Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Liðin sem leika um meistaratitilinn í handknattleik 1998 1992 g |! 'c <2 iS ?2 = JC S2 '55 -- E t? i 1 .£ o v> íS <o % < É 1996 ' 1995 251994 ■- & ' 1993 -- co c +* •- co 1 C 4- Hve oft í úrslitakeppni Hve oft leikið til úrslita Hve oft íslandsmeistarar Haukar Stjarnan Valur Til úrslita léku: 1992: FH - Selfoss 3:1 1993: Valur-FH 3:1 1994: Valur - Haukar 3:1 1995: Valur - KA 3:2 1996: Valur-KA 3:1 1997: KA - Aftureld. 3:1 Tvisvar sinnum í úrslítak. m UpL- Fram ■ STEINGRÍMUR Jóhannesson skoraði 5 mörk er Eyjamenn unnu Þrótt frá Neskaupstað 14:0 í deilda- bikarnum í knattpsynru um helgina. ■ LÁRUS Orri Sigmðsson fékk dæmda á sig vítaspyrnu og hlaut auk þess gult spjald er hann hindr- aði fyrrverandi félaga sinn hjá Stoke, Mike Sheron, í ieik við QPR á laugardaginn. Leikmenn QPR skoruðu úr vítasprynunni en Stoke vann eigi að síður langþráðan sigur, 2:1, og lyftu sér um leið upp úr neðsta sæti 1. deiidar. ■ KRISTJÁN Finnbogason og fé- lagar hans hjá Ayr í 1. deildinni í Skotlandi gerðu markalaust jafn- tefli við Raith Rovers á útivelli á laugardaginn. Ayr er í 8. sæti deild- arinnar með 29 stig úr 29 leikjum. Tíu lið eru í deildinni. ■ SIGURÐUR Bjarnason og lið hans Bad Schwartau hefur tryggt sér sæti í 1. deildinni í þýska hand- knattleiknum á næstu leiktíð. Um helgina vann Bad Schwartau lið Emsdatten í síðustu umferð 30:24 og er þar með í efsta sæti norðurhluta 2. deildar með 58 stig af 60 möguleg- um. ■ JULIUS Jónasson og samverka- menn hjá svissneska handknatt- leiksliðinu St. Otmar unnu um helg- ina ZMC Amicitia Zurich 28:23 og halda þar með þriðja sæti deildarinn- ar þegar tvær umferðir eru eftir, en fjögur efstu liðin halda áfi-am í úr- slitakeppni. ■ LEIKMENN sænska liðsins Skövde sem sendu Aftureldingu út úr 8-liða úrslitum Borgakeppni Evr- ópu unnu um helgina spænska liðið Octavio Vigo 26:25 í fyrri leik liðana í 4-liða úrslitum keppninnar. Standa Svíamir því vel að vígi því síðari leik- urinn fer fram á heimavelli þeirra nk. laugardag. ■ FRANKIE Fredericks, hlaupari frá Namibíu, sigraði bandarsíska hlauparann Tim Montgomery í 100 metra hlaupi á fóstudaginn, en þeir hafa tekið þátt í mótaröð í Suður-Af- ríku að undaníomu. Sá síðamefndi hafði betur í fyrstu tveimur hlaupun- um en nú náði silfurverðlaunahafi síðustu Ólympíuleika betur, hljóp á 10,08 sekúndum, sem er besti tími ársins. ■ HEIMSMEISTARINN í spjótkasti, Marius Corbett frá Suður-Afríku, virðist í góðri æfingu þessa dagana og sigraði ömgglega með því að kasta spjótinu 86,42 metra. Hann á lengsta kast ársins, 87,12 metra. ■ SONIA O’SuIIivan varð um helgina heimsmeistari í 4 og 8 km víðavangs- hlaupi kvenna, en keppnin fór fram í Marokkó. Fékk hún að launum um 5,8 milljónir og er óhætt að segja að keppnistímabilið byrji vel hjá Iran- um sem hefur ekki náð sér á strik í keppni síðan hún varð heimsmeistari í 5 km hlaupi á HM í Gautaborg árið 1996. Þetta er fyrsta árið sem keppt er í 4 km víðavangshlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu. ■ PAUL Tergat frá Kenýa og heimsmethafi í 10.000 m hlaupi kom fyrstur í mark í 12 km hlaupi karla á heimsmeistaramótinu og hefur nú unnið fjögur ár í röð. Aðeins landi hans John Ngugi hefur unnið oftar - fimm sinnum. Þetta var 13. árið í röð sem hlaupari frá Kenýa verður heimsmeistari í víðavangshlaupi. KÆRUR Þá liggur enn ein niðurstaðan fyiár í kærumálinu vegna úr- slitaleiks bikarkeppni karla í handknattleik. Dómstóll ÍSÍ komst að því á laugardaginn að þrír þeirra sem sitja í dómstól HSÍ séu vanhæfir til að fjalla um málið þar sem þeir hafa fjallað um það áður. Menn hafa fylgst með fram- gangi málsins af at- hygli og sitt sýnist hverjum og margir segjast hvorki skilja upp né niður í því þrátt fyrir að hafa fylgst nokkuð vel með. Sá er þetta skrifar er ekki lög- lærður, en eftir þessa hringavit- leysu virðist allt að því nauðsyn- legt að menn séu með lögfræði- próf upp á vasann til að geta fylgst með íþróttum. Hvað svo sem segja má um hvernig málin hafa æxlast er ljóst að ýmislegt má læra af atburðum síðustu vikna. Forysta handknattleiksins í landinu verður að hugsa sinn gang og það á ekki síður við um forystu íþróttamála, Iþrótta- og ólympíusamband íslands, ÍSÍ. Það sem snýr að handknatt- leiksforystunni er að sjá til þess að umgjörð leikja sé þannig að sómi sé að. Það nær til dæmis ekki nokkurri átt að umgangur sé slíkur í kringum ritaraborðið að ekki sé starfsfriður þar. Áhorf- endur og aðrir sem koma til að fylgjast með handboltaleik hafa ekkert að gera við ritaraborðið, þar eiga aðeins starfsnienn við- komandi leiks að vera. Það nær heldur ekki nokkmTÍ átt að þegar HSI ber að setja eftirlitsmann á leiki, sé það ekki gert. Þetta gerð- ist á leik Vals og Gróttu/KR í úr- slitakeppni kvenna á laugardag- inn. Hafi efthiitsmaðui- verið boð- aður á leikinn en ekki komist ein- hven-a hluta vegna á auðvitað að fá annan til að hlaupa í skarðið. Varla hefði leikurinn farið fram ef annar dómaiinn hefði forfallast. Þá hefði annai- væntanlega verið fenginn í hans stað. Forráðamenn Gróttu/KR ákváðu að kæra ekki framkvæmd leiksin, en það hefði verið fróðlegt að sjá hvernig málið hefði æxlast hjá dómstólum hreyf- ingaiinnar. Almennt má segja að hand- knattleiksmenn verði að koma meiri festu á hlutina hjá sér. Það er til dæmis athyglisvert að mun meiri losarabragur virðist á öllu varðandi leiki í handknattleiknum en geiist og gengur í köifuknatt- leiknum, svo ekki sé nú talað um knattspyrnuna. Má af þessu til- efni nefna að mótabók HSÍ er vaiia komin út þegar hún er orðin úrelt. Það er stöðugt verið að breyta leikdögum og leiktíma, en mótabók Körfuknattleikssam- bandsins stendst svo til alveg. Fyrir leikmann virðist nokkuð ljóst að íþróttahreyfingin sem slík geti einnig dregið nokkurn lær- dóm af kæramálinu. Það getur vart talist eðlilegt að reglur sér- sambanda stangist á við reglur ÍSÍ, sem er samnefnari sórsam- bandanna. Hvernig stendur til dæmis á því að engar athuga- semdh- komu frá ÍSI þegar árs- þing HSI samþykkti á sínum tíma að dómstóll HSI skyldi vera fyrsta dómstig en ekki áfrýjunar- dómstóll? Hver eru rökin fyrir því að á meðan í landinu eru tvö dóm- stig skuli þau vera þrjú hjá íþróttahreyfingunni? Skúli Unnar Sveinsson HSÍ og ÍSI verða að læra af niður- stöðu kærumálsins Hvers veqna tók LILJA RÓS JÓHANNESPÓTTIR borðtennis fram yfir píanóið? Píanóið varð að víkja í bili LILJA RÓS Jóhannesdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á íslandsmótinu í borðtennis um helgina og einnig í tvíliða- leiknum með helsta keppinauti sínum í gegnum árin, Evu Jósteinsdóttur. Lilja Rós verður tvítug í október og hefur verið í fremstu röð borðtenniskvenna undanfarin ár. Hún er ekki síður lipur við hvítu og svörtu nóturnar á píanóinu enda ekki langt að sækja hæfileikana þar, því Lára Rafnsdóttir, móðir hennar, er einn kunnasti píanóleikari landsins. Faðir hennar er Jóhannes Atlason, íþróttakennari og fyrrverandi leikmaður og þjálfari landsliðsins í knattspyrnu. En þegar kom að því að velja á milli greip hún borðtennisspaðann og segir það hafa verið gert í sátt við foreldrana. Var ekki erfítt að velja á milli borðtennisins ogpíanósins? „Jú, en ég varð að hætta öðru hvoru. Það var of mikið að vera í hvoru tveggja, sérstaklega þar sem ég var að hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík." Taka æfíngar og keppni mikinn tíma? „Ekki eins mikinn og áður því ég þarf að sinna náminu og það vantar líka fleiri stelpur í borð- tennis, sérstaklega eftir að Eva fór til Danmerkur. Reyndar erum við bara nokkrar eftir. Ég æfi því meira með strákunum, það er að segja þegar maður fær tækifæri til þess en þeir erum mildð betri.“ Hvemig leið þér að mæta Evu, sem æfír og keppir íDanmörku? Lilja Rós, sem er að Ijúka stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík, hefur tekið fimm stig af átta í píanó- CWr leik og hóf að æfa stetán borðtennis fyrir sex Stefánsson árum. Hún hefur aldrei æft aðrar íþróttir, sparkaði að vísu bolta þegar hún var yngri en hvers vegna borðtennis? „Við vorum alltaf í borðtennis í skólanum, dag einn fórum við á æfingu og það var mjög gaman.“ Erjafngaman núna? „Ja, það get ég varla sagt svona morguninn eftir mótið en ég er ekki hætt - tek mér bara stutt hlé því það fer að koma að stúdents- prófiim hjá mér.“ Morgunblaðið/Kristinn LILJA RÓS Jóhannesdóttir, íslandsmeistari í borðtennis, ásamt áhugasömum skólafélögum sínum í MR í gærmorgun. „Ég kveið mikið fyrir og hélt satt að segja að þetta myndi ekki ganga hjá mér en þar sem ég byrjaði betur náði ég að einbeita mér betur og það dugði í þetta sinn.“ Hafíð þið Eva ekki spilað mikið saman oggjörþekkiðhvor aðra? „Við gerum það. Höfum unnið tvíliðaleikinn undanfarin fjögur ár og skipst á að vinna meistara- flokkinn jafn lengi. Eva hafði síð- an unnið tvenndarleikinn þrívegis en í fyrra hirtum við Sigurður Jónsson hann.“ Vildu ekki foreldrar þínir beina þér í knattspyrnu eða píanóleik? „Nei, þau voru sátt. Mamma vildi að ég kláraði fimmta stigið, sem ég gerði og pabbi vildi að ég gerði það sem ég vildi.“ Styður fjölskyldan við bakið á þér? „Já, það gerir hún. Pabbi þekk- ir vel til í íþróttunum og er dug- legur við að mæta á mótin hjá mér. Hann messar líka duglega yfir mér ef honum þykir þess þurfa og það er mjög gott.“ Hafa þau tíma fyrir það? „Já, já. Ég á þrjá eldri bræður og það er gott að vera yngst - ekki laust við að ofurlítið hafi verið dekrað við mig, sérstaklega þegar þeir voru farnir og ég ein eftir svo að þau hafa meiri tíma fyrir mig.“ Hvað er svo framundan? „Það er ekki alveg á hreinu en mig mundi jafnvel langa til Aust- urríkis til að læra þýsku og spila þá borðtennis ef hægt er að koma því við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.