Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 8
8 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson birtir bréf
•i i J •! • TT W
Málfarsráðunautur RÚV telur
orðið „Internet“ étækt
Mælir með orð-
inu „lýðnet“
MÁLFARSRÁÐUNAUTUR
Ríkisútvarpsins segist myndu
vísa fólki á að nota orðið „lýðnet“
yfir „intemet", enda sé orðið
þannig íslenskað í nýlegu tölvu-
orðasafni, aðspurð um hvaða
stefnu Ríkisútvarpið hafi í þeim
efnum.
Helga Jónsdóttir sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið vera ný í
starfi málfarsráðunautar. Forveri
hennar í starfi, Margrét Pálsdótt-
ir, hefði verið hlynnt því að nota
orðið „netið“ og hún væri sam-
þykk því að nota það sem stytt-
ingu.
Helga sagði aðspurð að það
væri stefna Ríkisútvarpsins að
nota íslensk orð þegar þeirra væri
völ og orðið „internet" væri ótækt
vegna fyrri hluta orðsins sem
væri ekki mótaður samkvæmt
reglum íslensks máls.
Hins vegar mætti velta því fyr-
ir sér að þegar „Internet“ væri
notað sem sérheiti eins og
„Extrablaðið“ til dæmis, hvort þá
giltu aðrar reglur, en sumir
beittu því sem röksemd fyrir því
að nota orðið. Það sem henni
þætti hins vegar verst í þessu
máli væri að það næðist ekki
samstaða um það hvaða orð
skyldi notað.
Ekki bannað beinlínis
Aðspurð hvort fréttamönnum
og öðrum þeim sem töluðu í Rík-
isútvarpið væri uppálagt að nota
ekki „Intemet“ sagðist hún telja
að þeim hefði ekki verið bannað
það beinlínis, en mælt hefði verið
með því af fyrri málfarsráðunaut
að nota „netið“. Hennar stefna
yrði sennilega sú að benda fólki á
að nota það sem stæði í tölvuorða-
safni, þ.e.a.s. „lýðnet“ og stytting-
una „netið“.
Ohapp í
Reykjavíkurhöfn
Litlu mátti
muna
LITLU munaði að tjón hlytist af
þegar verið var að toga rækju-
togarann Helgu RE upp í slipp
Stálsmiðjunnar í Reykjavík á
þriðjudagskvöld í síðustu viku.
Togvír í skipið slitnaði og rann það
vélarvana niður í höfnina. Lóðsbát-
ur, sem fyrir tilviljun var nær-
staddur, náði að stöðva skipið rétt
áður en það skall á togaranum
Snorra Sturlusyni RE sem lá við
Grandahöfn.
Tvö botnstykki á Helgu RE
skemmdust við óhappið en skipið
hélt til veiða daginn eftir. Hjá
Vinnueftirliti ríkisins fengust þær
upplýsingar að um hefði verið að
ræða nýlegan vír sem engu að síð-
ur hefði verið farinn að ryðga. Sýni
úr vímum hefðu verið send til
rannsóknar og búast mætti við nið-
urstöðum inpan tíðar. Hjá
Stálsmiðjunni fengust engar upp-
lýsingar um málið.
LU Gæðakex
Maarud skrúfur
HEIN • UM LAND ALLT
Ráðstefna um drauga, skrímsli og tröll
Itarlegt drauga-
kort af Suður-
landi í bígerð
Bjarni Harðarson
DRAUGA- og trölla-
skoðunarfélag
Evrópu gengst
fyrir drauga-, trölla- og
skrímslaráðstefnu í Skál-
holti í dag, laugardaginn
20. júní, og hefst dagskrá-
in klukkan 14.
Ráðstefnuna setur Þór
Vigfússon, einn stofnenda
Drauga- og tröllaskoðun-
arfélags Evrópu, og mun
hann jafnframt útnefna
heiðursdoktor félagsins,
Evu Maríu Jónsdóttur.
Þorvaldur Friðriksson
skrímslafræðingur og
fréttamaður segir enn-
fremur frá vatnaskrímsl-
um þeim sem sjá má af
hlaði Skálholtsstaðar, þar
sem þau flatmaga í Hvítá.
Hefur Þorvaldur ferðast
um Island um árabil og
rannsakað sjóskrímsli og vatna-
skrímsli. Erlingur Brynjólfsson
sagnfræðingur segir frá Kamp-
holtsmóra, sem hvað frægastur
er meðal drauga á Suðurlandi,
Þorfinnur Skúlason „trölli“ flytur
erindi um fjallabyggja, en hann
er talinn fremstur fræðimanna
hérlendis í tröllafræðum. Þá flyt-
ur Bjarni Harðarson blaðamaður
erindi sem hann nefnir forynjur
og landafræði, en hann hefur frá
1997 unnið að gerð drauga- og
hindurvitnakorts af Suðurlandi.
Um miðjan dag verður farið í
hópferð að Bergsstöðum í Bisk-
upstungum, þar sem sýruker
Bergþórs risa í Bláfelli verður
skoðað. Einnig verður gengið um
Skálholtsstað og hlýtt á tíðasöng
í Skálholtsdómkirkju.
Að því búnu er boðið upp á
kvöldverð og munu Eyvindur Er-
lendsson og Eva María Jónsdótt-
ir flytja færeyska tröllasögu und-
ir borðhaldi. Ennfremur flytur
Kristján Valur Ingólfsson rektor
Snæfoksstaðarímu og Elísabet
Jökulsdóttir skáld segir frá
skrímslinu í okkur sjálfum. Þá
gefst ráðstefnugestum tóm til
þess að segja sögur.
Ráðstefnan er haldin til heið-
urs einum ágætasta draugafræð-
ingi Sunnlendinga, Hreini heitn-
um Erlendssyni frá Dalsmynni í
Biskupstungum, og ber að til-
kynna þátttöku til Ásborgar Am-
þórsdóttur, ferðamálafulltrúa
uppsveita Ái’nessýslu.
- Hvers vegna er þessi ráð-
stefna haldin?
„Skipuleggjendumir vilja vekja
áhuga fólks á þessum menningar-
verðmætum, sem ekki eiga bara
að tilheyra bókahillunum okkar,
þótt þau eigi vel heima þar. Menn-
ingarverðmætin tilheyra landinu
okkar lika og með þessu móti má
til dæmis tengja þau við ferða-
mennsku, svo dæmi sé tekið. Við
höfum horft til þess í ferðaþjónust-
unni hér á Suðurlandi undanfarin
ár að okkur vantar ekki endilega
gistingu og fæði heldur eitthvað til
þess að hafa fyrir stafni.
Hugmyndin að ráðstefnunni
kom upp í samtali við Ásborgu
Amþórsdóttur ferðamálafulltrúa,
þegar ég sagði henni frá áhuga
mínum á því að að kort-
leggja söguslóðir drauga,
trölla og hindurvitna á
Suðurlandi og vinnu minni
í tengslum við það verk-
efni. Það hafði verið gam-
all draumur hjá mér að geta byij-
að á þessu og þegar konan mín fór
til náms í Hollandi síðasta vetur
gafst mér loks tóm til þess að
sinna því þar ytra. Margir töldu
► Bjami Harðarson fæddist í
Ámýjarhúsi í Hveragerði árið
1961 og er alinn upp í Laugarási
í Biskupstungum. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Laugarvatni árið 1981 og
lagði að því búnu stund á sagn-
fræði við Háskóla íslands í eitt
og hálft ár. Hann ritstýrði Stúd-
entablaðinu á sama tíma og hef-
ur starfað við blaðamcnnsku upp
ft-á því, meðal annars á NT og
Helgarpóstinum. Ilann ritstýrði
Bóndanum 1986-1987 sem og
Bændablaðinu 1987-1993 og gaf
það jaftiframt út sjálfur. Þá rit-
stýrði hann ferðablaðinu Landi
árið 1984 og hefur verið ritsljóri
og aðaleigandi Sunnleska frétta-
blaðsins á Selfossi frá 1991.
Bjarai er kvæntur Elínu Gunn-
laugsdóttur tónskáldi og eiga
þau tvö böm. Bjarni átti tvö
böm fyrir og hefur annað þeirra
alist upp hjá þeim Elínu. Hann
er einn félaga í Drauga- og
tröllaskoðunarfélagi Evrópu.
mig galinn að skipa út með mér 60
bókakössum. Ég setti mér það
markmið í upphafi að geta sett að
minnsta kosti 300 tákn inn á landa-
kortið í þremur sýslum Suður-
landsundirlendis en eftir að hafa
farið í gegnum bækumar sem ég
hafði meðferðis úti og heimildir á
bókasöfnum hér er ljóst að þeir
verða um 500 talsins. Tilefnið er
mismerkilegt, allt frá sögusögnum
um nykur eða álfabyggð upp í
magnaðar drauga- og tröllasögur
um viðkomandi stað og jafnvel
merki þar um í landslaginu."
- Hvers vegna heitir félagið
Drauga- og tröllaskoðunarféhig
Evrópu og hversu margir eru fé-
lagsmenn?
„Félagatal er í minni einstakra
félagsmanna og allir sem hafa ver-
ið útnefndir stofnfélagar mega
taka inn nýja félagsmenn. Síðan
geta draugar verið í félaginu, og
eru einhveijir, svo lítið er vitað um
raunverulegan fjölda félaga.
Drauga- og tröllaskoðunarfélagið
var stofnað íýrii' um það bil tveim-
ur árum og með heiti félagsins var
horft til þess að hægt væri að leita
eftir styrkjum til Evrópusam-
bandsins. Félagið hefur ýmis þjóð-
þrifaverkefni á sinni
könnu og hefur meðal
annars ráðgert að endur-
byggja leitarmannakofa
rétt við Bláfell, þar sem
var mjög rammur
draugagangur, og þá að fá styrk til
þess verkefnis. Utlendingar sem
hafa dvalið í Tungunum hafa verið
viðriðnir félagið og okkur þótt því
rétt að hafa á því alþjóðlegan blæ.“
Nokkrir
draugar í
félaginu