Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 B 5 ,
Fiðlu-
leikur for-
dæmdur
KIRKJAN bannaði fíðluleik á
miðöldum vegna þess að hann
þótti knúinn krafti djöfulsins.
Á þeim tímum varð til goðsögn-
in um djöfulleik fiðlunnar. Hún
varð samnefni fyrir allt sem
óleyfilegt var og bölvun talin
fylgja henni. Erfitt var að hafa
stjórn á hvað almenningur
tók sér fyrir hendur þegar
æsandi fiðlutónarnir ærðu lýð-
inn. Tryllingstónar fiðlunnar
knúðu fólk til að dansa og
skemmta sér, daðra og dufla,
og haga sér ósiðlega. Á dögum
Cromwells á 17. öld var fiðlu-
leikur bannaður á Bretlandi og
fiðlan lifði einungis á útkjálkum
Skotlands og Wales, og er þar
vísast skýringin á því hve marg-
ar þekktar fiðlumelódíur koma
þaðan. Þjóðernisvitund Skota
og Walesbúa birtist í áhuga
þeirra á viðhaldi fiðluleiksins á
tímum banns og sýnir uppreisn
þeirra gegn valdboði Englend-
inga.
' mmmmmm____________
Hugmyndin að myndinni
fæddist í Englandi og lýsir
hvernig hinir ólíku þættir
menningarinnar tengjast í
gegnum handverk, eins og
hljóðfærasmíði.
ÞAÐ ER auðséð að hér er handverkið metið
að verðleikum. Heimasmíðuðu heflarnir eru
listasmíð.
SKÁPUR á vinnustofunni þar sem fullbúin
hljóðfæri eru geymd þar til tónar þeirra
hljóma um tónleikasalina.
BOURGLINSTER-kastali í Lúxemborg. í
þeim hluta kastalans sem er lengst til vinstri
á myndinni var vinnustofa Hans.
hluti byggingarinnar var frá 18. öld.
Hins vegar voru homsteinar hans
frá tímum Rómaveldis. „Vegurinn
frá Róm til norðurhliðs Rómaveldis
í Trier lá þarna um hlaðið,“ segir
Fríða. „I þessu yndislega og rólega
umhverfi fengum við tækifæri til að
hugsa bara um það sem við vildum
vinna, þroskast og verða að fólki,“
segir Fríða, „og það er talsvert ólíkt
því sem margir íslendingar upphfa
milli tvítugs og þrítugs, þegar
margir eru útkeyrðir í öllum at-
gangi lífsgæðakapphlaupsins."
Nám í Englandi
En ævintýrin taka enda, og eftir
tíu ára dvöl í Lúxemborg var kom-
inn tími til að breyta til. Hugur
Fríðu stóð til frekara náms og héldu
þau til Englands þar sem hún hóf
mastersnám við háskólann f Austur-
Anglíu. Hans var heima hjá börnun-
um á meðan Fríða einbeitti sér að
náminu. Þau héldu samt aðstöðu
sinni í Lúxemborg á meðan þau
voru að gera upp hug sinn um fram-
tíðina. Fríða sérhæfði sig í breskri
skáldsagnagerð og menningu tutt-
ugustu aldarinnar í háskólanum.
Eins og margir vita er þekktasta
deild skapandi skrifa Englands í
skólanum og Fríða kynntist mörg-
um þekktum rithöfundum á meðan
á dvölinni stóð. Til gamans má geta
að margir af kunnustu rithöfundum
yngri kynslóðar Breta hafa numið í
Austur-Anglíu og má þar nefna Ian
MacEwan og Kazuo Ishiguru.
Eftir að námi Fríðu lauk fóru þau
aftur til Lúxemborgar og dvöldu
þar næstu tvö árin. En þá var heim-
þrá farin að gera vart við sig og
varð til þess að þau fluttust heim.
Og auðvitað kom enginn staður í
Reykjavík til greina nema gamli
bærinn. Hans hélt þó fyrst um sinn
vinnustofu sinni í kastalanum en
núna eru þau alkomin heim og
hljóðfærin komin á litlu vinnustof-
una í Þingholtsstræti.
Dulmæli fiðlunnar
Eins og áður sagði halda Fríða og
Hans utan eftir nokkra daga til að
leggja lokahönd á leikna heimildar-
mynd sem þau hafa verið að vinna
að undanfarin tvö ár. Vinnuheiti
myndarinnar er Fiðlusmiðurinn, og
skrifaði Fríða handritið. Leikstjórn
er í höndum Steinþórs Birgissonar
en Jónas Tómasson sér um tónlist-
ina.
Skosk
þjóð-
saga
f SKOSKRI þjóðsögu segir
af manni sem á að hengja
fyrir að spila á fiðlu. Hann
er færður undir snöruna og
allra augu beinast að hon-
um. Hann spyr hvort hann
megi ekki leika síðasta lag-
ið á fiðluna áður en snaran
herðist að hálsi honum og
er honum veitt þessi hinsta
ósk. Hann tekur að spila og
tónar fiðlunnar eru svo
magnaðir að dómarinn,
böðullinn og mannfjöldinn
eru sem í leiðslu og fara að
stíga villtan dans. Dansinn
verður trylltari og trylltari
og í æði dansins fer fólkið _
að springa hvert af öðru. Á
meðan fjöldinn stígur
dauðadansinn gengur fiðlu-
leikarinn burtu og þegar
æðið loksins rennur af þeim
sem enn eru lífs er hann
horfinn veg allrar veraldar.
Hugmyndin að myndinni fæddist
í Englandi og lýsir hvernig hinir
ólíku þættir menningarinnar tengj-
ast í gegnum handverk, eins og
hljóðfærasmíði. „Það var eins og
íynni upp fyrir okkur ljós, og við sá-
um hvernig gullgerðarlistin, stærð-
fræðin, arkitektúrinn og hug-
myndafræðin skerast öll í þeim
punkti sem fíðlusmíðin sjálf er.“
Fyrst átti hugmyndin að birtast í
rituðu máli, en þegar heimildar-
mynd var gerð um Hans fyrir Sjón-
varpið, sáu Hans og Fríða mögu-
leikana í þeim miðli. Fríða vann
rannsóknarvinnuna fyrir handritið í
London þar sem hún kannaði hvaða
hlutverki fíðlan gegndi í bókmennt-
um, goðsögnum og þjóðsögum.
Einnig vann hún sagnfræðilega
rannsókn á þróun og hlutverki fiðl-
unnar í samfélaginu. „En mikið vatn
hefur runnið til sjávar síðan þá og
margir hafa lagt hönd á plóginn,“
segir Hans. Auðvelt reyndist að afla
hugmyndinni fylgis og er kvik-
myndagerðin fjármögnuð að mestu
leyti erlendis. Segja má að verkið sé
orðið fjölþjóðlegt, að öðru leyti en
því að listræn vinna er að mestu í
höndum íslendinga.
Hvernig tré verður að tóni
„Myndin fjallar um ferlið hvernig
tré verður að tóni,“ segir Fríða.
„Hvernig eitthvað sem er mjög
hlutlægt og hlutbundið eins og tré
verður að einhverju sem er afstætt
og óhlutbundið eins og tónn. Að því
leyti er myndin mjög huglæg og
fjallar um hugmyndafræði. Og við
reynum að tengja þetta hugmynda-
fræði fornaldar, eins og reiknings-
list þeirra Pýþagórasar og Platóns,
rómverskum arkitektúr Vitruvíusar
og síðan þeim hugmyndum sem
þróast með fólkinu sjálfu, almenn-
ingi,“ segir Fríða. „Einnig hefur
fiðlan tónsvið sem er ákaflega líkt
mannsröddinni," segir Hans, „og í
myndinni reynum við að koma inn á
þann þátt.“ Sú hugmynd að allt sem
hafi rödd verði að hafa líkama teng-
ist fiðlunni og þá ekki síst lagi henn-
ar, en eins og auðséð er hefur fíðlan
höfuð, háls, axlir, mitti og mjaðmir.
Fólk taldi að tónar fiðlunnar hlytu
að koma úr líkama og þar með var
búið að persónugera fíðluna. Þessi
persónugerving tekur síðan á sig
demóníska mynd og verður í huga
almennings á miðöldum nátengd
galdri því vissulega er það galdur að
töfra tóna úr tré!
Hinn djöfullegi kraftur fíðlunnar
færist líka yfir á fiðlusmiðinn.
Handverksmenn miðalda bjuggu yf-
ir víðtækari þekkingu en almennt
gerðist og sú þekking þótti eiga sér
djöfullegar rætur. „Allt sem maður-
inn gat ekki skilið fullkomlega varð
djöfullegt,“ segir Fríða. „Fiðlan
sjálf var ekki djöfulleg, heldur tónn-
inn,“ segir Hans, „því ótti manna
við hið óþekkta birtist í hræðslu við
þann galdur sem kristallaðist í
þeirri hugmynd að anda hefði verið
blásið í efnið.“
Myndin verður frumsýnd í Sjón-
varpinu um jólin og þá verður viða-
miklu verkefni lokið hjá þessum
einstöku hjónum. En á heimili þar
sem tónlist og bókmenntir skipa að-
alsæti er víst að framtiðin mun bera
fleiri skemmtileg verkefni í skauti
sér.
-I rl
HÁRKÚR, GÆÐA E-VÍTAMÍN ESTER C
Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum.
ferPanto^
X T H •'
för lt&(
"ð «di iiuúri1
IETI £**
reííJjXí 5?)
ESTER
£-vttomin
Áhrifaríkur hárkúr
Vítamín, steinefni,
amínósýrur,
prótein og
valdar jurtir.
Hugsaðu vel um
hárið.
Healthilife
tryggir gæðin.
Náttúrlegt E-500
Öflug oxunarvörn
fyrir frumurnar.
Ester C
Margföld áhrif. Fer vel í
maga. EC-200, EC-500 og
EC-Plus með zínki, seleni,
magnesíum og kalki.
BfO-SELEN UMBOÐIÐ
Sími 557 6610
Caribbeai
Pacífl
Nýr R snennandi vcitingastaður Kawgftveginiv
Sumaropnun sumars
og suðræn s
j
/ /
Höfum opið allan daginn í allt. sumar,
stórfenglegnr salatbar; rófur,
kartöflur, eggaldin, papríka, tómatar,
rauðrófur, hvítlaukur, laukur, kál, Ólívnr,
balsam vinedik, ÓlíVUOlía...
i i /1111«