Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 C 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR/URSLITAKEPPNIN BLAK KR-ingar áfram á sigurbraut Morgunblaðið/Kristinn KR-INGURINK Nökkvi Már Jónsson lék mjög vel í gær og hér nær hann frákasti en til varnar er Hinrik Gunnarsson frá Sauðárkróki. Leikur KR og Tindastóls lofar góðu fyrir úrslitakeppnina í körfuknattleik. KR-ingar sigruðu í ■■■■■■I fyrri eða fyrsta leik Skúli Unnar liðanna 69:57 og þó Sveinsson sv0 lítið hafi verið skorað var leikurinn hraður og skemmti- legur og ágætis tilþrif sáust í sókn- inni auk þess sem vamir voru sterkar, sérstaklega þó vörn KR- inga. Leikurinn byrjaði með miklum látum, bæði lið léku á fullu og dóm- aramir leyfðu frekar mikið og dæmdu fyrstu villuna ekki fyrr en leikurinn hafði staðið í rétt tæpar sjö mínútur. Það var strax ljóst að Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1998 Fyrsti leikur liðannaí 8 liðaúrslitum, leikinn á Seltjamame$H9. mars 1998 KR TINDASTÓLL 69 Skoruð stig 57 25/35 Vítahittni 12/19 3/15 3ja stiga skot 3/12 17/49 2ja stiga skot 17/48 20 * í Varnarfráköst 22 9 Sóknarfráköst 8 31I Bolta nað 19 20 Bolta tapað 17 16 Stoðsendingar 10 20 Villur 28 ekki yrði skorað mikið því bæði lið hittu illa. Heimamenn byrjuðu bet- ur en gestimir komust yfir um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að halda því þannig að KR var yfir er gengið var til búningsherbergja í leikhléi, 39:33. Eftir hvíldina komu Sauðkræk- ingar vel stemmdir til leiks en vesturbæingar eitthvað pirraðir og þeir létu allt fara í taugamar á sér, og þá sérstaklega dómarana. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og þegar leikið hafði verið í tæpar átta mínútur hafði KR aðeins tekist að gera fjögur stig. Á móti kom að KR lék fína vöm á þessum kafla þannig að Tindastólsmenn náðu ekki að stinga af, en þeir gerðu þó 11 stig og komust 44:43. Eftir að KR-ingar náðu áttum á ný í sókninni, aðallega fyrir tilstilli Nökkva Más Jónssonar og Baldurs Ólafssonar, var leikurinn í járnum en þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og KR hafði aðeins gert átta stig í rúmar tíu mínútur, fannst Jóni Sigurðssyni þjálfara liðsins tími kominn til að taka leik- hlé. KR breytti yfir í svæðisvöm, sem þeir gerðu einnig um tíma í fyrri hálfleik með góðum árangri, og þá fór að ganga betur. Sauð- krækingar gerðu aðeins sjö stig það sem eftir var leiks og KR er 1- 0 yfír í viðureign liðanna. „Ég er mjög ánægður með að sigra. í úrslitakeppninni er alltaf dálítið taugastríð og ekki síst í fyrsta leik, en þetta lofar góðu. Við náðum okkur ekki á strik í sókn- inni, vomm ekki nógu djarfir þar, en vömin var góð og hélt okkur gangandi," sagði Jón Sigurðsson þjálfari KR eftir sigurinn. Hjá KR var Nökkvi Már Jóns- son bestur, barðist vel allan tím- ann, hitti þokkalega og tók mikið af fráköstum. Hinn hávaxni Baldur Úrslitin standa DÓMSTÓLL Körfuknatt- leikssambandsins úrskurðaði í gær að úrslit úr leik KFI og Hauka skyldu standa. Haukar töpuðu með einu stigi, 87:86, en töldu að gleymst hefði að telja eitt stig og því hefði átt að vera jafntefii og því rétt að fram- lengja. Á þetta féllst dómur- inn ekki. Ólafsson átti einnig góðan leik og verður ömggari og betri með hverjum leiknum. Annars var liðs- heild KR góð og það hafði mikið að segja. Margir biðu nokkuð spenntir eftir að sjá Nate Taylor, nýja Bandaríkjamanninn hjá Tinda- stóli. Þar er greinilega á ferðinni nokkuð sterkur leikmaður og þó hann hafi ekki hitt sérlega vel í sínum fyrsta leik, frekar en aðrir leikmenn, lék hann vel í vörninni og tók 14 fráköst í leiknum. Hinrik Gunnarsson átti ágætan dag og Jose Maria Narang lék vel í fyrri hálfleik. Sverrir Þór Sverrisson stjórnaði leik Tindastóls vel fyrir hlé en í síðari hálfleik var eins og hann þyrði ekki að taka af skarið eins og hann gerði stundum fyrir hlé, sérstaklega hefði maður viljað sjá hann reyna meira gegn svæðis- vörninni. Stjarnan í úrslit eftir langa baráttu Stjaman úr Garðabæ skellti gestum sínum frá Neskaupstað í þremur hrinum gegn einni í gær- kvöldi en leikurinn tók 104 mínút- ur. Hrinumar enduðu 15:13, 15:6, 13:15 og 15:12. Þetta var síðari leikur liðanna í undanúrslitunum og Stjarnan er þar með komin í úr- slit þar sem liðið mætir Þrótti úr Reykjavík sem lagði IS í hinum undanúrslitaleiknum. Leikm- liðanna var gríðarlega jafn og fyrsta hrinan tók heilar 33. mínútur. Móttakan gestanna brást illilega í annarri hrinunni og var hún hvorki fugl né fiskur og leik- menn Stjömunnar höfðu þá all- nokkra yfirburði. Framhaldið varð hins vegar jafnt og í þriðju hrin- unni var jafnt á flestum tölum al- veg þar til í lokin að Stjaman náði að höggva á hnútinn. í fjórðu hrin- unni náði lið Þróttar góðu forskoti, 9:5 en leikmenn Stjörnunnar börð- ust af miklum krafti og sigruðu. Það var greinilegt að leikmenn Þróttar höfðu þá dagskipun að setja allar uppgjafirnar á Emil Gunnarsson en hann skilaði nánast öllu og sló ekki feilpúst í leiknum, en hann, Hallgrímur Þór Sigurðs- son uppspilari og Vignir Hlöðvers- son vora bestu menn liðsins. Ljóst er að Reykjavíkur-Þróttur fær verðuga andstæðinga í úrshtunum en leikmenn Stjömunnar hafa ver- ið að bæta við sig. í liði gestanna bar mest á búl- görsku félögunum þeim Maryan Petrov og uppspilaranum Apostol Apostolev, en það vakti athygli að liðið mætti einungis með 6 leik- menn til leiks svo lítið mátti út af bregða. Erfitt hjá Gríndavík Fyrirfram var búist við auðveld- um leik hjá heimamönnum í Grindavík þegar Skagamenn komu í ■■■■■■ heimsókn en annað Garðar Páll varð upp á teningun- Vignisson um. Álltaf þegar qkrifar * heimamenn gerðu sig líklega til að stinga af bitu Skagamenn á jaxlinn og náðu heimamönnum. Miklar sveiflur voru í báðum hálfleikjum en heimamenn vora 45:39 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik var sami barningurinn en heimamenn sigraðu með 10 stiga mun, 75:65. Áður en leikurinn hófst var nýtt lukkudýr Grindvíkinga kynnt til leiks og heitir það að sjálfsögðu Grindjáni nr. 1. Þessi uppákoma kveikti vel í áhorfendum og leik- menn Grindavíkur voru að sama skapi mjög ákveðnir á fyrstu mínút- unum og eftir tvær mínútur var staðan orðin 8:2 heimamönnum í vil. Heimamenn reyndu að keyra upp hraðann og pressuðu lengstum lið Skagamanna en hefðu kannski mátt taka sér aðeins meiri tíma til að klára sóknimar. Þetta var leikur hinna sterku vama og hittni beggja liða auk þess mjög slök. Heimamenn reyndu til dæmis átján sinnum að skora utan þriggja stiga línunnar og hittu að- eins úr þremur skotum. Hjá gestun- um vora tilraunirnar sextán en sex þeirra rötuðu þó niður. Gestirnir náðu að jafna sig á fyrstu mínútunum og náðu forustu um miðjan fyrri hálfleik, 15:17. Þá komu 10 stig í röð hjá heimamönn- um og staðan skyndilega orðin 25:17. Skagamenn náðu svo að jafna og komast yfir og vora það þegar fjórar mínútur vora til loka fyrri hálfleiks, 30:34. Heimamenn sýndu styrk sinn og vora 45:39 yfir í leik- hléi. Heimamenn komu ákveðnir til Urslitakeppnin körfuknattleik 1998 Fyrsti leikur liðanna i 8 liða úrslitum, leikinn í Grindavík 19, mars 1998 GRINDAVÍK ÍA 24/57 2ja stiga skot 19/43 —— 26 13 20 16 Stoðsendingar 9 16 Villur 22 seinni hálfleiks og vora yfir nánast allan hálfleikinn en Skagamenn náðu að jafna þegar fimm mínútur voru eftir í stöðunni 62:62 og farið að fara um áhorfendur á bandi heimamanna. Þá tóku Grindvíking- ar leikhlé og náðu strax forskoti aft- ur og þegar tæplega þrjár mínútur vora til loka leiks var staðan orðin 70 stig heimamanna gegn 63 stigum gestanna. Heimamenn sigraðu eins og áður sagði með 10 stiga mun, 75:65. Bestir í liði heimamanna voru Konstantinos Tsartsaris og Walsh Jordan. Þá átti Helgi Rúnar Braga- son góðan leik og spilaði fína vörn gegn Damon Johnson sem var lang- bestur hjá gestunum. Aðspurður um leikinn sagði Benidikt Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur: „Við unnum þrátt fyr- ir að við spiluðum illa. Við spiluðum þó góða vörn og þeir skoruðu ekki nema 65 stig. Það er gott að fá þessa mótspyrnu því að það sannar fyrir leikmönnum og áhorfendum að þetta kemur ekki af sjálfum sér, þetta er nú einu sinni úrslitakeppn- in. Skagamenn eru með mjög gott lið, þeir reyna að drepa niður allan hraða en við keyrðum á þá, pressuðum þá og fengum nokkrar auðveldar körfur“. Um næsta leik sagði Benedikt: „Það verður hörku- leikur uppi á Skaga. Við verðum bara að spila eins, en finna þó betri skot.“ HANDKNATTLEIKUR / KONUR Fátl um vamir Fátt var um varnir þegar efsta og neðsta lið deildarinnar, Stjarnan og Fram, áttust við í fyrsta leik 8 ■■■■■i liða úrslitanna í Garða: Stefán bænum í gærkvöldi. I Stefánsson fyrri hálfleik vora sknfar skorað 32 mörk auk þess sem markverðir vörðu samtals 14 skot en eftir hlé skiptu deildameistarar Stjömunnar um gír og gerðu út leikinn með 32:18 sigri. Það skipti sköpum að Fram skoraði ekki mark fyrstu 17 mínútur síðari hálfleiks. Aeins 42 áhorfendur, þar með tal- in öll bömin í húsinu, töldu ástæðu til að mæta og þeim var ekki boðið upp skemmtilegan handknattleik þó að mörkin væra mörg. Hvoragt liðið virtist leggja mikið á sig. Framan af héldu Framstúlkur í við Garðbæ- inga en slökuðu aðeins á klónni og fengu þá á sig fjögur mörk á rúmri mínútu - Stjömustúlkur náðu sjö marka forystu, vora yfir í leikhléi 19:13. Stjörnustúlkum þótti nóg um að fá á sig þrettán mörk fyrir hlé og lokuðu vöminni í fyrstu 17 mínút- urnar í seinni hálfleik, þannig að það tók Fram sautján mínútur að koma boltanum í netið. Hafdís Guð- jónsdóttir, lykilleikmaður Fram, fékk högg á andlitið svo að fyrir sprakk og hún varð að fara út af - eftirleikurinn var því auðveldur fyr- ir Stjömuna. Ljana Sadzon markvörður og Herdís Sigurbergsdóttir vora best- ar Stjörnunnar en Margrét Theó- dórsdóttir var eins og klettur í vöminni. Jafnt á öllum tölum Grótta/KR tryggði sér sigur á Val í mjög jöfnum leik, 17:16. Jafnt var á öllum tölum leiksins, en ■■■■^B ekkert var skorað síð- Skúli Unnar ustu fimm mínútumar. Sveinsson Þegar þrjár mín. voru skrífar eftir varði Larissa Lu- ber, markvörður Vals, vítakast og þegar 50 sek. vora eftir fengu Valsstúlkur vítakast. Þóra B. Helgadóttir hafði ekki heppnina með sér, skaut í stöng. Heppnin var heldur ekki með Þóru þegar fjórar sek. vora eftir, er hún braust í gegn- um vöm Gróttu/KR og skoraði. Dómarar leiksins vora of fljótir á sér, vora búnir að flauta og dæma aukakast er knötturinn hafnaði í netinu. Valsstúlkur náðu ekki að nýta aukakastið. Það kæmi ekki á óvart að liðin verði að leika þrjá leiki til að fá úr því skorið hvort komist í undanúr- slit. Bestu leikmenn hjá Gróttu/KR var Þóra Hlíf Jónsdóttir, sem varði mjög vel í seinni hálfleik, Ágústa Edda Björnsdóttir og Helga Orms- dóttir. Brynja Steinsen, Larissa Lu- ber og Þóra B. Helgadóttir voru bestar hjá Gróttu/KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.