Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 B 7
ÁRNI Björn, Einar Bergur og Nína með sýnishorn af verkum sínum.
Skrípó, stríðsmyndir
og Kryddpíur
ÞAU sitja önnum kafin inni á
barnadeildinni, Árni Björn Gests-
son, tíu ára, Einar Bergur Björns-
son, tíu ára og Nína Arnarsdóttir,
átta ára.
„Svona fimm eða sex ára,“ svar-
ar Árni Björn spurningu blaða-
manns um livað hann hafi verið
gamall þegar hann kom fyrst á
námskeið í Myndlistaskólauum.
„Ég líka,“ segir Einar Bergur og
Nína var sex eða sjö, en er þegar
búin að fara á fjögur námskeið.
Árna Birni fínnst skemmtilegast
að teikna skrípó eða búa til hluti
úr leir. Einar Bergur vill helst
teikna stríðsmyndir en Nínu þykir
allt skemmtilegt - en líklega
skemmtilegast þó að teikna mynd-
ir af Kryddpíunum úr hljómsveit-
inni ensku Spice girls.
Krakkarnir eru ansi duglegir.
Það er greinilegt að kennslan hef-
ur ekki farið fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim, en aðalkennari á
barnanámskeiðum Myndlistaskól-
ans er Rósa Kristín Júlíusdóttir.
Þau taka sér hlé frá störfum og
benda gestunum á myndir sem
þau hafa teiknað og málað og
prýða nú veggi skólans. Það er af
nógu að taka og ekki minnkar úr-
valið með árunum því Árni Björn,
Einar Bergur og Nína hafa öll hug
á að halda áfram að læra mynd-
list.
VERK nema í fornámi.
nemendum verður strax í upphafi
leiðbeint um notkun þeiiTa. „Fag-
legar kröfur til kennara og nem-
enda munu aukast við þessar breyt-
ingar,“ segir hann.
Helgi segir starfsfólk Myndlista-
skólans, kennara jafnt sem nem-
endur, nota Netið mjög mikið.
„Skólinn er með heimasíðu auk
þess sem allir nemendur í listhönn-
unardeild hanna sína eigin síðu. Við
fáum viðbrögð erlendis, fyiárspurn-
ir og annað í gegnum Netið, auk
þess sem heilu áfangarnir eru unnir
á því formi, til dæmis ef kennarinn
er staddur erlendis.“
í fagurlistadeild er að sögn
Helga ætlunin að nýta reynsluna af
styttri og markvissari námskeiðum
í grafískri hönnun. Markmiðið er að
gera námið fjölbreyttara og gera til
dæmis grafík, tölvuteiknun, marg-
miðlun og umhverfíslist hærra und-
ir höfði.
Mikilvægt að
opna skólann
Á útskriftarsýningum eru, eins
og lög gera ráð fyrir, til sýnis út-
skriftarverk nemenda. Einnig eru
þar verk annarra nemenda dag-
skólans sem styttra eru komnir í
náminu, verk barnanna og sýnis-
horn af verkum þeirra sem sótt
hafa fullorðinsnámskeiðin. „Við
reynum að breyta áherslunni eitt-
hvað á milli ára þó auðvitað verði
þessar sýningar keimlíkar," segir
ÚR glugga barnadeildarinnar.
Helgi. „Okkur þykir mikilvægt
að opna skólann fyrir almenn-
ingi tvisvar til þrisvar á ári, til
þess að sýna þetta mikla
starf sem hér fer fram.
Skólinn á að kynna sig og
þetta hefur fallið í góðan
jarðveg. Fólk mætir á
þessa sýningu ár eftir
ár og lætur okkur
heyra hvað því
finnst. Það er líka
gott fyrir kenn-
ara og nemend-
ur að skoða
vetrarstarfið
svona.“
Vorsýning-
in stóð að
þessu sinni
frá fimmtu-
degi fram til
sunnudags og
á þeim fjórum
dögum komu
sautján til átján
hundruð manns.
„Það koma líka
alltaf hópar fólks
yfir vetrartímann
að skoða skólann.
Fólk hefur áhuga á
því sem hér fer fram,
enda er hér innan
veggja hugmyndaríkt og
duglegt fólk upp til hópa
sem setur svip sinn á bæjar-
lífið okkar.“
NEMENDUR utan af landi eru
einlægir, óspilltir, lifandi, vilja ekki
fá allt upp í hendurnar strax og
kunna að bíða,“ segir Kolbrún Aðal-
steinsdóttir skólastjóri Skóla Johns
Casablancas á Islandi. Hópur úr
skólanum tók nýverið þátt í fyrir-
sætu- og hæfileikakeppninni MAAI
í New York og hafa ellefu stúlkur úr
hópnum þegar komist á samning að
hennar sögn.
Þrjár stórar umboðsskrifstofur
hafa sýnt þremur stúlkum úr Vest-
mannaeyjum mikinn ________________
áhuga og segir Kolbrún
furðu vekja hve ungum
Islendingum af lands-
byggðinni gangi vel að
fóta sig á sýningarpöll-
um erlendis. „Þrír ein-
staklingar frá Akureyri,
þau Ásdís María Frank-
lín, Elva Eiríksdóttir og
Gen Magnússon, sem
nýverið sýndi fyrir Vers-
ace, eru eitt dæmið um
velgengni þessara
krakka og nú virðist röð-
in vera komin að Vest-
mannaeyjum. Þrjár
stúlkur þaðan; Guðný
Sigríður Gísladóttir, Val-
gerður Sigurjónsdóttir
og Ester Helga Sæ-
mundsdóttir eiga mögu-
leika hjá stórum skrif-
stofum í New York,
Lundúnum og París, til
dæmis Eileen Ford. Það er að
segja ef samþykki foreldra
þeirra fæst. Fjórða Vest-
mannaeyjastúlkan,
Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, tók
þátt í MAAI-
keppninni fyrir
þremur árum, og
vinnur nú úti um all-
an heim,“ segir hún.
af lands-
byggðinni
eru einlæg-
ar, lifandi og
óspilltar
V VLGERÐl R
Sigun’ónsdóttii
ESTER Helga
Sæmundsdóttir
Undirbúningur fyrir hverja
keppni tekur eitt ár og skoða um-
boðsskrifstofumar myndamöppur
þátttakendum jafnan í krók og
kring. Bandarískur ljósmyndari,
Israel Colon, tók myndirnar aí
Vestmannaeyja-stelpunum Ester,
Valgerði og Guðnýju, sem eru ung-
ar að árum, fæddar 1980, 1982 og
1983.
„Ásdís, Geir og Elva voru öll ung
þegar þau tóku þátt í MAAI-keppn-
inni í New York á sínum tíma. Það
er kostur að byrja snemma því tvö
ár tekur að byggja upp gott úrval aí
myndum í möppuna sína,“ segir
Kolbrún.
Reglusamari, hlýðnari og
duglegri að læra
Kolbrún telur að MAAI-keppnin
ýti undir árangur ungra krakka
sem vilja ná langt sem fyrirsætur
því fulltrúar umboðsskrifstofanna
fái þá tækifæri til þess að sjá með
eigin augum þá sem þeim h'st best á
af myndum. „Krakkarnir utan aí
landi eru ívið reglusamari og dug-
legri að læra, sem þýðir að þeir eiga
auðveldara með að fara eftir regl-
um. Þetta skilar sér. Sukksamt líf-
erni leynir sér ekki og þeir sem eru
óspilltir hafa meira að gefa. Miklu
máli skiptir hvemig manneskjan
kemur fyrir í þessu starfi og frekja
og ýtni koma henni ekkert áleiðis.
Engin umboðsskrifstofa kærir sig
um mislynda fyrirsætu sem full er
af stælum."
Hún leggur ennfremur mikla
áherslu á nauðsyn menntunar. Líka
þegar fyrirsætur eiga í hlut. „Það
hefur verið mjög ljúft að vinna með
krökkunum utan af landi. Þau vilja
mennta sig líka og eru því miklu
sterkari á svellinu. Það er
ekkert varið í að vinna með
fyrirsætum sem eru al-
gerlega ómenntaðar.
si Þannig einstaklingar
hafa um fátt að tala, vita
i lítið sem ekkert um landið
Á- sitt, kunna fátt í samskiptum
og ná þar af leiðandi ekki
árangri,“ segir Kolbrún
Aðalsteinsdóttir að
endingu.
hke
GUDNY ■
Sigríður P
Gísladóttir