Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn iurlútur og hafði ástæðu til í leikslok. Beiskur sigur Þrátt fyrir stórsigur HK á stigalausu liði Blika, 21:32, dugði það ekki liðinu til að komast í úrslitakeppnina. Stjaman náði stigi gegn Aftureldingu og það var Hörður nóg til að senda HK út í Magrússon kuldann. Leikur nágranna skrifar liðanna í Kópavogi varð aldrei rishár. Það var aðeins spurning hve stór sigur HK yrði. Sigurði Sveinssyni, þjálfara og leikmanni HK, varð því ekki að ósk sinni að komast í úrslitakeppnina. Sigurður var á leikskýrslu en er meiddur í baki og kom því ekkert inn á. Þetta hefur verið langur og erfiður vetur fyrir hið unga lið Breiðabliks. Til liðsins voru fengnir tveir Bandaríkjamenn sem sendir voru heim, stóðu ekki undir væntingum. Liðið styrkti sig ekki nægilega til að eiga möguleika að halda sæti sínu. Geir Hallsteinsson þjálfari var því eflaust feginn að heyra lokaflautið í leiknum, veturinn hefur eflaust verið langur fyrir þennan snjalla þjálfara. + FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 C 5^ HANDKNATTLEIKUR (slandsmeistarar KA fögnuðu deildamneistaratitlinum í Valsheimilinu KA fram í sviðs- Ijósið á réttum tíma SPENNAN í lok leik Vals og KA í Valsheimilinu í gærkvöldi var mikil. Þegar flautað var til leikslok var staðan jöfn, 26:26. Þá liðu nokkrar sekúndur þar til KA-liðið og stuðningsmenn þess ærðust af fögnuði. Ástæðan var að staðfestar fréttir bárust af að Fram hefði tapað fyrir FH og Afturelding gert jafntefli við Stjörn- una. Þar með var KA orðið deildarmeistari. Eitthvað sem fáir áttu von á, nema kannski KA-menn sjálfir. Jóhann G. Jóhannsson, fyrirliði KA, tók við deildarmeistarabik- arnum eftir leikinn og var í sjöunda himni. „Við áttum ValurB erfitt með að trúa Jónatansson því að jafnteflið skrifar myndi duga okkur. Við erum búnir að vera hlémegin við Aftureldingu og Fram og höfum látið þau um at- hyglina í vetur. Nú voru það við sem skutumst fram í sviðsljósið - þegar það skipti máli. Þetta var stórkostlegt," sagði Jóhann. „Þetta var hörkuspennandi leikur, enda Valsmenn með gott lið. Nú er það úrslitakeppnin sem tekur við og hún verður áreiðanlega spennandi. Ég get lofað því að við erum ekki hætt- ir. Við viljum meira.“ Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Eftir að KA komst í 2:0 tóku Valsmenn við sér og gerðu fjögur mörk í röð. Mikið var um mistök 1 sóknarleik bekkja liða í upphafi og sem dæmi um það gerði KA tvö mörk úr átta fyrstu sóknum sínum og Valur tvö úr sjö sóknum. En þegar mesta taugaspennan var farin úr leikmönnum lagaðist leik- urinn. Staðan í hálfleik var 14:14. Spennan hélst í síðari hálfleik. Valsmenn voru sterkari framan af og náðu þrisvar tveggja marka for- skoti. Þegar staðan var 22:20 og fyrri hálfleikur hálfnaður tóku KA- menn mikinn kipp með Yala fremst- an í flokki. Þeir gerðu fjögur mörk í röð á sjö mínútna kafla og breyttu stöðunni í 22:24. Valsmenn jöfnuðu, 24:24, þegar sex mínútur voru eftir. Leó Örn og Yala komu KA í væn- lega stöðu 24:26 þegar tæplega fjór- ar mínútur eftir og sigurinn virtist blasa við. Unga skyttan Daníel Ragnarsson var ekki á sama máli og gerði tvö glæsilegt mörk og jafnaði, 26:26, og þar við sat. KA-menn sýndu mikinn sigur- vilja á lokasprettinum í deildar- keppninni og uppskeran var eftir því. Þó svo að breytingar hafi verið miklar á liðinu frá því það vann ís- landsmeistaratitlinn í fyrra er ljóst að maður kemur í manns stað. Þeir eru með góðan hóp leikmanna sem hafa fengið eldskírn í Evrópu- keppninni íyrr í vetur. Sú reynsla er dýrmæt og á eftir að nýtast lið- inu í úrslitakeppninni. Vörn KA-manna var sterk í gær og hinn síungi Erlingur Kristjáns- son þar fremstur í flokki. Alsíring- urinn Karim Yala lék vel í sókninni og tók af skarið þegar á þurfti að halda. Halldór Kristjánsson stjórn- aði sóknarleiknum og var drjúgur, sérstaklega í vítaskotunum þar sem hann var öryggið uppmálað. Leó Örn lék vel á línunni, fiskaði 3 víta- köst og gerði 4 mörk. Rússinn Vla- dimir Goldin byi’jaði leikinn en fann sig ekki og var skipt út eftir 10 mínútur. Sverrir Björnsson tók stöðu hans vinstra megin og stóð sig vel. Valsmenn eru með gott lið og sýndu það í þessum leik að þeir verða til alls líklegir í baráttunni um meistaratitilinn. Daníel Ragnarsson sýndi góða takta í sókninni, efnileg- ur piltur og gaman að sjá til hans. Jón Kristjánsson var drjúgur að vanda og hornamennirnir Valgarð og Davíð. Guðmundur Hrafnkelsson hefur oft varið betur en þegar hann hrekkur í stuð er Valsliðið illviðráð- anlegt. Bikarinn á ferðinni ÞAÐ var ekki Ijóst hvaða lið hreppti deildarmeistaratitilinn fyrr en leikirnir í 1. deild karla voru búnir. Það var því erfitt verk fyrir Guðmund Ingvarsson, formann HSÍ og Pálma Matthí- asson, formann landsliðsnefnd- ar, að ákvarða hvar bikarinn ætti að vera staðsettur fyrir síð- ustu umferðina til að geta af- hent hann strax eftir leik. Þeir ákváðu að vera með bik- arinn í bfl og keyra síðan á þann stað um leið og ljóst væri hvaða lið yrði deildarmeistari. „Við vorum á Grensásveginum þegar við ákváðum að fara í Hafnar- fjörð því allt benti til að Fram myndi vinna. En það breyttist og þá héldum við áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem útlit var fyrir að Afturelding næði sigri. En það breyttist einnig, því Sljarnan var að vinna Áftureld- ingu og KA var komið yfir á móti Val. Það var því úr að tek- in var stefnan á Hlíðarenda og við náðum þangað rétt þegar búið var að flauta alla leikina af,“ sagði Pálmi. Stjörnumenn stigu stríðsdans HALLÓ Akureyri, halló Akureyri sungu kampakátir Stjörnumenn eftir að hafa gert jafntefli, 25:25, við Aftureldingu í Mosfelis- bænum í gærkvöldi og tryggt sér þar með sæti í úrslitakeppn- inni. Heimamenn voru að sama skapi allt annað en kampakátir; jafnteflið gerði það að verkum að þeir enduðu í fjórða sæti deildarinnar, en með sigri hefði deildarmeistaratitillinn orðið þeirra. Greinilegt var í upphafi leiks í hvað stefndi. Stjömumenn vora mjög fastir fyrir, börðust eins og ljón í vörainni og Björnlngi til marks um það Hrafnsson fengu þeir sína skrifar fyrstu brottvísun eftir rúmlega eina mínútu. Að sama skapi voru leik- menn Aftureldingar hinir rólegustu og rétt náðu að hanga í gestunum og í leikhléi leiddi Stjaman með einu marki, 14:15. í seinni hálfleik var allt við suðumark frá íyrstu mínútu. Stjörnumenn voru áfram sterkari aðilinn og náðu mest þriggja marka forystu, til dæmis 16:19 og 21:24. Þá vöknuðu heima- menn af sínum væra blundi og fóru að taka fastar á í vörninni. Upp- skera þeirra var eftir því, þrjú mörk í röð og þeir náðu að jafna metin, reyndar eftir að Bergsveinn varði víti frá Valdimari Grímssyni, leik- manni og þjálfara Stjörnunnar. Lokasekúndurnar urðu síðan æsispennandi; Heiðmar Felixson kom Stjörnunni yfir þegar hálf mín- úta var eftir og Afturelding klúðraði næstu sókn þar á eftir. Þegar rúm- ar tíu sekúndur voru eftir varði Bergsveinn skot Valdimars úr horn- inu, grýtti boltanum yfir endilangan völlinn þar sem Skúli Gunnsteins- son tók við honum og jafnaði metin í þann mund, sem lokaflautan gall. Sannarlega dramatískur enda- sprettur. Þrátt fyrir þetta stigu Stjörnu- menn stríðsdans í leikslok, enda ær- in ástæða til. Bestir þeirra voru, eins og fyrr sagði, þeir Heiðmar Felixson og Ingvar Ragnarsson, en einnig áttu Valdimar Grímsson og Hilmar Þórlindsson góðan leik. Hjá heimamönnum stóð frammi- staða landsliðsmarkvarðarins, Bergsveins Bergsveinssonar, upp úr en auk hans átti Einar Gunnar Sigurðsson ágætan leik og gerði að- eins glæsimörk. Mikið munaði hins vegar um hve Gunnar Andrésson, leikstjórnandi liðsins, var seinn í gang og einnig hversu illa homa- maðurinn Páll Þórólfsson fann sig. Hann var allt að því fjai*verandi löngum stundum og menn höfðu á orði að Valdimar hefði hreinlega „pakkað honum saman“ í leiknum. Vel kom í ljós hversu mikilvægur Páll er liði Aftureldingar og hann á örugglega eftir að taka sig saman í andlitinu fyrir leikina gegn Val í úr- slitakeppninni. Eftir leik var stemmningin í klef- um liðanna eins og svart og hvítt. Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörn- unnar, var kampakátur: „Þetta var mikið stress í lokin, sérstaklega eft- ir að við höfðum leitt allan leikinn. Við vorum hins vegar ákveðnir í að komast í úrslitakeppnina, stígand- inn hefur verið góður hjá okkur í undanförnum leikjum og vörn og markvarsla öll að koma til. Nú er næsta verkefni að takast á við deild- armeistarana fyrir norðan og ég hlakka bara til að mæta þar í troð- fullt húsið.“ Skúli Gunnsteinsson, leikmaður og þjálfari Aftureldingar og fyrrum Stjömumaður, var hins vegar grút- spældur: „Það skildi eitt mark að fjórða sætið og dolluna,“ sagði hann. „Stjarnan kom til að berjast upp á líf og dauða en við ekki. Við áttuðum okkur fyrr en í blálokin og því fór sem fór. Við höfum hins veg- ar engan tíma til að velta okkur upp úr þessu, nú tekur úrslitakeppnin við eftir helgi og hana ætlum við að vinna.“ Birgir hættur BIRGIR Sigurðsson, leikmað- ur Víkings, hefur ákveðið að hætta að leika handknattleik eftir sautján ára feril. Birgir hefur á ferli sínum leikið með þremur félagsliðum; Þrótti, Fram og Víkingi. Leikur Vík- ings gegn Haukum í gær- kvöldi var kveðjuleikur Birg- is og fékk hann afhentan þakklætisvott frá Víkingum áður en leikurinn hófst. Birg- ir var einn besti leikmaður Víkings i leiknum og var sáttur við að ljúka ferlinum með þessum leik, þrátt fyrir að hann þyrfti að horfa á eft- ir félagi sínu niður í 1. deild: „Ég vil þakka strákunum í Iiðinu fyrir að gera mér kleift að ljúka ferlinum með sigri. Ég get kvatt sáttur.“ KAíNorður- landakeppni félagsliða KA mun taka þátt í Norður- landamóti félagsliða sem fram fer í Svíþjóð helgina 25.-27. aprfl. Það eru deildar- meistararnir og bikarmeist- ararnir sem verða fulltrúar íslands í keppninni í Svíþjóð. Enn er ekki Ijóst, vegna kærumála, hvort það verður Valur eða Fram sem fara með sem bikarmeistari. Að bjarga sér í Eyjum... RÉTT eins og þegar Víking- ar féllu í aðra deild síðast, fyrir tveimur árum, réðist það í síðastu umferð hvaða lið féll. Þá voru þeir í baráttu við Eyjamenn, sem héldu sér uppi með því að sigra KA í Eyjum í sfðasta leiknum; bjöi’guðu sér reyndar frá falli með ævintýralegum lokakafla í mótinu. í fyrra náðu leikmenn HK að bjarga sér frá falli í síð- ustu umferð, með því að sigra ÍBV í Vestmannaeyjum, 14:13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.