Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sviðsstjóri handlækningadeildar uggandi vegna uppsagna
Sjúklingar fá ekki
ustu sem þeir eiga
„ÉG ER mjög uggandi um starf-
semina, sem er að vissu leyti eins og
fjöregg sem ekki má brjóta, og ótt-
ast að sjúklingar fái ekki þá þjón-
ustu sem þeir eiga rétt á og hafa
borgað fyrir með sköttum sínum,“
sagði Jónas Magnússon, prófessor á
handlækningasviði Landspítalans,
aðspurður um ástandið þar vegna
yfirvofandi uppsagna hjúkrunar-
fræðinga.
Jónas Magnússon segir að um-
fangsmiklar aðgerðir, sem hugsan-
lega hafi fylgikvilla í fór með sér,
svo sem hjartaaðgerðir, séu ekki
gerðar lengur, einhverjar minni
háttar aðgerðir verði unnt að gera í
næstu viku en þegar nær dregur
mánaðamótum og eftir að uppsagn-
irnar koma til verður aðeins haldið
úti einni skurðstofu.
„Við höfum aðeins helming þeirra
hjúkrunarfræðinga í vinnu sem við
hefðum haft ef verkfall stæði yfir og
það þýðir að við getum ekki sinnt
öðru en algjörum neyðartilvikum og
vitum raunar ekki ennþá hvort við
ráðum við það. Við höldum úti einni
skurðstofu og veljum á hana bráða-
aðgerðir og augnslys, annað gerum
við ekki,“ segir Jónas.
„Ef einhver fær krabbamein í
ristil, lifur eða maga verður hann
bara að bíða þar til hlutirnir verða
komnir í samt lag. Við höldum ekki
gangandi skurðstofu frá klukkan
átta til fjögur heldur höfum tiltæka
áhöfn sem við köllum út þegar þörf
krefur."
Að sögn Jónasar er útilokað að
hjúkrunarfræðingar af öðrum deild-
um geti gripið inní störf skurðstofu-
hjúkrunarfræðinga; þau séu það
sérhæfð og aðeins þeir hjúkrunar-
fræðingar geti komið þar að gagni
sem kunni á tæki og viti hvar hlut-
irnir séu.
I einhverjum tilvikum verður
hægt að beina sjúklingum til
sjúkrahúsa í nágrannabyggðum
Reykjavíkur og Jónas segir einnig
hugsanlegt að brýnar umfangsmikl-
ar aðgerðir verði gerðar erlendis.
Þá segir Jónas þetta ástand hafa
slæm tilfinningaleg áhrif og sagði
langvarandi erfiðleika og niður-
skurð í heilbrigðiskerfinu hafa nið-
urdrepandi áhrif. „Mörg okkar sem
starfa í heilbrigðiskerfinu í dag
myndum fara í aðra vinnu ef við
fengjum hana, þannig er ástandið
orðið og það er engin stétt í heil-
brigðiskerfinu ánægð í starfi.“
Um 60 rúm úr notkun
vegna uppsagna
A geðlækningasviði Landspítal-
ans verður einni móttökudeild hald-
ið opinni. AIls eru geðdeildirnar
fimm, þ.e. ein áfengisdeild og fjórar
almennar deildir og geta þær alls
tekið við vel yfir 100 sjúklingum.
Ákveðið hafði verið áður að loka
einni deildinni en nú verður þremur
til viðbótar lokað vegna hugsan-
legra uppsagna.
Tómas Zoéga, sviðsstjóri geð-
deildar, segir deildina geta tekið við
þjón-
rétt á
15 til 20 sjúklingum og því verði
80-90 rúm tekin úr notkun vegna
uppsagna og sumarlokana, þar af
um 60 vegna uppsagna. „Við verð-
um að útskrifa fólk sem við hefðum
annars haft lengur í meðferð og
byrjum á því strax í næstu viku.
Reynt verður að styrkja bráða- og
göngudeildarþjónustuna en ef þetta
ástand varir einhvem tíma verðum
við að stytta innlagnartímann mjög
mikið og sinna fólki með öðrum
hætti," segir Tómas. Milli 90 og
95% innlagna eru bráðar.
Mun færri hjúkrunarfræðingar
verða í vinnu á geðdeildunum en
verkfallsáætlun gerir ráð fyrir en
Tómas segir álíka hátt hlutfall hafa
sagt upp þar og meðaltalið eða
kringum 60%. Hann sagði vitað að
nokkrir hjúkrunarfræðingar myndu
snúa sér að öðrum störfum, nokkur
hópur myndi taka sér langt frí og
trúlega koma aftur með haustinu og
enn aðrir myndu snúa til baka þeg-
ar samningum lýkur.
Hliðarstýrisfótstig
Boeing-þotna
Allar þot-
ur Flug-
leiða
skoðaðar
ALLAR þotur Flugleiða verða
skoðaðar á næstunni í kjölfar atviks
sem varð í Bandaríkjunum fyrir
skömmu þegar hliðarstýrisfótstig
flugstjóra á Boeing 737 þotu duttu
úr sambandi í lendingu. Bandaríska
loftferðaeftirlitið, FAA, hefur gefið
út fyrirmæli um að allar þotur af
gerðunum 737, 747, 757, 767 og 777
verði skoðaðar sérstaklega. Fyrir-
mælin taka gildi 6. júlí nk. og skulu
allar þotur af þessum gerðum skoð-
aðar innan 90 daga þaðan í frá.
Skoðaðarinnan mánaðar
Að sögn Kristins Halldórssonar,
tæknistjóra Flugleiða, voru allar
fjórar 737 farþegaþotur Flugleiða
skoðaðar þegar fréttist af umræddu
atviki en nú hefur verið gefin út
verklýsing með fyrirmælum um að
skoða allar þotur og verður það gert
innan mánaðar.
Ekki urðu slys á fólki þegar
óhappið varð í Bandaríkjunum, en
aðstoðarflugmaður tók við stjóm
vélarinnar og gekk lendingin að
óskum. Kristinn segir að þegar
fréttist af atvikinu hafi Flugleiðir
látið skoða 737 vélarnar, samkvæmt
þeim upplýsingum sem þá lágu fyr-
ir, en til þess að taka af allan vafa
hafi nú verið gefin út verklýsing um
að skoða allar þotur Flugleiða.
Kvennamessa við þvottalaugarnar í Laugardal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stund milli
stríða
ÞVOTTAKONAN sem Ásmundur
Sveinsson hjó forðum í stein leit
sem snöggvast upp frá vinnu sinni
við þvottalaugarnar í Laugardal í
gærkvöldi til þess að hlýða á
kvennamessu í tilefni kvenróttinda-
dagsins 19. júní. Það voru Kvenna-
kirkjan, Kvenréttindafélag Islands
og Kvenfélagasamband Islands sem
stóðu að messunni, sem var haldin
til að minnast þess að þennan dag
árið 1915 feng^u íslenskar konur
kosningarétt.
Kví Keikos komin
SJÓKVÍ háhyrningsins Keiko
kom til lands rúmlega hálftólf í
gærkvöldi. Þá var orðin um 14
tíma seinkun á komu flutninga-
vélarinnar hingað til lands. Stefnt
var á að hefjast strax handa við
að afferma vélina en að sögn
Halls Hallssonar hjá Mönnum og
málefnum var áætlað að það tæki
um tólf tíma. Fjöldi fólks
safnaðist saman við flugvöllin til
að fylgjast með komu vélarinnar.
Kvíin verður flutt til Þorláks-
hafnar um leið og lokið verður við
að ferma flutningabílana sem
flytja kvína. Hún verður flutt á
fjórtán fjörutíu feta flutningabíl-
um sem aka í bílalest.
Bílalestin ekur í gegnum
Reykjavík á leið sinni til Þorláks-
hafnar. Þaðan verður siglt með
kvína til Vestmannaeyja með
Herjólfi. Aætlað er að á morgun
verði lokið við að flytja kvína
þangað. Sjókví Keikos er flutt í
tvennu lagi til Islands.
Loðnan
ófundin í
upphafí
vertíðar
Á ANNAN tug skipa voru kom-
in til loðnuleitar norður af Mel-
rakkasléttu á miðnætti í nótt
þegar loðnuvertíðin hófst. Að
sögn Bjarna Bjarnasonar, skip-
stjóra á Súlunni EA, hafði eng-
in loðna fundist í gærkvöldi en
þá hafði verið leitað á sömu
slóðum og hún hafði fundist á
við upphaf vertíðarinnar í fyrra.
Bjami sagði að sjór væri
heitur á svæðinu og sagði að
skipin væru enn á norðurleið og
að enginn hefði enn orðið loðn-
unnar var.
Loðnukvótinn í upphafi ver-
tíðar er 950 þúsund tonn og hef-
ur 44 skipum verið úthlutað
kvóta.
Tilkynningaskylda íslenskra
fiskiskipa vissi til þess að 12
skip væru komin á eða að nálg-
ast svæðið norður af Melrakka-
sléttu í gærkvöldi en talið er að
fleiri skip bætist í hópinn um
helgina.
Ný breið-
skífa Stuð-
manna
STUÐMENN gefa út breiðskífu í
haust með tólf nýjum lögum og
verður það þeirra fyrsta breiðskífa
einvörðungu með nýjum lögum síð-
an Hve glöð er vor æska kom út ár-
ið 1991.
Stuðmenn koma fram á þjóðhátíð
í Vestmannaeyjum um verslunar-
mannahelgina og til að hita upp fyr-
ir hátíðina gefa þeir út margmiðlun-
ardisk með fjórum nýjum Iögum í
júlí og fara í tónleikaferð um landið.
Á margmiðlunardiskinum verða
myndbönd við þessi fjögur nýju lög.
■ Kraftur í Stuðmönnum/53
------^44------
Sumarhúsi
snúið við
FLUTNINGABIFREIÐ sem flutti
sumarhús áleiðis frá Hafnarfirði til
Egilsstaða varð að snúa við hjá
brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi í gær.
Að sögn lögreglunnar á Höfn í
Homafirði reyndist ekki mögulegt
að koma húsinu yfir brúna vegna yf-
irbyggingar á henni þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Húsið reyndist
einfaldlega of stórt. Þá var ætlunin
að reyna að flytja sumarhúsið norð-
ur Kjöl og þaðan norðurleiðina
austur á Egilsstaði en vegurinn
reyndist ekki fær enn og því horfið
frá þeirri ætlan. Var flutningabif-
reiðinni því snúið við og henni ekið
aftur til Hafnarfjarðar.
HiVI '98
á Netinu
www.mbi.is
Frakkinn Thierry Henry
dáði Carl Lewis / B3
Victor Ikpeba kom Nígeríu
áfram / B2
í dag
aosteuR
ALAUGARD0GUM
LIjoIH/ii