Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 1
I Morgunblaðið/Ámi Sæberg AGGIE vill að hárið á sér líti út eins og hún hafi klippt það sjálf. ■ KVENNABLAÐAFRÆÐI/2 ■ BRJÓST ÚR EIGIN VEF/4 ■ ELPHEIT ÁST I' DILLONSHÚSI/6 ■ SJÚKRAÞJÁLFARAR - MAÐURINN í HEILD FRÁ VÖGGU TIL GRAFAR /7 ■ PRODIGY AÐDÁENDUR Á ÝMSUM ALDRI/8 ■ BRETTASTRÁKARNIR voru í hæfilega víðum fötum. HALLDÓR í skyrtu í stfl við barnavagninn þar sem sonur hans Gylfi sefur. ÞÆGILEGT og aftur þægilegt var mottóið hjá Eddu og Elínu. Götutíska ANDREA og Hildur eru báðar hrifnar af hermannagrænum fötum. um þessar mundir. „Já, þetta er svona allt að því „Stússí", en samt hálfgerðar gallabuxur,“ sagði Halldór. Hann sýndi blaðamanni stoltur bolinn sem hann klæddist en hann keypti Halldór á úti- markaði í Berlín í Þýskalandi fyrir tveimur árum. „Þetta er uppáhaldsbolurinn minn, keypti hann á fimm mörk, mjög góð kaup. Það er svo þægilegt að vera í honum næst sér.“ Halldór var einnig stoltur af bakpoka sínum, hinum norska Fjáll- ráven, sem var í tísku fyrir tíu árurn og því að sjálfsögðu í tísku núna, enda er greinilega allt leyfilegt, gamalt, nýtt, í stíl eða úr stíl. HERMANNABUXUR, útvíðar brettabux- ur, barnateppi, íþróttaskór og smáu hlut- irnir eru allt hluti af götutískunni í Reykjavíkurborg um þessar mundir. „Það er allt í tísku,“ sagði Andrea Karlsdóttir þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðs- ins rákust á hana og vinkonu hennar, Hildi Ólafs- dóttur, á Ingólfstorgi. Hún var í „Stússí" buxum, hermannagrænum með vösum á hliðinni. „Það eru ógeðslega margir í þessu,“ sagði Andrea sem sagðist hafa keypt sínar buxur í Kringlunni. Hildur var að vísu ekki í hermannatískunni en sagðist ætla að fá sér buxur þrátt fyrir að mamma hennar vildi helst ekki að hún gengi þannig til fara. „Eg fæ örugglega svona buxur hjá frænda mínurn," sagði hún. „Annars á ég svona „Stússí" dúnúlpu sem ég get notað með. Svokölluð brettatíska hefur verið ríkjandi meðal ungs fólks um hríð og þeir Róbert Óskars- son, Ársæll Þór Ingvason og Valur Hrafn Ein- arsson voru brattir og brettalegir þegar þeir æfðu sig á Ingólfstorginu í vikunni. Róbert var með háa húfu, hermanna- græna að lit sem að hans mati var nú ekkert sérstaklega í tísku. „Eg á nú aðra húfu, ég keypti bara þetta merki og setti á þessa,“ sagði hann og benti á kollinn á sér. Arsæll Þór var í nokkuð venjulegum gallabuxum, sagði óþægilegt að vera í of víðum buxum þegar þeyst væri um á hjólabrettinu. Hann sagðist kaupa sér fót í snjóbrettabúðinni Týnda hlekknum og kveðst æfa sig á snjóbretti þegar hann kemst í einhvern snjó. Gengur um með barnateppið Edda Kjarval, og Elín Hansdóttir, voru þægi- lega klæddar og í sumarskapi þar sem þær stóðu við ísbúðina í íþróttaskóm og ætluðu að fá sér ís í tilefni sumarkomu. „í dag má allt. Fötin þurfa ekkert að vera í stíl, það er um að gera að blanda öllu saman,“ sögðu þær og lögðu þunga áherslu á að þær klæddust umfram allt fötum sem væru þægileg, þó auðvitað þyrftu þau að vera smart líka. Elín, sem var töff klædd að mati vinkonu sinnar, var í einskonar blöndu af gamaldags Uppáhalds- bolurinn fimm mörk íþróttafatnaði og svo gömlu ömmupilsi meðal annars. „Eg keypti pilsið á útimarkaði í Brussel og töskuna gerði ég úr gamla barnateppinu mínu. Svo er ég í nýjum strigaskóm, þeir eru 70% loftpúðar og því umfram allt þægileg- ir.“ Hlébarðaklúturinn sem Edda var með um hálsinn er ekkert endilega í tísku að því er hún segir sjálf heldur fékk hún hann bara lánaðan. „Jú, mér finnst hann fínn, fer vel með Puma strigaskónum," sagði hún. íslenskur innblástur „Eg hef fengið mikinn innblástur hér á íslandi í sambandi við föt og tísku,“ sagði Aggie E.G. Peterson, norsk söngkona sem stödd er hér á landi við myndatökur fyrir um- slag á væntanlega plötu hljómsveitar hennar, Frost. „Fólkið í Ósló er íhaldssamara. Hér er unga fólkið mjög smart og frjálslega klætt, hugsar greinilega mikið um útlitið,“ sagði Aggie sem segir að það sem gildir í tískunni í dag sé að blanda saman stflum og vera ekki of fullkominn í fatastíl eins og hún orðar það. Aggie var með litað fjólublátt hár. „Eg vildi gera eitthvað skrýtið við hárið á mér, láta það líta út eins og ég hefði verið að klippa það sjálf,“ sagði hún en sagðist þó ekki hafa skorið hár sitt sjálf í raun og veru. Bláa jakkann keypti hún í íslensku verslun- inni Spútnik og undir honum leyndist annað sem hún taldi skipta máli í tísku dagsins, það eru smá- atriðin. „Þetta er persóna úr bandarískri teikni- mynd,“ sagði hún um leið og hún lyfti upp jakk- anum til að leyfa blaðamanni og ljósmyndara að sjá litla nælu á maga sínum. Góður næst sér Halldór Gylfason var á gangi með Gylfa son sinn í barnavagni í Austurstrætinu þegar blaða- maður tók eftir því hve flísjakki Halldórs var í skemmtilegu samræmi við áklæði bamavagnsins. Halldór sagði að þetta væri bara skemmtileg til- viljun. Hann var í bláum buxum sem hann sagðist hafa keypt í Levi’s búðinni og væru þær í tísku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.