Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 9
FRÉTTIR
Astand rjúpna-
stofnsins vorið 1998
Aukin verkefni hjá
Flugleiðum
Nokkuð á
annan tug
flugmanna
ráðinn
FLUGLEIÐIR hyggjast á
næstunni ráða nokkuð á ann-
an tug flugmanna. Verða þeir
bæði ráðnir á þoturnar til
millilandaflugs og á Fokker
vélarnar sem leigðar eru
Flugfélagi íslands ásamt
áhöfnum.
Jens Bjarnason, flug-
rekstrarstjóri Flugleiða, seg-
ir að vegna aukinna verkefna
þurfi að fjölga flugmönnum
um nokkuð á annan tug en
ekki sé á þessari stundu
hægt að segja nákvæmlega
hversu margir verða ráðnir.
Ný 757-200 þota bætist í flota
Flugleiða í apríl á næsta ári
og segir Jens þennan langa
aðdraganda nauðsynlegan til
að ráða nýja flugmenn og til
að fá ráðrúm til þjálfunar
flugmanna þegar þeir flytjast
milli véla.
Umsóknarfrestur er til 1.
júlí næstkomandi. Umsækj-
endur skulu hafa gilt íslenskt
atvinnuflugmannsskírteini
með blindflugsáritun, hafa
lokið bóklegu námi til rétt-
inda atvinnuflugmanns I.
flokks og hafa lokið fullgildu
stúdentsprófi eða öðru námi
sem félagið metur sambæri-
legt.
RJÚPNATALNINGAR á vegum
Náttúrufræðistofnunar Islands nú í
vor sýna samfellda fjölgun um
norðanvert, norðaustanvert og
austanvert landið og hefur varp-
stofninn á þessum svæðum ekki
verið jafnstór síðan 1988. Á Suð-
vestur- og Vesturlandi virðist hins
vegar vera mikil fækkun í rjúpna-
stofninum. Þessa fækkun má rekja
til mikilla vetraraffalla, einkum
þungs veiðiálags á þeim svæðum.
„Islenski rjúpnastofninn sveiflast
mikið og hafa yfírleitt liðið um tíu
ár milli toppa. Munur á stofnstærð
milli hámarks- og lágmarksára hef-
ur verið fímm- til tífaldur. Síðasta
hámark var 1986, síðan fækkaði ár
frá ári og lágmarki var náð á árun-
um 1991 til 1994,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Náttúrufræðistofnun
Islands.
„Vortalningar hafa sýnt að stofn-
breytingar voru samstiga um allt
land á 7. og 8. áratugnum en síð-
ustu 15-20 árin hefur þar orðið
nokkur breyting á.
Stofnbreytingar rjúpna á taln-
ingasvæðum á Norður-, Norðaust-
ur- og Austurlandi hafa verið sam-
stiga frá upphafi mælinga 1963; á
þessum svæðum var rjúpnastofn-
inn í lágmarki 1993 og 1994 en síð-
an hefur verið samfelld aukning.
Aukningin í varpstofninum í Hrísey
1997-1998 er um 20% og sömu sögu
er að segja á talningasvæði austur
á Héraði, en á sex talningasvæðum
í Þingeyjarsýslum reyndist aukn-
ingin mun meiri, eða 40% að meðal-
tali. Mikið er orðið um rjúpur í
þessum landshlutum og þarf að
fara aftur til ársins 1988 til að fínna
stærri varpstofn.
Síðustu 15 árin hafa stofnbreyt-
ingar á Kvískerjum í Öræfum verið
um tveimur árum á undan því sem
mælist á talningasvæðum á Norð-
ur-, Norðaustur- og Austurlandi.
Þannig var rjúpnastofninn á
Kvískerjum í lágmarki 1991 og
1992, síðan varð aukning til ársins
1997 en nokkur fækkun milli 1997
og 1998, eða 27%.
Aðra sögu er að segja af rjúpum
á Suðvestur- og Vesturlandi; þar
hefur ríkt kyrrstaða eða jafnvel
fækkun síðustu ár. Fækkunin 1997-
1998 var um og yfír 40% á þremur
talningasvæðum og á einu svæði
stóð stofninn í stað. Þessar niður-
stöður eru athyglisverðar í Ijósi
þess að rannsóknir hafa sýnt ágæta
viðkomu rjúpna á Suðvesturlandi
en aftur á móti mikil afföll yfir vetr-
artímann. Merkingar hafa sýnt að
rjúpan er tiltölulega staðbundin og
veiðiálag virðist vera mismikið á
milli svæða. Þannig sýndu rann-
sóknir vetuma 1995 til 1996 og 1996
til 1997 að allt að 70% fugla sem
voru á lífi í nágrenni Reykjavíkur í
upphafí veiðitíma, féllu fyrir hendi
veiðimanna. Veiðiálagið virðist því
vera mjög þungt á sumum svæðum
og ekki við því að búast að stofninn
á Suðvesturlandi vaxi meðan affóll-
in eru svo mikil,“ segir jafnframt.
Ástand rjúpnastofnsins á islandi 1963-98
STOFNVfSITALA ijúpu á Norðausturlandi, í Hrísey og á Kvískerjum.
Talningar á Kvískeijum spanna tímabilið 1963-1998, í Hrísey 1963-1976 og
1983-1998 og á Norðausturlandi 1981-1998. Tölur fyrir Norðausturland
eru samanlagður ijöldi karra á 6 talningasvæðum. Til að gera kvarðann
sambærilegan fyrir svæðin var 1983 valið sem viðmiðunarár og sett sem 1.
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og vatnsvarnarlög á
► þök
► þaksvalir
► steyptar
rennur
►► ný og gömul hús
- unnið við öll veðurskilyrði
Coð Þjónusta
°9 f*9 leg ábyrgð
unóanfarin
18 ár
f
FAGTÚN
Brautarholti 8 • sími 562 1370
Heildversluxi til sölu
Lítil og rótgróin heildverslun.
Góð vörumerki og viðskiptavild.
Vaxandi velta.
Gæti hentað sem stækkun fyrir önnur fyrirtæki.
Aðeins fjársterkir aðilar koma til greina.
Áhugasamir leggi inn nafn og síma á afgreiðslu
Mbl. merkt: „H — 5077" fyrir 27. júnf.
Sumar
20% afsláttur
af öllum vörum í dag.
Opið frá kl. 10-16.
SUMARSPRENGJA
á lagernum niðri 20-27. júní
SKOVERSLI
KÓPAV0GS
HAMRABORG 3 . SÍMI 554 1754
FL UG TIL
S VÍÞJÓÐAR
...kr. 16.900'
Btll i eina viku kr. 17.9001. «
*Flugvallaskattur innifalinn.
'Verð fyrir VW Polo með tryggingum og ótakmörkuðum akstri
Bjóðum takmarkaðan fjölda sæta
til UMEÁ í Svíþjóð í brottför
16. júlí og heimkomu 26. júlí.
Einstakt tækifæri til að heimsækja
náttúruperlur norður-Skandinavíu
á verði sem ekki á sér hliðstæðu.
Bílaleigubíll veitir ótakmarkað
frelsi til að ferðast um og njóta
þess besta sem Skandinavía hefur
upp á að bjóða.
NDRRÆNA
FERÐASKRIFSTD FAN
Laugavegur 3 • Sími 562 6362
smyril-iceland@isholf.is