Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Fram ekki stóðsl prófið 100 marka klúbburinn EYJAMAÐURINN Zoltan Belányi varð markakóngur í 1. deildarkeppninni annað árið í röð. Hér er listinn yfir þá leikmenn sem skoruðu yfir hundrað mörk í deildinni. Zoltan Belányi, ÍBV ............165/73 Ragnar Óskarsson, ÍR ...........156/37 Sigurður Sveinsson, HK..........151/57 Valdimar Grímsson, Stjörnunni ... .142437 Halldór Sígfússon, KA...........124/70 Oleg Tidov, Fram ...............124/32 Guðmundur Pedersen. FH..........117/26 Páll Þórólfsson, Afture.........116/25 Hilmar Þórlindss., Stjömunni ...112/14 Karim Yala, KA...................108/4 Daði Hafþórsson, Fram...........107/ 6 Jón Kristjánsson, Val...........100/42 uðu aðeins einu sinni og þessu fjög- urra marka forskoti héldu þeir fram undir miðjan fyrri hálfleikinn, þegar lífsmark greindist í leikmönnum ÍBV og þeir náðu að jafna leikinn og kom- ast einu marki yfir. En IR-ingar áttu svar við þessu; tóku Robertas Pauzuolis úr umferð þegar vel var liðið á fyrri hálfleikinn. Við það hrundi leikur Eyjamanna og með góðum endaspretti í fyrri hálfleik endurheimtu IR-ingar forystuna og komust tveimur mörkum yfir þegar Ólafur Sigurjónsson skoraði langt utan af velli þegar aðeins tvær sek- úndur lifðu af hálfleiknum. Staðan því 12:14 í hléi. I upphafi síðari hálfleiks héldu leikmenn ÍR áfram þar sem frá var horfið í þeim fyrri. Frosti Guðlaugs- son gerði fyrsta mark hálfleiksins rétt eins og hann hafði byrjað þann fyiri og síðan fylgdu þrjú mörk frá Ragnari Óskarssyni. Ekki nóg með það, heldur náði Hallgrímur Jónas- son í marki ÍR að verja tvö vítaskot frá Zoltan Belányi á upphafsmínút- um hálfleiksins. A meðan náðu Eyja- menn aðeins að gera eitt mark og ÍR-ingar voru því komnir fimm mörkum yfir, 18:13, og um miðjan síðari hálfleik var staðan 23:17 íyrir gestina. Eyjamenn tóku sig aðeins saman í andlitinu þegar þarna var komið sögu, gerðu fjögur mörk í röð en þá fór aftur að draga í sundur með liðunum og ÍR-ingar, með þá Ólaf Sigurjónsson og Ragnar Óskarsson í miklum ham, unnu nokkuð auðveldan sigur, 29:27. IR- ingar stigu að vonum villtan dans að leik loknum. Víkingar féllu með sæmd Víkingar eru fallnir úr efstu deild karla í handknattleik. Þrátt fyrir frækilega frammistöðu gegn Hauk- um í gærkvöldi - þar BorgarPór sem Víkingar sýndu Einarsson allar sínar bestu hlið- skrifar ar og sigruðu örugg- lega, 26:22 - má hið fornfræga félag sætta sig við fall, því á sama tíma sigruðu ÍR-ingar ÍBV í Vestmannaeyjum. Sumir leikir eru þess eðlis, að hver einasta sókn er orrusta í stríði og stríðið er leikurinn sjálfur. Fyrir Víkinga var leikurinn gegn Haukum þess eðlis og það var greinilegt á leikmönnum liðsins að þeir voru meðvitaðir um hvað til þurfti. Allir sem einn börðust þeir hetjulega og fór fyrirliði liðsins og besti maður þess í leiknum, Birgir Sigurðsson, fyrir sínum mönnum. Þetta var hans leikur; síðasti leikur þessa magnaða handknattleiksmanns, sem lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki fyrir sautján árum. Áræði og kraftur Vík- inga tryggði þeim fljótlega gott for- skot, sem þeir létu ekki af hendi, þrátt fyrir harða atlögu Hauka. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi og stemmningin meðal fjölmargra áhorfenda í Víkinni var ólýsanleg. Um tíma virtust Haukar Vonbrigði! Magnús Arnar Arngrímsson leikmaður Fram var nið ætla að ná yfirhöndinni en Víkingar gáfu ekkert eftir, sýndu mikinn styrk og héldu forskoti sínu til enda. En skuggi færðist yfir fögnuð Vík- inga að leik loknum, þegar þær frétt- ir bárust úr Eyjum að IR hefði unn- ið, og þar með voru Víkingar fallnir. Víkingar léku mjög vel í þessum leik. Þeir komu greinilega vel undir- búnir til leiks; léku yfirvegaðan sóknarleik og vörnin var feiknarlega öflug. „Gömlu brýnin“, Páll Björg- vinsson og Steinar Birgisson, börð- ust af miklum krafti í vörninni og ungu mennirnir í liðinu skiluðu sínu engu síður: Þröstur Helgason, Rögn- valdur Johnsen og Hjörtur Örn Arn- arson, að ógleymdum Birki Guð- mundssyni markmanni, léku allir geysilega vel. Haukar náðu aldrei að komast al- menniiega í takt við leikinn. Leik- menn liðsins virtust kærulausir á köflum og einstaklingsframtak var áberandi. Aron Kristjánsson og Bjami Frostason voru bestu menn Hauka. Árni Indriðason, þjálfari Víkings, var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum: „Við komum til leiks í góðu jafnvægi og héldum and- legum styrk allan leikinn. Við vorum yfirvegaðir í sóknarleiknum og vörn- in var þétt, þetta var í raun fyrsti heilsteypti leikur okkar í vetur. Ég tel að tilkoma eldri leikmannanna hafi haft góð áhrif á liðið. Fyrr í vet- ur var mikið óöryggi í liðinu og við vorum oft að tapa leikjum á síðustu mínútunum." Árni sagði að það væru vissulega vonbrigði að falla þrátt fyr- ir að hafa unnið leikinn: „Það er hinn bitri sannleikur, að það hjálpar þér enginn nema þú sjálfur.“ Árni bar ekki kvíðboga fyrir framtíðinni hjá Víkingum, þrátt fyrir að liðið væri fallið úr efstu deild: „Ég hef ekki áhyggjur af liðinu til lengri tíma litið. Við höfum sterkan hóp yngri leik- manna sem á framtíðina fyrir sér.“ DEILDARMEISTARATITILL var við sjóndeildarhring Framara er þeir mættu til leiks í Kaplakrika og eðlilega nokkur spenna í þeim. En spennan var Frömurum ofviða og þeir féllu á prófinu og fór tómhentir heim. FH-liðið hirti bæði stigin með eins marks sigri, 23:22. Enn sárari var sú staðreynd Safamýrarpiltum að þegar öllu var á botninn hvolft hefði þeim nægt eitt stig. Stígandinn sem hefur verið í leik FH síðustu vikur náði hámarki og liðið tryggði sér þriðja sætið. Nokkur skjálfti var í báðum liðum á upphafsmínútunum. Guðjón Árnason kom FH á bragðið eftir 20 sekúndur, en Fram- jvar liðinu gekk illa og Benediktsson svaraði ekki fyrr en skrifar eftir 2,40 mín., eftir að tvær sóknir höfðu farið í súginn og þeim átti eftir að fjölga. Bæði lið léku sterkar 6-0 vamir með trausta markverði sér að baki. Kom það niður á sóknarleikn- um sem varð tilþrifalítill, einkum Fram-megin. Var hann oft á tíðum klaufalegur þar sem sendingar á milli manna rötuðu ekki rétta leið. Hávaxnir varnarmenn FH náðu að loka vel fyrir skyttur Framliðsins. En þrátt fyrir að Framarar væru að leika illa gekk FH-ingum illa að refsa þeim. Hraðaupphlaupin gengu illa í fyrri hálfleik og þrjú þeirra enduðu á miðri leið upp völlinn með óyfirveguðum sendingum. Sóknar- leikur FH varð fyrir áfalli strax á fjórðu mínútu er leikstjórandinn Val- ur Amarson var rekinn af leikvelli íyrir að brjóta á Nirði Árnasyni í hraðaupphlaupi, e.t.v. strangur dóm- ur en réttlætanlegur. Eftir það leysti Lárus Long stöðu Vals og gekk all sæmilega. Það kom í hlut reynslu- mannanna að draga FH-vagninn í „Þetta var sárt“ etta var íyi-st og fremst sárt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, daufur í bragði í leikslok og ekki hvað síst sagði hann að það væri í Ijósi þess að eitt stig úr leiknum hefði nægt til að vera í efsta sæti. „Svona er þetta. Fyrst og fremst var það skotnýtingin og sóknarleikur- inn sem brást hjá okkur, hann var óagaður þar sem menn leyfðu sér að skjóta úr vafasömum færam, þvert á það sem talað hafði verið um fyrir leik.“ Guðmundur sagði að eftir að hafa lent undir og unnið síðan upp muninn í byrjun síðari hálfleiks hefði sínum mönnum ekki tekist að fylgja þessum góða kafla eftir. Vildum gera betur „Eftir góða byrjun í mótinu misstum við dampinn um mið- hlutan, en höfum sótt í okkur veðrið í síðustu leikjum," sagði Kristján Arason, þjálfari FH. „Ég sáttur við þriðja sætið, og hlakka til þess að glíma við Hauka í úrslitunum." Kristján sagði um leikinn við Fram að varnarleikurinn hefði tekist vel, eins og hann hafði iagt upp með. „Við vorum hins vegar í vanda í sókninni, en ég held að það hafi öðru fremur verið meiri barátta í okkur og því unnum við leik- inn. Mínum mönnum hefur gengið illa á móti Fram í und- anfömum leikjum og þeir vora staðráðnir í að gera betur, fóru með því hugarfari til leiks og tókst það.“ höfn, þeirra Guðjóns, Gunnars Bein- teinssonar, Hálfdáns Þórðarsonar og Kristjáns Arasonar, sem lék einvörð- ungu í vörn utan einnar sóknar. FH-ingar höfðu framkvæðið allan fyrri hálfleikinn, Fram náði að jafna nokkrum sinnum en tókst aldrei að komast yfir þrátt fyrir að tækifærin byðust. FH náði mest þriggja marka forystu, 12:9, þegar ein mínúta var til hálfleiks og átti þess kost að kom- ast fjóram mörkum yfir, 13:9. Reynir Reynisson kom í veg fyrir það með því aðyerja vítakast Knúts og Sigur- páll Árni klóraði i bakkann með marki 2 sekúndum fyrir hlé. Skipun Guðmundar Guðmunds- sonar, þjálfara Fram, í hálfleik hefur örugglega verið að leika af meiri aga í sókninni, þvi heldur skánaði hann í upphafi síðari hálfleiks og Fram skoraði fjögur fyrstu mörkin og náði forystu í fyrsta sinn, 13:12. FH-ingar settu Guðjón á miðjuna í upphafi síð- ari hálfleiks og Sigurgeir Ægisson í skyttustöðu í hans stað. Þessi breyt- ing gafst illa og var hætt eftir að Fram hafði náð forystu. Tók þá við sama uppstilling og áður með betri árangri, en margar sóknirnar voru nokkuð langdregnar. Þolinmæði og yfirvegun Framara í sókninni entist illa og fljótlega sótti í sama farið og í fyrri hálfleik. FH komst yfir á ný 16:15 og gaf aldrei eftir þar til yfir lauk. Það munaði miklu um reynslu- mennina í FH-liðinu þegar á hólminn var komið. Gunnar fór mikinn í sókn- inni og var óþreytandi í vörninni ásamt Kristjáni og Hálfdáni. Þá barðist Sigurgeir af krafti átti um tíma allskostar við Oleg Titov. Markvörðurinn, Suik Hyung Lee, fór á kostum. Guðjón var góður í sókninni og átti ófáar sendingar sem gáfu mörk eða tækifæri. Sóknarleikmenn Fram brugðust algjörlega að þessu sinni. Vörnin stóð hins vegar lengst af sína vakt með sóma og sama á við um Reyni markvörð. Skyttur Fram, Gunnar Berg Viktorsson, Magnús Arnar Amgrímsson og Daði, léku illa og skoruðu ekki nema úr tæpum fjórð- ungi skota sinna, auk þess sem margar sendingar þeirra brugðust illa. Auk Reynis var Titov góður, einkum í vörninni, en nýtti vel þau fáu færi sem hann fékk í sókninni. ÍR-ingar börðust fyrir Iffi sínu W IR-ingar, sem áttu í mikilli baráttu við Víkinga um hvort liðið héldu sæti sínu í deildinni, voru með tak- mark sitt á hreinu Sigfús l>egar þeir fóru til Gunnar Eyja til að leika við Guðmundsson heimamenn. Þeir skrifar mættu með baráttu- andann þaninn í brjósti sér og upp- skára vel því þeir sigruðu slakt lið ÍBV 29:27 eftir að hafa lengstum verið með forystu. „Þetta var gífurleg barátta. Við vissum að þetta væri upp ó líf eða dauða og ætluðum að ná í þá auka- krafta sem menn sækja þegar þeir vita að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR, kampakátur eftir sigur- inn. Það var ljóst strax í byrjun að það var mikið í húfi hjá IR-ingum en Eyjamenn virtust ekki vita á hvað þeir stefndu því það var lið ÍR sem komst strax í góða forystu. Gerði fimm mörk á meðan Eyjamenn skor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.