Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR BÆKLINGUR um íþróttir bai-na og unglinga kom út á vegum íþrótta: og Ólympíusambands íslands ekki alls fyrir löngu. í honum er ritað um ýmislegt tengt íþróttaiðkun bama annars vegar, sem eru einstakling- ar 12 ára og yngri, og unglinga hinsvegar, 13 til 19 ára, en aldursskiptingin er skilgreind þannig í bæk- lingnum. Meðal efnis í honum eru markmið við þjálfun þess- ara ungu íþróttaiðkenda, hvernig íþróttir börnin vilja stunda, hvemig réttast sé að haga keppni meðal bama o.s.frv. Auk þess er brýnt fyrir þjálfumm að auka gildi þátttökunnar. Vitnað er í stefnuyfirlýsingu ÍSÍ á ýmsum stöðum í ritinu. „Hjá ungum bömum er rétt að leggja áherslu á liðakeppni og almenna þátttöku, óháð getu,“ segir í bæklingum. „Ferðalögum barna vegna keppni skal stillt í hóf. Böm ættu ekki að taka þátt í keppni er- lendis fyrr en við 13 ára aldur.“ Par segir ennfremur: „Æskilegt er að í keppni yngstu barnanna fái allir jafna viðurkenningu fyrir þátttöku. Ekki er æskilegt að krýna íslandsmeistara fyrr en í fyrsta lagi við 11 ára aldur.“ Loks er ritað um mikilvægi þess að yngstu íþróttaiðkendum séu kynnt- ar margvíslegar greinar, til að auka hreyfígetu og fjölhæfni. Ágætur árangur íslend- inga í Noregi Börnin fái viðurkenningu fyrir þátftöku síðari umferð svigs- ins. Haukur M. Sveinsson hafnaði í 6. sæti í svigi í flokki 12-13 ára og í 21. sæti í stórsvigi. Gunnar Lár fór út úr í báðum grein- um. Hanna Dögg Maronsdóttir náði bestum árangri ís- lendinganna í göngu er hún varð í 5. sæti í 4 km göngu. Katrín Arnadóttir varð sjö- unda í sínum flokki og Steinþór Þórðar- son í 15. sæti. Haukur S. Ólafsson datt í göngukeppn- inni og meiddist lít- illega og hætti keppni. HÉR er alpagreinahluti skíðahópsins eftir keppnina í svigi: Frá vinstri: Sólrún Flókadóttir, Fram, Fanney Blöndahl, Víkingi, Elín Arnarsdóttir, Ármanni, Steinn Sigurðsson, Ármanni, Helga Björk Árnadóttir, Ármanni, Þórarinn Birgisson, KR, Haukur M. Sveinsson, Ármanni og Gunnar Lár Gunnarsson, Ármanni. ÍSLENSKIR skíðakrakkar náðu ágætum árangri á svæðismeistaramóti Buske- rud í Noregi fyrir skömmu. Fanney Blöndahl úr Víkingi og Helga B. Árnadóttir úr Ár- manni sigruðu í svigi í sínum flokkum. Tólf unglingar á aldrinum 12-15 ára fóru utan til keppni, fjórir í göngu og átta í alpagreinum. Undanfarin fjögur ár hefur verið samstarf milli Skíðaráðs Reykjavíkur og Skíðaráðs Bu- skerund um unglingastarf skíða- ráðanna, sem skiptast á að bjóða bestu unglingum hvors svæðis að taka þátt í stærstu mótunum. Nú var komið að Norðmönnum að bjóða. Buskerud-svæðið nær frá Drammen til Geilo. íslensku krakkarnir bjuggu inni á norskum heimilum meðan á dvöl þeirra stóð. í alpagreinum voru 120 kepp- endur og yfir 300 tóku þátt í göngu. Skilyrði til keppni voru frekar erfið því skíðafærið var mjög hart, nánast svell. Prátt fyr- ir þessar aðstæður komu íslensku unglingarnir heim með tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverð- laun. Islenski hópurinn var skip- aður eftirtöldum (alpagreinar): Elín Arnarsdóttir, Gunnar Lár Gunnarsson, Haukur M. Sveins- son, Helga B. Árnadóttir og Steinn Sigurðsson, öll úr Ár- manni, Fanney Blöndahl, Víkingi, Sólrún Flókadóttir, Fram, Þórar- inn Birgisson, KR. (Skíðaganga): Katrín Árnadóttir, Isafirði, Hanna Dögg Maronsdóttir, Ólafs- firði, Haukur S. Ólafsson, Ár- manni og Steinþór Þórðarson, Dalvík. Fanney sigraði í svigi 12-13 ára stúlkna og varð þriðja í stórsvigi. Elín Ai-narsdóttir hafnaði í 4. sæti í sviginu og 6. sæti í stórsviginu. Helga B. Árnadóttir sigraði í svigi 13-14 ára. Sólrún Flókadóttir varð fimmta í stórsvigi í sama flokki. Steinn Sig- urðsson varð þriðji í svigi 14-15 ára og 14. í stórsvigi. Þór- arinn Birgisson var í 11. sæti í svigi í sama flokki og í 6. sæti í stórsviginu. Hann náði besta brautartímanum í Æfingabúðir úrvalshópa FRÍ á veturna þykja skila góðum árangri Fræðsla og framfarir Unglingar í úrvalshóp Frjáls- íþróttasambands íslands, 15 til 18 ára, voru í æfingabúðum í Reykjavík fyrir skömmu. Alls voru um fimmtíu ungir frjálsíþróttaiðk- endur saman komnir, en um fimmtán þeirra komu af lands- byggðinni. Að þessu sinni var tekið upp á þeirri nýbreytni að halda mót á fyrsta degi æfingabúðanna og mæltist það vel fyrir á meðal þátttakenda. Auk þess hlýddu þeir á fyrirlestra sérfróðra manna um ýmis málefni, t.d. lyfjamál og hug- arfar. Egill Eiðsson, frjálsíþróttaþjálf- ari og verkefnisstjóri Sydney- hópsins, sagði vel hafa tekist til að þessu sinni. „Við fengum jákvæð viðbrögð frá krökkunum. Tilgang- ur þessara æfingabúða er að halda unglingunum við efnið. Keppnis- tímabilið er ekki mjög langt - frá maí til mánaðamóta ágúst og sept- ember. Veturinn er langur og við reynum að hafa æfíngabúðir á um tveggja mánaða fresti eða fjórum sinnum yfir veturinn," sagði Egill Eiðsson, verkefnisstjóri Sydney- hópsins. Breyting á aldursskiptingu úrvalshópanna Hann segir að venjulega komi hópurinn saman einu sinni fyrir áramót, en þrisvar eftir þau - í síð- asta sinn þegar keppnistímabilið fer brátt að hefjast að vori. I vetur var fyrst tekið til bragðs að breyta aldursskiptingu úivalshópanna. Frjálsíþróttaiðkendur á aldrinum 15 til 20 ára komu saman áður, en nú voru unglingar fimmtán til átján ára látnir æfa saman og þeir, sem eru á aldrinum 19 til 22 ára æfa á öðrum tímum. Að sögn Egils hófst þessi æf- ingaáætlun FRÍ haustið 1994. „Iðkendum á þessum aldri hefur fjölgað. Til dæmis hafa keppendur fimmtán til átján ára á Meistara- móti Islands aldrei verið fleiri en í fyiTa,“ sagði hann. Ennfremur sagði hann að tekist hefði að fækka þeim sem hætta að iðka frjálsíþróttir á 14 ára aldri eða þar um bil. „Það var mikið brottfall hjá 14 ára unglingum, en því hefur seinkað og það virðist ekki eiga sér stað fyrr en þegar unglingarnir ná u.þ.b. 18 ára aldri,“ sagði Egill. Morgunblaðið/Edwin Rögnvaldsson ÞAU Rafn Árnason og Silvía Úlfarsdóttir hvíldu sig eftir erfiðar æfingar. Gersamlega SILVÍA Úlfarsdóttir, 17 ára FH- ingur, og Rafn Arnason, 18 ára úr Aftureldingu, eru „gamlar kemp- ur“ í æfingabúðum úrvalshópa í frjálsíþróttum. Morgunblaðið tók þau tali er þau voru við æfingar í Baldurshaga á dögunum, en hvað fer fram í æfingabúðunum auk lík- amlegra æfinga? „Við hlýðum á fyrirlestra um ýmislegt, t.d. teygj- ur, lyfjamisnotkun og hugarfar," segir Silvía. Rafn bætir við: „Þetta kemur manni aðallega í góða æf- ingu, held ég.(!)“ Sérgrein Silvíu er spretthlaup, en Rafn segist hrifnastur af grindahlaupi og hefðbundnu 400 m hlaupi. „Ég á eftir að prófa 400 m grindahlaup," segir haim og fær að heyra glósur frá Silvíu um leið. „Þú verður alveg gjörsamlega bú- inn eftir 400 m grindahlaup,“ segir hún. „Ég ætla að prófa það,“ bætir Rafn við. En hvers vegna hefur Rafn meira gaman af því að hlaupa og stökkva yfir grindur fremur en að hlaupa á auðri braut? „Það er erf- iðara og þarf meiri tækni til þess. Hver sem er getur hlaupið beint áfram,“ segir grindahlauparinn í háðslegum tón. Silvía bregst illa við þessu. Rafn talar loks í alvöru: „Ég hef ágæta tækni í grindahlaupið, en er ekki nógu fljótur til að hlaupa ein- göngu spretthlaup.“ Þegar blaða- maður spurði þau hvort það væru þeir hægfara sem færu í grinda- hlaup, mótmælti frjálsíþróttafólkið harðlega. En hversu lengi hafa þau æft fijálsíþróttir? „Eg hef ekki æft neitt að ráði nema í um eitt og hálft ár, ég hef keppt í nokkur ár,“ segir Silvía, en hún vann Skólaþrí- þrautina árið 1994 og keppti því á Eyrarsundsleikunuin í Svíþjóð búinn sama ár. Rafn hefur æft í sjö ár og var einnig á meðal keppenda á Eyrarsundsleikunum 1994, en hann keppti á leikunum þijú ár í röð - í síðasta skiptið í æfingaferð með Aftureldingu. „Ég lenti einu sinni í öðru sæti í hástökki," segir hann og bendir á bolinn, sem hann klæðist, en á honum er merki Eyr- arsundsleikanna. „Ég ætlaði nú að fá gullið,“ bætir hann við. „Ég hafði ekkert komið nálægt fijálsíþróttum fyrr, en fékk að fara þangað út og fannst það mjög gaman,“ segir Silvía og segist hafa fengið áhuga á fijálsíþróttum eftir þessa för. Hún og Rafn hafa ekki látið sér nægja að fara einungis til Svíþjóðar, því þau voru á Ólympíu- dögum æskunnar í Portúgal í fyrra. „Ég held að við þurfum að fara oftar til útlanda, ef við eigum að ná árangri," segir Rafn - Silvía er sammála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.