Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 22
22 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
ERLENT
MORGUNB LAÐIÐ
Enn vekur Starr deilur
Washington. Reuters.
KENNETH Starr, sérstakur sak-
sóknari í Bandaríkjunum, olli frekari
deilum á fimmtudag er kviðdómur,
er rannsakar meint kynlífshneyksli í
Hvíta húsinu, yfirheyrði Frank Cart-
er, sem var fyrsti lögfræðingur Mon-
icu Lewinsky. Carter aðstoðaði
Lewinsky við að skrifa eiðsvama yf-
ii'lýsingu þar sem hún fullyrti að hún
hefði aldrei átt í kynferðislegu sam-'
bandi við Bill Clinton forseta.
Carter kom fyrir kviðdóminn
eftir að hafa reynt árangurslaust
að fá dómsúrskurð um að Starr
gæti ekki krafist þess að Carter
legði fram skjöl og bæri vitni við
rannsóknina á meintu sambandi
Lewinskys og Clintons. Rannsókn
Starrs beinist að því hvort Clinton
hafi staðið að samsæri um að hefta
framgang málsóknar Paulu Jones
með því að fá Lewinsky til mein-
særis. Máli Jones hefur verið vísað
frá dómi.
Hikaði aldrei
Carter sagði í viðtali við The
Washington Post í gær að Lewin-
sky hefði ekki sagt sér að hún hefði
þegið gjafir af Clinton eða að vinur
forsetans, Vemon Jordan, hefði
hjálpað sér við að finna starf. Cart-
er sagði ennfremur að Lewinsky
hefði ekki gefið í skyn á nokkum
hátt að hún hefði staðið í nánu sam-
bandi við forsetann.
„Hún hikaði aldrei. Hún gaf mér
aldrei neinar upplýsingar sem
stangast á við það sem segir í yfir-
lýsingunni," sagði Carter. „Nú er
hálft ár síðan og holskefla stað-
reynda og viðtala og skjala riðin yf-
ir, en hver veit? Á sínum tíma hafði
ég enga ástæðu til að efast um það
sem hún sagði mér.“
Carter hélt því fram að ákvæði
um trúnað lögmanns og skjólstæð-
ings kæmi í veg fyrir að greina
mætti frá því sem honum og Lewin-
sky fór á milli. Lögmaður hans,
Charles Ogletree, segir að Carter
hafi ekkert vitað um mögulegar lyk-
ilvísbendingar, svonefnd „spjallat-
riði“, sem Lewinsky er sögð hafa
látið vinkonu sína, Lindu Tripp,
hafa og fólu í sér tillögur að því sem
Tripp skyldi segja lögfræðingum
Jones.
Eftir því sem rannsókn kvið-
dómsins hefur undið fram hafa
vaknað nýjar spurningar varðandi
yfirlýsingar Starrs í 19 síðna bréfi
til Steve Brills, ritstjóra, sem skrif-
aði grein þar sem hann gaf í skyn að
Starr hefði í viðtali gengist við því
að hafa lekið upplýsingum til frétta-
manna. Grein Brills hefur valdið
uppnámi, vegna þess að saksóknur-
um er óheimilt að greina frá upplýs-
ingum sem rannsóknarkviðdómur
hefur undir höndum.
Leki eða ekki
Starr neitar því að hafa greint frá
slíkum upplýsingum, en bandamenn
Clintons hafa veist að sanngimi SL
arrs og óhlutdrægni með því að gera
mildð úr því að hann hafi viðurkennt
að hafa veitt nokkrum fréttamönn-
um innanhússupplýsingar án þess
að gefa upp hvaðan þær bærust.
I bréfinu til Brills neitar Starr
hverri ásökuninni á fætur annarri.
Hann segir m.a. að embætti hans
hafi aldrei farið þess á leit við
Lewinsky að hún bæri segulband
innan klæða í þeim tilgangi að afla
upplýsinga sem gætu nýst gegn
Clinton eða Vemon.
Rannsóknin
verði rannsökuð
Þetta stangast á við það sem
fram kom í Time 16. febrúar sl. Þar
fullyrtu lögfræðingar Lewinskys að
saksóknari krefðist þess að hún
„hleraði" gegn því að vera hlíft við
málshöfðun. „Stjómvöld vildu ekki
einungis að skjólstæðingur okkar
segði frá, heldur vildu þau að hún
hleraði, að hún tæki upp símtöl við
forseta Bandaríkjanna, Jordan og
fleiri - að kröfu yfirvalda."
Grein Brills hefur orðið til þess,
að bandamenn Clintons, og fleiri,
hafa krafist þess að rannsókn St-
arrs verði rannsökuð. Janet Reno,
dómsmálaráðherra, sagði á fimmtu-
dag að hún hefði ekki enn tekið
ákvörðun um hvernig bragðist yrði
við þessari kröfu. Sagði hún að
ásökunum gegn Starr hefði verið
vísað til fagábyrgðarskrifstofu
ráðuneytisins, sem hefiu- með hönd-
um innra eftirlit, en þar hefði ekki
verið hafin rannsókn.
Miðlunar-
tilraun
OAU árang-
urslaus
Addis Ababa. Reuters.
TALSMENN Einingarsamtaka Af-
ríku, OAU, tilkynntu í gær að ekk-
ert hefði miðað í tilraunum þeirra tii
að miðla málum í landamæradeiiu
Eþíópíu og Erítreu.
„Sendinefndinni tókst ekki, að
svo komnu máli, að mjaka málinu
áfram í þá átt sem lagt var upp
með sem takmark,“ tjáði Salim Áh-
med Salim, framkvæmdastjóri
OAU, fréttamönnum, en hann vís-
aði með þessum orðum sínum til
friðaráætlunar sem fulltrúar
stjórna Bandaríkjanna og Rúanda
höfðu sett saman.
Salim sagði samningamenn Erít-
reu hafa hafnað tillögum friðará-
ætlunarinnar, sem gengur út á
fjögur meginatriði, í viðræðum
gærdagsins. Stjóm Erítreu hefur
sett sig upp á móti áætluninni allt
frá því hún kom fyrst til tals fyrir
hálfum mánuði og svo virtist sem
átök gætu brotizt út á ný milli ná-
grannaríkjanna eftir að miðlunar-
tilraun OAU fór út um þúfur með
þessum hætti.
Reuters
Sirkustjaldið hrundi
BJÖRGUNARSVEIT flytur hér fjölleikasýningu í Wisconsin í ir á sjúkrahús eftir að súlurnar
slasaðan mann á sjúkrabörum eftir Bandaríkjunum vegna storms. brotnuðu með þeim afleiðingum að
að sirkustjald féll niður í miðri Hátt í 30 sýningargestir voru flutt- tjalddúkurinn féll yfir áhorfendur.
Ný samtök franskra
Evrópuandstæðinga
Franska þingið
hunzar ESB-lög
París. Reuters.A
FRANSKA þingið lét í gær undan
þrýstingi hagsmunasamtaka veiði-
manna og samþykktu, þvert á að-
varanir framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins (ESB) og um-
hverfisverndarsamtaka, að lengja
veiðitímabilið fyrir farfugla framyf-
ir það sem leyfilegt er samkvæmt
löggjöf ESB.
Atkvæði féllu þannig, að 92 þing-
menn samþykktu lagafrumvarp, sem
kveður á um að farfuglaveiðitímabil-
ið hefjist 14. júlí, mánuði fyrr en
leyfilegt er samkvæmt samþykktum
ESB. 20 greiddu atkvæði á móti.
Frumvarpið leyfir líka að vissar
fuglategundir verði veiddar fram
yfir 31. janúar, sem er síðasti dagur
veiðitímabilsins samkvæmt reglum
ESB. Það hefur þegar hlotið sam-
þykki efri deildar franska þingsins.
Talsmaður framkvæmdastjómar-
innar í Brussel upplýsti í gær að
frönsk stjómvöld ættu von á bréfi,
þar sem þau væru hvött til að hlíta
ESB-lögum, ella eigi þau yfir höfði
sér málaferli fyrir Evrópudómstóln-
um og háar fjársektir.
París. Reutera.
CHARLES Pasqua, fyrrverandi
innanríkisráðherra Frakklands og
einn þekktasti frammámaður
franskra efasemdamanna um Evr-
ópusamranann, greindi frá því í
blaðaviðtali í gær að hann hygðist
stofna nýja hreyfingu hægrimanna,
sem hefði það að takmarki að berj-
ast gegn stækkun Evrópusam-
bandsins (ESB) til austurs.
Pasqua sagði i viðtali við viku-
blaðið Le Point, að samtökin Dema-
in ia France (Frakkland á morgun)
yrðu stofnuð formlega á ráðstefnu
helgaðri fullveldi hins franska þjóð-
ríkis.
„Fram að þessu vorum við aðeins
umræðuhópur, en nú eram við að
breyta honum í virka hreyfíngu
sem berst fyrir fullveldi Frakk-
lands,“ var haft eftir Pasqua, sem
jafnframt er einn af leiðtogum
Gaullistaflokksins RPR, sem
Jacques Chirac forseti tilheyrir
einnig.
Pasqua, sem hefur áður látið til
sín taka í baráttu gegn öðrum þátt-
um Evrópusamranans, svo sem
myntbandalaginu (EMU) og sam-
þykkt Maastricht-sáttmálans, sagði
að hann myndi þrýsta á Chirac að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjórnarskrárbreytingu, sem Am-
sterdam-sáttmálinn svokallaði kall-
ar á, en hann samþykktu leiðtogar
ESB og felur í sér breytingar á
stofnsáttmála sambandsins sem
nauðsynlegar eru til að búa í haginn
fyrir fjölgun aðildarríkja. Ellefu ríki
Mið- og Austur-Evrópu bíða aðild-
ar.
Chirac og Jospin
samstiga
Samkvæmt frönskum lögum þarf
slík stjórnarskrárbreyting að vera
samþykkt annað hvort af meirihluta
þingmanna beggja deilda þjóð-
þingsins á sameiginlegum fundi
þeirra, eða með þjóðaratkvæða-
greiðslu. Til stendur að báðar deild-
ir þingsins komi saman í þessum til-
gangi strax eftir sumarhlé í haust.
Chirac og Jospin forsætisráðherra
hafa gefið til kynna að þeir kæri sig
ekki um að bera málið undir þjóðar-
atkvæði.
Aukin
spenna á
Kýpur
ÞRJÁR tyrkneskar F-16 orr-
ustuþotur fóra í gær frá Norð-
ur-Kýpur, eftir stutta heim-
sókn sem var svar við komu sex
grískra herflugvéla til Suður-
Kýpurs fyrr í vikunni. Hefur
þetta auldð spennuna í sambúð
Grikkja og Tyrkja á eynni. Ut-
anríkisráðherra Tyrklands,
Ismali Cem, hét því í gær að
stjómvöld myndu svara öllum
þeim aðgerðum sem Grikkir
kynnu að grípa til í deilum ríkj-
anna um eyjuna. Bandaríkja-
menn og Þjóðverjar gáfu út yf-
irlýsingar þar sem þeir lýstu
áhyggjum sínum vegna vaxandi
spennu í samskiptum Kýpur-
Grikkja og Kýpur-Tyrkja.
Stjóm Grikkja á suðurhluta
eyjarinnar er viðurkennd á al-
þjóðavettvangi, en einungis
Tyi’kir viðurkenna stjóm Kýp-
ur-Tyrkja á norðurhlutanum.
Tekið á
bullunum
BRESK stjómvöld tilkynntu í
gær um nýjar ráðstafanir er
miða að því að koma í veg fyrir
vandræði vegna bulluskapar
breskra knattspymuaðdáenda á
HM í Frakklandi. Voru hert
viðurlög við broti á banni við að
fara á knattspyrnuleiki erlend-
is. Geta þeir sem brjóta lögin
átt yfir höfði sér allt að hálfs árs
fangelsi.
Nauðlending
á Kastrup
BOEING 737-300 frá flugfélag-
inu Air Europe nauðlenti á
Kastrupflugvelli við Kaup-
mannahöfn í gær vegna bilunar.
146 farþegar vora um borð og
sex manna áhöfn og sakaði eng-
an. Vélin var á leið frá Ósló til
Malaga á Spáni. Skömmu eftir
flugtak frá Gardemoen kom í
ljós bilun í vökvakerfi og að
sprungið var á hjóli. Vélin er 10
ára. Önnur flugvél flutti farþeg-
ana á áfangastað.
Vilhjálmur
kvartar
VILHJÁLMUR prins á Bret-
landi hefur í fyrsta sinn lagt
fram kvörtun vegna framgangs
fjölmiðla, bálvondur vegna
„stórkostlega meiðandi og óá-
reiðanlegrar" umfjöllunar af því
tagi sem Díana móðir hans
mátti þola. Það var grein í Mail
on Sunday um 16 ára afmæli
prinsins sem gerði honum
svona gramt í geði. Sagði þar
m.a. að starfsfólk athugaði sér-
staklega þær stúlkur sem hon-
um geðjaðist að áður en þeim
væri boðið í te.
Fylgið aldrei
minna
HÆGRIFLOKKURINN í
Noregi hefur aldrei áður mælst
með eins lítið fylgi í skoðana-
könnunum og nú. Þá hefur
Kristilegi þjóðarflokkurinn
einnig misst fylgi. Verkamanna-
flokkurinn og Framfaraflokkur-
inn bæta hins vegar við sig.
Skoðanakönnunin var gerð fyrir
Aftenposten.