Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 1
84 SIÐUR B/C 136. TBL. 86. ÁRG. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín kveðst ekki hafa betlað fé Kostroma, Moskva. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að efnahagur landsins „lafði enn“ og neitaði því jafnframt að stjómvöld í Moskvu betluðu fé af ríkj- um á Vesturlöndum. Jeltsín heimsótti í gær sveitir Rússlands í fyrsta sinn á þessu ári og kom m.a. til borgarinnar Kostroma, sem liggur um 320 kíló- metra norðaustur af Moskvu. Gerði hann tilraun til að Mðmælast við langþreytta verkamenn en mótmæla- stöður þeirra vegna seinkunar launa- greiðslna hafa undanfarið hrætt í burtu erlenda fjárfesta sem landið þarfnast sárlega. Sakaði Jeltsín forstjóra stærstu verksmiðju borgarinnar um að hafa af verkamönnunum fé og jafnframt gagnrýndi hann ríkisstjórann Viktor Shershunov, sem náði kjöri af lista kommúnista, fyrir að varpa sökinni af slæmum stjómarháttum sínum á stjórnvöld í Moskvu. „Hann skuldar helming þessara launaskulda en þeg- ir yfir þvi. Staðhæfir hins vegar að Moskva neiti að láta peningana af hendi,“ sagði Jeltsín með Shersunov, allt annað en ánægðan, við hlið sér. Þarfnast siðferðilegs stuðnings Anatólí Tsjúbajs, sérlegur samn- ingamaður Jeltsíns við erlendar fjármálastofnanir, sagði í gær að Rússland þarfnaðist um 10-15 millj- arða dollara láns, um 700-1000 millj- arða ísl. króna, frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum (IMF) til að blása lífi í rússneskan efnahag. Jeltsín sagðist í gær hins vegar hafa gert þeim Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, og Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, ljóst að Rússlands þarfnaðist fremur „siðferðilegs stuðnings“ þeirra en gjafafjár. „Ég hef ekki betlað af þeim fé,“ sagði Jeltsín. „Við þurfum ekki peninga, við þurfum stuðning." Robert Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að fengju Rússar jafnhátt lán hjá IMF og þeir hefðu óskað, gæti það gengið afar nærri sjóðum stofnunarinnar. Hvatti Rubin öldungadeild banda- ríska þingsins til að samþykkja auk- in framlög til IMF sem fyrst. Reuters Kosið í Tékk- landi VACLAV Havel Tékklandsforseti horfir yfir skilrúm á kjörstað í Prag í gær en þá hófust þing- kosningar í Tékklandi. Síðari kjördagur er í dag en úrslita er að vænta í fyrramálið. Mikill óstöðugleiki hefur ríkt í tékk- neskum stjórnmálum síðustu misseri og búast stjórnmála- skýrendur ekki við því að það breytist nema að hluta til. Vinstrimönnum er spáð sigri í kosningunum og verði sú raunin er það í fyrsta sinn frá hruni kommúnismans sem þeir komast til valda í Tékklandi. ■ Vinstrimenn/23 Reuters Brosað framan í heiminn NATO vísar kaldastríðs- hættu á bug Brussel, Washington, Moskvu. Reuters. Bondevik hélt velli Ósló. Reuters. STJÓRN Kjell Magne Bondeviks hlaut í gær traustsyfirlýsingu norska þingsins og tókst þar með að koma fjárlögum minnihluta- stjórnar sinnar í gegnum þingið. Til að fá fjárlögin samþykkt þurfti stjórnin stuðning hægri- flokkanna og Framfaraflokkurinn, undir stjórn Carls I. Hagen, þrjóskaðist lengi vel við. Akvað Bondevik þá að tefla á tæpasta vað og sóttist eftir traustsyfirlýsingu þingsins, ella gæti stjórn hans ekki starfað. Lét Hagen þá undan, kvaðst telja mikilvægara að stjórnin héldi velli en að koma í veg fyrir auknar skattaálögur á olíuiðnaðinn. Arið 1986 felldi hann hins vegar stjórn borgaraflokkanna vegna andstöðu sinnar við samskonar skattaálögur. --------------- 1.500 stúlkur bera vitni Brussel. Rcuters. SAKSÓKNARI í bænum Tongeren í Belgíu hefur fyrirskipað lögreglu að yfirheyra 1.500 stúlkur, fyrrver- andi nemendur kennara, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga einum nemanda. Málið er afar viðkvæmt í Belgíu vegna ákæru á hendur Marc Dutroux, sem hefur játað að hafa myrt stúlkubörn og misnotað þau kyn- ferðislega. Kennarinn, sem jafnframt er prestur, er kominn á eftirlaun. Hann neitar sakargiftum en vegna þess hve alvarleg ákæran á hend- ur honum þótti og hve viðkvæmt málið er í Belgíu, var ákveðið að yfirheyra nær alla fyrrverandi nemendur kennarans, sem kenndi í tveimur stúlknaskólum. Um sex- tíu stúlkur verða yfirheyrðar á dag en nú þegar hafa um 400 þeirra borið vitni. ÞESSI litli simpansi í dýragarð- inum í Miami reyndi í gær að létta geð annarra apa í garðin- um og verður ekki annað séð en það takist dável. Hitinn í garð- inum í gær fór hátt í 40 gráður, og hefur því ekki veitt af upp- lyftingu. BANDARISK stjórnvöld og emb- ættismenn Atlantshafsbandalags- ins (NATO) vísuðu í gær á bug full- wðingum rússnesks hershöfðingja um að hernaðarafskipti bandalags- ins af Kosovo kynnu að verða til þess að kalda stríðið hæfist að nýju. Rússar hafa í tvígang í þess- ari viku gagnrýnt NATO harkalega vegna flugæfinga þess nærri loft- helgi Serbíu. Forsætisráðherra Al- baníu, Fatos Nano, og leiðtogi Kosovo-Albana, Ibrahim Rugova, ítrekuðu hins vegar í gær fyrri hvatningarorð sín um að NATO yki þrýsting á Serba vegna átakanna í Kosovo. Leoníd Ivasjov, einn æðstu emb- ættismanna rússneska varnaimála- ráðuneytisins, lýsti því yfir í gær að hæfi NATO aðgerðir í Kosovo án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, myndi það leiða til þess að kalt stríð hæfist að nýju á milli austurs og vesturs. Háttsettir emb- ættismenn NATO vísuðu þessum viðvörunum Ivasjovs á bug, sögðu ekkert geta orðið til þess að horfið yrði aftur til kalda stríðsins. Tók talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins undir þetta og sagði að Rússum gæti ekki verið alvara með slíkum fullyrðingum. NATO vill eftirlitsmenn til Kosovo Dregið hefur úr hernaðarað- gerðum Serba í Kosovo en þeir hafa nú mikinn viðbúnað þar, að sögn NATO. Þá er fullyrt að Serb- ar hafi lokað landamærum Kosovo og Albaníu til að koma í veg fyrir flóttamannastraum og hindra vopnaflutninga til aðskilnaðar- sinna Albana í héraðinu. Leggur NATO nú á það mikla áherslu að hægt verði að senda eftirlitsmenn til Kosovo svo að ganga megi úr skugga um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga að dregið hafi úr of- beldisverkum. Rugova, leiðtogi Kosovo-Albana, lagði í gær á það mikla áherslu að NATO hæfi bein afskipti af Kosovo. Gerði hann lítið úr þýðingu Frelsis- samtaka Albana (KLA) sem hafa gert fjölda árása á Serba. Viður- kenndi hann hins vegar að erfitt gæti reynst að fá KLA til að leggja niður vopn, ef samningar næðust við Serba, þar sem samtökin lytu engri stjórn. Sendiherrar heim frá Hvíta-Rússlandi Minsk. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) ákvað í gær að kalla sendiherra aðildarlanda þess heim frá Hvíta-Rússlandi, vegna deilu við þarlend stjórnvöld um sendiherrabústaði. Flestir sendiherranna hafa aðsetur í sömu glæsi- byggingu og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, en yfirvöld hafa nú skipað erlendu sendiráðunum að rýma hana vegna þess að hún þarfnast viðgerða. Lúkasjenkó þykir hafa sýnt einræðistil- burði í embætti, auk þess sem hann hefur oft átt í útistöðum við sljórnvöld á Vestur- löndum. Hann segir að gera þurfi við pípu- lagnir í hinni umdeildu íbúðabyggingu en sendiherrarnir vísa því á bug. Segja þeir ákvörðun forsetans brot á þeim kafia Vín- arsáttmálans er fjallar um utanríkisþjón- ustu, auk þess sem þeir segja Lúkasjenkó hafa í hyggju að losna endanlega við er- lendu sendiráðin úr byggingunni. Deilan hefur staðið um nokkurra vikna skeið. Fyrr í vikunni sömdu sendiherrarnir er búa í téðri byggingu við yfirvöld um að þeir fengju að vera áfram, en ekki hefur verið staðið við það loforð. Lögregluvörður við bygginguna hefur verið margefldur og hefur sendiherrunum reynst þrautin þyngri að komast heim til sín og algerlega ómögu- legt að bjóða til sín gestum. Bandaríkjamenn munu kalla sendiherra sinn heim á næstu dögum, náist ekki sam- komulag við yfirvöld í Hvíta-Rússlandi um lausn málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.