Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 6
L 6 B FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF MEÐ AUGUM LANDANS Dýr mundi Hafliði allur Sigurður G. Tómasson er dagskrár- gerðarmaður í útvarpi. Hann dvelur um þessar mundir í New York ásamt konu ^ sinni, Steinunni Bergsteinsdóttur textíl- hönnuði og veitingakonu. NÝTT met framundan í auglýsingaverði. Fimm milljónir á sekúnduna. Bandarískt máltæki seg- ir: „There is no such thing as a free lunch.“ f ~Y- ] Ekkert fæst ókeypis rH mætti kannski leggja l þetta út á íslensku. Og hvergi er þetta áþreifan- r ^ legraenhéríNewYork. Nú eru uppgangstímar og þá stefnir allt upp. Verð á húsnæði, hvort sem er til kaups eða leigu, brýnustu nauðsynjar, allt sem nöfnum tjáir að nefna, allt eltir þetta verðið á hlutabréfunum sem aldrei í sögunni hefur verið hærra. Og sumir hlutir sýnast stefna fram úr. Þannig er það til dæmis um auglýsingar. Mörgum finnst nóg um auglýsingarnar hérna og sumir Evrópumenn venjast þeim seint eða aldrei. Á flestum opn- um sjónvarpsrásum eru til dæm- is óteljandi auglýsingahlé. Það er að segja í vinsælum þáttum eða myndum. Heimóttarlegt ríkissjónvarp Ef þú, lesandi góður, ert staddur í henni Ameríku, ert að horfa á sjónvarpið og hrósar happi yfir því hve fáar auglýs- ingar eru, þá er það líklega bara vegna þess hvað þetta er óvin- sælt prógramm og hallærislegt sem þú hefur valið þér í ís- lenskri fávisku þinni. Nema ef vera kynni að þú hafir slampast á ríkissjónvarpið þeirra hér í Bandaríkjunum, PBS, sem sum- um finnst reyndar allra heimótt- arlegast. Okkur mörlöndum finnst það á hinn bóginn ágætt, laust undan áþján auglýs- ingainnskotanna, þótt flestir þættir endi á alllangri runu af kostendum. PBS er á rás númer 21 á Time- Wamer kaplinum sem við erum tengd hér á Manhattan. Annars er hægt að velja eitthvað á átt- unda tug rása, sumar eru reynd- ar „pay per view“ þar sem fólk borgar fyrir hvert sinn sem það horfir og þarf að hringja og gefa upp númerið á kreditkortinu. En vinsælustu þættimir, svo sem „Good moming America" á ABC á rás 7 hér í New York, CBS eða NBC em stútfullir af auglýsing- um. Sama er að segja um frétt- arásina NYl, sem eins og nafnið bendir til er á rás 1. Fréttir em hér ekkert heil- agra efni en annað og rofna í sí- fellu af auglýsingum. Svo er nátt- úrulega spumingin hvað em fréttir og hvað ekki. Á NYl og CNN em fréttir allan daginn og kannski má líka kalla þáttinn ,Access Hollywood“ sem er eftir aðalkvöldfréttimar á ABC eins konar fréttir. Þar einbeita tveir fréttaþulir sér að því að þylja hvað sé framundan hjá hinum og þessum stórstjömum. I gær glæptist ég til þess að gjóa aug- um á þetta og milli þess sem Sarah Ferguson, fyrrverandi tengdadóttir í Buckingham, aug- lýsti nýjan megrunarkúr, var all- langt viðtal við þau skötuhjú úr „Ráðgátum" eða „X-files“. Þau hafa nýlokið við að leika í kvik- mynd í fullri lengd og er hún væntanleg til sýninga á árinu. Það gleður líkiega aðdáendur þeirra, jafnt og það, að ekki er enn neinn bilbugur á þeim í þátt- unum, sem nú hafa gengið í fimm ár. Þrjár mínútur frá leiknum - 57 minútur auglýsingar Annars eru útsendingar frá vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan eitt aðalsjónvarpsefnið hér um þessar mundir, en CBS hefur einkarétt á myndefni það- an. Þar liggja menn á því lúalagi að sýna nánast bara sitt fólk, annarra þjóða kvikindum bregð- ur varla fyrir á skjánum nema þeim allra efstu. Reyndar hafa gagnrýnendur og almenningur hér gagnrýnt CBS fyrir slælega frammistöðu, útsendingamar séu smekkfuilar af auglýsingum og bakgrunnsefni, viðtölum og innskotum en sáralítið sé sýnt frá leikunum sjálfum. Þannig sagði gagnrýnandi eins New York-blaðsins frá því í síðustu viku að einn morguninn, nánar tiltekið milli klukkan 9 og 10, hefðu verið þrjár mínútur frá keppninni, en 57 mínútur auglýs- ingar, viðtöl og uppfyllingar. Ekki veit ég hvort þetta hefur haft áhrif á auglýsingaverðið en við því má búast, því áhorf er áreiðanlega lítið á þessa útsend- ingu. Það stjórnast raunar einnig af frekar slöku gengi Banda- ríkjamanna á leikunum, a.m.k. í sumum greinum. Þar svíður mönnum mest frammistaða ís- hokkíliðs karla, þótt gull kvenna- liðsins í sömu grein hafi verið smáplástur á sárið. Seinasti Seinfeld En þótt auralitlum íslending- um ofbjóði auglýsingakostnaður- inn hér í venjulegum þáttum, þá má segja að auglýsingaverðið í vinsælustu þáttunum gangi út yfir allan þjófabálk. í úrslitunum í NBA körfuboltanum um dag- inn var nýtt met slegið. Þar kostaði 30 sekúndna auglýs- ingainnskot 1,4 milljónir dollara eða rétt innan við 100 milljónir íslenskra króna. Og nú á dögun- um var frá því greint að þetta met yrði kannski slegið á vor- dögum. 14 maí verður seinasti „Seinfeld“ þátturinn sendur út. NBC býst við miklu áhorfi og hefur tilkynnt auglýsingaverðið: 2 milljónir dollara fyrir hverjar 30 sekúndur, eða liðlega 140 milljónir íslenskra króna. Þess var reyndar getið í blaðinu þar sem ég las þetta, að enn hefði ekkert selst. Það skýtur óneitan- lega skökku við, að í sama blaði var sagt frá ráðstöfunum sem hækka munu mjólkurverðið um nokkra aura lítrann, þótt hér sé mælt í gallonum og fjórðungum, og sagt að þessi hækkun hefði siæm áhrif á afkomu bamafólks. Einhvem veginn finnst okkur, aðkomufólki norðan úr Dumbs- hafi að hér sé ekki af setningi slegið. Svissneskar konur aldar upp við að þær hafi ekkert að segja og best fyrir þær að þegja. Erna Lúðvíksdóttir var búin að koma sér vel fyrir í Sviss. Hún var í góðri stöðu og á stóran vinahóp. En hún er komin heim. Anna Bjarnadóttir spurði hana af hverju hún ákvað að flytja aftur til Islands. ERNA Lúðvíksdóttir hefur unnið hjá IKEA í Sviss í tæp sex ár. „Ég kíkti alltaf inn í IKEÁ verslunina í Reykjavík þegar ég var heima en hafði mig aidrei neitt í frammi," sagði hún. „Þangað til í haust. Þá ákvað ég að hringja í verslunar- stjórann og láta vita af mér.“ Jóhannes Jóhannesson tók henni vel. Það hitti einmitt svo á að hann var að leita að deildarstjóra í útstill- ingadeild - deild Emu í IKEA í Sviss. Hún hafði staðið sig svo vel þar að það var búið að bjóða henni útstillingastjórastarf í nýrri verslun verslunarkeðjunnar þegar hún verður opnuð í Basel á næsta ári. Ema stóð allt í einu uppi með tvö góð tilboð. Hún gat ekki tekið sér mjög langan umhugsunarfrest. „Ég ákvað að slá til og taka starfið á ís- landi. Ég var tilbúin að fara heim.“ Hún hafði aldrei ætlað að vera lengi í Sviss. Hún tók sér eins árs starfsleyfi frá heildverslun Péturs O. Nikuiássonar árið 1989 og fór til Zúrich til að spila handbolta. Systir hennar hafði verið skiptinemi þar og þess vegna þekkti hún til. „Ég hefði líklega farið eitthvað annað ef mig hefði grunað að ég yrði svona lengi úti,“ sagði Erna. „Ég ætlaði bara að leika mér í nokkra mánuði með neðri deildar liði.“ Hún byrjaði að æfa með Gróttu sem sannur Selt- imingur á sínum tíma en flutti sig yfir í Val 1977 til að geta spilað í 1. deild. Henni gekk vel í Val. Liðið sem hún ætlaði að spila með í Sviss var lagt niður nokkrum dögum áður en hún fór út. En hún fór samt. Fyrirliði frá fyrsta degi Það voru hræringar í handboltan- um í Zúrich á þessum tíma. Amicitia, stærsta handboltafélag Sviss, var að stofna kvennadeild. Emu var strax boðið í aðalkvenna- ERNA lék handbolta í sex tíma- bil með Amicitia í Sviss. Hún var kölluö inn í islenska lands- liðið í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu 1991 og lék þá sinn 96. og siðasta leik fyrir fsland. lið félagsins þegar það fréttist að landsliðsmanneskja frá íslandi væri á lausu. Hún átti þá 91 landsleik í handbolta að baki og 13 í fótbolta. Hún lék sinn 96. og síðasta lands- leik fyrir ísland á Italíu 1991. „Ég var þá ein af gömlu konunum sem voru kallaðar inn í heimsmeistara- keppnina.“ Það gekk á ýmsu í upphafi í Sviss. Það var vesen með húsnæði og at- vinnu- og dvalarleyfi fyrstu mánuð- ina. Loks fékk hún tilskilin leyfi og vinnu hálfan daginn hjá Credit Su- isse bankanum. Lúðvík Jónsson, faðir Ernu, vann í nokkur ár hjá Sambandinu í New York og hún fæddist þar árið 1961. Það var auð- veldara fyrir Credit Suisse að fá leyfi fyrir hana sem Bandaríkja- mann en íslending. Hún hefur því verið Kani á pappímnum í Sviss öll þessi ár og alls ekki íslendingur. Ema byrjaði loks að spila hand- bolta tæpu hálfu ári eftir að hún kom út. „Ég var fyrirliði frá fyrsta degi. Þetta var erfiður tími. Ég tal- aði varla orð í þýsku og átti að stjórna liðinu á vellinum. Það var oft mikið handapat," sagði Ema. Þjálfarinn var Ungverji sem ólst upp í Sviss. Hann var ekki vanur að umgangast íslenskar konur. „Ég fékk sjálf létt menningaráfall þegar ég byrjaði að spila. Hugsunarhátt- urinn er svo ólíkur. Svissnesku stelpurnar létu bjóða sér allt. Þjálf- arinn var venjuleg karlremba og lenti fljótt í mér. Ég benti honum á að ég væri ekki 15 ára og hefði rétt til að segja mína meiningu. Hann kyngdi því og við gátum unnið sam- an upp frá því. Sumar algjörar dekurdrósir Konur í Sviss eru aldar upp við að þær hafi ekkert að segja og best íyrir þær að þegja. Stelpurnar í lið- inu göptu oft yfir mér. En þær höfðu gott af að hafa mig. Þær voru sumar algjörar dekurdrósir, mættu á æfingu í stífstraujuðum æfinga- bolum.“ Aginn og stundvísin var öðru vísi en Erna þekkti að heiman. „Það var heragi. Ef æfing átti að byrja klukkan átta þá voru allar mættar inni í sal klukkan átta og æfingin byrjaði klukkan átta. Við áttum að vera tilbúnar 40 mínútum fyrir leik. Það kom einu sinni fyrir mig að Fiðrildící sem síðasta hálmstráið „HEY, mér finnst þú svolítið sætur. Má ekki bjóða þér nafn- spjald,“ segir Helga Gerður Magnúsdóttir, nemandi í Mynd- lista- og handiðaskólanum, skellihlæjandi. „Þetta er nú bara grín en skólafélagar mínir hafa gantast með það að ég geti hugsanlega notað nafnspjaldið á börunum, svona sem síðasta hálmstráið." Nemendur á fyrsta ári í graf- ískri hönnun í MHÍ voru beðnir um að koma kennara sínum, Guðmundi Oddi Magnússyni, á óvart með því að hanna frumleg nafnspjöld. Helga Gerður lét ekki segja sér það tvisvar og hannaði litríkt og skemmtilegt fiðrildi, handhægt í seðlaveski og áberandi á korktöflunni. „Einhvern veginn eru öll nafnspjöld eins, mig langaði því til að gera eitthvað öðruvísi,“ segfir hönnuðurinn sem þessa dagana gengur einnig undir nafninu Madame Butterfly. Frá hugmynd til prentunar „Áfanginn sem Guðmundur Oddur kennir heitir Frá hug- mynd til prentunar og þar eru nemendur látnir hanna ein- hveija hluti sem geta hugsan- lega komið þeim að gagni í framtfðinni. Nafnspjöld urðu því fyrir valinu í þetta sinn. „Vinnan við gerð nafnspjalds- ins var nyög skemmtileg og lærdómsrík," segir Helga Gerð- ur en í upphafi var hún þó ekki viss um hvort hugmyndin næði fram að ganga. Til vonar og vara hannaði hún því eitt stíl- hreint nafnspjald, hvítt og með lakkáferð, algjör andstæða fiðr- FIÐRILDI sem nafnspjald í seðlaveski eða á korlrtöflu. ildisins. „Vinnslan á fiðrildinu var þó fremur auðveld þegar allt kom til alls. Mynd var tekin af fiðrildi og það skannað inn i tölvu. Nafn og símanúmer er svo handskrifað og allt síðan skeytt saman. Að lokum lærð- um við að útbúa nafnspjöldin til prentunar en þeir voru svo rausnarlegir hjá prentsmiðj- unni Odda að gefa fjögurra lita prentun,“ segir Helga Gerður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.