Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 19
Morgunblaðið/Tómas Grétarsson
TRYGGVI Ingólfsson, Björn Bjarnason og Bjarni Matthiasson undir-
rita samningana.
Meirihluti í
sveitarstjórn
Þjónustu-
samningur
undirritaður
Holti - Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra, Bjarni Matthíasson,
fyrir hönd héraðsnefndar V-Skaft-
fellinga, og Tryggvi Ingólfsson, fyr-
ir hönd héraðsnefndar Rangæinga,
undirrituðu fyrir nokkru skipulags-
ski'á um sjálfseignarstofnunina
Skóga, þjónustusamning við
menntamálaráðuneytið, ásamt
leigusamningi um húsnæði fyrrum
Héraðsskólans á Skógum.
Ráðherra hafði boðið til þessarar
undirritunar í Skógum og rakti
hann aðdraganda og skýrði þær
breytingar, sem þessir samningar
hefðu í för með sér, en með þeim
væri áframhaldandi rekstur Fram-
haldsskólans í Skógum tryggður frá
og með 1. ágúst nk. Þetta hefði ver-
ið gert að ósk heimamanna, héraðs-
nefnda og skólanefndar skólans, þar
sem stefnt væri að nýjungum í
skólastarfí, sem hann vænti að
næðu fram.
Skólameistari Framhaldsskólans
í Skógum, Sverrir Magnússon,
þakkaði ráðherra íyrir og sagði að
nú væri skólinn að koma heim á ný,
en upphaflega hefði skólinn verið
stofnaður af Rangárvalla- og V-
Skaftafellssýslum árið 1949 eftir að
sýslurnar tóku við jörðinni Ytri-
Skógum, sem gjöf frá eigendum til
að stofna þar skóla. Árið 1962 hefði
ríkið tekið við byggingum og rekstri
skólans. Nú væri það heimamanna
með stuðningi menntamálaráðu-
neytisins að reka Framhaldsskól-
ann í Skógum sem einkaskóla á
framhaldsskólastigi. Samningurinn
gerði ráð fyrir kennslu á starfs-
brautum, sem væri nýjung, með al-
mennu tveggja ára námi á bók-
námsbraut. Þegar hefði tekið til
starfa námsbraut í hestamennsku
með góðum árangri og unnið væri
að því að koma upp fleiri starfs-
brautum við skólann. Með þessari
breytingu myndi sjálfseignarstofn-
unin Skógar væntanlega takast á
hendur ný starfssvið, til að renna
fleiri stoðum undir rekstur og upp-
byggingu á staðnum í þágu skólans
og Byggðasafnsins.
Hvammstanga - Undirritaður hef-
ur verið málefnasamningur milli B-
lista framsóknarmanna, H-lista fé-
lagshyggjufólks og Q-lista ungra
eldhuga. Meirihlutann skipa því
fjórir sveitarstjórnarmenn af sjö.
Samkomulag er um að oddviti
verði af B-lista fyrri tvö árin og H-
listinn skipi formann Byggðaráðs
sömu ár. Seinni hluta kjörtímabils-
ins skipta listarnir um hlutverk. Q-
listinn fær formennsku í nokkrum
nefndum og mann allt kjörtímabilið
í Byggðaráði.
Auglýst hefur verið eftir sveitar-
stjóra, en farið hefur verið fram á
við núverandi sveitarstjóra, að
hann gegni störfum um sinn. Um-
sóknarfrestur var til 16. júní.
I málefnasamningi er aðaláhersla
lögð á atvinnumál og skólamál.
Kanna á með atvinnuþróunarsjóð,
einkum til stuðnings einstaklingum
sem hefja vilja rekstur. Ráðning
ferðamálafulltrúa í samvinnu við
hagsmunaaðila er í málefnasamn-
ingnum.
Skólamálin markast af ráðningu
fagaðila, sem geri fjárhagslega,
faglega og félagslega úttekt á stöð-
unni í dag og til að móta framtíðar-
stefnu.
Athugað verði hvort hefja skuli
byggingu íþróttahúss á Hvamms-
tanga og unnin áætlun þar um.
Framkvæmdirnar hafi ekki for-
gang fram yfir aðrar nauðsynlegri
framkvæmdir, t.d. í atvinnumálum.
Meirihlutinn er því þannig skip-
aður: Elín R. Líndal oddviti, Guð-
mundur Haukur Sigurðsson, for-
maður Byggðaráðs, Agúst Jakobs-
son og Gunnar Sveinsson. Minni-
hluta skipa Olafur B. Oskarsson og
Þorvaldur Böðvarsson af D-lista og
af F-lista Þorsteinn B. Helgason.
Aflmiklir, rúmgóðir, öruggir og einstaklega hagkvæmir í rekstri
BALEf
BALENO
SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA
TEGUND: VERÐ: TEGIJND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR,VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR. 1,3GL 4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. 1.6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. Sjáifskipting kostar 150.000 aukalega
Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 lohpúða •
aflmiklar vélar • samlæsingar
rafmagn í rúðum og speglum
• styrktarbita i hurðum •
• samlitaða stuðara •
$ SUZUKI
SUZUKISÖLUUMBOD: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyrl: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 4G2 63 00. Egilsstaðir: Blla- 09 búvélasalan hf„
Miðási 19, slmi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavlk: BG
bllakringlan, Grðfinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 2617.
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is