Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Nýjar aðferðir til þess að endurskapa brjóst var efni fyrirlestrar sem Sigurður E. Þor- valdsson og Rafn A. Ragnarsson lýtalæknar héldu á ráðstefnu um brjóstakrabbamein. Guðrún Guðlaugsdóttir fylgdist með fyrirlestrinum og spurði nánar út í hvaða möguleika konur ættu á þessu sviði. Brjóst úr eigin vef KONUBRJÓST stendur fyrir margt í hugum fólks, það er tákn móðureðlis- ins, meira að segja fósturjörðin var með brjóst í huga skáldsins þegar það yrkir: ísland ögrum skoríð eg vil nefna þig sem á brjóstum boríð, o.s.írv. Endurreisnarmálurunum vár konu- og móðurbrjóstið sífelldur innblástur og þá eru brjóstin ekki síst þýðingarmikið „vörumerki" ástmeyjarinnar, falleg og mjúk brjóst þykja prýði hverrar ástkonu og þannig mætti halda áfram. Það er því ekld einkennilegt þótt konum falli þungt að þurfa að sjá á eftir þessari mikilvægu líkamsprýði þegar nauðsynlegt reynist að nema á brott brjóst þeirra vegna krabba- meins. Þess vegna hafa menn lagt heilann í bleyti til þess að reyna að finna ráð til þess að gefa konum brjóst sín aftur eftir slíka aðgerð. Ymsar leiðir hafa verið reyndar en ein sú best heppnaða þykir sú leið vera sem umbreytir magaflipa og fitu þar undir í hið ágætasta brjóst, þetta hefði eitt sinn þótt saga til næsta bæjar, og jafnvel nú, þegar fólk er orðið býsna vant ýmsum kraftaverkalækningum, þykja aðgerðir þessar nokkrum tíðindum sæta. Fyrir skömmu var haldin á Hótel Sögu ráðstefna um brjóstakrabbamein og héldu þeir Sigurður E. Þorvaldsson og Rafn A. Ragnarsson lýtalæknar þar fyrirlestur með myndasýningu um helstu aðgerðir sem notaðar hafa verið til þess að endur- skapa brjóst kvenna sem misst hafa brjóst sín vegna krabbameinsaðgerða. TILVONANDI geirvarta. ENGIN missmíði sést þegar komið er í bijóstahaldara. KONA, tilbúin til að fara í endursköpunaraðgerð. SAMA kona nokkru eftir aðgerð, hún hefur greini- lega fitnað og nýja brjóstið hefur fitnað með. Betri en silikonbrjóst Á FYRIRLESTRINUM um end- ursköpun brjósta sat ljóshærð kona sem fylgdist grannt með því sem fram fór. í ljós koma að henni var málið skylt, ekki aðeins er hún svæf- ingarhjúkrunarfræðingur og hefur margoft aðstoðað við aðgerðir sem þessar heldur er hún sjálf ein átta kvenna sem fengið hafa svokallað magabrjóst í beinu framhaldi af brottnámi brjósts vegna krabba- meins. Sú aðgerð var gerð fyrir rösku ári og tók fimm tíma en flest- ar konur hafa fyrst misst brjóstið og síðan mislöngu síðar fengið það end- urskapað. I þeim hópi er Halldóra Jónsdóttir, sem einnig er hjúkrun- arfræðingur, en hún gekk í gegnum slíka aðgerð fyrir níu árum. „Ég valdi þennan kost heldur en fá silikonbrjóst, ég vildi ekki aðskota- efni inn í mig eins og silikon. Maga- brjóstið hefur líka reynst mér vel, því ég rokka svolítið til og frá í vigt og þá hefur hið nýja brjóst stækkað og minnkað með öðrum hlutum líkam- ans, það myndi ekki gerast ef um væri að ræða silikonbrjóst." Nýja brjóstið bæði mjúkt og þétt viðkomu En skyldi vera mikill munur á líð- aninni með svona brjóst frá því sem var þegar hún var með sitt upphaf- lega brjóst? „Manni líður ekki eins,“ segir Halldóra. „Samt sem áður er fyrir hendi sú tilfinning að maður sé með bæði brjóstin þegar þrýst er á þau, það er mikilvægt, nýja brjóstið er bæði mjúkt og þétt viðkomu, þetta er maður sjálfur," segir Sig- ríður. Báðar voru þær fljótar að jafna sig, Sigríður fékk að vísu ígerð í skurðinn á maganum, það jafnaði sig þó fljótlega. En skyldi ekki strekkja mikið á maganum við þessa aðgerð? ,A-ðeins á mér, ég var svo grönn, en það hef- ur bara teygst á skinninu svo það hefur lagast,“ segir Sigríður. Þær útskýra að ekki sé um hol- skurð að ræða, það sé bara tekinn efsti hlutinn, skinnið, smá vöðvabút- ur og fitulagið og síðan strekkt sam- an. „Ein frá Samhjálp kvenna sagði að hún hefði bara verið dálítið ánægð með þetta eftir á, hún hefði alltaf verið með dálítinn maga en hefði al- veg losnað við hann með þessari að- gerð,“ segir Sigríður. Skurðurinn er það neðarlega að ekki ber meira á honum en svo að Sigríður var komin á sólarströnd fáum mánuðum eftir aðgerðina og sólaði sig þar óhikað í bikinibaðfótum. Ekki sást heldur neitt ör á brjóstinu þegar hún var komin í brjóstahaldara. Tattóveraður vörtubaugur Þegar búið er til nýtt brjóst er stundum tekin húð innanlæris til þess að búa til vörtuhring. Þar er húðin dekkri en annars staðar, hins vegar hefur sú húð tilhneigingu til að lýsast á brjóstinu er fram í sækir og þannig hefur það farið hjá Hall- dóru. Þess vegna ætlar hún fljótlega að láta hressa upp á vörtubauginn með tattóveringu. „Ég er búin að ætla að drífa mig í þetta lengi, en ég hef bara ekki nennt því,“ segir hún og bætir við að þetta skipti svo sem engu máli. Við Sigríður erum hins vegar á því að dökkur vörtubaugur sé „flottari". Brjóst Sigríðar er heldur stærra en það gamla en það á að laga með fitu- sogi, sem er að hennar sögn ekld mikið mál. Einnig hún bíður eftir að láta gera vörtubauginn dökkan með tattóveringu. Þessar upplýsingar opna satt að segja nýja sýn á nyt- semi tattóveringa, sem hingað til hafa helst staðið í hugrenninga- tengslum við sjómenn, poppara og þá sem vilja bera merki þess að vera svolítið „óhefðbundnir“. Báðar konumar segjast hafa þá tilfinningu að þær þurfi síður en svo að fyrirverða sig fyrir „magabrjóst- ið. „Það er fallegt," segja þær og eru báðar hæstánægðar með að hafa farið í þessa endursköpunaraðgerð. „Ég hefði ekki þurft þess vegna t.d. mannsins míns, hann vildi síður að ég legði þetta á mig, ég gerði þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Halldóra. Hvað um gervibrjóst? En hvað um þá lausn að hafa gervibrjóst? „Ég kunni ekki við gervibrjóstið, það er ekki það sama. Lýtalæknarnir Siguröur E. Þorvaldsson og Rafn Ragnarsson Fegurðarsjónarmiðið er ekki eini kosturinn „ÞAÐ hentar ekki það sama fyrir allar konur, þess vegna skoðum við ýmis úrræði í hverju tilviki fyrir sig,“ segja lýtalæknarnir Sigurður É. Þorvaldsson og Rafn Ragn- arsson. Þeir benda á að allt komi til gi'eina, frá því að gera ekki neitt, heldur nota gervi- brjóst af einhverju tagi upp í það að endurskapa brjóst með einhverri aðferð. Þeir hafa unnið5 saman að slíkum að- gerðum, þótt annar sé læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hinn á Landspítalanum. Sigurður og Rafn hófu sam- starf og hafa starfað það mik- ið saman að það má kalla þá „teymi“, í brjóstaaðgerðum. „Ef konur vilja ekki una utan- áliggjandi gervibrjósti, erum við komin að því að koma gervibrjóstinu undir húðina t.d. silikonpúða. Það er tiltölu- lega einföld aðgerð en við er- um ekki yfir okkur hrifnir af þessari lausn af því að aðgerð- in er sjaldnast endanleg," segir Sig- urður. Þeir segja líka að erfitt sé að fá hið nýja silikonbrjóst til þess að líta líkt út og hitt brjóstið. Þá er næst á dag- skrá brjóst sem búið er til úr vefjum konunnar sjálfrar. Það dugar ekki að taka hluta úr heilbrigða brjóstinu, þótt það sé kannski svo veglegt að það dygði í tvö brjóst. „Það verður að hafa blóðrás tengda við vefinn sem notaður er. En þótt þetta sé miklu stærri aðgerð er árangur líka í flest- um tilvikum miklu meiri,“ segir Rafn. Um tvennt er að ræða, annaðhvort að taka vöðva úr bakinu og færa hann fram en þar kemur silikonið líka við sögu, Jjað þarf að vera með til fylling- ar æþeim umbúnaði sem búinn hefur verið til úr bakvöðvanum. Þetta er keimlíkt því þegar heilbrigð brjóst eru stækkuð og hefur líka nokkra sömu ókosti. En ef hins vegar er tek- F.V. Sigurður E. Þorvaldsson og Rafn Ragnarsson lýtalæknar. inn sá kostur að nota eingöngu vefi úr líkama viðkomandi konu og þá er magahúð og fituvefur ákjósanlegt byggingarefni, það er mjög líkt við- komu og konubrjóst. Og það svarar að auki efnaskiptum líkamans vel. Aukin hreyfigeta Það voru þýskir læknar í Múnchen sem voru að huga að aðferð til brjóstauppbyggingar sem þróuðu þessa bakvöðvaaðferð um 1979, en sá fyrsti sem framkvæmdi magabrjósts- aðgerðina var sænskur læknir, Holm- ström að nafni. Hann hélt hins vegar ekki áfram með þær tilraunir. Sá sem vann þessari aðferð sess var banda- rískur læknir, Hartramp, það var í kringum 1982. Þá var hann með vef- inn í tengingu við aðlægan vöðva. Árið 1988 var farið að gera þessa aðgerð í því formi sem hún er algengust núna. „Þá er ótalinn sá kostur, fyrir Morgunblaðið/Þorkell FRA VINSTRI Halldóra Jónsdóttir og Sigrídur Austmann. Ef maður t.d. er í fötum með svolítið flegnu hálsmáli og hallar sér fram sést að ekkert er fyrir innan öðru megin, það er óþægilegt að hafa slíkt á tilfinningunni. Það geta líka gerst slys, ég var t.d. einu sinni að synda og hafði ekki gengið alveg nógu vel frá gervibrjóstinu, allt í einu sá ég eitthvað á botni laugar- innar, það var gervibrjóstið mitt, ég þurfti að kafa eftir því og fannst það ekki skemmtilegt. Þetta var þó sjálfri mér að kenna, ég hafði ekki gengið nógu vel frá gervibrjóstinu og núna er til mikið og gott úrval af brjóstahöldum sem henta vel.“ En þótt ýmis úrræði séu greini- lega fyrir hendi þegar konur lenda í því að þurfa að láta taka af sér brjóst þá eru þær Sigríður og Hall- dóra fullkomlega sammála um að sú aðgerð sem þær völdu, endursköpun á brjósti, hafi verið rétta úrræðið fyrir þær. brjóstsvæði, sem hefur verið geislað, að fá nýjan og vel gegnum blæddan vef, þetta er því ekki aðeins fegrunar- aðgerð heldur gefur þetta sjúklingn- um í mörgum tilvikum aukna hreyfi- getu, og dregur úr sársauka sem fylgir því að vera geislaður,“ segir Rafn. Hann lagði hins vegar áherslu á aðgerð af þessu tagi hefði engin áhrif til ills á þær lækningar sem ástundaðar eru við brjóstakrabba- meini. „Við reynum að gera hið nýja brjóst eins vel úr garði og unnt er og gerum það með alls kyns mælingum, við viktum brjóstið sem tekið er, og reynum svo að fá fram svipað lag og þyngd til samræmis við brjóstið sem fyrir er, en þrátt fyrir allar mælingar er það endanlega augað sem ræður úrslitum um útlit brjóstsins. Ný geirvarta búin til Sumir velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að geyma geirvörtuna af brjóstinu sem tekið er og setja hana svo aftur á brjóstið sem búið er til. Þessu svara þeir Sig- urður og Rafn ákveðið neitandi. „Það hefði of mikla hættu í fór með sér,“ segir Sigurður. „Það gengur ekki að endurskapa þannig að það hafi aukna áhættu í för með sér. Við göngum al- gerlega út frá að allt sem við lýta- læknar gerum ti-ufli á engan hátt krabbameinsmeðferðina.“ Rafn bætir við að þvert á móti gefi sú aðferð að endurskapa brjóst í beinu framhaldi af brottnámi brjósts krabbameins- skurðlæknum á vissan hátt frjálsari hendur, þeir geti tekið ríflega af vefj- unum þar sem farið sé í að laga og endurskapa strax á eftir. En úr hverju skyldi sjálf geirvart- an vera búin til á hinu nýja brjósti? „Sjálf geirvartan er búin til úr flipa af bringubeininu sem brotinn er saman á vissan hátt og vafinn þannig að úr verði varta. Hvað snertir vörtubaug- inn þá er oftast notuð húð af lærinu ofanvert og innanvert en upp á síðkastið hefur stundum verið gripið til að tattóvera bauginn, en helsta vandamálið er þá að finna réttan lit, miðað við bauginn á hinu brjóstinu. Hægt er að halda litnum á lærhúðinni dekkri með því að vera í ljósum, (últrafjólubláum ljósum), en ef litur- inn fölnar er hægt að tattóvera baug- inn varlega. Þeir Sigurður og Rafn vilja leggja áherslu á að konum séu kynntir þeir kostir sem íyrir hendi eru hvað snerth endursköpun á brjóstum. „Núna getur krabbameins- læknir sagt konu sem þarf að láta nema á brott brjóst að hún geti ef hún vilji látið end- urskapa brjóst í beinu fram- haldi brottnáms hins sjúka brjósts, þegar það á við,“ sagði Rafn. Þeir leggja líka áherslu á að ekkert megi gera sem hindri það að gengið sé eins vasklega fram í að fjar- lægja meinið og unnt er, svo og megi heldur ekkert hindra að hægt sé að fylgja sjúk- dómnum eftir og fylgjast með ástandi sjúklingsins eins vel og unnt er eftir brottnám brjóstsins,“ segir Sigurður. Þeir lögðu loks þunga áherslu á að endursköpun brjósts hindraði hvorki lækningaað- gerðir né heldur að sjúk- dómnum og eftirliti væri fylgt eftir eins og framast væri unnt. Vildu ekki dreifa kröftunum Læknarnh tveir vinna, eins og fram kom íýrr, hvor á sínu sjúkrahús- inu. Þeir hófu samstarf fyrir um þremur árum en voru þá að vinna að óskyldum hlutm í aðlægum skurð- stofum. „Ég kíkti inn um gluggann og sá að Sigurður var að gera góða hluti. Þegar ég komst sjálfur í þá aðstöðu að vera að vinna að sama verkefni sá ég enga ástæðu til að dreifa kröftun- um heldur vildi styrkja það sem hann var að gera, sérstaklega með tilliti til að þetta eru umfangs- miklar aðgerðh og það er auðveldara að vinna þær saman,“ segir Rafn. Sigurður bætir við að hvorugum þeirra detti í hug að vinna slík verkefni án hins, en getur þess jafnframt að báðh séu þeir hins veg- ar í stakk búnh til að gera slíkar aðgerðir með öðrum læknum, en óneitanlega vinnist þessar aðgerðir best ef tveir lýta- læknar séu saman í verkinu. Fjörutíu og þrjár aðgerðir Þótt nú sé sú staða komin upp fyrir nokkru að konur geti fengið brjóst endurskapað í beinu framhaldi af brottnámi sjúks brjósts segja lækn- arnh að mestur fjöldi kvenna sem fari í endursköpunaraðgerð sé konur sem fyrir mislöngum tíma hafi misst brjóst vegna ki'abbameinsaðgerðar. „I heildina erum við búnir að gera um 43 aðgerðir, þar sem búin hafa verið til hin svokölluðu magabrjóst, sem bestum árangri skila. Aðeins í tveim- ur tilvikum heppnaðist þessi aðgerð ekki, í öðru tilvikinu vegna gamallar örmyndunar eftir holskurð. En nú er- um við búnir að kynnast aðgerð sem gæti líka gert konum sem farið hafa í miðlínuskurð mögulegt að fá maga- brjóst,“ sagði Sigurður. Það hefur lít- ið verið farið út í nánari lýsingar á skurðaðgerðum þeim sem beitt er til þess að gera mögulegt að endurskapa brjóst, enda er þar um fagleg og tæknileg málefni að ræða sem erfitt er að gera skil í lítilli blaðagrein. Hitt er mikilvægara að fólk viti að það eru sem sagt ýmsir möguleikar í stöðunni ef kona verður fyrir því að missa brjóst sitt vegna krabbameins. Magavefur og fituvefur er ákjós- anlegt byggingar- efni, það er líkt viðkomu og konu- brjóst og svarar efnaskiptum líkamans vel FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 B 5- jjafavara í úrvali ‘DaLía Fakafem 11, simi 568 9120. ATSON - ÁVÍSUN Á GÆÐI Falleg hönnun og fágað handbragð eru aðalsmerki Atson seðlaveskja. Við hönnun þeirra er tekið mið af mismunandi þörfum notenda. Ókeypis nafnagylling fyigir Atson leðurvörunum. LEÐURIÐJAN ehf. Verslun: Laugavegi 15 101 • Reykjavík • S1mi: 561 3060 Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til þess að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-vítamín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Nýjustu rannsóknir hafa einnig staðfest ágæti E-vítamíns fyrir blöðruhálskirtilinn. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvöruverslana. 6h. www.heilsa.is lEÍisuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.