Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 8
8 B FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF hoppuðu í Höllinni Hljómsveitin Prodigy, sem fékk æsku- lýð landsins til að hoppa og skrækja í Höll- inni um síðustu helgi, á sér breiðari aðdá- endahóp en margir halda. Þóroddur Bjarnason ræddi við Stefán, 7 ára, og Sól- veigu Hauksdóttur, sem fá aldrei nóg af tónlist sveitarinnar. STEFÁN Hilmarsson var án efa einn yngsti gesturinn á tónleikunum en þar var hann í fylgd mömmu sinnar og pabba sem segjast ekki vera að- dáendur líkt og sonurinn. „Eg skemmti mér ágætlega en ég veit ekki með mömmu hans,“ sagði Hilmar Binder faðir Stefáns. Stefán er 7 ára gamall og honum fannst rosa gaman á tónleikunum. „Mér fínnst Prodigy besta hljóm- sveit í heimi.“ Hann sagði að vinir sínir sem líka væru aðdáendur hljómsveitarinnar hefðu ekki fengið að fara á tónleikana og segir að þeir hafi verið smá öfundsjúkir. „Uppá- haldslagið mitt er Firestarter og mér finnst þarna kallinn með svörtu tennurnar, Maxim Realty, flottastur. Eg á margar myndir af honum og hljómsveitinni,“ sagði Stefán, sem á fimm plötur hljóm- sveitarinnar og hlustar á þær reglulega. Hann segist örugglega ætla að fara aftur á tónleika með hljómsveitinni; „ef ég má“, eins og hann orðar það og segir að pabbi og mamma hafí verið góð að leyfa sér að fara núna. „Mamma keypti mið- ana, ég held samt að hún hafi ekki mjög gaman af tónlistinni." Hann segir að sér hafí þótt tónlistin í höll- inni síst of hátt stillt en heldur of mikið þótti honum af blikkljósum. „Svo voru allir hoppandi, ég hopp- aði ekki neitt. Pað er bara hann Doddi vinur minn sem hoppar," sagði hann en þeir vinirnir hlusta oft saman á tónlistina inni í her- bergi. Nei, þakka þér fyrir! „Ef Stefán mætti ráða myndi hann raka af sér hárið og setja göt í eyru og nef eins og söngvarinn," sagði mamma hans, Laufey Stef- ánsdóttir, og hlær. Hún segir hljómsveitina ekki vera í uppáhaldi hjá sér. „Nei, þakka þér fyrir, þetta höfðar ekki til mín. Stefán er tíður gestur í versluninni Hljómalind og þar kynntist hann þessari tónlist. Maður getur ekki bannað börnun- um að vera með einhvern ákveðinn tónlistarsmekk.“ Stefán fær að spila tónlist hljóm- sveitarinnar í skólanum á fóstudög- um en þó mætir það stundum and- stöðu hjá stelpunum í bekknum, sem kjósa frekar að hlusta á Spice Girls. Getur ekki beðið Hilmar faðir Stefáns sagði að stemningin í höllinni um helgina Morgunblaðið/Halldór STEFÁN á fimm diska með hljómsveitinni. „KALLINN með svörtu tennurnar er flottastur." Morgunblaðið/Ásdís SÓLVEIG Hauksdóttir. „Eitt það almagnaðasta sem ég hef séð.“ hafi verið mjög góð en fjölskyldan ákvað þó að vera uppi í stúku enda ekki kræsilegt að vera í látunum á gólfínu með sjö ára snáða. „Þetta voru fyrstu tónleikarnir sem hann fer á og hann sat alveg stjarfur af spenningi allan tímann, þetta var mikið ævintýri fyrir hann.“ Hilmar segir soninn reyna mikið til að líkjast söngvara Prodigy, Keith Flynt, í útliti og lætur tií dæmis marglita maska í hárið á sér og reynir að láta það standa út í loftið eins og hægt er. „Hann sonur minn er dálítið ólíkur flestum jafn- öldrum sínum. Hann getur ekki beðið eftir að verða unglingur," sagði Hilmar og brosti. Erfitt að standa kyrr Já, ég er mikill aðdáandi, sér- staklega núna eftir tónleikana. Ég hafði náttúrlega oft heyrt í hljóm- sveitinni á diskum og á myndbandi og svona en núna er ég orðin veru- lega heit fyrir þeim,“ segir Sólveig Hauksdóttir, sem var mitt í dans- andi skrílnum á gólfi Laugardals- hallarinnar á laugardaginn og var alveg tilbúin til að hlusta á hljóm- sveitina í klukkutíma til viðbótar ef boðið hefði verið upp á það. Reyndar var Sólveig ekki komin þarna eingöngu til að hlýða á Prodigy því sonur hennar Sölvi Blöndal er einn liðsmanna hljóm- sveitarinnar Quarashi, sem hitaði upp fyrir Prodigy. „Quarashi er uppáhaldshljómsveitin mín og Prodigy er númer tvö þessa dag- ana,“ segir Sólveig og hlær og segir að uppáhaldslag hennar á tónleik- unum hafi verið lagið Mindfield, eða Hugarakur. Hún sagði það hafa verið erfitt að standa kyrr á gólfinu enda togi tónlistin og kraftur hóps- ins sterkt í mann og komi kroppn- um á ið. Hún sagðist ekki hafa séð marga á sínum aldri á tónleikunum en það hafi komið sér á óvart hve mikið var af ungum krökkum, 11-12 ára, í fylgd með foreldrum sínum. „Mér fannst mjög gaman að því,“ bætti hún við. Sólveig er vanur tónleika- gestur en segir ljósadýrðina og kraftinn á þessum tónleikum hafa slegið flest út sem hún hafi áður séð. „Þetta var eitt það almagnaðasta sem ég hef séð, krafturinn rosaleg- ur og mikil útgeislun frá hljóm- sveitinni,“ sagði Sólveig, sem hlust- ar stundum á Prodigy og Quarashi við heimilisstörfin. ESm•• . ■ Toppunnn í eldunartækjum a°p9eed Blombera Blomberg Excellent fyrir þá, sem vilja aðeins það besta! □FNAR: 15 gerðir i hvítu, svörtu, stáli eða spegiláferð, fjölkerfa eða Al-kerfa með Pyrolyse eða Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORÐ: 16 gerðir með „Hispeed" hellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði Blomberq hefur réttu lausnina fyrir þig Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.