Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Blóma-
haf í
hrauninu
ÚTI í miðju nýjahrauni
Heimaeyjar stendur litríkur
bldmagarður, prýddur
garðálfum og margs konar
plöntum. Umhverfis er einungis
rautt hraunið og því stinga
grænt gras, vorlaukar og
sumarblóm í stúf, þar sem þau
dafna vel í lítilli laut.
„Ég hef alltaf verið með
blómadellu og alltaf verið hrifin
af hrauni þótt ótrúlegt sé,“ segir
Guðfinna Kjartanía Olafsdóttir
þar sem hún stendur í miðju
blómahafinu og setur niður enn
fleiri sumarblóm. Guðfinna, eða
Gauja eins og hún er kölluð,
hefur ásamt Erlendi Stefánssyni
eiginmanni sínum ræktað
blómagarðinn sfðan árið 1988 og
ber hann nafn með rentu,
Hraunprýði. Þau hafa einnig
verið sæmd verðlaunum og
viðurkenningum fyrir framlag
sitt í þágu umhverfismála.
Eitt sinn þegar þau voru á
gangi í hrauninu staðnæmdist
Gauja við lautina og sagði:
„Hérna væri gaman að búa
blómagarð." Að því búnu sóttu
þau um Ieyfí til að taka lautina
„í fóstur“ sem var auðfengið mál
hjá bæjaryfirvöldum og hófu
ræktina. Guðfinna ræktar öll sín
sumarblóm sjálf og í garðinum
er hún með allt mögulegt. Þegar
hún taldi tegundirnar fyrir
tveimur árum voru þær um 400.
Gestkvæmt
í Hraunprýði
í tæp tíu ár hafa þau hjónin
ræktað garðinn og sífellt
stækkar hann. „Manninum
minum fannst þetta fáránlegt í
upphafi, og ég var fegin að
garðurinn var langt frá bænum,
ég hélt að allir myndu gera grín
að mér. En allir urðu strax svo
hrifnir af garðinum," segir
Gaiya og skellihlær. „Þegar
GUÐFINNA og Erlendur gáfu
sér örlítinn tíma til að sitja
fyrir á mynd, en voru svo
strax rokin að vinna í
garðinum sinum. Hraunprýði
ber svo sannarlega nafn með
rentu, en garðinn hafa
Guðfinna og Erlendur nú
ræktað í tíu ár.
Morgunblaðið/RAX
maðurinn minn sá að ræktin var
farin að bera árangur, og þegar
hann hætti að vinna fékk hann
þennan brennandi áhuga á
ræktinni. Nú erum við bæði
hérna eins oft og við getum,
allir okkar aurar fara í þetta og
við sjáum sko ekkert eftir því,“
sagði Gauja, en þau hjónin
reyna að fara þangað á hverjum
degi yfir sumartímann.
Sagan af Hraunprýði hefur
kvisast víða á sl. árum. Þar er
mjög gestkvæmt og sagði Gauja
að stundum færi allt of mikill
tími í kjaftagang. Sumir koma
þó að næturlagi og skilja eftir
gjafir. I garðinum eru til dæmis
tvær styttur, höggnar út í stein,
sem höfðu verið skildar eftir af
einhveijum listamanninum sem
gjöf til þeirra hjóna. Þeim hefur
einnig verið gefínn fjöldi litilla
garðálfa sem sátu þegjandi í
beðunum og brostu, þegar
blaðamaður og ljósmyndari
kvöddu hjónin og héldu á brott.
Efast um
að Roph-
inol sé
bannað
HÆGT verður að nálgast lista yfír
lyf sem eru bönnuð í Bandaríkjunum
í bandaríska sendiráðinu á Islandi
innan skamms. Þetta er ráðstöfun
sem gerð var í kjölfar þess að tveir
meðlimir hljómsveitarinnar Botn-
leðju voru sektaðir og vísað úr landi í
Bandaríkjunum fyrir að vera með
tvær svefntöflur af gerðinni Rophin-
ol í fórum sínum.
Lárus Vilhjálmsson fulltrúi al-
mannatengsla hjá bandaríska sendi-
ráðinu sagði að listi yfir ólögleg lyf í
Bandaríkjunum væri til, og hægt
yrði að nálgast hann í sendiráðinu
innan skamms. Lárus sagði að til-
fellið sem kom upp á þriðjudaginn
væri einstakt og slíkt hefði aldrei
komið upp áður.
Jóhann Lenharðsson lyfjafræðing-
ur hjá Lyfjaeftirliti ríkisins sagði að
á Islandi væri til listi yfir lyf sem
væru leyfð, öll önnur lyf væru bönn-
uð. Hins vegar gildi reglur um að er-
lendir ferðamenn geti flutt inn til
landsins lyf til eigin nota. Skammt-
urinn þurfi þó að vera í samræmi við
lengd dvalarinnar.
„Akveðin efni eru alltaf bönnuð,
eins og til dæmis heróín og hass, en
ef ég tek sem dæmi sjúkling sem
þarf á morfínsprautum að halda, þá
er leyfilegt að flytja þær inn ef við-
komandi sýnir fram á að að hann
þurfi að nota lyfið. Skammturinn
þarf jafnframt að vera í samræmi við
lengd dvalarinnar og dagskammt
einstaklingsins."
Jóhann sagðist telja að umrætt at-
vik sem átti sér stað í Minneapolis í
vikunni væri á misskilningi byggt
þar sem hann grunaði að Rophinol
væri ekki lengur bannað í Bandarfkj-
unum. Hann benti á að lyfið hefði
verið endurskoðað í kjölfar þess að
það var bannað eftir tíða notkun
þess í nauðgunarmálum, til þess að
hægt væri koma því aftur á Banda-
ríkjamarkað. Breytingar hefðu verið
gerðar á lyfinu þannig að ef því væri
blandað út í vökva skildi það eftir sig
slikju í vökvanum auk þess sem hann
breytti um lit. Jóhann vildi þó ekki
fullyrða að lyfið væri aftur komið á
bandarískan markað.
Nýtt fyrirtæki í líftækniiðnaði til að vinna efnahvata úr hita- og kuldaþolnum bakteríum
FYRR í vikunni var greint frá því
að Kári Stefánsson hjá íslenskri
erfðagreiningu og Jakob Kristjáns-
son sérfræðingur hjá Iðntækni-
stofnun hefðu áform um stofnun
fyrirtækis til að vinna efnahvata úr
hita- og kuldaþolnum bakteríum
hér á landi.
Fyrir nokkrum árum voru miklar
vonir bundnar við fyrirtækið Genís
sem vann svipað starf og þeir Kári
og Jakob hafa í hyggju að stunda en
starf þess skilaði ekki þeim árangri
sem búist var við og hefur það nú
snúið sé að öðrum verkefnum. Með
tilkomu ÍE segir Jakob að aðstæður
hafi breyst og tímabært sé að stofna
nýtt fyrirtæki og hefja nýja sókn á
þessum vettvangi.
„Tilvera ÍE á þessum markaði er
mikilvæg ástæða þess að raunhæft
er að fara út í þetta núna. Fyrirtæk-
ið er mikill stuðningur fyrir þessa
grein og gefur tilefni til að fara aft-
ur í þetta af krafti. ÍE notar svona
ensím í dag og þeir gætu orðið mjög
góður samstarfsaðili," segir Jakob
þó ekki sé ljóst með hvaða hætti
samstarf milli fyrirtækjanna gæti
orðið.
Jakob segir að samstarf iðn-
tæknistofnunar og ÍE hafi hafist
síðastliðinn vetur. „Við hófum sam-
starf í litlum mæli í vetur og það er
upphafið að þessum hugmyndum.“
Fyrsta verkefnið yrði
endurbætur á ensímum
Hita- og kuldaþolnu bakteríurnar
sem íyrirtækið kæmi til með að
Islensk erfðagreining
skiptir sköpum
* ■
Tilkoma Islenskrar erfðagreiningar skiptir sköpum fyrir framtíð
í vinnslu hita- og kuldaþolinna baktería hér á landi að mati
Jakobs Kristjánssonar sérfræðings hjá Iðntæknistofnun.
Vegur líftækni mun verða mikill í framtíðinni að hans mati.
nota finnast í ríkum mæli í hverum
hér á landi. „Aðstæður á íslandi eru
mjög góðar varðandi þennan efni-
við. Við búum að fleiri og fjölbreytt-
ari hverasvæðum en eru nokkurs
staðar annars staðar í heiminum,“
segir Jakob. Möguleikarnir á þróun
nýjunga í þessum iðnaði eru því
miklar.
Jakob segist vonast til að af
stofnun fjrirtækisins verði nú í
sumar. Hann segir að stofnun þess
verði í sátt og samlyndi við Iðn-
tæknistofnun og aðra sem að Genís
standa. Fyrsta verkefni nýs fyrir-
tækis yrðu endurbætur á ensímum
sem unnin eru úr hveraefnum en
ensímin eru síðan notuð við að fjöl-
falda erfðaefni sem eru síðan notuð
í ýmsum tilgangi, til dæmis við
rannsóknir í bamsfaðemismálum
og í tengslum við rannsóknir glæpa
svo tekin séu vel þekkt dæmi.
Verkefnið yrði góð kynning fyrir
fyrirtækið ef vel tekst til en sam-
keppni er mikil á markaðnum og
mikilvægt að standa vel að mark-
aðssetningu.
„í hveraörverum era allskonar
möguleg verðmæti. Til dæmis eru
ensím notuð í þvottaefnum í sykur-
iðnaði og í erfðatæknirannsóknum.
Það er nokkuð sem tengist fyrir-
tækinu íslenskri erfðagreiningu
beint og spennandi er að þróa ný
ensím til notkunar í erfðatækni í
samstarfi við það fyrirtæki," segir
Jakob.
„Það er mikil eftirspum eftir
þessari vöra og markaðurinn er
stór, mun stærri en menn gera sér
grein fyrir, og menn eru opnir fyrir
nýjungum. Það sem við myndum
leitast við er að gera ensímin okkar
hraðvirkari og skilvirkari."
Kári og hans menn hafa tengsl
í Morgunblaðinu í vikunni sagði
Kári Stefánsson að fyrirtæld sem
þetta myndi byrja smátt og vaxa
síðan hratt. Jakob segir að erfitt sé
að segja til um stærð fyrirtækisins.
„Það er almennt vitað að svona vex
hratt. Það sem skiptir máli er að
búa til pakka sem lítur vel út og fá
menn til að fjárfesta í verkefninu.
Ég held að Kári og hans menn hafi
mjög góð tengsl inn í þennan heim
og eigi því auðveldara með að afla
þessa fjár en margir aðrir sem
hingað til hafa komið að þessu máli
hér á landi.“
Inntur eftir framtíðarsýn sinni á
þessum vettvangi sagði Jakob að
hann vildi nú ekki vera að nefna
neinar tölur en sagði að menn væra
enn á byrjunarreit og greinin væri
því mjög spennandi. „Framtíðin er í
þessu. Við sjáum það á öllu. Það er
sama hvem þú spyrð, líftækni og
allir hennai- angar eru farin að
springa mikið út og það er bara
byrjunin. Á næstu 20 áram eiga eft-
ir að verða miklar breytingar.
Framleiðsla á erfðabreyttum mat-
vælum, nýjar lausnir á umhverfís-
vandamálum með lífrænum hætti
og vistvænar leiðir til að gera alla
hluti eiga eftir að koma fram.
í sambandi við tengsl hitakærra
örvera við klónun sem mikið hefur
verið í umræðunni, einkum í tengsl-
um við skosku ána Dollý, segir Jak-
ob að slík klónun sé ekki beint
tengd örveranum, þar sé um aðra
tækni að ræða. „Aftur á móti tölum
við gjarnan um klónun þegar gen
era flutt á milli lífvera og ef við finn-
um eitthvað nothæft í hverabakter-
ínum þá tökum við genin úr og flytj-
um annað. Þarna eram við að klóna
einstök gen. Gen eru tekin úr
hverabakteríum og flutt í
kólígerla."
Aðspurður sagði Jakob að til að
byrja með væri vinnuafl nægt hér á
landi þó einhver skortur gæti orðið á
h'ffræðingum. „Ég vil endilega hvetja
fólk til að nema líftækni og betra er
að byrja snemma því átta ár tekur að
fullnuma sig í faginu, frá stúdents-
prófi í doktorspróf,“ sagði Jakob
Kristjánsson, prófessor við HÍ.