Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 5

Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 5
_______fttgy&MrcMafoÍft_____ HALLDÓR KELJAN LAXNESS LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 5 Ljósmynd/Gunnar Elísson Atlantshafið ég einatt fór Eftir Jóhann Hjálmarsson ÁRID 1974 hlutu rithöfundamir Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness viðurkenningar úr Rithöfundasjóði. Myndin er tekin íráðherra- bústaðnum ogmeð þeim Gunnari og Halldóri á myndinni eru Vilborg Dagbjartsdóttir og Jóhann Hjálmarsson. Snœfríður ein stærsta stund líjs míns Þvílíkur viðburður í lífi okkar leiklistarfólks og auðvitað allra landsmanna. Borgin fékk á sig nýjan menningarsvip. Nú þurfti að vanda vel til fyrstu sýninganna. Niðurstaðan varð sú að halda veg- lega hátíð og bjóða upp á þrjár sýningar við opnunina. Það sýndi mikið áræði að ráðast í þvílíkt stórvirki, sérstaklega þar sem húsið var ekki fullfrágengið fyrr en síðustu dagana íyrir 20. apríl, sem var opnunardagur og bar upp á sumardaginn fyrsta. Sjálfsagt þótti að byrja á að sýna Nýársnóttina eftir Indriða Ein- arsson, sem hafði barist mikið fyr- ir því að við eignuðumst Þjóðleik- hús og oft verið nefndur „Faðir Þjóðleikhússins". Næsta verkefni var valið eftir þekktasta leikrita- höfund okkar, Jóhann Sigurjóns- son, Fjalla-Eyvindur, og síðan þótti sjálfsagt að sýna nýtt ís- lenskt verk en það fannst ekkert á þessum tíma sem þótti frambæri- legt. Og nú var úr vöndu að ráða. Þá kviknaði sú hugmynd að fá Halldór Laxness til að vinna leik- gerð úr bókunum þrem íslands- klukkunni, Hinu ljósa mani og Eldur í Kaupinhafn. Hann féllst á það og með aðstoð Lárusar Páls- sonar leikstjóra varð til leikgerð sem heppnaðist mjög vel eins og allir vita. Ég hef ætíð verið aðdá- andi skáldsins og lesið bækur hans með mikilli ánægju. Þegar Lárus Pálsson leikstjóri kom til mín og bað mig að leika Snæfríði íslandssól, þann stórbrotna per- sónuleika, var það ein stærsta stund lífs míns. Þetta var söguleg- ur viðburður í lífi þjóðarinnar og ég fann til mikillar tilhlökkunar að fá að vinna með þeim stórleikur- um sem völdust í sýninguna. Eftir frumsýninguna var skáldið kallað fram og honum fagnað innilega og lengi. Eg held að þetta hafi verið stór stund fyrir skáldið og ef til vill verið honum hvatning til að skrifa fleiri leikrit. Ég man ekki eftir því að hann kæmi á æfingar nema þá til að ræða hugmyndir við leikstjórann Lárus Pálsson. Ef til vill hefur hann ekki verið ör- uggur um hvernig þetta mikla bókmenntaverk kæmi út í leiksýn- ingu. Nokkrum árum seinna setti Þjóðleikhúsið upp leikritið Silfur- túnglið og mér var falið að leika aðalhlutverkið, Lóu. Þá kom skáldið nokkrum sinnum á æfing- ar og fylgdist með. Einhverju sinni kom ég með einhverja spurningu eða athugasemd við hlutverkið og þá sagði skáldið á sinn sérstaka hátt: „Jahá, það er nú svona, höfundurinn hefur sínar hugmyndir og leikstjórinn sínar og jafnvel leikararnir sínar!“ Við höfum oft skemmt okkur yfir þessu svari. Þegar við vorum að æfa Flekkaðar hendur eftir Sartre sýndi Halldór Laxness því mikinn áhuga og kom á eina af síðustu æfingunum og var mjög hrifinn. Ég rakst á hann á eftir baksviðs og hann sagði við mig: „Það er einstakt að vera gift kona og hafa ennþá svona mikla spennu í kroppnum." Mér fannst þetta skemmtilegt hrós og ef til vill hef- ur það orðið til þess að ég varð meðvitaðri um þennan eiginleika. Persónulega kynntist ég skáldinu lítið, jafnvel þótt við værum boðin í veislu á Gljúfrasteini með skáld- um og listamönnum. Þeir voru svo stórir og gáfaðir að lítil leikkona notaði bara tækifærið til þess að hlusta á snillingana. En það má segja að Halldór Laxness hafi óbeint verið töluverður örlaga- valdur í mínu lífi. Mér er minnis- stæðast við persónu hans hvað hann var alltaf kurteis og elsku- legur í viðmóti. Herdís Þorvaldsdóttir. / MAI 1927 tók Halldór Laxness sér far með skipinu S.S. Montclare frá Glasgow til Montreal. Um borð orti hann Ijóð samnefnt skipinu. Annað ljóð, Atlantshafið, er úr sama ferðalagi og Ontaríó er ort í sömu ferð, reyndar ekki á skipsfjöl heldur í jámbrautarvagni C.P.R.-félagsins. Þetta hefur verið góð ferð fýrir íslenskar bókmenntir því að í fyrr- nefndum ljóðum er verið að leggja áfram drög að ljóðagerð sem var nýstárleg og er það jafnvel enn að nokkru leyti. Áður hafði Halldór ort tímamótaljóðið Únglínginn í skóginum ölvaður af súrrealisma, einnig hið einkennilega og um leið skemmtilega bull Rhodymenia palmata og tilraunaljóðin Nótt á tjarnarbrúnni, Apríllinn, Borodin og Snjógimi. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta séu „betri“ ljóð en hin dæmigerðu kvæði Halldórs, oft lögð persónum í skáldsögunum í munn, eins og til dæmis Frændi, þegar fiðlan þegir, Stríðið og Þótt form þín hjúpi graflín. I áfánga og Bautastein Púsjkíns (þýðing) mætti líka nefna þótt þau séu ekki úr sögum. En „nýmóðins" ljóð Halldórs höfðu meira gildi og skiptu meira máli fyrir þróun ljóð- listar en hefðbundnu kvæðin (sem þó vel að merkja eru ekki að öllu leyti hefðbundin). Tómas Guðmundsson, Steinn Steinarr og Jón Helgason voru al- veg nógu góðir til að halda uppi merki gamla stílsins með nútíma- legum viðbótum hvað varðaði form ogyrkisefni. I S.S. Montclare er órói nútím- ans lifandi kominn, óþol lífsins, ein- semd manns sem þó er dálítið ham- ingjusamur þegar hann heyrir fóta- tak mannabama: Atlantshafíð ég einatt fór einsog að drekka vatn. Einn ég sat bakvið aðra menn in the smoking room. Og einginn tók eftir mér. Það tala allir um eitthvað stórt, - allir nema ég. Hér reykir í hljóði saklaus sál sígarettuna smáu. í ljóðinu beitir Halldór sérkenni- legri aðferð í ljóðagerð sem hann hafði tileinkað sér áður. Raulkennd kveðandi er rofin af lausu máli afar prósaísku og erlend sletta sem mátti kalla höfuðsynd á þessum tíma verður í skyndi eins konar lykill að ljóðinu og hugarástandi skáldsins: I’m the happiest Charleston man on board. Líka aðferð má finna í Únglíng- inum í skóginum til dæmis. I byrj- un er vikið að draumi, en mestallt Ijóðið er myndríkt og hljómmikið, upphafið og tilkomumikið uns það endar hversdagslega, eiginlega fá- ránlega, eins og viðvaningur en ekki stórskáld hafi ort það: Þá þótti mér ég fara að gráta og þá vaknaði ég. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Halldór var ekki hrifinn af öllum skáldskap og skorti líklega nauðsynlegt umburðarlyndi í þeim efnum. Hann kimni til dæmis lítt að meta þá Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson og orðaði það svo að „hvorugur þessara skálda virðist hafa borið skynbragð á dýr- líng okkar allra, Heine". Eitt mesta kvæði Einars Benediktssonar, Út- sær, verkaði á hann eins og viðhafn- armikið bull: „Hið þrúngna málfæri Einars Benediktssonar, einhvers- konar öfgakend útvíkkun þeirrar nýklassísku íslensku sem fjölnis- menn skópu, hittir ekki í mark hjá mér, því miður; skáldið er mér næst þá sjaldan það nær í skánka á ein- hverjum algeingum hlut og gæðir hann lífi án þess að blása hann uppí kosmíska ófreskju." Halldór kom með hversdagsleik- ann, hraða samtímans og ýmiss konar duttlunga inn í Ijóðlistina. Hann gerði það „Ijóðrænt" sem áð- ur var ekki talið eiga heima í ljóði. Eða eins og segir í Ontaríó: Eimlestin fíytur einatt þreyttan mann með átta tennur gulls og mjóa fíngur; Abdúlla reykir, ice-cream étur hann. Er ekld sál hans skrýtinn víta- hringur? „Hina Ijóðrænu skynjun rúm- helginnar“ sem Halldór Laxness fann hjá Tómasi Guðmundssyni átti hann ekki til nema í takmörkuðum mæli vegna þess að skynjun hans er einkar prósaísk og við finnum að það er fyrst og fremst uppreisnar- gjam endurskoðunarmaður sem talar í forvitnilegustu Ijóðunum. Ljóðrænir kaflar eða innskot í skáldsögum Halldórs sem margir hrífast af (samanber upphaf Vefar- ans mikla frá Kasmír og Fegurðar himinsins) geta ekki staðið einir sér sem ljóð, ekki einu sinni prósa- ljóð, aðeins brot vegna þess að byggingarlistina sem gerir ljóð að ljóði, vantar. Þetta gerir Halldór sér vitanlega Ijóst sjálfur, enda forðast hann yfirlýstan ljóðrænan prósa í seinni verkum sínum án þess þó að gera ljóðskáldið í sjálf- um sér útlægt. Halldór benti eitt sinn á vegna ágengra fyrirspyrjenda í dagblöð- um (sjá Úpphaf mannúðarstefnu) að æðsta skylda rithöfundar væri að skrifa það sem honum líst og sjá aðra rithöfunda í friði. Þessu var hann að mestu trúr, en meðal fróðlegra undantekninga hvað snýr að síðari hluta stefnu- skrárinnar er jafn sjálfsögð áminn- ing og sú sem hafnaði í kvæði í til- efni Alþingishátíðarinnar 1930: „Þér semjið leirhnoð, góðskáld sögu og siðar.“ Ljóðum góðskáld- anna líkir hann við „hávært garg í hænum“. Jafn afdráttarlausir hlutir um ljóðagerð komu naumast frá Hall- dóri eftir þetta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.