verið gaman á veg-
ferðinni að þekkja Nobelsskáldið
okkar, andríkan og glettinn og afar
oft bráðfyndinn. Hann var líka svo
góður við ungt fólk. Skrifaði um
það af sama skilningi og konur.
Einu sinni fyrir langa löngu, þegar
verið var að agnúast út í leikritin
hans, eins og þau væru eitthvað til
hliðar við annan hans skáldskap,
mannaði ég mig upp, stelpugopi,
og sagði honum að mér þættu leik-
ritin hans skemmtileg. „Jahá, þú
segir nokkuð,“ sagði hann þá, „það
finnst einmitt þeim sem ég tek
mark á.“
Auðurinn er óþrjótandi sem
Halldór Kiljan Laxness miðlaði
okkur, ríkidæmi sem við þökkum
nú og alla daga sem okkur gefur að
eiga samleið með verkum hans.
Við þau þáttaskil í lífi okkar ís-
lendinga, þegar þjóðskáldið hefur
kvatt, dvelur hugurinn í samúð hjá
Auði og allri fjölskyldu þeirra Hall-
dórs sem honum þótti svo vænt
um.
Vigdís Finnbogadóttir.
Einn tónn
„Það er aðeins til einn tónn, sem
er allur tónninn, sagði Garðar
Hólm, sá sem hefur heyrt hann,
þarf einskis að biðja. Minn söngur
skiptir ekki máli. En mundu mig
um eitt: þegar heimurinn hefur
gefið þér allt; þegar miskunnar-
laust ok frægðarinnar hefur verið
lagt á herðar þér og brennimarki
hennar þrýst á enni þér, óafmáan-
legu eins og þess manns sem varð
uppvís að heimsglæp, mundu þá að
þér er ekki athvarf nema í einni
bæn: Guð taktu það allt frá mér -
nema einn tón.“
Ef leitað er að einum tón í lífi og
verkum Halldórs Kiljans Laxness,
þá hljómar hann í óbifanlegum vilja
hans til þess að vera fyrst og
fremst íslendingur samtímis því að
vera rithöfundur á heimsmæli-
kvarða. Hann dvaldi mikið erlend-
is. En hugur hans var ávallt heima,
hjá því sem er íslenzkt. Allar per-
sónur hans eru rammíslenzkar.
Sjálfur sagði hann í einu ljóða
sinna:
hann sem var áður afglapinn á
torgum
er orðinn skáld í Hallonnsstaða-
skóg.
Meira en sex áratuga kynni okk-
ar Halldórs stóðu föstum fótum í
samskiptum hans sem unglings og
ungs rithöfundar við föður minn og
síðar í náinni vináttu hans og
tengdafóður míns. Ég kynntist
Halldóri ekki aðeins sem stórkost-
legum rithöfundi með heimsmanns-
svip, heldur einnig sem ljúfum
manni með gott hjarta og skoðanir,
sem hann sagði í nóbelshátíðar-
ræðu sinni, að amma sín hefði inn-
rætt sér bami: að gera engri
skepnu mein, að lifa svo, að jafnan
skipuðu öndvegi í huga sér þeir
menn sem kallaðir eru snauðir og
litlir fyrir sér; að gleyma aldrei að
þeir menn sem hafa verið beittir
órétti eða farið góðra hluta á mis,
þeir sem hafa verið settir hjá í til-
verunni og þeir sem öðrum mönn-
um sést yfir, - einmitt þeir væru
mennimir sem ættu skilið alúð, ást
og virðingu góðs drengs umfram
aðra menn hér á íslandi.
Án Halldórs Kiljans Laxness
væri íslenzk menning ekki það, sem
hún er nú, hvorki í augum heimsins
né okkar sjálfra, - án hans væmm
við íslendingar ekki það, sem við
erum.
Ég minnist Halldórs sem góðs og
göfugs manns.
Gylfi Þ. Gíslason.
Skáldið mitt
borgaði brúsann
„Hver veit, kanske er þetta hér
þín paradísarheimt?" Þegar Hall-
dór sagði þetta var hann rétt búinn
að skoða hafgúumar og riddarana
á brunninum fyrir framan húsið
mitt í Keisarastól í Sviss. Hann
hafði einnig lengi horft á stynjandi
þúsund ára gamla kastaníutréð við
brunninn og ungmeyjar í hvítum
kjólum, blómskrýddar til höfuðsins
með hvítum liljukrönsum. Þær
höfðu verið í altarisgöngu og hann
hafði hlustað á lúðrasveit litla
þorpsins, þai- sem ég bý. Allt þetta
var svo þrangið af friðsamlegri
paradísarstemmningu, að ég fór að
velta því fyrir mér, hvort mig væri
ekki bara að dreyma þetta allt sam-
an.
Við höfðum kynnst fyrir nærri
því hálfri öld. Ég var átján ára
gamall og líklega afskaplega barns-
legur og óhræddur í lund, því ég
ætlaði að fara að stofna leikhús(I) í
höfuðborginni og þurfti endilega á
góðu leikriti að halda til að gera
slíkt. Ég hringdi að Gljúfrasteini og
meistarinn kom sjálfur til svara og
taldi það sjálfsagðan hlut að koma
til Reykjavíkur næsta dag og ræða
þetta í veitingahúsi Sjálfstæðis-
hússins, því þar væru vínarbrauð
ágæt!
Fundur þessi varð einn
merkasti mannfundur á minni ævi,
skáldið hlustaði vinalega og með
einbeitni á það sem tilvonandi leík-
hússtjóri lagði fram. Vínarbrauðið
var sannarlega frábært og
súkkulaðibollinn sömuleiðis og
skáldið mitt borgaði brúsann, vildi
ekki heyra það nefnt, að „leikhús-
stjórinn“ væri að slíku. Þetta leik-
hús í Reykjavík stofnaði ég því
miður aldrei, því ég fór „úngur af
Fróni“, „lenti í ferðalögum“, og
stofnaði mitt leikhús mörgum ár-
um seinna í Sviss. Árum síðar
sagði Halldór mér að hann hefði
fylgst með ferðum mínum og
skólagöngu í Vínarborg og öllum
mínum skrefum á leiksviðum í
þýzkumælandi heimi upp úr því.
„Vínarbrauðsfundurinn" stofnaði
til vinskapar sem ég tel til þess
dýrmætasta, sem ég eignaðist á
minni ævi, og leikritið fullvann
Halldór seinna, breytti íyrstu gerð-
inni og varð úr Straumrof í Iðnó
mörgum áram seinna!
Jón Laxdal.
Þeim mun fátæk-
legri verða þakk-
arorðin
í Kristnihaldi undir Jökli segir
séra Jón Prímus: Mig vantar bein í
rófuna til þess að mæla eftir þennan
mann. Hætt er við að mörgum þyki
svo, þegar Halldór Laxness kveður.
Því stærri sem gjafir era, þeim mun
fátæklegri verða þakkarorðin.
Hann hefur orðið ófráskiljanleg-
ur partur af okkur öllum, því að ís-
lensk þjóð verður aldrei eins eftir
að hans naut við. Þetta á við okkur
öll. Svo getur bæst við að verða
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
við skáldið persónulega. Því er það
að ég dirfist að bætast í hópinn
þeirra mörgu, sem era að reyna að
koma orðum að þakklæti sínu.
Faðir minn og Halldór voru
bernskuvinir og hann bjó sem ung-
lingur hjá afa mínum og ömmu.
Ekki mun hafa verið gengið hart
eftir leigjandagreiðslum, en amma
mín kvað leitun á umgengisfrómari
manni. í fóram mínum er bréf, sem
Halldór skrifar frá Saint-Maurice í
desember 1925 og segist ekki hafa
séð íslending síðan í maí; honum
hefur þá borist fregn af því, að fað-
ir minn sé ekki „norður í Kaup-
mannahöfn að smádrepast" úr
berklum, en kominn „heim á Bald-
ursgötu“. Mér hefur alltaf þótt
hvað vænst um þetta bréf allra
bréfa, en það hefur aldrei birst op-
inberlega. Mig langar þó af þessu
tilefni að vitna hér í upphaf þess, af
því að það fjallar um þakklæti til
forsjónarinnar:
„Vinur minn góður og blessaður.
Sjaldan eða aldrei á æfi minni hef
ég fagnað eins innilega og hjartan-
lega bréfi frá nokkram lifandi
manni eins og því er þú sendir mér
í dag. Svei mér ef ég ætlaði ekki að
ganga af göflunum af fögnuði. Guði
almáttugum sé lof og dfrð o.s.frv. -
Ég þakka þér af öllu hjarta firir að
þú skulir vera lifandi. Ég held að
einginn maður hafi gert mér annan
eins greiða um dagana eins og þú,
er þú skrifar mér nú, að þú sért lif-
andi. Að vísu hefði ég ekki sagt
neitt, þótt einhver hefði frætt mig á
því að þú værir dauður. Nei, ég
hefði ekki sagt rassgat. Ég hefði
sennilega öskrað í þrjá daga og
þrjár nætur og síðan ekki söguna
meir. Hitt hefur legið á mér eins og
martröð um lángan tíma, að halda
þig hundraðfalt verri en dauðan ...
Mig lángar að bjóða þér í veislu,
stóra konúnglega veislu og halda
firir þér stóra ræðu og flá kött og
fara í gegnum sjálfan mig, og alt
eftir þessu ...!... Mikið held ég
að mamma þín og pabbi séuð glöð
að sjá þig aftur hressan og heim-
kominn. En hvað ég gleðst þeirra
vegna, því mér þikir svo vænt um
þau. Ég hef unnið dag og nótt í 8
mánuði og var orðinn að dufthrúgu,
en þessi gleði gerir mig að alveg
spáníum manni! Hér er 25 stiga
gaddur og snjór upp í klof, en ég
ætla að arka niður í þorpið með
þessar línur og pósta þær. Eftir
nokkra daga skrifa ég þér aftur. -
Af mér eru ekki aðrar fréttir en
þær að ég er lítilmótlegastur hinna
lítilmótlegustu, stend frammi firir
Guði og geri reikningsskap smæðar
minnar og skrifa tuttugu og fjög-
urra arka bók um „híðið þar sem
vanmátturinn tók sér ból“ ...
Þessi gamla vinátta varð til þess
að ég man eftir Halldóri jafnlengi
og ég man eftir mér. Hvernig ber
að þakka fyrir það veganesti að fá
að sitja hjá skáldinu í bókasafninu í
kjallaranum á Laugarvatni og sjá
bókina um klukku landsins verða
til? Hver getur gleymt sem fékk að
upplifa að vera viðstaddur þegar ís-
lenskt skáld tók við æðstu viður-
kenningu í bókmenntum heimsins?
Þessi gömlu kynni grunar mig
einnig hafi orðið til þess, að ég var
sem leikhúsmaður náið handgenginn
Halldóri um áratuga skeið, og
reyndar einnig tilkallaður að leggja á
ráð í sjónvarpsmyndagerð. Og það
er úr leikhúsinu sem ég sendi Hall-
dóri kveðju, því að í heimi bók-
menntanna er leiklistin oft sett á
hliðarbekk. En Halldóri var viðdvöh
in í leikhúsinu ekkert hliðarspor. í
leikjum sínum var honum jafh mildð
niðri fyrir og í öðram verkum sínum.
Einhver hélt því fram, að tengsl
hans við leikhúsið hefðu verið óm-
stríð. Fjarri fer því. Ég hygg hann
hafi haft mikla ánægju af starfi sínu í
leikhúsinu og hann gekk upp í því af
einlægum og glöðum áhuga. Ekki
hittu öll leikverk hans beint á áhorf-
endur strax; það gerðu reyndar ekki
allar skáldsögur hans heldur. En í
nokkram verkum er hann einn mesti
nýsköpunarmaður í íslenskri leikrit-
un, eins og í öllum öðram greinum
bókmennta. Og gaman verður, þegar
þessi verk verða tekin til þess sviðs-
legs endurmats sem þau eiga skilið.
Gaman verður líka þegar farið verð-
ur að fjalla um þau af bókmennta-
legri alvöru. Hverjir vora lærifeður
Halldórs í absúrdismanum, ef þeir
vora þá einhverjir? Hvaðan fékk
hann kveikju að fólki eins og Sine
manibusi, Þrídísi, að kamelljóninu
Gvendó eða Rögnvaldi Reykli? Hvað
táknar strompurinn og hvers vegna
era valdar steiktar dúfur í þá frægu
veislu? Absúrdismi Halldórs Lax-
ness er að minnsta kosti allólíkur fá-
ránleika þeirra Becketts og Ion-
escos. Þegar Halldór þýðir Villiönd-
ina, eða Ondina villtu eins og hann
kallaði þennan fræga Ibsensleik, má
kannski rekja þaðan þræði inn í leik-
verk Halldórs eða skáldsögur,
spumingar um óbifanlega sannleiks-
kröfu eða lífslygina, sem venjulegt
fólk verður að sætta sig við til að lifa
af? Eða hver vora t.d. áhrif Brechts
á Halldór eða Halldórs á Brecht?
Hvað eiga þau sameiginlegt Mutter
Courage og Bjartur í Sumarhúsum?
Og svo framvegis.
Hér verða þó aðeins sendar fá-
tæklegar kveðjur og þakkir okkar
leikhúsmanna, því að sjaldan var
meiri gleði í íslensku leikhúsi en
þegar Halldór kom þar. Þakkir fyr-
ir þá konunglegu veislu sem hann
hefur haldið okkur öllum og þá
stóra ræðu, sem hann hefur flutt
okkur, íyrir það að flá köttinn og
fara í gegnum sjálfan sig og halda
áfram að vera alveg spánýr.
Og kveðjur og þakkir til Auðar
og fjölskyldunnar. Halldór Kiljan
Laxness er ævintýri Islands. í því
ævintýri var Auður Sveinsdóttir
ekki aðeins þátttakandi, hún var
einnig gerandi.
Sveinn Einarsson.
Morgunblaðið
FRÁ kynningarfundi Þjóðleikhússins, er kynnt var jólafrumsýning
leikhússins 1981, Húsi skáldsins. Frá vinstri Halldór, dóttir hans Guðný
og Sveinn Einarsson, þjóðieikhússtjóri.