Morgunblaðið - 07.04.1998, Page 3

Morgunblaðið - 07.04.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 B 3 Morgunblaðið/Golli ÞRÍR Valsaranna sigurreifir eftir sigurinn á KA á Akureyri f gærkvöldi, enda höfðu þeir ærna ástæðu til að fagna því Valur leikur til úr- slita f fimmta skipti á sex árum. Frá vinstri: Davíð Ólafsson, Jón Kristjánsson leikmaður og þjálfarl og Valgarð Thoroddsen. Valsmenn vængjum þöndum í úrslitin VALSMENN komu vængjum þöndum til Akureyrar og tryggðu sér sæti í úrslitum eftir að hafa lagt íslandsmeistara KA 23:20 að veili í æsispennandi framlengdum oddaleik í gærkvöldi. Að lokn- um venjulegum leiktíma var staðan 18:18. Leikurinn bauð upp á spennu allan tímann - spennu eins og hún gerist best. Gríðarleg barátta gerði það að verkum að handboltinn var ekki í háum gæðaflokki. Guðmundur Hrafnkeisson, markvörður og fyrirliði Vals, fór fyrir sínum mönnum og varði eins og berserkur og það gaf liðinu þá vítaminssprautu sem þurfti til að sigra. Spennustigið í troðfullu KA-heim- ilinu var rafmagnað enda mikið í húfi fyrir bæði lið - sæti í úrslitum. ■■■■■■■ KA-menn tóku það til Vaiur B. bragðs að taka þjálfar- Jóratansson ann Jón Kristjánsson skrifar úr umferð frá fyrstu mínútu. Það kom ekki í veg fyrir það að Valur komst í 2:0. KA-menn jöfnuðu í fyrsta sinn, 4:4, eftir að Björgvin Björgvinsson hafði gert þrjú mörk í röð. Liðin skiptust síðan á að skora og munaði aldrei nema einu marki fram að leikhléi, en þá höfðu heimamenn yfír 10:9. Halldór Sigfússon misnotaði víti á upphafsmínútu síðari hálfleiks, skaut í slá og yfir. Daníel jafnaði fyrir Val, 10:10 en þegar tíu mínútur voru liðn- ar var Valur kominn með tveggja marka forskot, 12:14. Þá kom Hilm- ar Bjarnason inn fyrir Halldór í stöðu leikstjómanda hjá KA. Hann átti þátt í næstu fjórum mörk og allt í einu voru heimamenn komnir með forystu, 16:15. Valsmenn gerðu einnig breytingu á sínu liði þegar þarna var komið sögu. Freyr Brynjarsson kom inn í vinstra hornið fyrir Davíð Ólafsson sem hafði ekki náð sér á strik. Hann gerði þrjú mörk í röð og breytti stöð- unni í 16:18 þegar fjórar mínútur voru efir. KA-menn sýndu mikinn styrk á lokamínútunum og náðu að jafna, 18:18, úr vítakasti sem Hilmar fískaði og skoraði sjálfur úr. I framlengingunni sýndu Vals- menn að þeir eru með sterkari taug- ar. Þeir gerðu tvö fyrstu mörkin, en Leó náði að laga stöðuna í 19:20 í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. A fyrstu mínútu síðari hálfleiks fram- lengingarinnar var Ingi Rafn rekinn útaf og þá vaknaði von hjá KA. Hilmar jafnaði úr víti, 20:20 og hélt spennustiginu í hámarki. Sigfús fiskaði síðan víti fýrir Val sem Jón Kristjánsson skoraði úr þegar tvær mínútur voru eftir. Yala missti bolt- ann klaufalega í næstu sókn KA og Valsmenn þökkuðu íyrir og Ari All- ansson óð í gegn og kom Val í 20:22 þegar 45 sekúndur voru eftir. Sókn KA fór í súginn og Jón Kristjánsson innsiglaði sigurinn með marki yfír endilangan völlinn, 20:23, um leið og lokaflautið gall. Valsmenn vandanum vaxnir Það er ekki annað hægt en taka ofan fyrir Valsmönnum. Það hefur verið mikill stígandi í leik liðsins. Það er erfitt að leika í KA-heimilinu fyrir framan öskrandi stuðnings- menn heimamanna, en Hlíðarenda- strákarnir voru vandanum vaxnir og létu ekki slá sig út af laginu. Þeir héldu vel á spilunum, sérstaklega í lokin. Guðmundur Hrafnkelsson fór á kostum í markinu og varði alls 24 skot, þar af 14 langskot. Þess má geta að KA gerði aðeins 3 mörk úr langskotum. Ingi Rafn Jónsson var mjög öflugur í fyrri hálfleik og tók þá við hlutverki Jóns Kristjánssonar sem var klipptur út úr leiknum allan tímann. Hann gerði fjögur mörk og fískaði auk þess þrjú vítaköst. Inn- koma Freys var líka hárrétt ákvörð- un. Hann þakkaði traustið með því að gera 4 mörk á þeim stutta tima sem hann lék. Sigfús var einnig mjög sterkur í vörninni og brást ekki á lín- unni þegar hann fékk boltann. Skytturnar brugðust Skytturnar hjá KA, Goldin og Yala, brugðust. Þeir reyndu allt of oft skot úr erfiðum færum sem Guð- mundur átti auðvelt með að verja. Leó Örn var besti leikmaður liðsins, skoraði sex mörk og fískaði eitt vítakast. Hilmar Bjarnason lék einnig vel þann tíma sem hann fékk að vera með og Björgvin átti góðan kafla í fyrri hálfleik, en ógnaði lítið eftir það. Uppskeran hjá KA eftir veturinn er deildarmeistaratitill og verða þeir að gera sig ánægða með það nú þegar þeir fara í sumarfrí. SÓKNARNÝTING Þriðji leikur liðanna í undanúrslitum, leikjnn á Akureyri 6. apríl 1998 Mðrk Sóknir % ?. MdrK Sóknir % 10 25 40 F.h 9 23 39 8 22 36 S.h 9 22 41 2 8 25 Framl. 5 9 56 20 55 36 Alls 23 54 43 3 Langskot 8 3 Gegnumbrot 2 2 Hraðaupphlaup 4 5 Horn 2 3 Lína 3 4 Víti 4 EFTIR að hafa rutt þessari hindrun úr vegi stefnum við á tvöfaldan sigur, það verður gaman ^■■1 að ná í Islandsmeist- ReynirB. aratitilinn því það er E'rJkfa°n svo stutt síðan við urðum endanlega bik- armeistarar,“ sagði Jón Kristjánsson þjálfari Vals eftir leikinn í gærkvöldi. „Ég vissi að þetta yrði erfíður leikur og að það myndu ekki nema 1-2 mörk skilja að leikslokum. Ég bjóst ekki við því að þeir myndu taka mig úr um- ferð allan leikinn. Ég reiknaði reyndar með því að þeir myndu gera það hluta leiksins en það tók okkur nokkurn tíma að laga sókn- arleik okkar að þessari vöm þeirra. Þetta vai- bara spurningin um það hvor hefði frumkvæðið í fram- lenginunni og okkur tókst að ná því,“ sagði Jón. „Það hafa líklega ekki margir haft trú á því að við næðum að sigra KA í þriðja leikn- um hér fyrir norðan en það tókst og ég er mjög sáttur.“ SÓKNARNÝTING Annar leikur liðanna í undanúrslitum, leikinn í Reykjavík 4. apríl 1998 Valur F KA Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 15 23 65 F.h 13 23 57 10 25 40 S.h 11 25 44 25 48 52 Alls 24 48 50 9 Langskot 9 2 Gegnumbrot 3 5 Hraðaupphlaup 3 2 Hom 1 6 Lína 5 1 Víti 3 Hörkuleikur „Þetta var hörkuleikur“, sagði Jóhann G. Jóhannsson fyrirliði KA að leikslokum. „Þeir höfðu heppn- ina með sér í framlengingunni ásamt því að við fórum mjög illa að ráði okkar í sóknarleiknum og því fór sem fór. En Valsmenn átti síril- ið að vinna og óska ég þeim til hamingju." Erfitt í sókninni „Við reyndum allt sem við gát- um,“ sagði Alti Hilmarsson þjálfari KA eftir leikinn. „Það var ekki mikill handbolti sem liðin léku í kvöld, en þeim mun meira um bar- áttu. Eins og yfírleitt þegar þessi lið leika þá er það spurning hvorir hafa heppnina með sér á lokamín- útunum, það liðið sigrar. Hjá okkur var sóknin vandamálið í kvöld; það er óhætt að segja að sóknarleikur- inn hafí verið vandamál, auk þess sem við létum Guðmund í markinu verja allt of mikið frá okkur." Stefnum á tvö- faldan sigur Theódór tryggði Val aukaleik THEÓDÓR Valsson tryggði Valsmönnum oddaleik er hann gerði sigurmark Vals 2 !■■■■■ sekúndum fyrir leiks- Ivar Bene- lok, 25:24, er Valur og diktsson áttust öðru sinni á Hlíðarenda á laugardaginn. Ekki mátti miklu muna að KA-menn bæru sigur úr býtum og aðeins klaufaskapur þeirra undir lokin kom í veg fyrir það. Þeir voru um stund þremur leikmönnum íleiri, náðu aðeins að vinna upp tveggja marka forskot Valsmanna á þeim tíma og brenndu af einu dauðafæri. Heimamenn voru mikið öflugri í fyrri hálfleik og virtust hafa öll ráð í hendi sér. Sóknarleikur Vals gekk greiðlega í gegnum galopna vöm gestanna og vörn Valsara var all- góð, en öðru fremur var það sóknar- leikur KA sem brást. Éftir rúmar 23 mínútur voru heimamenn með fimm marka forskot, 13:8. KA-menn náðu að stoppa í götin í vörninni á lokakaflanum og meiri ógnun kom í sóknarleikinn við breytingar sem á honum urðu. Karim Yala var settur á bekkinn og Vladimír Goldin kom í hans stað og Sverrir Björnsson leysti Goldin af á vinstri vængnurp. Þetta bar þann ávöxt að í hálfleik munaði aðeins 2 mörkum, 15:13, Val í hag. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik illa á sama tíma og KA héldu upp- teknum hætti frá lokum fyrri hálf- leiks. Gerðu þeir þrjú fyrstu mörkin í hálfleiknum og náðu forystu í fyrsta sinn, 16:15. Eftir það var mikil barátta í báðum liðum og jafnt á öllum tölum þar til Valsmenn náðu tveggja marka forystu, 24:22, þegar tæpar fímm mínútur voru eft- ir. Skömmu síðar var Valgarð Thorddsen, Valsmaður, rekinn af leikvelli fyrir að því er virtist mis- skilning við innkast. Ekki voru liðn- ar nema 50 sekúndur frá því að Val- garð fór út af er Ingi Rafn var send- ur sömu leið að því er virtist fyrir litlar sakir. Ellefu sekúndum síðar var Sigfús Sigurðsson réttilega rek- inn af leikvelli fyrir að taka um háls Yala. Valsmenn voru því þremur færri í eina mínútu og tveimur færri í eina mínútu. Yala nýtti möguleik- ann strax og minnkaði forskotið í 1 mark, 24:23, er tvær mínútur voru eftir. Valsmenn misstu knöttinn fljótlega enda sóknin þunnskipuð og Jóhann G. Jóhannsson fékk dauða- færi í hægra horni, vippaði yfír Guðmund og framhjá markinu. Ekki leið á löngu þar til Valsmenn misstu boltann á ný og Leó Örn Þorleifsson jafnaði þegar mínúta var eftir, 24:24. Valsmenn sýndu yf- irvegun í síðustu sókninni og fengu menn sína inn á hvern af öðrum og stilltu upp í sókn sem endaði sem fyrr segir tveimur sekúndum fyrir leikslok með góðu marki Theódórs af línunni. Þannig vörðu þeir Leikurinn í gærkvöldi: Sigtryggur Albertsson, KA: 14(4) 5(1) langskot, 4(1), úr horni, 3(2) af línu, 1 eftir gegnubrot, 1(1) eftir hraða- upphlaup. Guðmundur Hrafnkeisson, Val: 24(6) 14(2) langskot, 5(1) úr horni, 3(1) eftir gegnubrot, 2(1) eftir hraðaupphlaup. Leikurinn á laugardag: Guðmundur Hrafnkelsson, Val: 7 (4); 5 (2) langskot, 1(1) úr horni, 1(1) af línu. Sigtryggur Albertsson, KA: 9 (2); 4 (1) langskot, 1 gegn- umbrot, 3 (1) úr horni, 1 af línu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.