Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Menn geta stjórnað
skapi sínu og verið létt-
ir í lund ef þeir iðka
göngur og hlusta á tón-
list. Konum hættir
fremur til þunglyndis
en körlum því þær
beita röngum aðferðum
þegar skapið þyngist.
Kristín Marja Baldurs-
dóttir varð margs vís-
ari þegar hún las um
skapferlisrannsóknir
bandarískra sálfræð-
inga og lækna.
ISLENDINGAR hafa hingað
til ekki fengið orð fyrir að
vera mjög glaðlyndir eða
brosmildir, nema kannski að
sérstök brjóstbirta komi til, og því
er áhugavert að glugga í niður-
stöður rannsókna bandarískra sál-
fræðinga og lækna um skapferli
manna, en grein um það efni birt-
ist ekki alls fyrir löngu í þýska sál-
fræðiritinu „Psychologie heute“.
Vísindamenn, sem þar hafa orðið,
telja að skap manna ráðist miklu
fremur af líkamlegu ástandi þeirra
heldur en utanaðkomandi áhrifum.
Þegar sterkar tilfínningar eins og
kvíði, gleði eða reiði grípi menn sé
ástæðan oftast augljós, en þegar
um skapsveiflur án sýnilegra
ástæðna sé að ræða, ættu þeir að
spyrja sig hvernig þeir sváfu,
hvenær og hvað þeir borðuðu síð-
ast, hvenær þeir reyndu síðast á
líkamann og hvort þeir séu haldnir
streitu.
Skapið kortlagt
Robert Thayer, sálfræðingur
við Kaliforníuháskóla, hefur lengi
fengist við skapferlisrannsóknir
og telur að þrátt fyrir ótal blæ-
brigði lundarinnar sé þó ætíð
tvennt sem hafí mest áhrif á skap-
ið: Þrek eða þrekleysi annars veg-
ar og spenna og slökun hins vegar.
Þessi tilbrigði skapferlisins skil-
greinir hann og flokkar í fjögur
stig sem hann skýrir á eftirfarandi
hátt:
Afslappaður - þrekmikill: Menn
eru úthvíldir og fullir af starfsorku,
sváfu og borðuðu vel. Hjartsláttur
er eðlilegur, þeir eru afslappaðir og
eiga auðvelt með að einbeita sér og
leysa erfið verkefni. Fátt kemur
þeim úr jafnvægi og þeir finna
hversu vel upplagðir þeir eru.
Þetta er hið andlega og líkamlega
ástand sem afreksmenn í íþróttum
og jógameistarar sækjast eftir að
komast í.
Afslappaður - þreyttur: Starfs-
orkan er á undanhaldi eftir langan
vinnudag eða langt tímabil einbeit-
ingar. Menn eru þreyttir og syfjað-
ir en samt sem áður afslappaðir og
rólegir. Svo lengi sem þreytan er
þægileg og enginn gerir kröfur til
þeirra, líður þeim enn vel.
Spenntur - þrekmikill: Afkasta-
geta er góð, svo og líkamlegt
ástand, en taugar eru spenntar.
Menn vinna undir álagi og eru í
tímaþröng. Kvíði eða minni háttar
árekstrar orsaka vöðvabólgu og
aukinn hjartslátt. Einbeiting verð-
ur léleg. Þetta er hið dæmigerða
ástand sem fylgir hraða nútímans
og hinu daglega amstri. Dagurinn
fullbókaður og erfitt að sinna kröf-
um allra. í flestum tilvikum gengur
mönnum vel að leysa verkefni
dagsins, en þegar krafturinn
minnkar og spennan eykst, verða
menn órólegir, pirraðir, spenntir á
taugum og geðvonskan er skammt
undan.
Spenntur - þreyttur: Þegar
þrekið er á þrotum en spennan enn
í skrokknum, verður skapið með
að-
ftt. a tónlist
eiaffssícap
ur og skynsamlegri ráð að koma til.
Fyrsta skrefið í þá átt er að kanna
eigið lífemi.
I víðtækri könnun sem bæði
bandarískir og ástralskir sálfræð-
ingar gerðu, voru menn spurðir til
hvaða ráða þeir gripu þegar þeir
vildu bæta skapið. Svör þein’a, sem
voru margvísleg, voiu síðan flokk-
uð í sex þætti:
1. Hugleiða, fara í nudd, gera
öndunaræfingar, stunda líkams-
rækt, skipuleggja tíma sinn.
2. Horfa á sjónvarp, borða, gera
innkaup, fara í bíó, hvíla sig, sofa.
3. Hlusta á tónlist, fara í heitt
bað, lesa fyndna texta, sinna heim-
ilisstörfum.
4. Hringja í vin sinn og létta á
sálinni, leita eftir stuðningi ann-
arra, sækjast eftir skemmtilegum
félagsskap.
5. Forðast fólk sem reynir á
taugarnar, draga sig í hlé.
6. Neyta vímugjafa, stunda kyn-
líf.
Þátttakendur, sem voru um þús-
und í hvorri heimsálfunni fyrir sig,
töldu þó flestir, og töluðu af
reynslu, að besta aðferðin til að
berjast við óyndi og skapvonsku
væri að fara út að ganga. Sú niður-
staða kemur heim og saman við
niðurstöður vísindamannanna.
Rösk ganga í tíu til tuttugu mín-
útur hefur greinileg jákvæð áhrif
á skapið. Svo virðist sem engin
önnur aðferð dugi til að losa eins
fljótt um spennu og endurnýja
þrek, þótt það hljómi ef til vill sem
þversögn að líkamleg áreynsla
komi í veg fyrir þrekleysi. í fyrstu
W0m
„ Morgunblaðið/Rax
GONGUFERÐ: Rösk ganga í tíu til tuttugu mfnútur hefur greinileg jákvæð áhrif á skapið.
versta móti. Menn eru tauga-
spenntir, uppstökkir, uppgefnir og
kvíðnir. Vanmetakenndin grefur
um sig, menn efast um eigið ágæti
og þeim finnst of miklar kröfur
gerðar til þeirra. Samskipti við
annað fólk verður þreytandi og öll
viðbrögð einkennast af óþolin-
mæði, fýlu og geðvonsku. Þrátt
fyrir þreytu er ekki hægt að slaka
á og sofna, því á þessu stigi málsins
er allt hið neikvæðasta tínt til og
heilinn brotinn um „yfirþyrmandi
og óleysanleg" vandamál. Ef þetta
stig spennu og þreytu stendur
lengi yfir breytist það gjaman í
þunglyndi. Líðandi stund er óbæri-
leg og framtíðin svört.
Skammvinn sæla
Skapferlið endurspeglar sem
sagt líkamlegt ástand manna, þeir
eru í góðu skapi þegar þrekið er
með besta móti og taugarnar í lagi,
en pirraðir og geðvondir þegar
þrekið er lítið og taugarnar spennt-
ar. Oft er rætt um gildi jákvæðra
hugsana í þessu sambandi og segir
Thayer að víst sé hægt að hafa
áhrif á slæmt líkamlegt ástand með
jákvæðum hugsunum. Góðar end-
urminningar, þægileg reynsla,
óvænt happ, hrós eða gullhamrar
geti aukið þrekið og bætt skapið,
en aðeins um stundarsakir. Einnig
sé hægt að æfa slökun með það í
huga að efla jákvæðar hugsanir, en
það sé þó ekki heldur með öllu
þrautalaust, því að hugsanir okkar
og hegðun mótast snemma á æv-
inni. Menn hafi tamið sér ákveðnar
hugsanir eftir því í hvaða skapi
þeir eru. Ef þeir eru niðurdregnir
eru hugsanir neikvæðar og hið já-
kvæða „lærða" hugarfar má sín lít-
ils.
Frá náttúmnnar hendi eru
menn nautnaseggir, segja sér-
fræðingarnir, sækjast eftir ánægju
og vellíðan og forðast hið erfiða og
óþægilega. Til að halda við góða
skapinu og líða vel hafa þeir lært
að beita ýmsum ráðum og tamið
sér óafvitandi ákveðnar venjur.
Þeir fá sér súkkulaði, kaffi, sígar-
ettu, vínglas eða spjalla við ná-
granna og vinnufélaga. Menn hafa
semsagt lært með áranum hvernig
best er að forðast vonda skapið.
En yfirleitt stendur sælan ekki
lengi yfir því þótt ráðin virki fljótt
og vel era þau einungis bráða-
birgðalausn og hafa ekki ætíð góð
áhrif á heilsuna þegar til lengri
tíma er litið.
Skapinu stjórnað
Til að hafa stjórn á skapinu án
þess að skaða heilsuna, verða önn-
EINAR KÁRASON
rithöfundur
Eg hef bitið það í mig að forðast
fólk á meðan ég er leiðinlegur.
Ég geri ekkert til að komast í gott
skap, get ekki lesið eða hlustað
á tónlist, bíð bara eftir að þetta
líði hjá. Það er helst að ganga
um gólf.“
EDDA JÓNSDÓTTIR
myndlistarmaður
Ef ég hef verið eitthvað leið
dríf ég mig í sund til að kom-
ast í gott skap. Og ég borða góð-
an mat. Svo hef ég gert mikið af
því hin sfðustu ár að láta klippa
hárið. Ég veit nú ekki hvar það
endar.“
ÖRN CLAUSEN
hæstaréttarlögmaður
Eg tala við sem fæsta íslendinga.
Annars er best að vera í góðra
vina hópi þar sem sögur og skrýtlur
eru sagðar, og muna þær svo mað-
ur geti sagt þær öðrum. Heimilislíf
hefur mikið að segja, þar sem létt-
leiki ríkir og fólk getur rætt saman
eru menn oftast í góðu skapi.“
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR
framkvæmdastjóri
Eg fer út að ganga með hundinn
eða í útreiðartúr. En annars er
ég í forvarnastarfi og fæ útrás fyr-
ir öll leiðindi í lyftingum og
„spinning“. Ég borða mest þegar
ég er í góðu skapi, sem ég er oft-
ast, og þess vegna neyðist ég til að
hreyfa mig svona mikið.“
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR SKAPIÐ ÞYNGIST?