Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 8
J& B ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Meistarabar- áttan magnast Inter og Lazio sem skuggi Juventus á Ítalíu Sheaner fer falli Newcastle ALAN Shearer segist ekki ætla að leika með Newcastle komi til þess að liðið faili í 1. deild, en eins og mál standa nú er staða liðs- ins ekkert alltof góð í úrvalsdeildinni þótt félagið sé ekki í fallsæti í augnablikinu. Shearer hefur verið í herbúðum Newcastle f 19 mánuði og kom í þær fyrir metfé, 15 miHjónir punda. Hann segir það ekki koma til greina í 1. deild þótt hann eigi enn eftir þijú ár eftir af sainningi sínum. Víst er að mörg félög renna til hans hýru auga komi til þess að liann yfirgefi Newcastle og er m.a. vitað að Juventus og Barcelona fylgjast grannt með framvindu mála. SPENNAN á toppi ítölsku deiidarinnar magnast enn þó svo að hún hefði getað orðið enn magnaðri hefði Lazio tek- ist að sigra á heimavelli sín- um. Það tókst ekki og Juvent- us tókst að krækja sér í stig með 2:2 jafntefli við Parma eftir að hafa verið 2:0 undir í leikhiéi. í nágrannaslag AC Milan og Inter hafði Inter bet- ur, vann 3:0 og er komið í annað sætið, stigi á eftir Juv- entus. Fyrir leiki helgarinnar var staðan þannig að Inter var þremur stigum á eftir meisturum Juventus og gat náð þeim að stigum með sigri á heimavelli á Piacenza. Á sama tíma var Juventus í heimsókn hjá Lazio og heimamenn komust í 2:0 í ^fyrri hálfleik þannig að staðan var ekki góð hjá meisturunum, en á fimm mínútna kafla í upphafí síðari hálfleiks skoruðu þeir Alessio Tacchinardi, sem kom inn á í leik- hléi, og Filippo Inzaghi fyrir meist- arana og björguðu þar með einu stigi. Báðir skoruðu þeir með skalla og Tacchinardi átti síðustu send- ingu þegar Inzaghi skoraði jöfnun- armarkið. Marcello Lippi, þjálfari Juventus, sýndi hversu fær þjálfari hann er í þessum 200. leik sínum sem þjálfari félagsins. í leikhléi ákvað hann að setja Tacchinardi inn á og einnig Angelo Di Livio og þetta bar svo sannarlega tilætlaðan árangur. Jafnteflið dugði Juve til að halda efsta sætinu því Parma varð að sætta sig við markalaust jafntefli, en það var enginn meistarabragur á leik meistaranna í fyrri hálfleik. Króatinn Mario Stanic kom heima- mönnum yfir á 36. mínutu og Massimo Crippa gerði annað mark- ið á þeirri 41. þannig að liðið notaði aðeins fimm mínútur til að koma Juve í vandræði. Leikmenn Lazio máttu teljast heppnir að tapa ekki, en liðið hefur nú leikið 15 leiki án þess að tapa. 'Króatinn Pavel Nedved lék ekld með Lazio og munaði greinilega mikið um þennan snjalla miðju- mann auk þess sem Alessandro Nesta var ekki heldur með, var í leikbanni. Heimamenn skutu tví- vegis í markstöng. Svíinn Sven-Göran Eriksson, þjálfari Lazio, var ekki ánægður með leik sinna manna. „Við vorum eiginlega ekki með hugann við það sem við áttum að vera með hugann við,“ sagði Eriksson og bætt við: „Það virðist ætla að ganga erfiðlega að ná Juventus. Við höldum stöðugt að nú séum við að ná liðinu, en Juve virðist vera með níu líf eins og kött- urinn.“ Nágrannaslagur i Mílanó AC Milan tók á móti nágrönnum sínum Inter á sunnudagskvöldið og var þetta 241. leikur félaganna. Það er skemmst frá því að segja að Inter hafði mikla yfirburði og nýtti sér til fullnustu að Juventus náði aðeins einu stigi. Inter sigraði 3:0 og er liðið nú í öðru sæti, stigi á eftir Juventus og stigi á undan Lazio. Argentínumaðurinn Diego Sim- *eone gerði tvö mörk og Brasilíu- maðurinn Ronaldo gerði þriðja mark Inter. Simeone var nærri því að skora snemma í leiknum en Sebastiano Rossi varði vel. Á 41. mínútu skallaði hann í netið eftir homspymu og Ronaldo vippaði síð- an glæsilega yfir Rossi á 76. mín- útu. Þeir félagar vom aftur á ferð- 4mni skömmu síðar en þá sendi Ron- Reuters GEORGE Weah, sóknarleikmaður AC Milan, er hér í baráttu við Taribo West, vamarleikmann Inter, sem fagnaði sigri. Fjögur mörk Vieris dugðu ekki aldo á Simeoni sem slapp einn í gegnum vöm AC og skoraði. Átta umferðir em eftir í ítölsku deildinni og hefur baráttan á toppn- um ekki verið eins jöfn og spenn- andi síðan 1991. Bilið milli Inter og Juve hefur minnkað um þrjú stig í síðustu tveimur leikjum og mikil spenna virðist framundan á Italíu. Enn skorar Bierhoff Þjóðerjinn Oliver Bierhoff, sem leikur með Udinese, gerði eitt marka liðsins er það vann Brescia 3:1 og er markahæstur í deildinni með 19 mörk. Udinese er í fjórða sæti og heldur enn í vonina um að komast í annað sætið og vinna sér þar með rétt til að leika í Meistara- deild Evrópu á næsta keppnistíma- bili. Möguleikar Napólí um að halda sæti sínu í deildinni minnkuðu enn er liðið tapaði 4:2 á heimavelli fyrir Lecce, sem færðist þar með tveimur stigum upp fyrir Napólí. Fyrir átta áram neitaði Roberto Baggio að taka vítaspymu fyrir Ju- ventus er liðið mætti Fiorentina, sem hann lék áður með. Baggio ótt- aðist ólæti á götum Flórens, en hann kærði sig kollóttan á sunnu- daginn og tók vítaspyrnu fyrir Bologna er liðið lék í Flórens. Það var ekkert hik á Baggio og hann skoraði af öryggi yst út við stöng- ina til vinstri. En dómarinn hikaði og bað hann um að endurtaka spyrnuna þar sem hann hefði stoppað þegar hann hljóp að bolt- anum. Baggio gerði það og sendi boltann nú út við stöng hinum meg- in. Heimamenn höfðu komist yfir skömmu áður með marki Luis Oli- veira úr vítaspyrnu. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Athtico Madrid og Salamanca léku hreint ótrúlegan leik á laugardaginn þar sem liðsmenn Salamanca unnu með 5 mörkum gegn 4. Breytti engu þótt Christian Vieri færi á kostum í liði Madrídar- búa og gerði öll fjögur mörk þeirra. Meðal annars gerði hann tvö mörk á síðustu níu mínútunum og virtist þar með hafa tryggt annað stigið. En Edu AJonso hafði ekki sagt sitt síðasta orð fyrir og tryggði Salamanca sigur með marld á síð- ustu andartökum leiksins. Þetta er í annað sinn í vetur sem Vieri gerir fjögur mörk í einum og sama leikn- um á yfirstandandi leiktíð. Barcelona heldur sínu striki í átt að spænska meistaratitlinum og um helgina lagði liðið Athletic Bilbao 4:0 á heimavelli. Meistarar síðasta árs, Real Madrid, halda enn í veika von um að geta gert leikmönnum Barcelona skráveifu á lokasprettin- um. Á sunnudaginn vann Real Mad- rid lið Compostela, 2:1, og sem fyrr munar sjö stigum á liðunum. Júgóslavinn Predrag Mijatovic skoraði sigurmark Real tólf mínút- um fyrir leikslok og þótti ýmsum sem rangstöðulykt væri af. Leik- menn Real vora ekki eins kvikir og oft áður og ekki er ósennilegt að sigurleikurinn á Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni hafi setið í þeim. Búlgarinn Lyuboslav Penev nýtti sér það til hins ýtrasta er hann kom Compostella yfir snemma leiks eftir alvarleg mistök Femando Hierro í vöm Real. Meistaramir sáu að við svo búið mátti ekki standa og Clar- ence Seedorf jafnaði rétt fyrir hálf- leik með fallegu bogaskoti af nokkru færi. Sigurmarkið kom síðan tólf mín- útum fyrir leikslok, en stuttu síðar vora liðsmenn Real heppnir að ekki var dæmd á þá vítaspyma er Rob- erto Carlos fékk knöttinn í höndina. Dómarinn lét það framhjá sér fara og þar með sluppu meistararnir fyr- ir horn með bæði stigin. Barcelona réð lögum og lofum á leikvellinum í viðureign sinni við Ath- letic Bilbao. Liðið gerði þó aðeins eitt mark í fyrri hálfleik og var þar á ferðinni Giovanni strax á fjórðu mínútu. Brasih'umaðurinn Sonny Anderson gerði tvö mörk með stuttu millibili snemma síðari hálf- leiks. Anderson lék án efa sinn besta leik síðan hann gekk til liðs við Barcelona, lagði upp fjórða og síðasta markið fyrir Oscar Carcia. Verður Gassi um kyrrt? SVO kann að fara að Paul Gascoigne verði áfram hjá Rangers og gefi frá sér tilboð sem borist hafa frá Middles- brough, Crystal Palace og Newcastle. Hann lék með fé- lögum sínum í 19 mínútur um helgina og margir þeirra hafa beðið hann um vera um kyrrt hjá félaginu og aðstoða það við að vinna 10. meistaratitilinn í Skotlandi á jafnmörgum árum. „Við viljum að hann verði með okkur út leiktíðina og ég held að hann geri það,“ sagði einn leikmanna Rangers á sunnu- daginn. „Við höfum sagt hon- um frá þessari skoðun okkar og hann var ánægður með þessa ósk okkar.“ Gascoigne segist aldrei hafa lýst því yfir opinberlega að hann vilji yfirgefa félagið, en forráðamenn Rangers hafa gefið það út að þeir séu tilbún- ir að selja hann fyrir 3 milljón- ir punda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Middlesbrough hefur þegar boðið honum rúmlega 3 millj- ónir í vikulaun en Bryan Rob- son, knattspyrnustjóra Boro, segist vera farið að lengja eftir svari frá Gassa eða umboðs- manni hans, en tilboðið var gert á miðvikudaginn. Frestur til þess að sldpta á milli liða í Englandi rennur út á fimmtu- daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.