Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1998, Blaðsíða 12
Einokun Vfldnga VÍKINGAR endurnýjuðu áskrift sína að íslandsmeistaratitlunum í borðtennis um helgina nema hvað Margrét Ösp Stefánsdóttir frá Grenivík tók af þeim titil í 1. flokki kvenna. Alla aðra flokka unnu Víkingar og Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi sigraði f meist- araflokki fimmta árið í röð en að auki sigraði hann einnig í öllum flokkum, sem hann tók þátt í. Keppni hófst á föstudeginum með tvenndarleik þar sem Guðmund- ur og Eva Jósteinsdóttir sigruðu fé- l;lKa sína úr Víkingi, S(efán Markús Árnason og Stefánsson Lilju Rós Jóhannes- skrífar dóttur í úrslitum og á laugardeginum var leikið fram að undanúrslitum í öðr- um flokkum. Það var því ekki fyrr en á sunnudeginum að draga tók til tíð- inda. Fyrst lauk úrslitum í 2. flokki karla þar sem efnilegur piltur úr Víkingi, Þórólfur Beck Guðjónsson, hampaði gullverðlaunum. I þessum flokki léku þrir fatlaðir piltar í hjóla- stól, Jóhann R. Kristjánsson, Jón Heiðar Jónsson og Viðar Arnason og stóðu sig ágætlega þó ekki hafi þeim tekist að næla sér í verðlaunapening. Grenvíkingurinn Margrét Ösp bar síðan sigurorð af Sigríði Þ. Arna- dóttur í 1. flokki kvenna og Björn B. Jónsson, Víkingi, í 1. flokki karla. Lilja Rós og Eva áttu síðan ekki í vandræðum með að halda meist- aratitli sínum í tvíliðaleiknum en að- þetta mót. Lilja byrjaði betur, vann fyrstu lotuna 21:7 og næstu 21:18 áð- ur en Eva náði að sýna hvað í sér býr með 21:18 sigri í þeirri þriðju. Lilja tók þá til sinna ráða á ný og vann fjórðu 21:11, sem tryggði henni titil- inn. í meistaraflokki karla var aldrei vafi um hver myndi hampa bikarnum að lokum og lítil spenna, nema ef væri leikur Adams Harðarsonar úr Víkingi og Kjartans Briem úr KR í undanúrslitum. Þar sigraði Adam fyrstu lotuna naumlega en Kjartan hafði sterkari taugar og vann næstu þrjár einnig með naumindum. Guð- mundur sigi'aði Ingólf til að komast í úrslit en í úrslitaleiknum átti Kjart- an aldrei möguleika gegn Guðmundi sem sigraði 21:8, 21:13 og 21:16. „Ég varð að taka á í öllum leikjunum og þurfti að hafa fyrir sigri því það er ekki sjálfsagt að ég vinni þá,“ sagði Guðmundur eftir mótið. „Ég hef ver- ið að bæta mig í vetur en hinir strák- arnir hafa líka verið að bæta sig.“ Morgunblaðið/Geir GUDMUNDUR E. Stephensen úr Víkingi sigraði í meistaraflokki fimmta árið í röð. Metog gull hjá Eydísi Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, bætti um helgina eigið íslandsmet í 200 m baksundi á danska meistaramótinu. Synti hún á 2.14,95 mín., en gamla metið var 2.16,40, sett á heimsmeistaramótinu í sundi í Gautaborg á síðasta ári. Ey- dís hlaut gullverðlaun í þessari grein en auk þess vann hún til tvennra bronsverðlauna - í 200 m fjórsundi á 2.21,31 mín., og með sveit sinni í 4x200 m skriðsundi. Héðinn fram- lengir við Dormagen HÉÐINN Gilsson hefur fram- lengt samning sinn við Bayer Dormagen til tveggja ára, til 30. júní árið 2000. Þetta gerði hann um helgina. Héðinn gekk tii liðs við Dormagen undir lok sl. árs og undúrit- aði þá samning til vors. Áður hafði hann verið í herbúðum Fredenbeck í hálft annað ár. Dormagen er sem stendur í neðsta sæti 1. deildar og bei-st ákaft fyrir áframhald- andi veru í deildinni, en að- eins eru fjórar umferðir eftir. Dormagen er með 11 stig, einu stigi fleira en Gummers- bach. Aðeins eitt iið fellur þar sem Rheinhausen hefur þegar verið dæmt niður er það varð gjaldþrota í desem- ber. Næstneðsta liðið leikur um sæti sitt í deildinni við sigurvegai'ann í leik næst efstu liðanna í norður og suð- urhluta 2. deildar. BORÐTENNIS / ISLANDSMEISTARAMOTIÐ eins meira spenna var í tvíliðaleik karla. Þar sigruðu Guðmundur og Markús, sem voru að Ieika saman í fyrsta sinn en þeir fengu í úrslitum KR-ingana Kjartan Briem og Ingólf 1 en sá síðamefndi hefur einmitt verið sigursæll með Guðmundi í tvíliða- leiknum undanfarin ár. Baráttan í meistaraflokki kvenna var eins og oft áður á milli Víking- anna Lilju Rósar og Evu, en þær hafa skipst á að vinna þann titil und- anfarin ár. Eva, sem hafði titil að verja, býr og spilar í Danmörku en kom sérstaklega til landsins fyrir Enginn ógnar Guðmundi GUÐMUNDUR EGGERT Steph- ensen er aðeins 16 ára en hefur bor- ið höfuð og herðar yfir íslenska borðtennismenn undanfarin fimm ár. Um helgina varð engin breyting |þar á því hann sigraði allar lotur nema eina í meistaraflokki - fyrr- verandi félagi hans úr Víkingi, sem nú er í KR, Ingólfur Ingólfsson, i vann eina í undanúrslitum. Guð- íjnundur hafði í nógu að snúast síð- astliðinn vetur, lék með dönsku liði 'og fór 12 sinnum utan til að keppa fyrir það lið. „Það var nokkuð um ferðalög en svo sem ekki langt að fara og við náðum þriðja sætinu í deildinni," sagði Guðmundur eftir mótið en hann er að ljúka grunn- skóla og’ er því á tímamótum. Hann .segist líklega verða áfram á Islandi. ^„Eg spila á mótum í Danmörku í I sumar en býst við að vera á íslandi eftir það.“ HANDKNATTLEIKUR Árni Indriðason, þjálfari Víkings, spáir í spilin fyrir úrslitakeppnina Valur, KA, Fram og FH fara áfram „ÉG hef trú á því að það verði Valur, KA, Fram og FH sem komast í undanúrslitin,“ sagði Árni Indriðason, þjálfari Vík- inga, er við báðum hann að spá um gengi liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar í handknattleik, sem hefst í kvöld með tveimur leikjum: Afturelding - Valur, KA - Stjarn- an. Á morgun leika Fram - ÍBV og FH - Haukar. Arni sagði að lið Aftureldingar hefði verið brotgjarnt að undanförnu og tapað heimaleikj- um eins og á móti Víkingi og Stjörnunni. „Það eru margir afar góðir einstaklingar hjá Aftureld- ingu, en liðsheildin er ekki nægi- lega góð - stemmninguna hefur vantað í leik liðsins. Valsmenn hafa aftur á móti verið á uppleið og leikið jafna leiki. Valur hefur reynslu af úrslitaleikjum. Það er oft svo að reynslan fylgir liðum, ekki einstaklingum. Eg hef trú á að Valsmenn léggi Aftureldingu í tveimur leikjum." Árni segir að KA eigi mjög góðan heimavöll, sem á eftir að reynast liðinu vel í úrslitakeppn- inni. „KA-menn eru afar erfiðir heim að sækja og hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. Það er erfitt að ráða við KA-liðið þegar Sigtryggur Albertsson hef- ur varið vel og leikmenn liðsins hafa náð hraðaupphlaupum, sem er þeirra sterkasta vopn. Róður- inn verður erfiður hjá Stjörn- unni, sem hefur ekki getað teflt fram sínu sterkasta liði. Stjörnu- menn hafa ekki verið nægilega grimmir, eru fljótir að gefa eftir þegar blæs á móti. Ég spái að KA þurfi ekki nema tvo leiki við Stjörnuna." Árni sagðist eiga í vandræðum með að spá til um leiki Fram og ÍBV, en hefur þó trú á að Framarar hafi betur í þremur leikjum. „Fram er með jafn besta liðið í deildinni, með mjög góða einstaklinga í öllum stöðum. Eyjamenn eru með mikið stemmningslið og sterkan heima- völl. Það er því þýðingarmikið fyrir Fram að fá oddaleik heima.“ FH á uppleið Árni hefur trú á því að FH- ingar fagni sigri á Haukum eftir þrjár viðureignir. „FH-liðið hef- ur verið að ná sér á strik að und- anförnu, er á uppleið á réttum tíma. Haukar eru með góða og reynslumikla leikmenn en það dugar ekki gegn Kristjáni Ara- syni og lærisveinum," sagði Árni. Fram og ÍBV léku í 8 liða úr- slitum sl. keppnistímabil og þá hafði Fram betur, vann í odda- leik í Eyjum, 2:1. KA og Stjarnan mættust þá einnig í 8 liða úrslitum og fögn- uðu leikmenn KA í oddaleik á Akureyri, 2:1. KA sló Stjörnunna út 1995, þá einnig í oddaleik í 8 liða úrslitum, 2:1. Afturelding og Valur hafa tvisvar áður glímt í úrslitakeppni og hefur Valur farið með sigur af hólmi í bæði skiptin í undanúr- slitum, fyrst 2:0 1995 og síðan í oddaleik 1996, 2:1. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mættust í 8 liða úrslitum 1996 og þá fögnuðu FH-ingar sigri í oddaleik á heimavelli Hauka, 2:1. ITAUA: 2 X X /XI ! X 2 X X X 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.