Morgunblaðið - 17.04.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.04.1998, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998__________________________ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR Stefán Gíslason opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Fold á laugardaginn. / Arstíðir Gunnlaugs í Gallerí Fold GUNNLAUGUR Stefán Gíslason opnar sýningu á vatnslitamynd- um í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg, laugardaginn 18. apríl kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn „Arstíðir". Gunnlaugur Stefán er fæddur í Hafnarfirði árið 1944. Hann stundaði nám við Myndlista- og handfðaskóla íslands. Hann hef- ur um langt árabil kennt vatns- litamálun, m.a. við Myndlista- skólann í Reykjavík og Mynd- lista- og handiðaskóla Islands. Þetta er 12. einkasýning Gunn- Iaugs, en hann hefur tekið þátt í samsýninguin hér á Iandi og er- lendis. Gallerí Fold er opið dag- lega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14- 17. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 5. maí. Karlakór- ar syngja KARLAKÓR Reykjavíkur eldri félagar og Karlakórinn Þrestir eldri félagar syngja saman í Digraneskirkju sunnu- daginn 19. apríl kl. 16. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og saman í lokin. Stjórn- endur eru Kjartan Sigurjóns- son, organisti í Digi-aneskirkju, og Halldór Óskarsson, org- anisti í Víðistaðakirkju. Undirleik á píanó annast Bjarni Þór Jónatansson og Hörður Bragason. Sungin verða lög eftir innlenda og er- lenda höfunda, lagasyrpur og þjóðlög. Suzukitónleik- ar í Laugar- neskirkju TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzukisambandsins stendur fyrir tónleikum í Laugarnes- kirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 17. Fimm ungir einleikarar á fíðlu, píanó og selló koma fram og leika með strengjakvartett kennara. Einnig leikur hljóm- sveit yngri nemenda skólans. Efnisskráin verður fjölbreytt. 5 frábærir leikir fylgja Fuji Photonex 10 Sjálfvirkt flass bw|r Sjálfvirkur ^ fókus APS ')} ifilmukerfið. mmm Nett og ^skemmtileg vél ALVÖRU SJÓNVARP TIL FRAMTÍÐAR Svona virkar APS filmu- kerfið 28" Black FST 2 scarttengi S-VHS inngangur Inng fyrir myndbands- í tökuv. Tengi f. 1 heyrnatól. NTSC ’ 2*20W Nicam Stereo Textavarp 90 klst rafhlaða 2,7 tímar í tali Símanúmerbirting 130 númera símaskrá Sendir/móttekur SMS Vegur 187 gr. Tengjanlegur I við tölvu 3110 233 Mhz Pentium II m/AGP, bj ■ ■ góður turn kassi, 15" skjár, 64 MB SDRAM, Maxtor Diamond 4.3 MB Ultra-DMA diskur, Diamond 4000 ^ AGP 4MB skjákort, Creative Voodoo 8mb þrívíddar- hraðall - sá besti í dag, 24x geisladrif, Soundblaster 64, 280W hátalarar, Win 95 lyklaborð og mús, Windows '95 uppsett og á CD, Frábær forritanlegur stýripinni fylgir, 33.6 fax mótald með símsvara, 6 mánuðir á netinu hjá Margmiðlun ofl. 5 frábærir leikir fylgja Starcraft • Incoming G-Police • Ultimate Race Pro Actual Soccer 2 Skeifan 11 • 108 Rvk • Sími: 550-4444 • Póstkröfusími: 550-4400 Reuters LJÓSMYNDARI The Los Angeles Times hlaut verðlaun fyrir myndröð um börn áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Þessi mynd er af dreng sem reynir að útiloka ókvæðisorð unnustu föður hans. KATHERINE Graham hjá The Washington Post fagnar Pulitzer-verð- laununum sem hún hlýtur fyrir ævisögu sína. Pulitzer-verðlaunin afhent The New York Times hlýtur þrenn verðlaun New York. Reuters. RITHÖFUNDURINN Philip Roth hlaut í vikunni bandarísku Pulitzer- verðlaunin fyrir skáldsögu sína „American Pastoral“, sem segir frá því hvernig maður á miðjum aldri bregst við er dóttir hans gengur í sértrúarsöfnuð og verður hryðju- verkamaður. Pulitzer-verðlaunin eru veitt árlega fyrir bókmenntir, tónlist, blaðamennsku og ljósmynd- un. Að þessu sinni hlutu blaðamenn við stórblaðið The New York Times flest verðlaun, þrenn talsins. Katherine Graham, formaður framkvæmdastjórnar The Wash- ington Post, hlaut verðlaun í flokki ævisagna fyrir ævisögu sína, „Per- sonal History“, en þar segir hún m.a. frá þeirri ákvörðun útgefenda blaðsins að afhjúpa Watergate- hneykslið. Þá hlaut Jared Diamond verðlaun í flokki verka almenns eðl- is fyrir „Guns, Germs and Steel: The Fates of Human Societies". Paula Vogel hlaut verðlaun fyrir leikrit sitt „How I Learned to Drive“, sem fjallar um sifjaspell. Vogel hefur hlotið mikið lof og verð- laun fyrir verkið, sem hefur verið sýnt á Broadway í 15 mánuði. Verð- launin fyrir ljóðabók féllu Charles Wright í skaut. Tónlistarverðlaunin hlaut að þessu sinni Aaron Jay Kemis fyrir „Strengjakvartett no. 2, Musica Instrumentalis" en auk þess var tónskáldsins Georges Gerswins minnst sérstaklega. Sumarið ‘37 ÁÐUR en sýning hefst á Sumrinu ‘37 eftir Jökul Jakobsson, í kvöld föstudaginn 17. apríl, mun Jón Við- ar Jónsson leikhúsfræðingur og gagnrýnandi flytja erindi um stöðu Jökuls í íslenskri leikritun. Hann mun fjalla um helstu leik- verk Jökuls með sérstakri áherslu á Sumarið ‘37 og þeim viðtökum sem verkið hlaut þegar það var frumsýnt í Iðnó fyrir þrjátíu árum. Jón Viðar þekkir vel til verka Jökuls, hann annaðist heildarút- gáfu þeirra og bjó þau til prentun- ar árið 1994. Kynningin fer fram á Leynibar Borgarleikhússins og hefst kl. 19, en aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Að lokinni sýningu mun Jón Við- ar stýra umræðum og verður Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri meðal þátttakenda. VERK eftir Pétur Gaut. Pétur Gautur opnar sýningar í APRÍLMÁNUÐI mun Pétur Gaut- ur sýna á Jómfrúnni, Lækjargötu, og Jóni Indíafara í Rringlunni. Á Jóm- frúnni eru eldri myndir og hefur sýn- ingin hlotið nafnið „Danskar uppstill- ingar“, þar sem allar myndimar eru málaðar í Danmörku. Á loftinu á Jóni Indíafara eru síðan til sýnis nýrri verk listamannsins. Jómfrúin er opin frá kl. 11-22 alla daga en Jón Indíafari á sama tíma og Kringlan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.