Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 B 7' þýðumatur; fiskur, kartöflur og róf- ur og er talið að Sire hafi haft nokkra kostgangara, m.a. Jónas skáld og fleiri leigjendur í föstu fæði. Veitingastaðurinn sem Árný rek- ur er að hennar sögn mjög vinsæll af ferðamönnum sem og heima- mönnum, en hann er opnaður í lok maí ár hvert. Til gamans hefur hún haft matseðilinn hennar Sire í boði og hefur honum verið vel tekið. Undanfarin ár hefur Dillonshús einnig mikið verð leigt undir veislu- höld, svo sem brúðkaup, afmæli og fermingarveislur. Lítil reisn yfir Reykjavík Reykjavík hefur um margt breyst á þeim árum sem liðin eru frá því Sire bjó í Dillonshúsi en um miðbik síðustu aldar var höfuð- borgin sem lítið þorp með um sex hundruð íbúa. Aðallega tómthús- menn og fiskimenn í bland við danska embættismenn, kaupmenn og þjónustufólk þeirra. „Lifnaður Reykvíkinga þótti heldur subbuleg- ur á þessum tíma,“ segir Gerður og bendir á skrif Tómasar Guðmunds- sonar í Skammdegisörlögum, um að ekki hafí verið mikil reisn yfir Reykjavík árið 1834 og fátt hafi verið í verulegum blóma nema laus- ung og drykkjuskapur. Á píuböllum var dansað við kertaljós Fyrir tilstuðlan Sire voru haldin píuböll í Dillonshúsi á árunum 1830-1840. „Um böllin eru nokkrar heimildir en þau voru dansleikir fyrir þjónustustúlkur, vinnukonur og aðra þá sem ekki þóttu gjald- gengir á fínni danleiki í Klúbbn- um,“ segir Gerður. Klemens Jóns- son minnist á að oft hafi verið sukk- samt í húsum Sire og í ritgerð Jónu Bjargar segir að Hendriksen politi, sem var illa þokkaður og þótti drykkfelldur, hafi leikið á flautu undir dansi á píuböllum auk fiðlara, en dansað var við kertaljós. Þai- stendur einnig að árið 1839 hafi nokkrir tómthúsmenn kvartað yfir tilteknu veitingahúsi sem líklega hefur verið Dillonshús. „Þar drekki sjómenn og fátæklingar frá sér ráð og rænu og leggist svo upp hjá undirrituðum eða öðrum sem hús- ráð hafa,“ segir í bréfinu. Vildu tómhúsmennirnir að húsinu yrði tafarlaust lokað. Kvennaskólinn fyrst í húsinu Maddama Sire virðist alltaf hafa haldið mannorði sínu og um 1850 dró hún saman veitingareksturinn og leigði út stæri’i hluta hússins en áður. Meðal fyrstu leigjenda henn- ar eftir það voru Agústa og Þóra Grímsdætur sem ráku fyrsta kvennaskóla á íslandi í Dillonshúsi frá 1851-53. Skólinn stóð þó ekki undir sér fjárhagslega en Þóra gift- ist síðar Páli Melsteð og tók upp ættarnafn hans. Hún stofnaði ásamt fleiri konum Kvennaskólann í Reykjavík sem enn starfar. Dillonshús var selt árið 1862 og 1 sama ár giftist Henrietta Dillon dönskum kaupmanni og saman áttu þau einn son sem álitið er hafa týnst í Kaupmannahöfn. Afkom- endur Dillons og Sire eru því lík- lega engir. Talið er að Henrietta hafi á efri árum farið til Englands til að hitta ættingja sína, en heim- ildum ber ekki saman um hvort hún hafi hitt fóður sinn. Sire átti ánægjulega elli, en hún flutti til sonar sín, Odds Péturs að Ytra-Hólmi. Hún lést 79 ára göm- ul. Fyrir um tíu árum bauð Afengis- og tóbaksverslun ríkisins ungum lávarði, Henry Benedict Charles Dillon, til landsins í tilefni þess að skjaldarmerki Dillonsættarinnar hafði verð sett á íslenska ginteg- und sem kennd er við Dennis Dillon lávarð. Eldgamalt ástaræv- intýri á íslandi getur því leitt ýmis- legt af sér. Morgunblaðið/Ásdís ÍÞRÓTTAFATNAÐUR er einkennisfatnaður margra sjúkraþjálfara enda starfa þeir gjarnan í íþróttasölum. Anna Margrét Guðmundsdóttir starfar sem sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélagi Islands þar sem hún meðal annars leiðbeinir gigtarsjúklingum við notkun líkamsræktartækja. Maðurinn starfsemi hans gerir þeim einnig kleift að meta samhengið milli van- líðunar og lífshátta þeirra sem til þeirra leita. Ekkert óviðkomandi Ýmsir faghópar hafa verið myndaðir innan sjúkraþjálfunar eftir því við hvað sjúkraþjálfararn- ir fást. Sumir hafa gert fræðslu og forvamir að atvinnu sinni og starfa þeir meðal annars að foreldra- fræðslu í tengslum við meðgöngu og fæðingu og að vinnuvernd bæði innan fyrirtækja og utan. Þá hafa nokkrar heilsugæslustöðvar á landinu sjúkraþjálfara innan sinna vébanda. Aðrir sjúkraþjálfarar hafa sér- hæft sig í þjálfun og hæfingu barna með þroskafrávik og enn aðrir í endurhæfingu fólks eftir slys, sjúk- dóma á borð við hjarta- og lungna- sjúkdóma, skurðaðgerðir og aflim- anir svo dæmi séu tekin. Gigtar- sjúklingar eiga kost á sjúkraþjálf- un sérsniðinni að þöríiim þeima sem og fræðslu og kennslu í að nota hjálpartæki. Þá hafa sjúkra- þjálfarar sérhæft sig í þjálfun aldr- aðra og enn aðrir í endurhæfingu geðsjúkra. Nokkrir sjúkraþjálfarar hafa sérhæft sig í því sem á ensku er kallað manual therapy þar sem áhersla er lögð á að veita fólki fræðslu um uppbyggingu líkamans, sérstaklega hryggjarins, og með- höndla kvilla er tengjast hrygg og öðrum liðum til dæmis með svo- kallaðri hnykkmeðferð. Þá eru sjúkraþjálfarar farnir að bjóða upp á heimasjúkraþjálfun fyrir fólk • Sturtul í heild frá vöggu til grafar Sjúkraþjálfun er fag þar sem fengist er við heilsu fólks frá vöggu til grafar. María Hrönn Gunnarsdóttir hitti nokkra sjúkraþjálfara að máli og fræddist um markmið og viðfangs- efni sjúkraþjálfara en þau eru fjölbreyttari en margan grunar. 2 SJUKRAÞJALFUN í ^ þágu þjóðar er slag- orð sem felm- í sér “■ háleitt markmið, “ sem sé bætta heOsu þjóðarinnai’ alh-ar. En það er raunhæft markmið og ú. fram á það sýndu sjúkraþjálf- ^ arai’ síðastliðinn laugai’dag er f? þeir héldu upp á Dag sjúkra- ^ þjálfunar við góðar undirtekt- ir gesta og gangandi meðal "■3 annars í Kringlunni í Reykja- ^ vík. Slagorðið var einmitt val- (0 ið í tileM dagsins. Sjúkraþjálfun er ekki eins ný af nálinni og margir gætu haldið. Saga fagsins er rakin um fimm þúsund ár aftur í tímann er Kín- verjar, Japanar og Egyptar stund- uðu böð, nudd og æfingar til að efla heilsu sína og koma í veg fyrir sjúkdóma. Faðir sjúkraþjálfunar- innar er aftur á móti talinn vera Herodicus, Grikki sem var uppi í kringum 400 fyrir Krists burð. Hippocrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, var að því er talið er einn af lærisveinum Hero- d- icusar. Herodicus lagði áherslu á að líta ætti á manninn í heild sinni þegar sjúkdómar hans eða kvillar voru til meðferðar. Hann tók sér fyrstur manna í munn orðið endur- hæfing, sem er eitt af mörgum verksviðum sjúkraþjálfara. Samhengi vanlíðunar og Kfshátta Enn þann dag í dag er það aðal hvers sjúkraþjálfara að hann skoð- ar heilsu skjólstæðinga sinna út frá heildinni. Verkur í hálsi, jafnvel í höfði getur verið vegna kvilla í fæti sem veldur röngu álagi á líkamann í heild og er það sjúkraþjálfarans að koma auga á það með góðri greiningu. Til að sjúkraþjálfarar geti staðið undir nafni verða þeir að hafa yfir- gripsmikla þekkingu á byggingu líkamans og þeir verða að vita allt sem hægt er að vita um eðlilega hreyfingu líkamans. Þessa þekk- ingu öðlast þeh’ fyi’st í námi sínu, sem er fjögurra ára háskólanám, en síðar í starfi sínu og sífelldri endurmenntun. Markmið sjúki’aþjálfunar er að bæta heilsu og líðan fólks, hvort sem það er sjúkt eða heilbrigt, ófatlað eða fatlað. Sjúkraþjálfarar kunna aðferðir til að minnka verki, viðhalda hreyfigetu og starfsfærni fólks og bæta hvorutveggja hjá þeim sem þess þurfa. Þá þekkja þeir leiðir til að koma í veg fyrir meiðsli og álagseinkenni meðal annars vegna einhæfra starfa og rangrar líkamsbeitingar eða þjálf- unar í íþróttum. Yfirgripsmikil þekking á líkama mannsins og SJÚKRAÞJÁLFARAR kynnast skjólstæðing- um sínum iðulega vel enda eru þeir oft og tíð- um í nánum samvistum við þá í langan tíma. Hér er Linda Laufdal Traustadóttir, sem er sjúkraþjálfari á bækl- unardeild Landspítal- ans, að þjálfa sjúkling eftir beinbrot. sem kemst ekki út úr húsi til dæm- is vegna lélegrar heilsu eða slæms aðgengis að heimilum þess. Miðar þetta meðal annars að því að fólk geti útskrifast fyrr en ella aí sjúkrahúsum. Starf sjúkraþjálfara er því afar fjölbreytt og starfa langflestir þeir sem hafa lokið náminu við fagið með einum eða öðrum hætti. Þeir vinna gjaman í teymi meðal annars með læknum, hjúkrunarfólki, iðju- þjálfum, stoðtækjafræðingum, sál- fræðingum og félagsráðgjöfum að því að finna leiðir til að hjálpa fólki að aðlagast nýjum og breyttum lífs- stíl í kjölfar áfalla og til að kenna fólki að lifa með verki eða aðra kvilla sem hafa áhrif á daglegt líf. Lengi vel voru það fyrst og fremst konur sem lærðu til sjúkra- þjálfunar en hin síðari ár hefur áhugi karla aukist mjög á faginu. Er svo komið nú að allt að helm- ingur nemenda hvers námsárs eru karlar. eða rúnnaðir Sturtuhorn • Baðkars, stu Við Fellsmula Simi 588 7332 OPIÐ: ánud. - föstud. kl. 9-18, laugard V/önduð vara sr a d&staeðus tu verðnnv> RABGBEiBSLlifí . ( ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.