Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 B 3
finna menn til þreytu, en eftir
stutta hvíld koma jákvæðu áhrifin
í ljós. Eftir því sem áreynslan
verður meiri, eins og til dæmis í
lengri gönguferðum, skokki, hjól-
reiðum og leikfimi, verður auð-
veldara að komast á það stig
vellíðunar sem afreksmenn í
íþróttum sækjast eftir, það er að
segja, vera afslappaður en þrek-
mikill.
Næstbesta aðferðin er sú að
hlusta á tónlist og vera í góðum fé-
lagsskap. Ágætt reynist einnig að
draga sig í hlé þegar skapið þyng-
ist og stunda hugleiðslu. Þá er ekki
átt við að menn loki að sér til að
velta sér upp úr eymd sinni.
Sú aðferð að neyta vímugjafa
eða borða súkkulaði er ekki árang-
ursrík. Streitan eykst og skapið
versnar.
Þegar menn eru komnir á það
stig að vera bæði spenntir og
þreyttir, og hafa ef til vill verið um
tíma, er stutt í þunglyndið. Þá dug-
ir lítið að þvinga sig til að hugsa já-
kvætt eins og margir reyna þó að
gera, heldur er miklu árangursrík-
ara að mati sérfræðinganna að
stunda líkamsrækt, heit böð, sofa,
og borða góðan mat.
Konur og þunglyndi
Susan Nolen-Hoeksema, sál-
fræðingur við Stanford-háskóla,
sem einnig hefur rannsakað skap-
ferli manna, hefur komist að
þeirri niðurstöðu að konur velji
gjarnan óvirkar aðferðir þegar
þær ætla að verjast vonda skap-
inu. Það er að segja, þær horfa á
sjónvarp, borða, gera innkaup eða
hvíla sig og sofa. En þar sem
þessar aðgerðarlitlu aðferðir gefa
þeim oftar en ekki tækifæri til
heilabrota og neikvæðs þanka-
gangs hættir þeim miklu oftar til
þunglyndis en körlum. Karlar aft-
ur á móti velja sér oftar virkar að-
ferðir eins og líkamsrækt, nudd,
tímastjórnun, eða þeir hreinlega
„detta í það“.
Konur grípa líka oftar en karlar
til þess ráðs að borða þegar þær
vilja bæta líðan sína. í tilraun sem
læknarnir Neil Grunberg og Ric-
hard Straub gerðu, voru þátttak-
endum af báðum kynjum sýndar
kvikmyndir sem voru ýmist lang-
dregnar og leiðinlegar eða svo
spennandi og æsandi að þær vöktu
upp streitu. Skál full af sælgæti og
öðru snakki var sett fyrir framan
þátttakendur meðan á sýningu
stóð. Konurnar borðuðu helmingi
meira meðan myndin sem vakti
streitu var sýnd, en karlarnir aftur
á móti sjaldan þegar sú mynd var
sýnd.
Nolen-Hoeksema telur að rekja
megi þennan mun sem er á hegð-
unarmunstri karla og kvenna til
uppeldis og innrætingar. Konur
hafa í tímans rás lært að berjast
við depurðina með óvirkum aðferð-
um, sem eru ekki aðeins árangurs-
lausar, heldur líka oft skaðlegar.
Tíðir megrunarkúrar hafa til að
mynda slæm áhrif á skapið. Óraun-
hæfar kröfur um grannan og
spengilegan vöxt gera það að verk-
um að konur nærast oft óreglulega,
svelta heilu hungri þegar mest
gengur á, og raska þar með líkams-
starfsemi sinni. Hungrið vekur
spennu, hugsanir snúast um mat
og megrun, og hvert litið hliðar-
spor í þeim efnum orsakar nagandi
samviskubit, sem síðan dregur úr
sjálfstrausti. Undir slíkum kring-
umstæðum getur verið erfitt að
stjóma skapi sínu.
Að ofangreindu má sjá að gamla
máltækið „Hver á sína lund að
laga“, er enn í fullu gildi. Það eru
ekki alltaf aðrir sem koma okkur í
vont skap, og kannski líka óraun-
hæft að kenna meðfæddu mislyndi
úr móðurætt um geðvonskuna.
Gott skap virðist vera mikið undir
okkur sjálfum komið. Ef menn
hreyfa sig reglulega, nærast rétt,
sofa og skipuleggja verk sín, geta
þeir sennilega stjórnað skapi sínu
og þá ættu árekstrar eða utanað-
komandi áhrif síður að koma þeim
úr jafnvægi.
Upp með
góða
skapið
VÍSINDAMENN sem hafa rann-
sakað skapferli manna ráðleggja
mönnum eftirfarandi vilji þeir
lialda sem lengst í góða skapið:
★ Taka frá tvær stundir á
degi hverjum til líkamsræktar
(ganga, íþróttir), og til tóm-
stundaiðkunar (tónlist, lestur,
áhugamál, samræður). Tuttugu
mínútna ganga á dag getur gert
gæfumuninn. Við líkamlega
áreynslu eykst framleiðsla
hormónsins „endorphin“, sem
léttir lundina. Tónlist er einnig
talin auka framleiðslu þess
hormóns, auk þess sem hún
dregur úr magasýrum.
★ Sofa minnst sjö til átta tima
á sólarhring. Of mikið sjón-
varpsgláp og áfengi trufla
svefninn.
★ Borða þijár máltiðir á dag
og forðast að borða súkkulaði
og sætindi milli mála. Kaffi-
drykkju ber að minnka ef hún er
meiri en sem svarar þremur
bollum á dag. Fiturík fæða og
bætiefnasnauð virðist stuðla að
þunglyndi og öðrum sálrænum
kviUum. Charles Glueck yfir-
maður stofnunar í Cincinnati í
Bandaríkjunum sem rannsakar
áhrif fæðu á kólesteról í blóði,
skýrir svo frá að þunglyndis-
sjúklingar hafi sýnt greinileg
batamerki eftir að hafa nærst á
fítusnauðri fæðu í sex vikur.
(Fitan var 15% af hitaeininga-
fjölda.) Fitan sest ekki aðeins í
æðaveggi, heldur hindrar hún
einnig eðlilegt súrefnisflæði til
heilans. Líkaminn þarf þó á fitu
að halda, t.d. til hormónamynd-
unar, og er því mælt með sól-
blómaolíu, sojaolíu og fiskfitu.
Próteinrík fæða, egg, kjöt og
margar grænmetistegundir, er
talin mynda efnið „serotonin"
sem hefur góð áhrif á svefn og
dregur úr kvíða, og kolvetnarík-
ar fæðutegundir eins og kartöfl-
ur, pasta, hrísgijón og brauð
hafa róandi áhrif, það er að
segja, séu þær ekki borðaðar um
leið og fita og próteinrík fæða.
★ Iðka slökun, jóga eða hug-
leiðslu í 15-20 mínútur á dag,
annað hvort fyrir kvöldmat eða
háttatíma.
★ Skipuleggja vinnudaginn
þannig að erfiðu verkefnin eru
leyst þegar viðkomandi er best
upplagður.
DAGLEGT LÍF
Lifrarbólga
berst með hn
NEMANDI við bandarískan
grunnskóla smitaði kennara sinn
af lifrarbólgu af B-stofni með
hnerra segir í grein í The Journal
of the American Medical Associ-
ation. Kennarinn var vanfær á
sama tíma og smitaðist fóstrið því
jafnframt af sjúkdóminum. Sér-
fræðingar telja sennilegt að nem-
andinn hafi hnerrað á hendur kennarans þar sem hörundið
var sprungið og þurrt og að þannig hafi veiran flust milli
manna. Hún veldur varanlegri lifrarbólgu og getur leitt til
langvarandi veikinda, vefjaskemmda, skorpulifur og loks til
dauða. Mun þetta vera fyrsta tilvikið sem vitað er til þar
sem smit berst milli einstaklinga með munnvatni, að því er
fram kemur í tímaritinu.
„Smithætta á stofnunum á borð við skóla og dagvistar-
stofnanir er hverfandi og þetta einstaka tilvik breytir því
ekki að smitaðir einstaklingar geti sótt skóla,“ segir dr.
Jody W. Zylke, einn ritstjóra tímaritsins. Heilbrigðisstéttir
og aðrir sem komast í snertingu við blóðsýni eru að jafnaði
bólusettir gegn lifrarbólgu og telja höfundar greinarinnar
að bólusetning sé ástæðulaus fyrir starfsmenn skóla- og
dagvistarstofnana, þrátt fyrir þetta einstaka tilvik.
Klórbs
krabba-
meinsvaldur
Langvarandi neysla kranavatns með klór getur tvöfald-
að líkur á krabbameini í gallblöðru og endaþarmi hjá
tilteknum einstaklingum, samkvæmt tveimur nýjum
rannsóknum. Niðurstöður þeirra eru birtar í tímaritinu
Epidemiology en forsvarsmenn eru vísindamenn frá
Bandarísku krabbameins-
stofnuninni. Til athugunar
var langvarandi vatns-
neyslumynstur, mataræði
og lífsmáti rúmlega 2.200
íbúa Iowa-ríkis með gall-
blöðru-, ristil- og enda-
þarmskrabba og voru nið-
urstöður þeirrar athugun-
ar bornar saman við
gagnabanka með upplýs-
ingum um 2.000 heilbrigða
einstáklinga.
Rannsóknirnar gefa til
kynna að klórinn hvarfist
við náttúruleg efni í vatn-
inu og að efnasamböndin
sem af því leiði geti mörg
leitt til frumubreytinga
og/eða krabbameins. í
þeirri fyrri kom í ljós að
reykingamenn sem
drukku klórblandað
kranavatn í rúm 40 ár
ættu tvöfalt frekar á
hættu að fá krabbamein í
blöðru miðað við reykinga-
menn sem ekki drukku
slíkt vatn. Reykingakon-
um sem drekka klórkrana-
Morgunbiaðið/Þorkeii vatn virtist hins vegar
ekki jafn hætt við krabba-
meini í gallblöðru í kjölfarið. Matar- og heilsuræktar-
venjur geta hins vegar breytt þeirri niðurstöðu þvi í
Ijós kom að þeir sem að öllu jöfnu hefðu átt að eiga
krabbamein frekar á hættu vegna reykinga- og klór-
vatnsdrykkju voru í minni hættu ef þeir neyttu trefja.
Heilsa
Toppurinn
í eldunartækjum
Blomberq
Blomberg Excelleent
fyrir þá, sem vilja
aðeins það besta!
OFNAR:
HELLUBORÐ:
Einar Farestveít & Co. hf.
Borgartúni 28-Sími 562 2901 og 562 2900
15 gerðir í hvitu, svöntu,
stáli eða spegiláfenð, fjölkenfa
eða Al-kerfa með Pyrolyse
eða Katalyse hreinsikenfum.
16 gerðir með „Hispeed" hellum
eða hinum byltingarkenndu,
nýju Spansuðuhellum, sem
nota segulorku til eldunar.
Mý frábær hönnun á ótrúlega góðu verði
EMomberq
hefur néttu lausnina fyrir þig