Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 7

Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 B 7 HELGA Gerður Magnúsdóttir hefur hannað frumleg og skemmtileg nafnspjold i MHl. Getur táknað ýmislegt Fiðrildi getur táknað ýmis- legt og sumir eru þegar farnir að draga ályktanir um persónu- leika Helgu Gerðar út frá hug- myndinni um það. „Fiðrildið er í eðli sínu glaðlynt, hvikult og viðkvæmt, ef til vill samlíking við sálina í sjálfri mér,“ hugsar Helga Gerður upphátt. „Sumir vilja þó meina að það sé tákn um ábyrgðarlausa og flögrandi daðurdrós!" Vinir og kunningjar Helgu Gerðar eru almennt mjög hrifn- ir af fiðrildinu, „meira að segja mjög alvörugefið fólk sem ég hélt að væri lítið fyrir svona hönnun, hefur lýst yfir ánægju sinni og vill að ég hanni eitt- hvað sambærilegt fyrir það. Annars er líka ágætt að eiga svona nýstárlegt nafnspjald til að gefa bara vinum og kunn- ingjum.“ hm DAGLEGT LÍF HBMIU Emu var „ bm ég lenti í umferðarteppu og var ekki mætt í búningsherbergið fyrr en 40 mínútum fyrir leik. Eg var ekki með í byrjunarliðinu. Ég hafði mætt of seint. Ég var þó tilbúin löngu fyrir leik. En ég fór ekki inn á fyrr en í seinni hálfleik. Þetta var á 5. tíma- bilinu sem ég lék með liðinu og það var á hreinu að ég mætti tímanlega ef ég pögulega gat. Það skipti ekki máli. í þetta sinn var ég sein og mér var hegnt fyrir það. Stundum fannst mér þetta ganga einum of langt. Við ókum til dæmis alltaf saman á útileiki. Mæltum okk- ur mót á ákveðnum stað og fylltum í bílana. Það var ekki beðið í hálfa mínútu ef einhver var ekki mætt á réttum tíma. Þær sem voru seinar urðu bara að bjarga sér.“ Ema spilaði með Amicitia í alls 6 tímabil. Liðið var yfirleitt í 3. eða 4. sæti í deildinni. „Handbolti er núm- er sautján hundruð og súrkál á íþróttavinsældalistanum í Sviss. Fyrst kemur fótbolti, skíði, snjó- bretti, íshokkí ... ég veit ekki hvað, og svo kemur handbolti. Það voru mikil viðbrigði frá því heima þar sem handboltinn er gífurlega vin- sæll og fólk mætir á leiki. Sviss- neski kvennahandboltinn á sérstak- lega erfitt uppdráttar. Á þessum ár- um vann Island iðulega Sviss í landsleikjum en Svisslendingar hafa sótt í sig veðrið og nú vinna þeir Is- lendinga." Ema var styrkasta stoð kvennaliðs Amicitia þegar hún spil- aði með því. Hún er ekki tilbúin að segja hreint út að hún hafi verið best. „Ég var fastamaður í íslenska landsliðinu í 10 ár og hafði mikla reynslu. Það kom sér vel. Ég kunni að kasta boltanum." Ein í heiminum Svisslendingar eru miklu skipu- lagðari og formfastari en íslending- ar. „Það er allt skipulagt niður í smáatriði. Einu sinni þegar við vor- um í sturtu eftir æfingu stakk ég upp á því við eina stelpu að við fær- um í bíó. Hún tók því vel. Þegar hún var búin að klæða sig og þurrka sér um hárið kom hún til mín með daga- talið sitt. Við fundum tíma til að fara saman í bíó eftir þrjár vikur! Og ég ætlaði bara að fara að sjá ein- hverja mynd með henni þegar við yrðum búnar í sturtu. Það er merkilegt hvað Svisslend- ingar halda einkalífinu fyrir sig,“ sagði hún. „Ég spurði einhvern tím- ann eina í liðinu eitthvað um kærasta - bara svona eins og maður gerir - og hún gapti af undrun.“ Þær voru saman í íþróttum en það þýddi ekM að þær ræddu einkamál- in. „Það er eins á vinnustað. Það er algjör undantekning ef maður hittir maka samstarfsmanna sinna eða er boðið heim til þeirra.“ Erna bjó alltaf í sambýli með fé- lögum úr handboltanum. Hún hafði lítið sem ekkert samband við aðra íslendinga þangað til hún var hætt í boltanum. „Samkomur Islandsfé- lagsins voru alltaf um helgar og þá var ég yfirleitt að keppa. Ég gekk því ekM í félagið fyrr en eftir að ég hætti að spila 1995. Annars hefði ég bara verið pirruð á að komast ekM að hitta aðra íslendinga." Hún átti marga kunningja en fann verulega fyrir því að vera ein í útlöndum þegar hún sleit kross- böndin og skemmdi liðþófann í öðru hnénu rétt fyrir jól 1991. „Það var rosalega erfiður tími. Ég var búin að panta flugmiða heim en var í staðinn lögð inn á spítala. Ég var óvinnufær í tvo mánuði. Það voru allir að vinna og ég lá ein allan dag- inn. Ég léttist um 10 kíló. Stundum leið mér eins Palla þegar hann var einn í heiminum." Svisslendingar eru ekM eins sveigjanlegir og ís- lendingar og það var enginn til að skreppa með Érnu til sjúkraþjálfar- ans eða kíkja inn til hennar. Hún varð að bjarga sér sjálf. „Það tók mig ár að jafna mig á meiðslunum. Ég hafði ætlað að hætta vorið 1992 og drífa mig heim. En ég vildi ekki hætta í meiðslum. Svo ég hélt áfram þangað til vorið 1995 og var kölluð inn í liðið í úr- slitakeppninni 1996. Eftir það hætti ég alveg.“ Hinn gullni meðalvegur Bankastarfið átti ekM vel við Ernu og hana langaði ekki starfa í banka til frambúðar. „Ég var búin að segja upp þegar ég fékk vinnuna í IKEA.“ Denise Fausch, vinkona hennar úr handboltanum og sam- leigjandi, vinnur hjá IKEA. Hand- boltaliðið gat unnið sér inn pening með því að aðstoða við opnun nýrr- ar IKEA verslunar 1992 og Erna fékk vinnu hjá fyrirtækinu upp úr því. Andrúmsloftið þar er frjáls- legra en tíðkast almennt á sviss- neskum vinnustöðum. Starfsmenn- irnir þúast til dæmis allir. Erna kunni að meta það. Viðskiptavinirn- ir voru hins vegar ekki tilbúnir að láta þúa sig og þeir eru þéraðir. Munurinn á IKEA vei’slununum í Sviss og á íslandi er sá að verslan- imar í Sviss eru í eigu sænsku verslunarkeðjunnar en Svisslend- ingar reka þær. Miklatorg er hins vegar með einkaumboð fyrir IKEA á Islandi og á verslunina í Holta- görðum. Ema hefur alltaf starfað í útstíll- ingadeild. Hún hefur verið í versl- uninni í Spreitenbach i fjögur ár. Verslunin var opnuð 1973 og er elsta IKEA verslunin í Sviss. Hún var í litlu úrtaM best reknu verslana keðjunnar eftir áramótin þar sem reksturinn var teMnn undir smá- sjána. „Það voru rannsóknarmenn ERNA fyrir utan IKEA versl- unina í Spreitenbach í Sviss. hérna í nokM-a daga og athuguðu hreinlega allt,“ sagði Erna. „Búðin kom mjög vel út úr því.“ Söluflötur verslunarinnar er 8000 fermetrar og á þremur hæðum. Verslunin í Basel, þar'sem Erna hefði getað orðið útstillingarstjóri, verður enn stærri. Búðin í Reykja- vík er um helmingi minni en versl- unin í Spreitenbach. „Vinnuaðstað- an verður önnur,“ sagði Erna. „Hún er örugglega betri í Sviss þar sem verslanirnar era stærri. Það er oft meiri vandi að vinna með lítið rými en stórt og þess vegna getur starfið á Islandi orðið meira M-efjandi og um leið meira spennandi. Ég kem til með að tapa einhverju fjárhags- lega með þvi að fara heim en fjár- hagshliðin sMptir ekki öllu hjá mér. Ég ætlaði aldrei að vera svona lengi úti, það dróst bara alltaf um eitt og eitt ár að ég kæmi mér heim. Ég gat ekki annað en teMð svona freist- andi tilboði." KAnn að meta stundvísi Ernu er ljóst að hún hefur breyst síðan hún fór út fyrir tæpum 9 ár- um. „Ég hef þroskast miMð. Þetta hefur ekM alltaf verið auðvelt. Það var ekki sjálfsagt mál að ég kæmist ólærð þetta langt hjá IKEA.“ Hún er orðin vön svissneskum aga, sMpulagi og vinnubrögðum. „Það er unnið öðruvísi heima en hér og ég: • verð að laga mig að því,“ sagði hún. „En ég vona að ég getí miðlað ein- hverju af reynslunni. Ég hef lært að meta stundvísina hérna, þótt ég sé enn oft á seinustu stundu, og það er mikill kostur að maður getur reitt sig á að fólk standi við það sem það segir. Annars hef ég oft sagt að besta leiðin sé hinn gullni meðalveg- ur á milli sMpulagsins í Sviss og „þetta reddast“ hugsunarháttarins á íslandi!“ Gámurinn með húsgögnum Ernu var sóttur til Kaiserstuhl í lok febr- úar. Hún hefur búið steinsnar frá Rínarfljóti og beint á móti Jóni Lax- dal sem rekur leikhús í þorpinu í nokkur ár. Heimili hennar var að * sjálfsögðu búið IKEA-húsgögnum. Hún tekur sér vikufrí áður en hún byrjar að vinna á íslandi í byrjun mars. „Ég kem til með að sakna vina minna í Sviss, veðursins og þess að geta ekið í nokkrar klukkustundir og vera komin til Þýskalands, Frakklands, Austurríkis eða Ítalíu. En ég hlakka til að fara heim, ég tók rétta ákvörðun. Ég er farin að sakna hress hvassviðris og sjávar- seltu.“ Nýkomnar vörur Höfum glæsilegt úrval bútasaumsefna, úrval efna í fermingarfatnaðinn og gardínuefni með merki Manchester United. /ogu< gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 NIVEA VISAGE HIVEA HREINSIVORUR FYRIR HUÐINA!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.