Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 C <7 BÖRN OG UNGLINGAR Vel heppnað tennismót UM SÍÐUSTU helgi var haldið í tennis- höllinni í Kópavogi ís- landsmót unglinga í tennis innanhúss. Keppt var í fimm aldursflokk- um, sem voru kynja- skiptir, og flokkarnir því tíu í heildina. íslands- mótið var nú haldið í þriðja skipti og virðist mikill uppgangur vera innan tennisíþróttarinn- ar hér á landi. Skipulag mótsins var með tals- vert öðru sniði en und- anfarin ár. Ákveðið var að gefa þeim keppend- um, sem féllu út í fyrstu umferðun- um, kost á að halda keppni áfram í sk. B-úrslitum. Þetta fyrirkomulag er mjög gott og til þess fallið að gera mótið skemmtilegt fyrir alla þátt- takendur. íris Staub, 18 ára stúlka úr tenn- isfélagi Kópavogs, varð íslandsmeistari í ald- ursflokki stúlka 17-18 ára. Hún stundar nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og til marks um áhuga hennar á tennis, stundar hún heimanámið jafnvel í af- mörkuðu rými í Tennis- höllinni í Kópavogi. Hún hafði nokkra yfir- burði í sínum flokki, en sagði samt: „Eg verð að spila virkilega vel til að vinna og ef ég slaka að- eins á eru hinar stelp- urnar fljótar að komast inn í leikinn." íris hefur keppt tals- vert á mótum erlendis og segir ís- lenska keppendur standa jafnöldr- um sínum nokkuð að baki: „Það eru of fáir sem æfa hér á landi, það er fyrst og fremst það sem stendur í vegi fyrir framþróun íþróttarinnar.“ íris Staub Morgunblaðið/Borgar Þ6r Einarsaon Glæsilegur hópur ÞÁTTTAKENDUR í íslandsmótinu í tennis innanhúss stilltu sér upp til myndatöku að lokinni keppni og voru allir kátir eftir tvo skemmtilega keppnisdaga. íslandsmótið í badminton í Stykkishólmi Fyrsti meistarí Hrunamanna TBR, Katrín Atladóttir, TBR, og Sara Jónsdóttir, TBR, sem sigr- uðu í einliða-, tvíliða- og tvenndar- leik. Jafet Ólafsson, formaður Bad- mintonsambands Islands, afhenti verðlaun og sleit mótinu. Hann var ánægður með aðstöðuna í Stykkishólmi og móttökur allar. Hann sagði það vera stefnu sam- bandsins að halda mót úti á lands- byggðinni og kynna íþróttina um leið. Iðkendum badminton fjölgar stöðugt, en mest úti á landi. Nú stunda um 6.000 manns badmint- on hér á landi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SIGURVEGARAR í tvíliðaleik hnokka, Arthúr Jósepson og Atli Jóhannesson, TBR. Alþjóðlegt handboltamót ALÞJÓÐLEGT handboltamót unglinga, Ice Cup, fer fram í Hafnarfirði 8.-12. apríl nk. Mótið er nú haldið í sjötta skipti og hafa 10 hópar frá útlöndum til- kynnt þátttöku sína. Ice Cup er í raun eina alþjóðlega handknatt- leiksmótið sem haldið er árlega hér á landi. Meðal liða sem hyggjast taka þátt eru fjögur sænsk lið og eitt hollenskt. Þátt- takendur á Ice Cup hafa verið um 1.300 síðustu ár og því hefur verið mikið líf og fjör í íþrótta- húsum Hafnarfjarðar, og fjöldi áhorfenda lagt leið sína þangað. Ekki er ætlunin að spila hand- knattleik eingöngu, því einnig verður boðið upp á margt annað til skemmtunar, s.s. diskótek, myndbandakvöld, skemmtiatriði o.fl. Handknattleiksdeild FH sér um framkvæmd mótsins og eru allar nánari upplýsingar veittar þar á bæ. Islensk lið þurfa að til- kynna þátttöku sem allra fyrst. Islandsmeistarmót unglinga í badminton var haldið í Stykkis- hólmi dagana 13.-14. mars. Það var vel til fundið að halda mótið í Stykkishólmi, því þar liggja rætur þessarar íþróttar. Fyrsta íslandsmótið Ámason skrifar 1 badminton var frá Stykkishólmi haldið í Stykkis- hólmi árið 1949 og eignuðust „Hólmarar" fyrsta ís- landsmeistarann, Ágúst Bjarna- son. Síðast var íslandsmótið hald- ið á Stykkishólmi fyrir 40 árum. Á þessu íslandsmeistaramóti voru 240 keppendur, 19 ára og yngri, frá 15 félögum víðs vegar að af landinu. Mótið var því um- fangsmikið. Keppt var í fjórum flokkum karla og kvenna, og alls voru leiknir 315 leikir þessa þrjá daga. Iðkun badminton breiðist út um landið og eignaðist Ung- mennafélag Hrunamanna sinn fyrsta íslandsmeistara, Daníel Reynisson, en hann sigraði í hnokkaflokki. Þá átti Ungmenna- félag Aftureldingar lið í fyrsta sinn í úrslitum. Þrír einstaklingar sigruðu þrefalt á þessu móti og sýndu mjög góðan árangur; það voru þau Helgi Jóhannesson, Draumaskóli allra knattspyrnukrakka Morgnunblaðið/Borgar Pór Einarsson MIKIL stemmning var meðal þátttakenda á námskeiðinu og voru krakkarnir hæstánægðir. Auk ýmiss konar æfinga fengu krakk- arnir að spyrja spurninga sem leiðbeinendur svöruðu og einnig voru gefnir minjagripir. Hér er stjórnandi Knattspyrnuskóla Bobbys Charltons, lan Bateman, í hópi kappsamra þátttakenda. UM SÍÐUSTU helgi voru staddir hér á landi fulltrúar frá hinum víðfræga knattspyrnu- skóla Bobbys Charlton. Þeir héldu kynningarnámskeið í Vík- inni sem opið var strákum og stelpum frá sex ára aldri. Heppn- aðist kynningin mjög vel og voru yfir 200 krakkar á námskeiðinu. Knattspyrnuskóli Bobbys Charlton hefur nú verið starf- ræktur í tvo áratugi og þar hafa margir heimsfrægir knattspyimu- menn stigið sín fyrstu spor. Einn sá frægasti er örugglega David Beckham, en tíu ár eru síðan hann sótti námskeið við skólann. Þá var hann einmitt valinn í úrtakshóp sem fékk að fara til Barcelona, þar sem Terry Venables var við stjórnvölinn. Þetta var upphafið að glæstum ferli Beckhams. Ian Bateman, sem er einn leið- beinenda við skólann, segir að mest áhersla sé lögð á tækniæf- ingar: „Það er mjög mikilvægt að þjálfa þá eiginleika hjá ungum krökkum - því fyrr því betra. ís- lenskir krakkar eru mjög dugleg- ir að læra og leggja sig virkilega fram við æfingarnar. Ég mundi segja að áhugi og eljusemi væri megineinkenni norænna knatt- spyrnumanna, og þar eru krakk- arnir engin undantekning." Námskeiðið nú var hugsað sem kynning á ferðum sem Samvinnu- ferðir/Landsýn bjóða upp á í sum- ar. Þegar hafa um 100 krakkar skráð sig og virðast þessi nám- skeið njóta vaxandi vindsælda hjá krökkum, enda um sannkallaða draumaferð að ræða. Einnig leitar skólinn eftir íslensku starfsfólki til að vera til aðstoðar þennan tíma. Nánari upplýsingar um hugsanlegt starf og sjálfa ferðina veitir Lúkas Kostic hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn. Úrtaks- æfingar U-16 lands- liðsins Magnús Gylfason, þjálfari íslenská landsliðsins, sem skipað er leikmönnum 16 ára og yngi-i, hefúr valið 23 leikinenn til úi'taksæf- inga vegna úslitakeppni Evrópumdtsins sem fram fer í apríl á þessu ári. Is- lenska landsliðið er í riðli með Dönuni, Svíum og sig- urvegara undanriðils Kýp- ur, Grikklands og Möltu. Riðlakeppnin fer fram 26. til 30. apríl og komast tvö lið upp úr liverjum riðli. Um helgina verða leiknir tveir æfingaleikir og verð- ur hinn endanlegi lands- liðshdpur væntalega valinn með þá leiki til hliðsjdnar. Fyrri leikurinn er gegn 2. flokki KR og hefst laugar- daginn 21. mars kl. 19. Síð- ari leikurinn hefst kl. 9 morguninn eftir, sunnu- daghm 22. mars, og er þá leikið gegn 2. flokki Fram. Eftii*taldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í þessum leikjum: Markmenn: Rdbert Viðar- son, KR, og Valþór Hall- dói-sson, Þrótti N. Aðrir leikmenn: Helgi Valur Daníelsson, Fylki, Valur Úlfarsson, Víkingi, Elvar Guðjónsson, Val, Daði Guð- mundsson, Fram, Andri Jó- hannesson, Fram, Magnús Edvaldsson, Frain, Ólafur Páll Snorrason, Ejölni, Ind- riði Sigurðsson, KR, Magn- ús Lúðvíksson, KR, Victor Victorsson, KR, Daníel Frímannsson, Þrótti R., Þorgil Þorgilsson, Stjörn- unni, Magnús Ingi Einars- son, FH, Magnús Þorsteins- son, Keflavík, Sævar Gunn- arsson, Keflavík, Emil Sig- urðsson, ÍA, Jóhannes Gíslason, ÍA, Pétur Geir Svavarsson, Bolungarvík, Grétar Sveinsson, KS, EIí- as Isfjörð, KS, Þórður Hall- dórsson, Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.