Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Þjóðlagadagar á Akureyri hefjast á mánudag
Fjölbreytt dagskrá
verður alla næstu viku
Morgunblaðið/Björn Gíslason
PJÖLMARGIR hafa komið að undirbúningi þjóðlagadaganna. Á mynd-
inni er hluti hópsins, fremri röð f.v. Hrefna Harðardóttir, Valgerður
Hrólfsdóttir, Arna Ýrr Sigurðardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og
Atli Guðlaugsson. Aftari röð f.v. Valdfs Viðarsdóttir, Alice Zackarias-
sen, Guðrún Kristinsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson.
í Deiglunni. Þangað mun Kvæða-
mannafélagið Iðunn úr Reykjavík
fjölmenna, kveðandi og yrkjandi og
er búist við blóðugum átökum við
kvæðamenn og hagyrðina í héraði.
Kl. 22 hefst harmonikkuball á Foss-
hótel KEA.
Þjóðlagadögum lýkur með þjóð-
lagamessu í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 28. júní kl. 21.
Fjölmargir aðilar standa að
þjóðlagadögum á Akureyri og má
þar nefna Gilfélagið, Listasumar,
Listvinafélag Akureyrarkirkju,
Minjasafnið, Norræna félagið,
Sumarháskólann á Akureyri, Nor-
rænu upplýsingaskrifstofuna, Jass-
klúbb Akureyrar, Tónslistarskól-
ann á Akureyri og Þórarin Hjart-
arson.
ALLS hlutu 55 mjólkurframleiðendur frá 54 búum á svæði Mjólkursamlags KEA sérstaka viðurkenningu fyrir að framleiða úrvalsmjólk allt árið
1997 og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Kiwanisklúbburinn
Grímur 20 ára
Samráðsfundur Mjólkursamlags KEA og bænda
Brýnt að auka
mjólkurframleiðsluna
ÞJÓÐLAGADAGAR verða haldnir
á Akureyri alla næstu viku, þar sem
boðið verður upp á mjög fjölbreytta
dagskrá. Fjölmargir aðilar hafa
komið að undirbúningi þjóðlagadag-
anna, sem tengjast Listasumri í
bænum og er mikill áhugi á því að
standa fyrir slíkum viðburði árlega.
Valdís Viðarsdóttir, sem tekið
hefur þátt í undirbúningi þjóðlaga-
daganna, sagði að dagskráin hafi
verið kynnt víða, m.a. í öllum tón-
listarskólum landsins og innan FÍH.
Valdís sagði að í tónlistarskólum
hafi verið rætt um að íslensk þjóð-
Iagatónlist hafi ekki fengið að vaxa
og dafna þar innan dyra. Eitthvað
þurfi að gera til að vekja áhuga á
þeirri tónlist og séu þjóðlagadagar
liður í þeirri viðleitni.
Dagskráin hefst mánudagskvöld-
ið 22. júní kl. 20.30, en þá verður
boðið upp á námskeið í vikivökum
og þjóðdönsum í Brekkuskóla.
Námskeiðið verður endurtekið á
sama tíma þriðjudaginn 23. júní.
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón-
usta í Akureyrarkirkju sunnudag-
inn 21. júní kl. 11.00. Kór Akureyr-
arkirkju syngur, organisti Björn
Steinar Sólbergsson. Guðsþjónusta
verður á hjúkrunarheimilinu Hlíð
kl. 16.00. Sr. Birgir Snæbjömsson.
GLERÁRKIRKJA: Messa í
Glerárkirkju sunnudaginn 21. júní
kl. 11.00. Athugið breyttan tíma. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Hjálpræðissamkoma sunnudaginn
21. júní kl. 20.00. Majór Knut
Gamst frá Reykjavík prédikar. At-
hugið breyttan samkomutíma í
sumar. Allir hjartanlega velkomnir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Sunnudagaskóli fjölskyldunnar
sunnudaginn 21. júní kl. 11.30. Ald-
ursskipt biblíukennsla fyrir alla
fjölskylduna. Jóhann Pálsson
predikar. Samkoma kl. 20.00; mikill
og líflegur söngur. Snorri Óskars-
son predikar. Barnapössun fyrir
börn frá eins til 5 ára. Unglinga-
samkoma fóstudaginn 28. júní kl.
20.00.
Aksjón
Laugardagur 20. júní
21 .OOÞ’Sumarlandið Þáttur ætlaður
ferðafólki á Akureyri og Akureyringum
í ferðahug.
Sunnudagur 21.júní
21 .OOÞ-Sumarlandið Þáttur ætlaður
ferðafólki á Akureyri og Akureyringum
í ferðahug.
Mánudagur 22. júní
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur ætlaður
ferðafólki á Akureyri og Akureyringum
í ferðahug.
Tríó Björns Thoroddsen og
flnnsk þjóðlagasveit
Kl. 23.30 þriðjudaginn 23. júní
verða miðnæturtónleikar í Akureyr-
arkirkju, sem tengjast opnunarhátíð
Listasumars og setningu þjóðlaga-
daga. Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri mun setja Listasumar. Bjöm
Steinar Sólbergsson orgelleikari
leikur norræn þjóðlög og -dansa. Um
kl. 00.30 verður boðið upp á Jóns-
messunæturdans á flötinni fyrir utan
kirkjuna. Hópur ungmeyja dansar
spuna og túlkar Jónsmessunóttina.
Miðvikudaginn 24. júní verður
Jónsmessuhátíð á Nýhöfn, uppfyll-
ingunni við Strandgötu og hefst hún
kl. 18.00. Þar verður boðið upp á
snúningsbrauð, varðeld, þjóðdans
og söng. Kl. 21.00 verða tónleikar í
Samkomuhúsinu. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju flytja þjóðlög í
kórútsetningu og Tríó Björns
Thoroddsen og Egill Ólafsson flytja
„Halla kerling í heimsreisu".
Meira en 100
gestir koma
Grímsey. Morgunblaðid
KIWANISKLÚBBURINN
Grímur í Grímsey heldur upp á
20 ára afmæli sitt í dag. Að sögn
Bjarna Magnússonar, sem sæti
á í undirbúningsnefnd, er búist
við miklu fjölmenni.
I vikunni höfðu um 130
manns tilkynnt komu sína til
Grímseyjar í tilefni afmælisins
en það er fleira fólk en allir íbú-
ar eyjarinnar í dag. Eyja-
skeggjar búast við að hýsa
bróðurpartinn af gestunum en
þeir sem kjósa útilegu geta búið
um sig á tjaldsvæði.
Fimmtudaginn 25. júní verður
heitur fimmtudagur í Deiglunni kl.
21.30, þar sem finnska þjóðlaga-
sveitin Gjallarhom stígur á svið en
hún hefur vakið mikla athygli á síð-
ustu misserum. Sveitin skemmtir
gestum með goðsagnasöng og áköf-
um fiðlutónum og trumbuslætti.
Málþing um fslenska þjóðlagið
Föstudaginn 26. júní verður fyrri
dagur málþings um stöðu íslenska
þjóðlagsins í fortíð, nútíð og framtíð.
Málþingið fer fram á sal Tónlistar-
skólans á Akureyri og stendur frá kl.
10-12 og 13.30-16. Um kvöldið, eða
kl. 21, verða tónleikar í Deiglunni,
þar sem Ragnheiður Ólafsdóttir og
Þórarinn Hjartarson syngja Pál
Ólafsson og fleira. Bára, Diddi og
Njáll kveða, syngja og spila þjóðlög.
Laugardaginn 27. júní er seinni
dagur málþings um stöðu íslenska
þjóðlagsins í Tónlistarskólanum og
stendur frá kl. 10-12 og 13.30-16. Kl.
21 um kvöldið verður svo kvöldvaka
ÁRLEGUR kynningar- og sam-
ráðsfundur Mjólkursamlags KEA
með bændum var haldinn á Foss-
hótel KEA í vikunni. Á fundinum
var farið yfir afkomu Mjólkursam-
lagsins á síðasta ári og veittar við-
urkenningar fyrir úrvalsmjólk.
Einnig fluttu framkvæmdastjór-
ar mjólkur- og kjötiðnaðarsviða
KEA, aðstoðarkaupfélagsstjóri og
kaupfélagsstjóri framsöguerindi
um ýmis hagsmunamál bænda og
KEA. Hjá þeim kom fram sú skoð-
un að vinna bæri að aukinni sam-
vinnu og jafnvel sameiningu kaup-
félaga á Norðurlandi og hafa könn-
unarviðræður í þeim efnum átt sér
stað.
Rekstur Mjólkursamlags KEA
var með mjög svipuðu sniði á liðnu
ári og árið á undan. Mjólkurmagn
var nánast óbreytt, jókst um 0,43%
og var 19,8 milljónir lítra. Afkoman
batnaði milli ára og skilaði rekstur-
inn tæpum 4 milljónum króna í
hagnað á móti tæplega 2 milljóna
króna tapi árið á undan. Eigna-
staða samlagsins er sterk og er það
eitt best búna mjólkursamlag
landsins.
í máli Þórarins E. Sveinssonar,
aðstoðarkaupfélagsstjóra og fráfar-
andi mjólkursamlagsstjóra, kom
fram að þrátt fyrir hagnað þurfi af-
koman að batna og er brýnt að ná
fram meiri samstöðu og samstarfi
afurðastöðva í mjólkuriðnaði á
Norðurlandi.
Framtíð mjólkur-
framleiðslu björt
Gæðamál hafa verið ofarlega á
baugi hjá Mjólkursamlagi KEA á
undanförnum árum. Bæði er þar
um að ræða innra starf samlagsins
og samvinnu við bændur við að
auka gæði mjólkur. Hefur mikill
árangur náðst í þeim efnum, mjólk-
ursamlaginu og bændum til hags-
bóta. Þrátt fyrir að uppfylla þurfi
afar ströng skilyrði ná stöðugt
fleiri bændur því marki að fram-
leiða úrvalsmjólk og á síðasta ári
voru það 55 framleiðendur á 54 bú-
um. Voru þeim veittar sérstakar
viðurkenningar á fundinum. Fimm
bú hafa náð þeim einstaka árangiá
að leggja inn úrvalsmjólk í tíu ár
eða oftar.
Hólmgeir Karlsson, fram-
kvæmdastjóri mjólkuriðnaðarsviðs
KEA, fór yfir stöðuna í mjólkur-
framleiðslu svæðisins og sagði
brýnt að auka framleiðsluna eins og
frekast er kostur. Hann sagðist
meta stöðuna þannig að framtíð
mjólkurframleiðslu í Eyjafirði sé
björt. Staða bænda hafi verið að
styrkjast og styrkur svæðisins felist
m.a. í að hér eru bú óvenjustór ef
miðað er við landsmeðaltal.
Meðalbú í Eyjafirði framleiðir
115 þúsund mjólkurlítra árlega en
meðaltalið fyrir landið í heild er 80
þúsund lítrar. „Við höfum allt sem
þarf til vaxtar og ég tel mikilvægt
að bændur og samlagið sameini
krafta sína í framtíðinni,“ sagði
Hólmgeir.
Vilji til sameiningar
kaupfélaga
Helgi Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs
KEA, fór yfir stöðuna á kjötmark-
aði og horfur í þeim málum. Hann
sagði nauðsynlegt að halda vel vöku
sinni, enda samkeppnin um hylli
neytenda hörð. Miklar framkvæmd-
ir hafa verið hjá Kjötiðnaði KEA að
undanförnu og sóknarhugur ríkj-
andi.
í máli Eiríks S. Jóhannssonar
kaupfélagsstjóra kom fram að
KEÁ muni einbeita sér að gæða-
málum og því að stækka fram-
leiðslueiningar sínar. Liður í því
eru m.a. áðurnefndar könnunarvið-
ræður við önnur kaupfélög um
samvinnu og samruna og er KEA
tilbúið að skoða alla kosti í þeim
efnum.
Opinn
fýrirlestur
Þriðjudagur 23. júní 1998 klukkan 20.30.
Staður:
Oddfellowhúsið við Sjafnarstíg.
Bjarni Tryggvason geimfari.
Bjarni segir frá ferð sinni með
geimferjunni Discovery og sýnir myndir.
Ath.: Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku
og er öllum opinn meöan húsrúm leyfir.