Morgunblaðið - 07.04.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.1998, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■ fimmta skip tið í úrslitin 1 QAQ Úrslitakeppni: ? - Undanúrslit. 2:1 KA ? ? 1 QQ7 Úrslitakeppni: - 3:1 Afturelding ■ Undanúrslit. - Fram hefur ekki fyrr 1 QQfi Úrslitakeppni: 3:1 KA 1:3 Valur Undanúrslit. 2:1 Afturelding leikið í úrslita- keppninni. 1 QQR Úrslitakeppni: 3:2 KA 2:3Valur 99® Undanúrslit. 2:0 Afturelding ren ui i ‘f noa ursnium í fyrra eftir tap gegn Afhgp|dingu 1 QQA Úrslitakeppni: 3:1 Haukar - Undanúrslit. 2:1 Selfoss - Fram lék í 2. deild 1995-96. 1 QQ4 Úrslitakeppni: 3:1 FH - Undanúrslit. 2:0Selfoss 1:3 Valur 1 AAA Úrslitakeppni: - - írwfc Undanúrslit. - 3:1 Selfoss Fyrsta úrslitakeppnin með þessu sniði ■ GUÐJÓN Árnason hefur leikið 600 leiki fyrir meistai-aflokk FH í handknattleiks og fékk af því tilefni blómvönd frá félaginu fyrir leik FH og Fram á sunnudaginn. Hefur Guð- jón hefur leikið fleiri leiki fyrir meistararflokk FH en nokkur annar. ■ BERGSVEINN Bergsveinsson landsliðsmarkvörður hefur endur- nýjað samning sinn við Aftureldingu og leikur með félaginu næstu tvö ár. ■ ÞÁ er ljóst að Skúli Gunnsteins- son þjálfar Mosfellinga á næsta keppnistímabili a.m.k. en félagið gerði við hann þriggja ára saming í fyrra sem vilji er fyrir að standa við af beggja hálfu. ■ „VIÐ höfum engan hug á að leggja stein í götu Einars Einarssonar vilji hann taka að sér þjálfun Stjörnunn- ar,“ sagði Jóhann Guðjónsson for- maður handknattleiksdeildar UMFA í samtali við Morgunblaðið en orðrómur hefur verið um að Einar sem var aðstoðarþjálfari og leikmað- ur UMFA haldi í heimahagana og taki við starfí Valdimars Grfmsson- ar. ■ HÖRÐUSTU stuðningsmenn KR fóru uppá Skaga á sunnudag til að fylgjst með leiknum gegn ÍA í und- anúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Einn þeirra sagðist hafa boðið konunni sinni með en hún afþakkað því hún hefði aldrei séð KR sigra á Akranesi og þá var hún ekki bara að tala um körfuknattleik! ■ BJARNI Magnússon fór fyrstur í frí af leikmönnum IA því hann fékk sína fimmtu villu þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. ■ KEITH Vassel, leikmaður KR, skiptir ört um peysu. í fyrsta leikn- um við IA sem fram fór á Seltjarnar- nesi lék hann í treyju númer 4 og það gerði hann einnig í þriðja leikn- um. í öðrum leiknum, sem leikinn var á Akranesi var, hann í treyju númer 9 og á sunnudag var hann númer 6! ■ RÚSSNESKI sóknarmaðurinn Oieg Veretenikov gerði fímm mörk er Rotor Volgograd vann Shinnik Yaroslavl 6:2 í rússnesku 1. deildinni í knattspymu. Hann hafði gert þrennu eftir hálftíma og bætti tveim- ur mörkum við síðustu tíu mínútur leiksins. Deildin er nýbyrjuð en Ver- etenikov virðsit samt á góðri leið með að tryggja sér markakóngstitil- inn því hann gerði þrennu í síðasta leik. ■ KLAUS Augenthaler, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, endur- nýjaði samning sinn við austurríska liðið Granz AK um helgina. Augent- haler hafnaði tilboðum frá þýskum liðum. „Það er mjög krefjani að þjálfa í Þýskalandi og ég held það sé aðeins of snemmt fyrir mig að fara þangað," sagði Augenthaler. ■ PAUL Tergat heimsmethafi í 10.000 m hlaupi frá Kenýja náði á laugardaginn besta tíma sem náðst hefur í hálfmaraþoni karla, en ekki er skráð heimsmet í greininni. Ter- gat hljóp á 59,17 mínútum, en áður hafði Portúgalinn Antonio Pinto hlaupið best á 59,43 mín. ■ PETER Nicol frá Bretlandi vann Jansher Khan í úrslitum Opna breska mótsins í skvassi, 17:16, 15:4, 15:5 og var fyrsti Bretinn í 25 ár til þess að vinna gullverðlaun á mótinu. Khan hafði unnið mótið í sjö ár í röð og hefur verið fremstur skvass- manna í heiminum allt þar til Nieol velti honum úr sessi í efsta sæti heimslista skvassmanna á dögunum. Þá hafði Khan verið í efsta sæti í hálft fímmta ár. EGG ■%iltur á ritstjórninni endurtók ■ nvað eftir annað í gær að Valur og PH kæmu til með að leika um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Spurður hvaða lið yrðí íslandsmeistari þegar Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik framlengingarinnar fyrir norðan í gær- kvöldi stóð ekki á svarinu: „Valur. Nei, annars, ég spáði FH sigri um daginn og verð að standa við það.“ í kvöld fæst úr því skorið hvort bikarmeistarar Vals mæta Fram eða FH í úrslitum, en fyr- ir liggur að íslandsmeistarar og deildarmeistarar KA eru úr leik. Á tímum ferminga má geta þess að ungu strákarnir í boltan- um voru ekki fermdir þegar menn eins og Páll Björgvinsson, Steinar Birgisson, Kristján Ara- son, Sigurður Valur Sveinsson, Guðmundur Þórðarson, Sigmai- Þröstur Óskai-sson, Erlingur Kristjánsson og Jón Kristjáns- son voru upp á sitt besta. Áratug eða áratugum síðar eru þessir nafngi-eindu menn enn upp á sitt besta í aðalhlutverld, lykilmenn í liðum sínum, skrefum framai- en lærisveinarnir. Samt sem áður em þeir langt frá þvf að vera eins öflugir og þeir voiu á árum áður, sem segir meira um spor- göngumennina. í flokkaíþróttum hljóta fé- lagsmenn að vera með í þeim tilgangi að komast í liðið með það í huga að styrkja það og efla. Lengi vel hættu menn á besta aldri, á milli tvítugs og þrítugs. Stundum vegna meiðsla, stunduin vegna þess að þeir voru ekki nógu góðir en oftast vegna fjölskyldunnar og stritsins við að eiga í sig og á. Nú virðist ekkert koma í veg fyrir að menn hætti nema meiðsl. Það er að sjálfsögðu hið besta mál fyrir viðkomandi, heldur þeim ungum í anda, hraustum og sterkum, en það er á vissan hátt niðurlægjandi fyr- Iþróttir fyrir alla, keppni og atvinnu- mennska eins? ir til þess að gera nýfermda og vel klippta að vera í skugga blómabarnanna og annarra nærri þeim þegar um keppni þeirra bestu er að ræða. Á hippatímabilinu léku menn með hárband og ef rétt er mun- að hrinti íþróttasambandið af stað átaki um almenningsíþrótt- ir í kjölfarið. Iþróttir fyrir alla hafa fengið byr undir báða vængi undanfarin misseri og er það vel. Hins vegar hlýtur eitt- hvað að vera að á hinum vængn- um, á keppnishliðinni, þegar fyrrverandi keppnismenn eru í hópi fremstu manna þrátt fyrir að hafa ekki keppt á meðal þeirra bestu í sex ár, samanber keppni í stórsvigi kaiia á skíða- landsmótinu um helgina. Þeir bestu, deildai-meistaram- ir og íslandsmeistaramir, eru úr leik í handboltanum og því verða aðrir bestir innan skamms. Þrjú lið eru í hattinum, en ef að líkum lætur verða það aldursforset- arnir sem gera gæfumuninn hvort sem fyrmefnd spá gengur eftír eða ekki. Hinir fara sjálf- sagt í atvinnumennsku. Steinþór Guðbjartsson Hvemig bregst skíðamaðurínn JÓHANN HAUKUR HAFSTEIN við öllu mótlætinu? Aföllin herða mig JÓHANN Haukur Hafstein, skíðamaður úr Ármanni, hefur verið mjög óheppinn í skíðamótum vetrarins. Þessi efnilegi skíða- maður, sem hefur helgað sig skíðaíþróttinni undanfarin ár, fór ekki varhluta af óheppninni á Skíðalandsmótinu sem lauk á Akureyri í gær. Hann meiddist tveimur dögum fyrir mótið og það háði honum í keppninni. Hann veiktist rétt áður en hann átti að keppa á Ólympíuleikunum í Nagano í byrjun febrúar, var veikur þegar heimsmeistaramót unglinga fór fram og skráning á unglingameistaramót Noregs klúðraðist. Jóhann Haukur er 19 ára og er sonur Ingu Ástu Hafstein og Péturs Kr. Hafstein. Hann á tvo ■■■■■■ bræður, Birgi Hákon Eflir og Pétur Hrafn. Jónatansson Hann byrjað að æfa skiði 8 ara gamall a ísafírði en fluttist til Reykjavíkur þegar hann var 12 ára. Fór þá í KR og æfði með fé- laginu í tvö ár en síðan hefur hann keppt fyrir Armann. Hann hefur verið í skíðamenntaskóla í Geilo í Noregi og lýkur þaðan stúdents- prófí í vor. „Eg átti mér fjögur markmið fyrir þennan vetur. Það var að standa mig vel á Ólympíuleikun- un, heimsmeistaramóti unglinga, norska unglingameistaramótinu og síðan á Skíðamóti íslands. Þetta hefur allt hrunið og farið í vaskinn. Það er með ólíkindum hvernig þessi vetur hefur verið hjá mér.“ Hefur þú náð að bæta punkta- stöðuna frá þvíí fyrra? „Já, ég hef bætt mig verulega í risasvigi. Ég er hins vegar á svip- uðu róli í stórsviginu og í fyrra. Eg hef að vísu ekki komist niður eitt einasta stórsvigsmót frá því í janúar og aðeins komist niður í tveimur svigmótum af tólf í vetur. Ég hef átt mjög góðar fyrri um- ferðir, en fallið svo út í þeim seinni. Það er ekki nægilega gott.“ Hefur þú einhverja skýringu á þessum óförum þínum? „Ég held að þetta séu fyrst og fremst breytingar á tækni og hraða hjá mér. Eg keyri hraðar en áður og það tekur tíma að venjast Morgunblaðið/Golli JÓHANN Haukur Hafstein datt illa tveimur dögum fyrir lands- mótið og andlit hans ber þess greinilega merki. hraðanum. Ég tel mig vera búinn á ná ágætum tökum á tækninni, en vantar að ná tökum á hraðan- um.“ Er ekki slæmt fyrír sjálfs- traustið þegar svona illa gengur? „Það hefur auðvitað verið mikið mótlæti í vetur og það er oft erfitt að sætta sig við það. En ég held að þessi áfóll herði mig þegar til lengri tíma er litið. Það verða allir íþróttamenn að ganga í gegnum mótlæti og nú getur þetta ekki annað en legið upp á við. Annars get ég ekki annað en hlegið að þessu eftir á.“ Þú ert ekkert á því að láta þetta buga þig og ætlar að halda áfram af fullum krafti? „Já, ég er alls ekki hættur og kem tvíefldur til leiks næsta vet- ur. Ég verð áfram erlendis við æf- ingar. Það er ekki alveg ljóst hvar landsliðið verður með æfingaað- stöðu, en það er verið að vinna í því þessa dagana. Ég stefni að því að taka þátt í Evrópubikarmótun- um næsta vetur og langtíma mai’kmiðið er auðvitað þátttaka í heimsbikarnum.“ Nú hefur Kristinn Björnsson troðið brautina fyrír ykkur þessa yngrí, gefurþaðþér byr íseglin? „Já, hann er búinn að gera góða hluti fyrir skíðaíþróttina hér á landi. Við komum til með að njóta góðs af því. Það er mikið til honum að þakka að við hin í landsliðinu höfum fengið skíðafót og annan útbúnað. Hann hefur komið ís- landi á kortið. Árangur hans er hvatning fyrir okkur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.