Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 1
HANDKNATTLEIKUR vÍHÉfJÍSfe- 'Msitti; Meistarar tagna Valur B. Jónatansson sknfar Islandsmeistarar KA bættu enn einni skrautfjöðrinni í hattinn í gærkvöld er þeir fógnuðu deildarmeistaratitlinum í Vals- heimilnu efth- jafntefli, 26:26. Önnur úrslit í deildinni urðu hagstæð Norðanmönnum þvi Fram tapaði og Afturelding gerði jafntefli. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, var kátur í lokin enda fyrsta keppnistímabilið sem hann er með liðið. „Satt að segja bjóst ég ekki við sigri okkar í deildarkeppninni fyr- ir síðustu umferðina því Fram var með bik- arinn nánast í hendi sér og eins átti Aftur- elding góða möguleika. Ég reyndi að ein- beita mér að þessum leik á móti Val og hugsa ekki um hvernig færi hjá hinum lið- unum. Ég reyndi að prenta það inn hjá mínum strákum að hugsa fyrst og fremst um að vinna þennan leik. Þegar staðan var jöfn, 26:26, og þrettán sekúndum síðar fékkst það staðfest út í sal að ókkur dugði jafntefli. Ég öskraði því inn á og bannaði mönnum að skjóta á markið fyrr en á síð- ustu sekúndu,“ sagði Alti. Hann sagði að árangurinn í deildarkeppn- inni væri framar vonum. „Okkur var spáð fimmta sæti í deildinni og það er ekkert undarlegt því við höfum skipt um sjö leik- menn frá í fyrra. En þessi árangur undir- strikar að við erum með gott lið. Strákarnir hafa allir æft mjög vel í vetur. Þátttaka okk- ar í Evrópukeppninni hefur líka verið góður skóli fyrir okkur og við komum tO með að njóta góðs af því. Þess má einnig geta að ég tók við góðu búi af Alfreð Gíslasyni og öll umgjörðin í krinum liðið er góð.“ „Urslitakeppnin verður áreiðanlega mjög spannanai. Liðin hafa sjaldan verið eins jöfn að styrkleika. Við ætlum okkur þann stóra og við vitum hvað við þurfum til að gera það. Flestir strákanna í liðinu þekkja sigur- tilfinninguna og vilja upplifa hana aftur. Við erum í sjöunda himni í dag enda ástæða tíl, en á morgun kemur nýr dagur og þá verð- um við að vera komnir aftur niður á jörðina því það er stutt í úrslitakeppnina," sagði Atli. ■Um leikina / C4 ■Lokastaðan / C6 Morgunblaðið/Golli KA-MENN fögnuðu vel og lengi í Valsheimilinu er Ijóst var að þeir væru deildarmeistarar. Hér eru það Erlingur Krist- jánsson, Jóhann G. Jóhannsson, Sverrir Björnsson, Halldór Sigfússon og Ámi Stefánsson liðsstjóri sem fagna. Liðin sem mætast I gærkvöldi var ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslit. Þriðjudagur 24. mars: KA - Stjarnan FH - Haukar Annar leikurinn fer fram fimmtudaginn 26. mars, ef til þriðja leiks kemur verður hann laugardaginn 28. mars. Midvik.uda.gur 25. mars: Fram - ÍBV Afturelding - Valur Annar leikurinn fer fram fóstudaginn 27. mars, ef til þriðja leiks kemur verður hariií sunnudaginn 29. mars. • Sigurliðin í þriðjudagsleikjunum mæt- ast í undanúrslitum 2. og 4. apríl, ef til þriðja leiks kemur, verður hann 6. apríl. • Sigurliðin í leikjunum á miðvikudag leika í undanúrslitum 3. og 5. apríl, ef til þriðja leiks kemur verður hann 7. apríl. • Fyrsti úrslitaleikurinn verður 11. apríl og það lið sem sem fyrr vinnur þrjá leiki, verður Islandsmeistari. Hinir leikirnir eru settir á 13., 15., 18. og 20. apríl. I KÖRFUKNATTLEIKUR: LÍTIÐ SKORAÐ í FYRSTU LEIKJUM ÚRSLITAKEPPNINNAR / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.