Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ -4- i ” MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 B 5 Árið 1968 var ungt fólk með hár - og fullt af því. Það var einnig fuilt bjartsýni og róttækni. Hrönn Marinósdóttir kannaði hvernig fólk af þessari frægu kynslóð lítur liðinn tíma og hvað æskan í dag telur hafa áunnist. SKEFJALAUS bjartsýni ein- kenndi ungt fólk á Vestúrlönd- um á sjöunda áratugnum sem síðan náði hámarki árið 1968. Friður, ást og hamingja voru lykilorð- in. Eldmóður var mikill, pólitísk rót- tækni og sjálfstraustið meira en áður. Leiðtogar stúdenta í stórborgum fengu tugir þúsunda í lið með sér og farið var í mótmælagöngur gegn sið- um, venjum og valdhöfum. Aðstoð fullorðinna var talin óþörf. „Við getum þetta sjálf,“ sagði unga fólkið. Hippa- áhrif frá Amerfku blönduðust síðan saman við alla róttæknina. 1968 var líka árið sem hetjur létust. Martin Lúter King lét lífíð í baráttu fyrir réttindum svartra og Robert Kennedy, þingmaður og forsetaefni Bandaríkjamanna, var myrtur. í ágúst var innrás Rússa gerð í Tékkóslóvakiu. Ungt fólk fór í mót- mælagöngur gegn bandarísku auð- valdi og stríðinu í Víetnam og það var undir áhrifum frá miklum hugsuðum Marx, Freud og franska heimspek- ingnum Jean-Paul Sartre: „Maðurinn er dæmdur til að vera frjáls.“ Og meira frelsi fékkst því konur slepptu brjóstahöldum og stuttu pilsin urðu tiL Klæðnaður varð allur miklu frjáls- legri, eiturlyfjaneysla jókst og hárið var látið vaxa óáreitt. Bítlatónlistin var í algleymingi og getnaðar- varnapillan kom til sögunnar. Jakkafataklædd heimsmynd „Fjölmiðlar eru merkilegar skepn- ur,“ segir Pétur Gunnarsson rithöf- undur þegar ég bið hann um að rifja upp þennan liðna tíma. „Ekki nóg með að þeir Ijúgi upp á okkur sögum, í þokkabót koma þeir til okkar löngu síðar og ætlast til að við göngumst við skáldskápnum! Ef blöðum er flett frá þessum árum sést að myndefnið er nær eingöngu karlmenn í svörtum jakkafötum, hvítum skyrtum með dökk bindi. Kvenfólk kemur þar lítið við sögu nema dulbúið sem kvik- mjmdastjörnur. Unglingar alls ekki. Kannski að það hafí verið þessi jakka- fataklædda heimsmynd sem var tekin að standa heiminum á beini. Að þeir sem ekki voru á myndinni hafí tekið að hrópa vígorðið fræga: „Men han harjo ikke noget pá!““ Þekkt eru mótmæli franskra stúd- enta í maí 1968 sem tengdust aðallega menntastefnu ríkisstjómarinnar en átökin á götum borgarinnar urðu hins vegar hvað hörðust þegar spjótunum var beint að hvers konar valdboðum og ofbeldi, brynvörð lögreglan barði á stúdentum og hneppti í varðhald. Vorið 1968 varð Pétur stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hélt um haustið til Parísar í háskólanám. Pétur segir sjónvarpsfréttir hafa ver- ið áhrifamiklar þessi misserin þar sem krakkar veltu bflum á götum evr- ópskra borga og kveiktu jafnvel í brakinu. „Þá eins og nú var bíllinn heilög kýr á íslandi. Og samt voru krakkamir ekki að mótmæla bílum sem slíkum heldur eiturhemaði Bandaríkjamanna í fjarlægri heims- álfu þar sem heilu sveitimar gengu upp í eldi og við sáum böm, konur og gamalmenni streyma afskræmd eftir vegunum. Snyrtilegir hvítir menn í jakkafötum með bindi stóðu að hryll- ingnum og kölluðu hann ýmist „að- gerðir“ eða urbanisation" (borgar- skipulag)." Krafist hærri námslána Áhrifanna gætti síðar hér á landi en annars staðar en síðhærðir íslenskir lubbar um tvítugt tóku íslenska sendi- ráðið í Stokkhólmi árið 1970, kröfðust hærri námslána og hvöttu til sósíal- DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF 3a J- Matthfi sautján ára n\' wmi .. ■ f ' . ' . ■Hl ■ Á 1 r 1 LEIT AÐ NÝJUM LÍFSHÁTTUM Fnður ást og hamingja Róttækni ekki í móð ÞAÐ ER ekki í tísku í dag að vera rdttækur og reiður,“ segir Sigríður Nanna Heimisdóttir, 22 ára nemi í Kennaraháskóla fslands. Hún rifjar upp sögur af pabba smurn sem var í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hreiðraði um sig á gangi mennta- málaráðuneytisins ásamt fleirum til stuðnings aðgerðum íslenskra stúd- enta við sendiráðið í Stokkhólmi. „Á þessum tíma virtust allir svo meðvit- aðir um stjórnmál og voru mikið að spá í hlutina. Ef það var ósátt þá mótmælti það. Ég hef hins vegar aldei mótmælt neinu, það tfðkast bara ekki í dag. Líklega er eitthvert máttleysi rílqandi.“ Hippaboðskapurinn er líka fal- legur að mati Sigríðar Nönnu. „Mjög spennandi tímabil, segir hún dreymin á svip. Lífrænt ræktað grænmeti og mikinn einfaldleika í öllum hlutum segir hún vera meðal þess sem ennþá lifir en varð til hjá 68 kynslóðinni. „Ég hefði sjálfsagt verið í essinu mínu ef ég hefði verið tvítug þá og örugglega algjört blómabarn.“ Sigríður Nanna Heimisdóttir er mjög hrifin af hippatímabilinu. Bjó í kommúnu í Kaupmannahöfn Ekki fyrir sitt litla líf færi Sig- ríður Nanna þó í útvíðar gallabux- ur en mikið finnst henni það flott á myndum. „Fjölskyldunni finnst ég reyndar ósmekkleg því mér finnst gaman að blanda saman gömlum Fótum og síðan gellufdtum." f fyrra, árið eftir stúdentspróf, bjó Sigríður Nanna í hálfgerðri kommúnu í Kaupmannahöfn með sjö stelpum. „Við höfðum enda- laust fólk inni á gafli hjá okkur og þannig fékk ég smjörþefinn af stemmningu hippanna. Það var gaman að kynnast því en þreyt- andi held ég til lengdar að hafa ekkert einkalíf.“ Sigríður Nanna byrjaði í Kennó í fyrra og segist því vera með skólamál á heilanum, hún hefur einnig skoðanir á stjdm- málum en er ekki farin að berjast fyrir neinu ennþá. „Lífið gengur aðallega út á að láta sér líða vel, borga visaskuldir og hugsa um næstu ferð til útlanda." ■' Ífi Ríii.jR Morgunblaðið/Arni Sæberg Kvennabaráttan góð MÓTMÆLI fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík árið 1971. ískrar byltingar. Hérlendis bjó ungt fólk í kommúnum, einn hippi var í Versló en flestir í MH! „Á íslandi hvarf síldin af íslands- miðum,“ segir Pétur þegar hann hugsar til baka. „Krónan féll um 30%. Fjölskyldufólk tók að streyma úr landi í atvinnuleit til Ástralíu. Halldór Laxnes rauf sjö ára skáld- sögubindindi með Kristnihaldi undir Jökli. Hvíta albúm Bítlanna fyllti hlustimar. Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Þessa dagana var ég mikið að hugsa um hvernig sambandi mínu og stúlkunnar myndi reiða af, hún í Bandaríkjunum og ég í Frakk- landi...“ Hvaða áhrif telur þú að 68-hreyf- ingin hafí haft á þig? „Einstaklingar og saga fléttast óhjákvæmilega saman og enginn er óhultur fyrir andrúms- lofti tímans sem smýgur inn í hvert skot, jafnvel mjólkurfernan inni í ís- skáp hefur sína dagsetningu. Fyrir mig persónulega eyðilagði 68-hreyf- ingin nýfengin klæðskerasaumuð jakkaföt. En ég tók því ekki persónu- lega. Og bót í máli að þau eru aftur komin í móð núna.“ Langaði brennandi út f hinn stóra heim Magnea J. Matthíasdóttir rithöf- undur var ein af þeim sem upplifði stemmningu þessa tíma. „Ætli þessi svokallaða 68-kynslóð hafí ekki bara verið ein af þeim sjaldgæfu kynslóð- um sem trúðu á mátt sinn og megin og getuna til að skapa betri heim,“ segir Magnea sem fínnst svolítið fár- anlegt að eiga að tjá sig um 68-kyn- slóðina, þar sem hún veit ekki einu sinni hvort hún teljist til hennar. „Ég var svoddan krakki, ekki nema 15 ára menntskælingur þetta fræga ár. En ef viljinn er tekinn fyrir verkið vorum við auðvitað meira og minna kolvit- laus öllsömul, og langaði alveg brenn- andi útí hinn stóra heim þar sem hlut- irnir gerðust. Enda fórum við kunn- ingjahópurinn meira og minna þangað um leið og við komumst af klakanum.“ Benny the Great Magnea segir það hafa markað tímamót i lífi sínu að kynnast Benny the Great, Benóný Ægissyni. Loks- ins hitti hún einhvern sem var nógu víraður. „Líklega var það sumarið 69 og við höfðum ekki tiltakanlega mik- ið að gera, vorum uppfull af orku og atvinnuleysi og ákváðum því að halda uppákomu eða „happening" í Tjarn- arbíó. Þetta vakti talsverða athygli í bæjarlífinu, skrifað var meðal annars í Vísi að ein úr hópnum kveikti í hár- inu á sér á blaðamannafundi sem við héldum til að kynna fyrirbærið. Bæj- arbúar voru líka upp til hópa hneykslaðir en við fengum góða að- sókn, seldum inn til að hafa fyrir kostnaði, og Benni var langskipu- lagðastur af hópnum, hafði „concept“ og þau fleiri en eitt. Við hin vorum bara svona að rugla, nema einhverjir voru að athafna sig á sviðinu - og var það auðvitað frjálst - með rauða málningu og hauskúpu úr hrossi. Eiginlega mætti segja að „happen- ingið“ hafi verið samtíningur þeirra sem hofðu einhverjar hugmyndir um hvað ætti að gera og reyndu að fram- kvæma þær í litríku „tuskuteppi". Þegar við nenntum ekki lengur að hlaupa um og láta eins og fífl og áhorfendur voru orðnir gargandi fúl- ir út í okkur - af því að þeir voru fyrst og fremst komnir á leiksýningu, orðið gjörningur var ekki komið inní málið - þá rákum við alla út. - Seinna hélt Benni aðra uppákomu til að fjar- magna utanlandsferð og flótta út í heim.“ Magnea telur að þetta með flóttann sé ekki svo fjarri lagi. Flestir vissu hvað var að gerast úti í heimi, stúd- entamótmæli og -uppreisnir, blöðin uppfull af hneykslun á hársídd og músík og fíkniefnaneyslu, og frjálsum ástum og spillingu og hverju einu. ,Auðvitað langaði okkur í þetta allt saman! Og mörg okkar létu það eftir sér í einhverri eða mörgum myndum, menn tóku sendiráð úti í heimi og mótmæltu bláir í framan hemum og Nató og yfirleitt öllu sem þeim mislík- aði. Það er éiginlega þetta sem mér fínnst svo skemmtilegt við áratuginn - ekki bara sú pólitíska meðvitund sem tíðkaðist heldur trúin á að maður gæti breytt heiminum og fullvissan um að hafa á réttu að standa. Alltaf verður Magnea svolítið fúl þegar fólk segir að 68-hreyfingin hafí leyst upp í eiturlyfjaneyslu og rugli. Að hennar mati fékk hún framgengt svo mörgu sem áður var ekki viður- Ljómynd/Ari Kárason. Þjóðminjasafn íslands. kennt en er nú lenska. „Endurvinnsla og umhverfisvernd eru ágætis dæmi og mikið til sprottnar uppúr 68-jarð- veginum svo og allskonar græningja- samtök. Kvennahreyfingin er líka skýlaust 68-fyrirbæri, það fór auðvit- að að fara í taugarnar á róttæku kvenfólki að gegna helst því hlutverki að hita kaffíð, þegar „meistarar al- heimsins", bræður þeirra í rótttækn- inni voru að ræða málin. Hommar og lesbíur þurftu allt í einu ekki að fara í felur, a.m.k. ekki jafnmikið og áður. Og svo held ég satt að segja að tölvumál væru ekki komin alveg svona langt ef fólk af þessari marg- nefndu kjmslóð hefði ekki dregið öll viðtekin sannindi í efa. Hvernig var þetta til dæmis með kappana fra Apple? Gamlir hippar, og ef þeir hefðu vitað að það sem þeir gerðu væri ógerlegt, þá ættum við ekki einkatölvurnar sem gera okkur lífið bæði súrara og sætara. Og svoleiðis er þetta auðvitað allt: Ef það hefði ekki verið nein 68-kynslóð og engir hippar, þá hefði lífið eflaust verið miklu súrara - og kannski sætara líka, en örugglega ekki jafn litríkt.“ í SÖGUBÓKUM eru árin í kringum 1968 tími umbrota og ungt fólk hafði skoðanir en ég held að árang- ur þeirra í stjórnmálum hafi ekki verið meiri en hjá okkur unga fólk- inu í dag. Mótmæli þeirra voru ein- ungis sjmilegri," segir Erna Kaaber, 24 ára nemi í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands. Helsti ávinningur 68-baráttunnar er á sviði kveimabaráttu að mati Ernu. „Hugarfar ungra manna í dag er breytt og það tel ég vera mæðr- um þeirra fyrst og fremst að þakka sem einmitt tillieyra 68-kynslóðinni. Synir þeirra vilja jaftiréttí.“ Emu finnst reyndar nauðsynlegt að breyta um áherslur í kvennabarátt- unni en hún er einn af stofnendum nýs jafnréttísfélags, Kynjavera. „Rauðsokkurnar komu með nýjar aðferðir og hugarfarsbreyting áttí sér stað en nú er komhm tími tíl að fara aðrar leiðir. Við hjá Kyiijaver- um viljum strákana með í baráttuna, öðmvísi hefst þetta aldrei.“ Mótmælin mest spennandi Ernu hefur aldrei þótt sú hug- mynd aðlaðandi að sitja með hippa- band í hárinu, reykja pípu og syngja „Make Love not War“. „Það höfðar ekki til mín, ekki einu sinni tískuáhrifin í dag sem skírskota til þessa tíma og ég hlusta mjög litið á tónlist frá þessum árum.“ Skemmti- legasta tískubylgjan finnst henni þessi gamla frá 1920 sem er að koma aftur í kjölfar Titanic kvik- myndarinnar. „Það er ekki þessi einfalda Pamela Anderson-lína heldur meiri rómantík.“ Mest spennandi við tímabilið fimist Erau öll mótmælin og lætin, að ungt fólk hafi barið í borðið og verið sýnilegt. „Líklega hefur verið mjög gaman að vera ungur á þess- um ámm, ekki síst að upplifa stjómmálaátökin sem áttu sér stað örlítið seinna þegar Vilmundur Gylfason var menntamalaráðherra. Þá hefur verið fjör. Kvennadaginn 24. október 1975 hefði einnig verið gaman að upplifa. „Foreldrar okkar vom ungir á þessum árum og þeir sjá þetta túnabil í mjög rómantískum anda, nákvæmlega eins og ég á eftir að sjá mína æsku eftir þrjátíu ár. En það sem einkennir kynslóð mína er að hún bíður eftir að fá allt hagkvæmt og í þægilegum umbúð- um. Líklega er það merki velmeg- unarsamfélagsins." Ema Kaaber segir foreldra sjá tímabilið í rómantísk- um anda. Morgunblaðið/Ásdís Haukur Sigurjónsson segist tilheyra kjmslóð net- fíkla. Morgunblaðið/Golli Tæknin skiptir öllu „í DAG eru breyttir tímar, tæknin er orðin svo mikil og hún skiptir ungt fólk öllu máli,“ seg- ir Haukur Sigurjónsson, tvítug- ur, ritari nemendaráðs Kvenna- skólins í Reykjavík. Haukur hefði ekki viljað vera ungur árið 1968, það sé hreinlega ómögu- legt að lifa án tækninnar. „Tölv- ur og fjarskiptatæknin eru aðal- atriðið. Kynslóðin sem ég til- heyri er netfíklar þótt gildi eins og friður, ást og hamingja séu náttúrlega alltaf við lýði. Ég hugsa þó ekki um slíka hluti á hverjum degi.“ Róttæknina vantar hjá æskunni í dag að mati Hauks. „Félag framhaldsskólanema hefur oft- sinnis skipulagt mótmælaaðgerð- ir, til að mynda gegn skólayfir- völdum, boðað hefur verið fjöldaskróp en ef fólk skrópar á annað borð fer það bara heim til sín í stað þess að mæta á fundi. Slíkt áhugaleysi skil ég ekki.“ Ilaukur segir eiturlyfjanotkun vera eitt af því slæma sem til- heyrði 68-kynslóðinni. Fíkniefni séu nú aðallega not.uð í yngri bekkjum framhaldsskóla en lítið í þeim eldri. „Hvað hefur 68-hreyfingin skil- ið eftir sig? Mikið af góðri tónlist, Bítlarnir, Rolling Stones, Led Zeppelin og Pink Floyd,“ segir Haukur sem hlustar mikið á tón- ^ listina sem þá varð til. Nú og svo lauk stríðinu í Ví- etnam, svo mótmælaðagerðir unga fólksins þá hljóta að hafa borið einhvern árangur." „Tískan í dag er engan veg- inn,“ útskýrir Haukur, „það er engin ein lína í gangi, sjálfur er ég bara tiltölulega venjulegur en maður þarf að fylgjast vel með, því bylgjumar em margar.“ Morgunblaðið/Kristinn Birgir Örn Thoroddsen segir unglinga- menninguna fyrst hafa orðið kröftuga hérlendis fyrir 30 árum. * „Þoli ekki hippa“ UNGLINGAMENNING varð fyrst kröftug hér á landi í kringum 68- kynslóðina að mati Birgis Amar Thoroddsen sem er 22 ára tónlistarmaður og nemi í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands en alls enginn hippi. „68-kynslóðimii eigum við því heilmikið að þakka. Þá fyrst fór ungt fólk að láta skoðanir sínar í ljósi og var óhrætt við að láta í sér heyra, „ segir Birgir Öm sem alltaf er kallaður Bibbi. Hugmyndafræði hippanna eða „mussuliðsins“ höfðar hins vegar engan veginn til Bibba, reyndar segist hann alls ekki þola hippa. „Skoðanir þeirra em fremur óraunhæfar og yfirdrifnar, fólk í dag er meira niðri á jörðinni og ábyrgðartilfinningin meiri. Við geram okkur grein fyrir að ekki er endalaust hægt að baka maltbrauð ofan í börnin og búa í kommúnum. Auk þess er ungt fólk í dag meira meðvitað um skaðsemi eiturlyfja." Langmest fer þó í taugamar á Bibba þegar jafnaldrar hans eru að þykjast vera hippar. „í hverjum menntaskóla er svona einn til tveir sem halda að þeir verði frjálsir með því að reykja hass allan daginn. Þeir gera sér ekki grein fyrir að þetta tímabil er löngu liðið. Frekar ætti að skoða hvað er að gerast núna. Auðvitað er samt ennþá heilmikið sem lifir en mjög margt hefur breyst. Að vera hippi í dag er ^ jafnhalllærislegt og að reyna að vera geðveikur pönkari. Hreinlega úrelt.“ Menntun skiptir meginmáli Erfitt er að segja tíl um hvað er að gerast hjá ungu fólki í dag en margt er á seiði, meðal amiars hip- hop „kúlturinn", að sögn Bibba sem er í tónlistarskóla Kópavogs að læra tölvutónlist og svo spilar haim með hljómsveitum, sú frægasta er einsmannshljómsveitín Curver en einnig spilar hann brimbrettatónlist með félögum sínum í Brim. Bibbi segist vera mjög ** ópólitískur en kröftunum eyðir hann í tónlist, og segir áhrifa frá 68- kjmslóðinni gæta eim. „Annars skiptir menntun ungt fólk í dag meginmáli, eins og reyndar einnig var raunin fyrir þijátíu árum. Það vantar meiri peninga til menntunar og hækkun skólagjalda er af hinu slæma auk þess sem skólaaðstaða f hér er ekki nógu góð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.