Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 8
8 B FÖSTUDAGUR 6. MARZ1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Hámarksbið 20% sérfræðinga hafa starfsreglur um hámarks- bið sjúklinga sinna. ► 46% sérfræðinga telja æskilegt að setja lög um hámarksbiðtíma. Upplýsingar um sjúklinga ^ 86% sérfræðinga greina sjúklingum frá því hvenær þeir eigi von á meðferð um leið og ljóst er að viðkom- andi þurfi að bíða eftir þjónustu. ► 43% sérfræðinga greina sjúklingum frá starfsregl- um sínum vegna biðlista. Röðun sjúklinga vegna meðferðar 1. Blanda af mati og biðlista. ► 2. Byggir eingöngu á mati. ► 3. Eingöngu biðtími. Mat á samræmi innan deildar um matsaðferðir og viðmið vegna röðunar sjúklinga eftir meðferð ► 80% sögðu að samræmi væri milli lækna deildar sinnar um meginreglur við röðun sjúklinga eftir með- ferð. Þriðjungur sérfræðinga taldi að matsaðferðir og viðmið starfsfélaga sinna á deildinni væru ekki sam- ræmd. ► 77% sérfræðinga vinna eft- ir huglægri/munnlegri meginreglu. Forgangsröðun snýst um siðferði og réttlæti sem forgangsraða að taka tillit til ýmissa þátta, sem kunna að orka tví- mælis. Til dæmis segir Aðalheiður að erfitt sé að meta hvort sjúk börn eigi skilyrðislaust að ganga fyrir þeim sem eldri eru. „Börn og unglingar hafa ólíkar þarfir miðað við eldra fólk og veik- indi þeirra hafa öðruvísi áhrif á fjöl- skyldur en veikindi aldraðra. Veikt barn getur til dæmis lamað starfs- getu foreldranna en veikindi eldra fólks hafa áhrif á færri. Hins vegar hafa þeir eldri byggt upp núverandi heilbrigðiskerfi og hafa ekki náð að njóta allra kosta sem tæknin hefur upp á að bjóða. Þetta kann að hljóma eilítið kald- ranalega, en rökin eru marg- vísleg og alltaf siðferðileg þegar kemur að því að taka einn þjóðfélagsþegn fram yf- ir annan á einhverjum for- sendum,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að hún hafi ekki alltaf verið sammála þeirri Lögmál markaðarins gilda ekki um sjúk- linga, sem bíða eftir að gangast undir aðgerð- ir á sjúkrahúsum. Aðalheiður Sigursveinsdótt- ir, heimspekinemi, sagði Valgerði Þ. Jónsdóttur að samræmdar reglur um forgangsröðun á biðlistum væru ekki til og oft byggðist slík röðun á huglægu mati sérfræðinga. ATÍMUM þegar tæplega sjö þúsund manns eru á biðlist- um eftir aðgerðum á sjúkra- húsum þurfa sérfræðingar að skapa sér eigin vinnureglur varð- andi forgangsröðun á slíka lista. Þótt til séu bæði læknalög og lög um heil- brigðisþjónustu í landinu hafa sjórn- völd ekki enn sett siðferðilegar við- miðunarreglur, sem sérfræðingarnir geta farið eftir. í ársbyrjun fékk rannsóknarverk- efnið, Forgangsröðun á biðlistum, önnur verðlaun í samkeppni um Ný- sköpunarverðlaun forseta íslands. Höfundurinn, Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir, heimspekinemi, kann- aði hvort og hvernig félagslegir þættir gætu haft áhrif á forgangs- röðun sjúklinga á biðlistum. Hvatann að því að hún sótti um styrk til verkefnisins úr Nýsköpun- arsjóði námsmanna segir hún hafa verið fyrirlestrar prófessoranna Vil- hjálms Arnasonar og Þorsteins Gylfasonar, sem hafi, hvor með sín- um hætti, fjallað um málið út frá sið- ferðilegum sjónarmiðum. Læknisfræðilegt mat vegur þyngst „Mér kom mest á óvart að slík rannsókn hafði ekki verið gerð áður þrátt fyrir að forgangsröðun á biðlista hafi lengi verið pólitískt og siðferðilegt hitamál. Engin stefnu- mótandi ákvörðun hefur verið tekin og því standa læknar daglega frammi fyrir ýmsum siðferðilegum spumingum áður en þeir ákveða hver sjúklinga þeirra fari næst í að- gerð. Vitaskuld ræður læknisfræði- Aðalheiður Sigursveinsdóttir legt mat alltaf úrslitum, en vegna þess að engin lög eru til verða þeir að vega og meta ýmislegt um per- sónulega hagi sjúklinganna.“ Virðing fyrir manngildi og samábyrgð Þótt læknar hafi virðingu fyrir manngildi og samábyrgð að leiðar- ljósi í ákvarðanatöku komst Aðal- heiður að því, að stundum er mis- brestur á að sjúklingar sitji við sama borð. Þá segir hún að persónulegt mat læknanna ráði oft úrslitum um hvaða sjúklingar séu látnir ganga fyrir. Ekki telur hún þó að við þá sé að sakast því læknum sé skapað óviðunandi vinnuálag og séu undir gífurlegum þrýstingi frá skjólstæð- ingum sínum. Aðalheiður upplýsir að mikil und- irbúningsvinna hafi legið að baki rannsókninni, sem fólst í því að hún lagði 100 spurningar fyiir sérfræð- inga og yfirlækna ýmissa deilda á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landspítal- anum og Fjórðungssjúkrahúsi Akur- eyrar. Af 74 svöruðu 56 og 30 af þeim í ítarlegu viðtali. „Þriðjungur læknanna viðurkenndi að þeim þætti vandasamt að raða á biðlista. Mörg- um fínnst jafnframt óþægilegt að vera meðvitaðir um kostnað vegna aðgerðanna. Samkvæmt niðurstöð- um mínum virðist mismunandi sam- ræmi vera innan deilda og milli deilda á sjúkrastofnunum. Annars vegar er forgangsröðun eingöngu samkvæmt mati sérfræðinga og hins vegar samkvæmt mati viðkomandi deildar. Glasafrjógvunardeild Land- spítalans er samt eina deildin með ákveðnar og ófrávíkjanlegar vinnu- reglur um forgangsröðun og hverjh- eigi rétt á meðferð. Á háls-, nef-, og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er fyrirkomulagið líka til fyrirmynd- ar. Þar eru haldnir reglulegir fundir og vegið og metið hverjir eru í brýn- ustu þörf fyrir aðgerð samkvæmt upplýsingum frá læknum, hjúkrun- arfræðingum, riturum og öllum sem afskipti hafa haft af sjúklingnumn.“ Óskráðar meginreglur Úttekt Aðalheiðar leiddi í Ijós að um forgangsröðun á biðlistum eru eftirfarandi meginreglur látnar gilda: 1. Stig sjúkdóms. 2. Líðan/verkir. 3. Geta einstaklings til vinnu. 4. Hæfni sjúklings til að sjá um sig sjálfur. 5. Hvíldargeta sjúklings. 6. Líkamlegt ástand að öðru leyti en þvi sem lýtur að sjúkdómnum. 7. Aldur. 8. Lifnaðarhættir. 9/10. Heimilishagh-. 9/10. Búseta. 11. Áhugamál. Aðalheiður skiptir reglunum í þrennt miðað við vægi. Fyrstu tvær segir hún tvímælalaust þyngstar á metunum, næstu fjórar hafi töluvert vægi, en þær sem á eftir komi séu umdeilanlegri. Þótt lögum sam- kvæmt eigi allir rétt á fullkominni læknisþjónustu fer vart hjá því að þegar biðlistar myndist verði þeir forgangsröðun, sem réð úrslitum. Annars segist hún hafa haft sína fordóma, líkt og flestir, þegar hún hóf rannsóknina. „Mér finnst ekki sanngjarnt að áhugamál sjúklings komi honum fram yfir annan á biðlista," segir hún og skírskotar í lið ellefu. „Rök lækna fyrir því að meta manneskju, sem stundar keppnis- íþrótt, umfram aðra eru að hún gegni forystuhlutverki og skapi góða ímynd. Efalítið sætu læknar undir ámæli nánast allrar þjóðarinnar ef einn af fremstu íþróttamönnum landsins þyrfti að bíða í marga mán- uði eftir að komast í aðgerð, sem kæmi honum í keppni á ný.“ Reykingar áhrifavaldur í forgangsröðun Varðandi lifnaðarhætti sagði Aðal- heiður að 17% sérfræðinga viður- kenni að reykingar geti verið áhrifa- valdur í forgangsröðun og 30% sögðu að sama máli gegndi um vímu- efnanotkun. Margir sögðu jafnframt að hætti sjúklingur að reykja sam- kvæmt ráði læknis breyttust for- sendur og þeir sætu við sama borð og aðrir. Mataræði og hreyfing virt- ust hins vegar ekki vega þungt á vogarskálunum. Dæmin hér að framan segist Aðal- heiður einungis nefna til að sýna hversu erfitt sé að draga mörkin og sýna fram á að án skýrra reglna stjómvalda hlyti forgangsröðun oft að byggjast á huglægu mati sérfræð- inga. Hin helgu vé Fyrir tólf árum segir Aðalheiður að landlæknisembættið hafi fyrst fengið áreiðanlegar tölur um heildar- fjölda þeirra, sem voru á biðlista. Fram að þeim tíma hafi slíkar upp- lýsingar verið eins og hin helgu vé sérfræðinganna og nánast ógjörn- ingur að nálgast þær. „Annars hygg ég að ekki séu meira en fimmtán ár síðan biðlistar urðu eins langir og nú er. Ný tækni og ör þróun í læknavís- inum hafa leitt til þess að æ fleiri eiga möguleika á að fá bót meina sinna, þótt tímasetningin sé óná- kvæm og biðin á sumum deildum geti orðið allt að tvö ár.“ í kjölfar rannsóknarverkefnisins hóf Aðalheiður störf hjá landlæknis- embættinu þar sem hún vinnur að framhaldsrannsókn með styrk frá Nýsköpunarsjóði, BSRB og ASÍ. Hún vonast til að niðurstöðurnar, sem heilbrigðisráðuneytið fær senn í hendur, varpi Ijósi á vandann og verði til þess að settar verði skýrar, samræmdar reglur, sem létta myndu okinu af læknum og sjúklingar yrðu jafn réttháir án tíllits til aldurs, fjár- hags, lifnaðarhátta, heimilishaga, bú- setu eða áhugamála. CtlOLt Dragtir - kjolar - kapur B-YOUNG Peysur - úlpur - bolir 2,990 Buxur m/lycra, verð fra Laugavdgi 83 • Simi j(>2 3244 BIÐLISTAR Á SJÚKRAHÚSUM Niðurstöður rannsóknurverkefnisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.